Morgunblaðið - 04.09.2018, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 04.09.2018, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 2018 ÞÓR FH Opnunartími: Opið alla virka daga frá kl 9:00 - 18:00 Lokað um helgar Tölvuverslun - Reykjavík: Ármúla 11 108 Reykjavík Sími 568-1581 Vefsíða og netverslun: www.thor.is Epson EB-2247U Skerpa: 15,000: 1 Upplausn: WUXGA, 1920 x 1200, 16:10 (Full HD) Birta: 4,200 Lumen Litur/hvítt ljós 2,410 Lumen (eco) Litur/hvítt ljós Peru: 5500 klukkutímar - hefðbundin notkun 12000 klukkutímar - “Eco mode” Tengi: USB 2.0 Type A, USB 2.0 Type B, RS-232C, Ethernet interface (100 Base-TX / 10 Base-T), Gigabit ethernet interface, VGA in (2x), VGA out, HDMI in (2x), Composite in, RGB in (2x), RGB out, MHL, Stereo mini jack audio out, Stereo mini jack audio in (2x), Miracast, Wireless LAN IEEE 802.11a/b/g/n/ac 4200 Góður skjávarpi frá EPSON sem brúar bilið milli hefðbundins skrifstofu/skólavarpa og hágæða heimilis skjávarpa. Mjög bjartur varpi (4520 Lumen.) Hægt að tengja þráðlaust með Appi í iOS og Android tækjum. Þráðlaus og bjartur háskerpu-skjávarpi EPSON SKJÁVARPI Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Fyrirtækið GYG vinnur að því að opna Bandaríkjamarkað að nýju fyrir íslensk steinefni úr Hornafirði til notkunar í sundlaugum. Eigandi fyrirtækisins er bjartsýnn á fram- tíðina í útflutningi jarðefna og er einnig að huga að grjóti úr öðrum landshlutum. Litlahorn, fyrirtæki Ómars Antonssonar, hefur í mörg ár unnið jarðefni úr fjörunni á Stokksnesi og selt hér innanlands. Meðal annars hefur svört perlumöl þaðan verið notuð í steinteppi. Fyrir allmörgum árum komst hann í samband við fyrirtæki í Ari- zona í Bandaríkjunum og seldi því svarta möl sem notuð var í bland við annað grjót innan í sundlaugar víða um Bandaríkin. Fyrirtækið hætti viðskiptum og bar því við að óæskileg efni hefðu blandast við steina í síðasta farminum. Þau efni hafa aldrei fundist í fjörunni og hafa því væntanlega smitast við flutning efnisins eða umskipun. Gylfi Guðmundsson, eigandi GYG, hefur keypt efni af Litlahorni og verið að reyna að komast aftur inn á Bandaríkjamarkað. Hefur hann látið vinna efni og sekkja í Hollandi til að flytja vestur um haf. Tilgangurinn er að fá traust mark- aðarins á efnið. Það er aðallega not- að til skreytingar í görðum, enn sem komið er. Gylfi segir að efnið sé einstakt en það taki tíma að komast aftur inn á þennan stóra markað. Hann segir að tækifærin séu fyrir hendi og er vongóður um að sér takist að nýta þau í framtíð- inni. Flutningur jarðefna á milli landa hefur aukist. Norðmenn eru stórir í þeim geira enda gamalt berg þar. Eru jarðefni þaðan flutt til Íslands og notuð í malbik og steinsteypu. Samstarf við Þingeyinga Gylfi er að athuga möguleika á útflutningi jarðefna frá Norðaust- urlandi í samstarfi við Atvinnuþró- unarfélag Þingeyinga. Fram kemur á vef þróunarfélagsins að athugaðar hafi verið námur og fjörugrjót, meðal annars á Melrakkasléttu, Tjörnesi og við Húsavík. Gylfi segist stundum fá fyrir- spurnir. Hann hafi verið í sambandi við Þingeyinga um tíma og litið á nokkra staði með starfsmanni fé- lagsins. Hann segir ómögulegt að segja hvað úr því verði. Hlutirnir gerist venjulega hægt í slíkri þró- unarvinnu. Selur íslenskt grjót til Bandaríkjanna Morgunblaðið/Brynjar Gauti Hnullungar Víða í fjörum landsins og í námum má finna jarðefni sem af einhverjum ástæðum geta verið eftirsótt.  Notað í skreytingar  Þingeyingar bjóða fram sína steina Guðni Einarsson gudni@mbl.is Úrskurðarnefnd velferðarmála telur að skerðing á atvinnuleysisbótum konu vegna fjármagnstekna hafi ekki verið í samræmi við ákvæði laga um atvinnuleysistryggingar (54/ 2006). Ákvörðun Vinnumálastofnun- ar um skerðingu atvinnuleysisbóta konunnar var felld úr gildi og málinu vísað til nýrrar meðferðar stofnun- arinnar. Úrskurðurinn er birtur á heimasíðu stjórnarráðsins. Konan sem um ræðir fékk greidd- ar atvinnuleysisbætur frá Vinnu- málastofnun frá 1. janúar til 1. nóv- ember 2016. Við samkeyrslu gagnagrunna Vinnumálstofnunar og Ríkisskattstjóra sást að hún hafði haft fjármagnstekjur á sama tíma og hún naut bótanna. Vinnumálastofn- un tilkynnti konunni að hún hefði fengið ofgreiddar atvinnuleysisbæt- ur að fjárhæð 516.410 kr. án álags. Kærði ákvörðunina Ákvörðun Vinnumálastofnunar var kærð til úrskurðarnefndar vel- ferðarmála og krafðist konan þess að ákvörðunin yrði felld úr gildi. Hún greindi frá því að eiginmaður hennar hefði fengið eingreiðslu fyrir leigu á landi í hans eigu í janúar 2016 og greitt fjármagnsatekjuskatt af leigu- tekjunum. Konan kvaðst ekki eiga neitt í landinu og hefði hún því ekki talið þessar tekjur fram. Vinnumálastofnun benti m.a. á að samkvæmt lögum um atvinnuleysis- tryggingar skyldu fjármagnstekjur atvinnuleitanda skerða atvinnuleys- isbætur. Vaxta- og leigutekjur teld- ust til skattskyldra tekna og að um fjármagnstekjur gilti samsköttun. Þar eð ekki hefði legið fyrir hvort kærandi og maki hennar væru með aðskilinn fjárhag eða hvort umrædd- ar vaxta- og leigutekjur hefðu stafað frá séreign maka kæranda í skilningi hjúskaparlaga teldi Vinnumálastofn- un að hlutur kæranda í fjármagns- tekjum skyldi koma til skerðingar á atvinnuleysisbótum hennar. Úrskurðarnefndin sagði m.a. í nið- urstöðu sinni að af lagaáskilnaði 76. greinar stjórnarskrárinnar leiddi að lagaákvæði sem mæltu fyrir um skerðingu atvinnuleysisbóta þyrftu að vera skýr og ótvíræð um þá skerð- ingu. Í tilvitnaðri grein stjórnar- skrárinnar segir í 1. málsgrein: „Öll- um, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúk- leika, örorku, elli, atvinnuleysis, ör- birgðar og sambærilegra atvika.“ Eins sagði úrskurðarnefndin að ákvarðanir stjórnvalda yrðu að eiga sér stoð í lögum og ef um íþyngjandi ákvörðun væri að ræða yrði að gera strangari kröfu til skýrleika þeirrar lagaheimildar sem hún byggðist á. Túlka yrði lög um atvinnuleysis- tryggingar í ljósi þessara krafna. Það lægi fyrir að fjármagnstekjurn- ar hefðu verið að mestu vegna leigu- tekna maka kæranda af landi í hans eigu, auk vaxtatekna af innistæðum í banka. Af lögum um atvinnuleysis- tryggingar mætti ráða að eingöngu fjármagnstekjur hins tryggða gætu komið til frádráttar atvinnuleysis- bótum. Mátti ekki skerða bætur  Atvinnuleysisbætur konu voru skert- ar vegna fjármagnstekna maka hennar Morgunblaðið/Ómar Vinnumálastofnun Fær málið aft- ur til vinnslu samkvæmt úrskurði. Námsmenn eiga erfitt með að vakna á morgana en tæplega tveir af hverj- um þremur í þeirra hópi ýta oft einu sinni á svonefndan snústakka á vekj- araklukkunni sinni. Þetta eru niður- stöður könnunar MMR sem gerð var 25. júlí til 1. ágúst sl. Tæplega helm- ingur svarenda segist ýta einu sinni eða oftar á snústakkann – þar af sögðust 17% ýta einu sinni á hann en 6% fimm sinnum eða oftar. Tæplega 40% fara hins vegar á fætur við fyrsta óm og 13% þurfa ekki vekj- araklukku. Tölur MMR benda til þess að Ís- lendingar séu morgunlatari en til dæmis Bretar þar sem sambæri- legar kannanir hafa verið gerðar. Alls 21% Breta notar ekki vekjara- klukkur en 13% Íslendinga og 8% Bandaríkjamanna. Samkvæmt könnun MMR reynist körlum erfiðara að komast fram úr rúminu á morgnana en konum. Sögðust 8% karla „snúsa“ að jafnaði fimm sinnum eða oftar en 4% kvenna. Karlar reyndust þó einnig líklegri til að nota ekki vekjara- klukku. Þá kom fram að fólk virðist líka morgunhressra eftir því sem það eldist – og almennt talað eru morgunhanarnir fleiri úti á landi en í borginni. Sömuleiðis kemur fram að 60% þeirra sem tóku þátt í könnunni og styðja Framsóknarflokkinn þurfa ekki að snúsa klukkuna sína við ris- mál, en þeir sem fylgja Flokki fólks- ins, Viðreisn og Pírötum að málum vilja gjarnan lúra lengur. Í hópum í könnun MMR áttu námsmenn erfiðast með að vakna, en tæp 66% þeirra sögðust snúsa minnst einu sinni og 20% fimm sinn- um eða oftar. Hjá stjórnendum og æðstu embættismönnum reyndist viljastyrkurinn hins vegar mikill og 53% sögðust yfirleitt ekki ýta á takk- ann umrædda. sbs@mbl.is Framsóknarmenn fara snemma á fætur  Ungir námsmenn vilja snúsa og sofa Morgunblaðið/G. Rúnar Rismál Hverjum klukkan glymur? Svo spurði Hemmingway.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.