Morgunblaðið - 04.09.2018, Síða 20

Morgunblaðið - 04.09.2018, Síða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 2018 Dásamlegur þvottur - einfalt, íslenskt stjórnborð Íslenskar leiðbeiningar fylgja. Þurrkarinn TDB130WP fékk góða einkunn í úttekt þýsku neytendasamtakanna árið 2017. Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is Þvottavél 119.990 kr. Þurrkari 149.990 kr. Hvað er brýnast að gera í stjórnmálum og verkalýðsmálum í dag? Að mínu áliti er það að hækka lágmarkslaun verkafólks og lægsta lífeyri aldraðra og ör- yrkja svo unnt sé að lifa mannsæmandi lífi af þeim kjörum. Það er blettur á íslensku samfélagi að stjórn- völd skuli halda lífeyri niðri við fátæktarmörk. Það er eng- in leið að lifa af lægstu launum verkafólks og það er ekki mögulegt að lifa af lægsta lífeyri aldraðra og öryrkja. Verkalýðshreyfingarinnar bíður nú það verkefni að tryggja verkafólki mannsæmandi kjör og sama verkefni liggur fyrir stjórn- málamönnum; að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja þannig að lægst launuðu aldraðir og öryrkjar þurfi ekki að leita til hjálparstofnana og ættingja til þess að draga fram lífið. Þetta er til skammar á meðan stjórnmálastéttin veltir sér í pen- ingum og oddviti stjórnarinnar flýg- ur um loftin blá í stað þess að leysa vandamálin innan lands. Lágmarkslaun verkafólks eru 235 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Lægsti lífeyrir aldraðra og öryrkja er 204 þúsund kr. á mánuði hjá gift- um og sambúðarfólki og 243 þúsund á mánuði hjá einstaklingum. Þessar tölur eru svo lágar að þær duga að- eins fyrir broti af útgjöldum. Þing- menn hafa 1,1 milljón kr. á mánuði fyrir skatt og álag, ef þeir eru for- menn í nefnd, forseti eða varafor- seti Alþingis. Og 50% álag ef þeir eru flokksformenn. Þeir hafa samt ekki sýnt skilning á nauðsyn þess að leiðrétta lúsarlaun aldraðra og öryrkja. Ég tel þetta brýnasta verkefni þingsins. Ráðherrarnir hafa fallið á prófinu. Þeir hafa ekk- ert gert til þess að leysa kjaravanda aldraðra og öryrkja; ekki hækkað lífeyrinn um eina krónu að eigin frumkvæði. Að mínu mati er það fyrsta og brýnasta verkefni stjórn- málanna að leysa lífeyrisvanda aldr- aðra og öryrkja strax. Eðlilegt hefði verið að mínu áliti að ríkis- stjórn Katrínar Jakobsdóttur hefði hækkað lífeyri aldr- aðra og öryrkja mynd- arlega strax í desem- ber 2017, þar eð það var í kosningastefnu- skrá VG að hækka ætti lífeyri og hann ætti ekki að vera við fátæktarmörk. En þetta gerði ríkisstjórn Katrínar ekki. Þó er lífeyrir einmitt við fátæktarmörk hjá þeim sem hafa eingöngu lífeyri frá almannatryggingum og ekki aðrar tekjur. Engin leið er að lifa af honum. Þessi lífeyrir dugar ekki fyrir öllum útgjöldum; algengt er að lyf og læknishjálp verði útundan. Stundum dugar þessi lífeyrir ekki fyrir mat. Sú litla hækkun (hungur- lús) sem varð á lífeyri um áramótin 2017/2018 var ákveðin af fyrri ríkis- stjórn 2016; hækkun lífeyris náði ekki hækkun launavísitölu. Engin hækkun á lífeyri hefur orðið að frumkvæði ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Ljóst er að ríkisstjórnin hefur engan áhuga á að hækka lífeyri aldraðra eða laun láglaunafólks. Um skeið hefur framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins boðað þá stefnu að laun megi ekki hækka meira en 2-3% í næstu kjarasamn- ingum. Formaður Sjálfstæðisflokks- ins hefur tekið undir þetta en auk þess hefur hann í seinni tíð nefnt að ef til vill sé ekki grundvöllur fyrir neinum launahækkunum. Þetta seg- ir formaður Sjálfstæðisflokksins eftir að búið er að hækka laun þing- manna um 75% og laun háttsettra embættismanna um 48% og aftur- virkt í 18 mánuði! Það er hreinn dónaskapur að ætla að skammta láglaunafólki, öldruðum og ör- yrkjum „skít úr hnefa“ þegar yfir- stéttin er búin að hrifsa til sín ótæpilega marga tugi prósenta í launahækkanir. Því verður ekki trúað að Vinstri græn, sem einu sinni áttu að vera róttækur sósíalískur flokkur, láti það yfir sig ganga að halda launum láglaunamanna og lífeyrisfólks niðri við fátæktarmörk. Því miður bendir allt til þess eftir að sett var inn í stjórnarsáttmálann að ekki væri grundvöllur fyrir miklum launa- hækkunum. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG, taldi að þetta ákvæði hefði verið samið í Við- skiptaráði. Svo mikill íhaldssvipur væri á ákvæðinu. Nýlega sagði fjármálaráðherra í viðtali við Morgunblaðið að senni- lega yrði enginn grundvöllur fyrir launahækkunum í næstu almennu kjarasamningum. Þegar forsætis- ráðherra, Katrín Jakobsdóttir, kom til landsins frá Vesturheimi birtist hún í sjónvarpinu og gaf svipaða yfirlýsingu og fjármálaráðherra. Hún var jafnvel enn strangari en fjármálaráðherra, sagði að hún gæti ekkert sagt um það hvort svigrúm væri til launahækkana í kjarasamn- ingum á almennum markaði. M.ö.o.: þegar þingmenn eru búnir að taka við 75% launahækkun og ráðherrar hafa hækkað um 64% á tímabilinu 2013-2016 komast forsætisráðherra og fjármálaráðherra að þeirri niður- stöðu að ekki sé grundvöllur fyrir launahækkun verkafólks og al- mennra launamanna! Laun þing- manna hækkuðu um mörg hundruð þúsund kr. á mánuði og laun for- sætisráðherra hækkuðu um 789 þús. kr. á mánuði en laun fjármála- ráðherra hækkuðu um 714 þús. á mánuði. Þegar þetta hefur gerst koma þessir ráðherrar fram og segja að ekki megi hækka laun verkamanns, sem er með 235 þús. kr. á mánuði eftir skatt. Það er stefna Sjálfstæðisflokksins og VG að lífeyrir aldraðra og ör- yrkja eigi ekki að hækka meira en lægstu laun. Yfirlýsingar ráð- herranna þýða því það að lífeyrir eigi ekkert að hækka. Þarna er komin skýring þess að ríkisstjórn Katrínar hefur staðið gegn öllum hækkunum á lífeyri. Þolinmæði eldri borgara og ör- yrkja er að bresta. Þeir hafa efnt til undirskriftasöfnunar. Þar segir að hækka eigi elli- og örorkulífeyri svo hann dugi vel fyrir framfærslu- kostnaði. Lífeyrir verður því að hækka myndarlega. Og aldraðir að eiga áhyggjulaust ævikvöld. Krafan um málaferli gegn stjórnvöldum verður einnig æ háværari. Brýnast að bæta kjör aldraðra og láglaunafólks Eftir Björgvin Guðmundsson » Það er dónaskapur að skammta lág- launafólki, öldruðum og öryrkjum „skít úr hnefa“ þegar yfirstéttin er búin að hrifsa til sín ótæpilega. Björgvin Guðmundsson Höfundur er fv. borgarfulltrúi. Athygli mína óskipta vakti merkileg forsíðu- frétt í Fréttablaðinu hinn 24. júlí. Við bind- indisfólk erum og höf- um lengi verið sann- færð um það sem þessi fregn um umfangs- mikla erlenda rann- sókn segir og gæti nánast verið rituð úr penna undirritaðs og svo margra annarra sem hér hafa ritað með algáðum augum: „ Áfengi skaðlegt heilsu í hófi sem óhófi“. Og á hverju er svo byggt spyrja eflaust margir. Jú, þessi umfangs- mikla rannsókn var framkvæmd af IHME – lýðheilsustofnuninni í Washington. Og á hverju byggja þessir vísindamenn mun aftur spurt og svarið er að byggt sé á hundr- uðum rannsókna á áfengisneyzlu í 193 löndum, nær þrjátíu milljóna manna. Þar er nefnilega litið til allra þátta og útkoman sem birt er í Lan- cet, virtasta tímariti í læknavís- indum í heiminum, er hrikaleg væg- ast sagt. Þar eru í raun alls konar rannsóknir á einstökum þáttum sem jafnvel hafa sýnt ákveðna hollustu fólgna í neyzlu áfengis yfirhöfuð, þær eru einfaldlega kollsigldar svo og alls kyns kenningar um að allt sé þetta saklaust í hófi, jafnvel vitnað í ýmsar „virtar“ rannsóknir sem oftar en ekki eru kostaðar af áfengisiðn- aðinum. Og hver hefur ekki heyrt og séð notað spakmæli Biblíunnar: Hóf- lega drukkið vín gleður mannsins hjarta. Rannsóknin segir þetta vera rugl eitt. Og hverjar eru niðurstöðurnar: Rekja má dauðsföll 2,2 prósenta kvenna og 6,8 prósenta karla til áfengistengdra heilbrigðisvanda- mála. Þrjár milljónir dauðsfalla árið 2016 má rekja til neyzlu áfengis. Er nema von að heilsufarssérfræðingar Breta tali um áfengið sem stærsta heilsufarslegt vandamál Bretlands og er þá langt til jafnað. Það sem gleður þó dálítið mitt gamla hjarta í þessum ógnartíðindum er að umfjöllun fjölmiðla hef- ur ærin verið um þess- ar staðreyndir svo oft sem slík tíðindi hafa verið þöguð í hel af annars ágætu fjöl- miðlafólki. Tölurnar – stað- reyndirnar sem á borð eru bornar reyndar slíkar að öll þöggun er óhugsandi að mínum dómi. Máske geta þessar stað- reyndir – óhrekjanlegar – orðið til þess að einhverjir sem flotið hafa sofandi að feigðarósi í þeirra orða fyllstu merkingu ranki við sér og þá væri sannarlega vel. Má ég svo enda þessa litlu grein á þörfum orðum Laufeyjar Haraldsdóttur, faralds- fræðings og framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins, en einmitt þar eru ýmiss konar afleiðingar sannaðar, svo skelfilegt sem það er. „Við þurfum að horfast í augu við að áfengisneyzla er dauðans alvara.“ Hún segir einnig: „Hin stórfelldu áhrif áfengisneyzlu á lýðheilsu hljóta að leggja þá ábyrgð á herðar stjórn- valda að gera sitt til að draga úr henni“. Ég spyr svo í lokin: Væri ekki rétt að hlusta á þessi varnaðar- orð og um leið áþekk orð okkar bind- indismanna sem við höfum hamrað á um áraraðir að: Bakkus er grimmur bölvaldur, sem enginn skyldi ánetj- ast. Hafa skal það er sannara reynist – ekki sízt í áfengismálum Eftir Helga Seljan Helgi Seljan »Rekja má dauðsföll 2,2 prósenta kvenna og 6,8 prósenta karla til áfengistengdra heilbrigðisvandamála. Þrjár milljónir dauðs- falla árið 2016 má rekja til neyzlu áfengis. Höfundur er formaður fjölmiðla- nefndar Bindindissamtakanna IOGT. Í hinum ágæta pistli „Málið“, sem ég les ævinlega var enn minnzt á að skíra sveinbörn nafni frá sl. 9. ágúst. Slíkt er misskilningur, þar sem skírn er allt annað en að gefa nafn. Frummerkingin er að hreinsa, sbr. skíra gull, heiðskír himinn og þess háttar – afdjöfla, þar sem verið er að hreinsa af erfðasyndinni. Það er hægt að skíra bílinn, herbergið eða hvað annað, sem verið er að hreinsa og orðið þá skínandi skírt á eftir, hreint. Nafn er oftast nefnt við skírn í fyrsta sinn, en hefur ekki að gera með skíra þessu eða hinu nafninu, heldur verið að taka inn í söfnuð Krists og allt sem því fylgir. Í fermingarfræðslunni er reynt að útskýra þetta, og viðkomandi fermingarbarn yrði fellt, ef svarið væri að gefa nafn. Pétur Þorsteinsson. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Felldur í fermingarfræðslu Morgunblaðið/Skapti Möðruvallakirkja Frummerking skírnar er að hreinsa. Atvinna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.