Morgunblaðið - 04.09.2018, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 2018
Loftpressur - stórar sem smáar
Páll Vilhjálmsson er undrandieins og fleiri:
RÚV gæti verið bandarískurfjölmiðill sé tekið mið af
hvernig fjallað er
um Trump.
Bandarískum fjöl-
miðlum til afsök-
unar má segja að
opinbert stríð sé á
milli þeirra og
forsetans. Trump
tístir og fjöl-
miðlar gala.
RÚV býr ekki við þá afsökun aðHvíta húsið sé valdamiðstöð á
Íslandi. Fréttirnar af Trump gefa
þó annað til kynna; RÚV er í mun
að gjaldfella forsetann.
RÚV bauð til sín geðlækni aðræða andlegt heilsufar
Trumps.
Er líklegt að geðlæknir yrði kall-aður til að fjalla um May í
Bretlandi, Merkel í Þýskalandi eða
Macron í Frakklandi?
Nei, líklega ekki.Óttar Guðmundsson geð-
læknir sagði undan og ofan af sér-
kennum Trump eins og þau blasa
við fjölmiðlaneytendum en harð-
neitaði að lýsa manninn geðveikan.
Heldur ekki siðblindan, þótt hann
hafi verið um það þýfgaður.
Við þurfum ekki fjölmiðla til aðvita að Trump er maður sinnar
gerðar. En fjölmiðlar ættu að fara
varlega í að nota hugtök úr geð-
læknisfræði. Við gætum sannfærst
um að við byggjum í geðveikum
heimi.
Í framhaldi farið að haga okkurskringilega – eins og RÚV þeg-
ar fréttaefnið er Trump.“
Útlend fréttastofa
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 3.9., kl. 18.00
Reykjavík 9 alskýjað
Bolungarvík 9 súld
Akureyri 14 léttskýjað
Nuuk 6 skýjað
Þórshöfn 11 léttskýjað
Ósló 20 heiðskírt
Kaupmannahöfn 20 léttskýjað
Stokkhólmur 22 heiðskírt
Helsinki 20 léttskýjað
Lúxemborg 20 léttskýjað
Brussel 19 skýjað
Dublin 15 léttskýjað
Glasgow 14 súld
London 23 skýjað
París 23 skýjað
Amsterdam 20 léttskýjað
Hamborg 25 heiðskírt
Berlín 28 heiðskírt
Vín 21 skýjað
Moskva 20 léttskýjað
Algarve 24 léttskýjað
Madríd 31 heiðskírt
Barcelona 26 þrumuveður
Mallorca 29 léttskýjað
Róm 24 rigning
Aþena 32 heiðskírt
Winnipeg 19 léttskýjað
Montreal 25 skúrir
New York 29 heiðskírt
Chicago 28 léttskýjað
Orlando 29 skúrir
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
4. september Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 6:20 20:35
ÍSAFJÖRÐUR 6:18 20:46
SIGLUFJÖRÐUR 6:01 20:29
DJÚPIVOGUR 5:48 20:06
Krabbameins-
deild 11E á Land-
spítalanum hefur
verið flutt upp
um tvær hæðir í
laust rými vegna
framkvæmda á
spítalanum. Verið
er að skipta um
gler í gluggum og
breyta opn-
anlegum fögum í
álmum spítalans sem hýsa legu-
deildir. Eru framkvæmdirnar langt
á veg komnar að sögn Ingólfs Þór-
issonar, framkvæmdastjóra rekstr-
arsviðs Landspítalans.
„Þetta stóð alltaf til og það vildi
þannig til að við vorum með laust
rými tveimur hæðum ofar. Þá er
hægt að vinna óhikað í allri deildinni
í staðinn fyrir að vera losa alltaf eitt
og eitt herbergi,“ segir Ingólfur í
samtali við Morgunblaðið um flutn-
ing á krabbameinsdeildinni. Nauð-
synlegt var að ráðast í viðhald á
gluggum á álmum Landspítalans.
Reynt hefur verið að halda áhrifum
frá raski og hávaða vegna þessara
framkvæmda sem og öðrum við spít-
alann í lágmarki. axel@mbl.is
Krabba-
meinsdeild
flutt upp
Deildir færðar
vegna framkvæmda
Ingólfur
Þórisson
Hlýra var úthlutað í aflamarki í fyrsta
sinn við upphaf nýs fiskveiðiárs 1.
september, en leyfilegur heildarafli í
honum er 1.001 tonn upp úr sjó. Með
kvótasetningu hlýra fjölgar skipum
með aflamark. Kvóti skipanna er þó
ærið misjafn eða frá einu kílói upp í
20-30 tonn og eru stór línuskip með
mestan kvóta í tegundinni.
Bátar með krókaaflamark eru nú
315 og fjölgar um 38, einkum vegna
úthlutunar á hlýra. Skipum í afla-
markskerfinu fjölgar um 13 á milli
ára og eru nú 225. Alls fengu því 540
skip úthlutað aflamarki nú saman-
borið við 489 á fyrra fiskveiðiári. Alls
fá því 540 skip úthlutað aflamarki að
þessu sinni samanborið við 489 á
fyrra fiskveiðiári.
„Skýringin á þessari miklu fjölgun
liggur í því að fjöldi skipa hefur veiði-
reynslu í hlýra því hann veiðist víða í
litlu magni sem meðafli. Fyrir vikið
eru fjölmörg skip sem ekki hafa búið
yfir neinum hlutdeildum nú komin
með hlutdeild í hlýra og fá því úthlut-
að aflamarki í honum,“ segir á heima-
síðu Fiskistofu. Aflahlutdeildinni er
úthlutað á grundvelli veiðireynslu í
hlýra á síðustu þremur árum.
Erfitt hefur verið talið að stjórna
veiðum á hlýra með aflamarki þar
sem hann veiðist einkum sem meðafli
en nú verður látið reyna á það. Síð-
ustu ár hefur hlýrastofninn við landið
átt í vök að verjast. aij@mbl.is
Hlýri fjölgar fiskiskipum í aflamarki
Með frá einu kílói upp í tæp 30 tonn í kvóta Fæst einkum sem meðafli
Morgunblaðið/Ómar
Meðafli Hlýrinn er kominn í kvóta.