Morgunblaðið - 04.09.2018, Side 30

Morgunblaðið - 04.09.2018, Side 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 2018 AF LISTUM Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Ég verð að viðurkenna að þessi myndlistarkaupstefna er talsvert ólík öllum hinum,“ sagði fullorðinn breskur myndlistarsafnari þar sem við ræddum saman um helgina á viðburði í tengslum við hina árlegu CHART-listkaupstefnu í Kaupa- mannahöfn. Og hann vissi augsýni- lega hvað hann var að segja, þar sem hann er líka galleristi og hefur tekið þátt í þeim nokkrum í ólíkum löndum á þeim forsendum. „En mér finnst venjulega skemmtilegra að koma bara til að skoða, og stundum kaupa eitt og eitt verk sem ég hef efni á,“ bætti hann við og kallaði upp í símann verk tveggja íslenskra myndlistarmanna sem hann hafði nýlega keypt á slíkum messum eða kaupstefnum. „Og mér finnst þessi hátíð hér hvað skemmtilegust,“ skaut eigin- kona hans brosandi að; „hún er svo lítil og viðráðanleg, er hér í miðri heillandi borg og stutt að ganga á aðrar sýningar og söfn. Oftast fer hann annars bara með dóttur okkar, þau eru saman í galleríbransanum,“ sagði hún til skýringar. Margir eru sammála bresku hjón- unum sem flugu sérstaklega til Kaupmannahafnar að skoða mynd- list af ýmsu tagi. CHART- listkaupstefnan sem var haldin í sjötta sinn frá fimmtudegi til sunnu- dags, er á margan hátt ólík öðrum þeim listkaupstefnum sem eru haldnar í ráðstefnuhöllum víða um heim ár hvert og eru mikilvægur þáttur hins alþjóðlega myndlist- arheims. Eitt er að þær höfða marg- ar einkum til safnara og þeirra sem innvígðir eru í heim myndlistar- innar, en CHART er hinsvegar haldin í miðborg Kaupmannahafnar og skipuleggjendum hefur tekist að gera hana að viðburði sem almenn- ingur flykkist líka á og skemmtir sér augsýnilega vel, við að skoða ólík verk og sýningar sem og sjá gjörn- inga utandyra, hlýða þar á lifandi tónlist, fá sér drykk og ræða saman. Meira fígúratíft í ár CHART hefur frá upphafi verið haldin á þessum tíma undir lok hins íslenska sumars í sölum hinnar frægu sýningarhallar Charlotten- borg við Nýhöfnina. Samliggjandi er hinn fornfrægi listaskóli Konung- lega akademíð, þar sem frumherjar íslenskrar myndlistar námu flestir fagið. Þar er sett upp sýningin Emerging og að þessu sinni mátti sjá á henni verk fimm listamanna frá Danmörku, Svíþjóð og Noregi sem hafa nýlega lokið námi. Þá eru í virðulegum skólum akademísins boðið upp á samtöl sérfræðinga og fyrirlestra fræði- sem listamanna. Í ár var meðal annars rætt um evr- ópsku myndlistarsenuna, falsfréttir í myndlistinni og höfundarrétt og þjófnað. Meðan á fyrirlestrum stóð störðu virðulegir prófessorar skól- ans gegnum tíðina á gesti úr gyllt- um römmum á veggjunum. Ein sérstaða CHART er að þar sýna einungis gallerí frá Norður- löndum, og stilla fram verkum val- inna listamanna sem þau starfa með; hvert verk eftir einn til fimm listamenn. 32 gallerí tóku þátt að þessu sinni og annað árið í röð voru þrjú íslensk í þeim hópi: i8 gallerí, Hverfisgallerí og BERG Contem- porary. i8 sýndi verk eftir Kristján Guðmundsson, Rögnu Róberts- dóttur og Ólaf Elíasson, Hverfisgall- erí verk eftir Hrafnkel Sigurðsson, Hildi Bjarnadóttur og Kristinn E. Hrafnsson og BERG verk eftir feðgana Dieter og Björn Roth; graf- íkverk eftir Dieter en málverk og vatnslitamyndir eftir Björn. Þá átti BERG tvö vídeóverkanna sem sýnd voru alla dagana í sérstakri sýning- ardagskrá með völdum slíkum verk- um, eftir Steinu Vasulka og Doddu Maggý. Flest galleríanna eru á heimavelli, 13 alls en það voru nokkrir áhrifa- mestu galleristarnir í Danmörku sem á sínum tíma stofnuðu CHART og eru eigendur kaupstefnunnar. Átta gallerí komu frá Svíþjóð, þrjú frá Noregi og þrjú frá Finnlandi; þá var eitt frá Berlín og annað Austur- ríki en bæði sérhæfa sig í verkum listamanna frá Norðurlöndum. Fjölbreytileikinn var vissulega af- ar mikill, eins og ætíð, enda ólík hugmyndafræði að baki vali á lista- mönnum innan hvers gallerís. Marg- ir höfðu á orði að meira væri um fí- gúratífa list að þessu sinni en áður, og er það hreyfing sem margir þykj- ast sjá um þessar myndir í alþjóð- legri myndlist. Skýringa er gjarnan leitað í pólitísku andrúmslofti sam- tímans og talað um að þar megi til að mynda sjá viðbrögð við aukinni einangrunarstefnu stjórnvalda víða um lönd. Hönnunarhátíð í Den Frie Og CHART heldur með hverju árinu áfram að hlaða utan á þann kjarna sem hátíðin var stofnuð um. Í fyrsta skipti var hönnunarhátíðin CHART Design Fair hluti af dag- skránni. Hún var haldin í hinum fornfræga sýningarsal Den Frie og þar mátti sjá framsetningu tólf nor- rænna gallería sem sérhæfa sig í hönnun, en slíkt gallerí finnst ekki hér á landi. Þar var þó úrval verka íslenskra hönnuða undir hatti Now Nordic, framtaks þar sem sýningar- stjórar höfðu valið áhugaverð verk hönnuða frá öllum Norðurlöndum og stillt upp saman. Sýningarstjór- arnir Hlín Helga Guðlaugsdóttir og María Kristín Jónsdóttir höfðu valið verk íslensku hönnuðanna, þeirra Tinnu Gunnarsdóttur, Katrínar Ólínu, Magnúsar Ingvars Ágústs- sonar og Rögnu Ragnarsdóttur. Á CHART Design mátti sjá afar ólíka hönnunargripi, allt frá klassískum húsgögnum frá miðri tuttugustu öld til nýrra hönnunargripa sem döns- uðu á mörkum frjálsar myndlistar og hönnunar, og hefði suma í sjálfu sér mátt eins sýna í Charlottenborg og í sölum Den Frie. Í Den Frie var einnig sýningin Trans Act! með verkum 13 ungra norrænna hönnuða, sem hafa vakið eftirtekt undanfarið, en fyrir miðju sýningarskálans var umfangsmikil innsetning eftir listakonuna Alice Anderson. Stóraukin aðsókn Þegar CHART lauk í fyrradag voru skipuleggjendur afar ánægðir með það hvernig til tókst í ár en samkvæmt samantekt þeirra fjölg- aði gestum á hátíðina um 51 prósent milli ára og voru hátt í þrjátíu þús- und. Eftir forvitnilega leiðsögn um hönnunarhlutann með hópi blaða- manna víða að settist ég niður með Nönnu Hjortenberg sem tók við stjórnartaumum CHART fyrr á Fjölsótt stefnumót við myndlist  Tugir þúsunda sóttu listkaupstefn- una CHART í Kaupmannahöfn  Sýn- ingarskála með hönnun bætt við í ár Stjórnandinn Nanna Hjortenberg ræðir við gesti við opnun CHART. Leiðsögn Sigríður Gunnarsdóttir, galleristi í Hverfisgalleríi, skýrir mynd- verk fyrir áhugamönnum um myndlist og Hjortenberg, stjórnanda CHART. Meistaragrafík Prentarinn kunni Niels Borch Jensen stendur fyrir framan flennistórt verk sem hann vann með myndlistarkonunni Tacitu Dean. Morgunblaðið/Einar Falur Verk feðga Sýning BERG Contemporary á málverkum Björns Roth og grafík eftir Dieter Roth vakti athygli.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.