Morgunblaðið - 04.09.2018, Side 19
19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 2018
Dásemdin ein Í nýju sjóböðunum á Húsavíkurhöfða sem voru opnuð síðastliðinn föstudag getur margt borið fyrir augu, til dæmis flugvélar sem fljúga þar yfir hafflötinn.
Hafþór Hreiðarsson
NLHS er stytting á
Nýr Landspítali Há-
skólasjúkrahús, en
framkvæmdir þess
mikla og umdeilda
verkefnis hófust í febr-
úar 2016 með bygg-
ingu sjúkrahótels.
Annar þáttur, jarð-
vinna fyrir meðferðar-
kjarna, bílastæðahús,
gangagerð, vegagerð
o.fl. var boðinn út fyrr á þessu ári.
Lægsta tilboð nam 2,8 milljörðum
króna en áætlun verkkaupa 3,4
milljörðum króna, sem teljast má
gott miðað við mikla þenslu í bygg-
ingariðnaðinum í dag. Verklok eru
áætluð í mars 2020. NLHS heldur
úti heimasíðu, sem er fróðlegt,
margir hafa áhuga á framkvæmd-
unum og hvernig þeim vegnar.
Kostnaðaráætlun á heimasíðunni er
frá 2012. Þar skiptist heildarkostn-
aður við framkvæmdina þannig:
Nýbyggingar 48,5 milljarðar, end-
urnýjun eldri bygginga 12,9 millj-
arðar og tækjabúnaður 12,0 millj-
arðar, samtals 73,4 milljarðar. Séu
þessar tölur framreiknaðar með
byggingarvísitölu hagstofunnar
áætlast kostnaður í dag: Nýbygg-
ingar 58,6 milljarðar, endurnýjun
eldri bygginga 15,6 milljarðar og
tækjabúnaður 14,5 milljarðar, sam-
tals 88,7 milljarðar.
Hækkun 20,8%. Í ný-
legum viðtölum við
framkvæmdastjóra
Nýs Landspítala ohf. í
fjölmiðlum hefur hann
sagt frá framkvæmd-
unum og að áætlaður
byggingarkostnaður
væri tæpir 58 millj-
arðar króna.
Sjúkrahótel
Í viðtali í júlí er tal-
að um Sjúkrahótelið
og sagt að byggingu þess hafi lokið
fyrir einu og hálfu ári, þ.e. í byrjun
árs 2017, nema klæðningu utanhúss
sem verið væri að byrja á. Löngu er
landsþekktur mikill húsnæð-
isskortur LHS og hótelið átti að
bæta úr. Það hljómar illa ef klæðn-
ing hússins hefur seinkað notkun
þess um eitt og hálft ár. Klæðning
húsa byrjar gjarnan skömmu eftir
að uppsteypu lýkur og ætla má að
legið hafi fyrir hvernig klæða ætti
húsið þegar á hönnunarstigi.
8. ágúst síðastliðinn birtist í
Morgunblaðinu aftur viðtal undir
fyrirsögninni „Listskreytingasjóður
fór í klæðningu“. Þar segir m.a. að
rekja megi seinkun á byggingu
sjúkrahótelsins að hluta til ákvörð-
unar í janúar 2017 um að end-
urhanna „burðarvirkið“ sem ekki
hafi staðist jarðskjálftakröfur. Þetta
rímir illa við fyrri upplýsingar um
að þá var byggingu hússins nánast
lokið. Enn fremur segir í fréttinni
að klæðningin sé hönnuð og teiknuð
af myndlistarmanni og tákni fjöllin
austanlands og vestan, en hönnuður
kom þó ekki að verkinu fyrr en búið
var að byggja húsið.
Ofangreint bendir til að húsið
hafi beðið eftir listrænni meðferð í
eitt og hálft ár. En til að bæta gráu
ofan á svart segir í báðum ofan-
nefndum viðtölum/greinum að
„Rekstur sjúkrahótelsins hafi ekki
enn verið boðinn út til einkaaðila“.
Hvers vegna einkaaðila? En það
áhugaverða hlýtur að vera ef
stjórnendum LHS finnst ekkert
liggja á byggingunni og hver stjórn-
ar eða samræmir byggingarmál
NLHS?
Jáeindaskanni
Annað verkefni á vegum LHS
hefur staðið yfir síðan 2016. Upp-
setning og hús utan um hina höfð-
inglegu gjöf Kára Stefánssonar og
Íslenskrar erfðagreiningar, jáein-
daskannann. Mikið hefur verið getið
um framkvæmdina í fjölmiðlum
enda ástæða til. Það er einsdæmi að
íslensku þjóðinni sé færð slík gjöf,
5,5 milljónir Bandaríkjadala. Fram-
kvæmdin hófst á réttum tíma með
skóflustungu 12. janúar 2016 og
samkvæmt áætlun átti húsnæði fyr-
ir skannann að vera tilbúið í
september 2016 og skanninn kom-
inn í notkun um áramótin 2016. Í
grein í Vísi dags. 24 október 2016
sýnir mynd tæknibúnað tengdan
skannanum hífðan inn í húsið. Ekki
virðist framkvæmdinni hafa mikið
seinkað á þessum tíma. Í viðtali 19.
júní 2017 upplýsir þó fram-
kvæmdastjóri rannsóknarsviðs
LHS að verið sé að klára alla vinnu
í húsnæðinu og næsta skref sé að fá
leyfi, því notuð séu geislavirk efni.
Hann segir að stefnt sé að því að
taka fyrstu sjúklinga inn seinnipart
hausts eða í byrjun vetrar 2017. Í
sama streng tekur verkfræðingur
LHS sem unnið hefur við fram-
kvæmdirnar síðan haustið 2016.
Síðustu fréttir af verkefninu frá 14.
ágúst 2018, og nú frá yfirlækni
röntgendeildar, eru að tveimur ár-
um eftir að gert var ráð fyrir að
skanninn yrði tekinn í notkun hafi
fengist nauðsynleg leyfi til að hefja
framleiðslu á þeim lyfjum sem not-
uð verði við rannsóknir í skann-
anum og jafnframt að verið sé að
leggja síðustu hönd á frágang fyrir
framleiðslu merkiefna. „Þess er
skammt að bíða að fyrstu rann-
sóknir verði framkvæmdar í tæk-
inu,“ segir hann.
Lokaorð
Ekki eru nýmæli að fram-
kvæmdum seinki á Íslandi né er-
lendis. En að láta bráðnauðsynlegar
tilbúnar opinberar byggingar
standa ónotaðar er a.m.k. afleit
stjórnsýsla. Uppsetning jáeindask-
anna með búnaði er alger nýlunda
hérlendis og ekki að vænta að þekk-
ing á hönnun og framkvæmd verk-
efnisins sé fyrir hendi, en þegar um
viðkvæm og vandasöm verkefni er
að ræða er leitað sérfræðiþekkingar
út fyrir landsteinana. Taki verkefni
þrefaldan tíma miðað við fyrstu
áætlanir hafa varla aðilar með
þekkingu verið með frá byrjun.
Kostnaður framkvæmda við sjúkra-
hótelið og jáskannann er varla yfir
fimm milljörðum en heildarkostn-
aður við NLHS er í dag áætlaður
nær 90 milljörðum og flækjustigið
margfalt. Vonandi bera þeir sem
stjórna þessu mikla verkefni gæfu
til að velja hóp hæfra og reyndra
einstaklinga til að véla þar um.
Eftir Sigfús
Thorarensen »Ekki eru nýmæli að
framkvæmdum
seinki á Íslandi né er-
lendis. En að láta bráð-
nauðsynlegar tilbúnar
opinberar byggingar
standa ónotaðar er
a.m.k. afleit stjórnsýsla.
Sigfús Thorarensen
Höfundur er byggingaverkfræðingur
og hefur unnið sem verktaki víða um
heim í yfir 40 ár.
sigfusthor@outlook.com
NLHS – flækjustigið margfaldast