Morgunblaðið - 04.09.2018, Side 23

Morgunblaðið - 04.09.2018, Side 23
var stóra systir föður míns, Birgis, en auk þess áttu þau systkini annan bróður, Reidar. Þrátt fyrir að eignast ekki börn sjálf var Dagný umvafin börn- um stærstan hluta ævi sinnar. Dagný lagði fyrir sig barna- kennslu, sem hún sinnti af stakri prýði í tæp 45 ár. Óhætt er að segja að við systkinin höf- um notið góðs af umhyggju hennar, en ást sína á litla bróð- ur yfirfærði hún á okkur börn hans frá fyrstu tíð og allt til enda. Foreldrum mínum reyndist hún dyggur stuðningur í upp- eldinu, prjónaði á okkur ófár peysurnar og með henni fórum við í margar ferðir innanlands. Áhugasömust var hún fyrir ferðum á bernskuslóðirnar í Jökulfjörðum. Foreldrar mínir eignuðust á skömmum tíma mörg barna- börn. Þau voru í hennar augum öll vel af guði gerð og sýndi hún þeim einstakan áhuga eins og væru þau hennar eigin. Fram á síðasta dag fylgdist hún með þeim, vildi vita hvernig gengi; gladdist þegar vel gekk en tók nærri sér ef eitthvað bjátaði á. Dagný var trúuð kona og hafði hún áhrif á mig með lífs- skoðunum sínum og gildum. Hún var heiðarleg og réttsýn, reglusöm og dugleg. Umhyggja fyrir þeim sem minna máttu sín og/eða þurftu sérstakan stuðn- ing var henni ofarlega í huga. Sérstakt samband var á milli Dagnýjar og Aldísar Helgu, yngstu dóttur minnar sem býr við fötlun. Hún syrgir nú afa- systur sína mjög. Ég vil að lokum þakka Dag- nýju frænku fyrir samfylgdina og skilyrðislausa ást í hartnær sextíu ár. Borghildur Birgisdóttir (Bogga). Bekkjarsystir okkar Dagný Albertsson hefur kvatt þessa jarðvist orðin háöldruð. Dagný var ein úr þeim skemmtilega hópi sem útskrifaðist frá Kenn- araskóla Íslands 1951. Þeim fer nú óðum fækkandi í þessum hópi sem enn eru á lífi en það er lífsins gangur. Hún hóf kennslu- feril sinn í Glerárþorpi en réðst svo til Melaskóla 1952 og kenndi þar meðan aldur leyfði. Dagný var dugleg að leita sér framhaldsmenntunar, m.a. í Bretlandi, Bandaríkjunum og í Danmörku. Hún var afskaplega farsæll kennari enda góðmennskan svo rík í fari hennar. Hún var hepp- in hvað henni gekk vel með erf- iða nemendur enda þannig manngerð að það var erfitt að óhlýðnast henni. Bæði nemendum og sam- starfsfólki þótti vænt um Dag- nýju. Hún var hæglát í fasi og laus við að trana sér fram en alltaf tilbúin þegar til hennar var leit- að. Melaskóli var á þessum ár- um einna eftirsóttastur skóla til að starfa í og gat valið úr kenn- urum. Það var því mikil við- urkenning að fá þar kennara- stöðu. Svo skemmtilega vildi til að fjórar bekkjarsystur okkar kenndu þar á sama tíma; Rann- veig Löve, Þóra Kristinsdóttir og Jóna Sveinsdóttir auk Dag- nýjar. Allar urðu þær þekktar fyrir störf sín. Meðan heilsa Dagnýjar leyfði tók hún virkan þátt í samkom- um okkar bekkjarfélaganna og kom þar oft með skemmtileg sjónarhorn inn í umræðuna. Aldrei heyrðist hún hallmæla neinum og alltaf var hægt að leita til hennar ef maður vildi fá sanngjarnt mat á hlutina. Þessir kostir voru auðvitað mikils virði fyrir þann sem hlúa vildi að uppeldi ungdómsins. Dagnýjar er sárt saknað af okkur bekkjarsystkinum hennar og þökkum við fyrir að hafa mátt njóta samvista við hana. Við sendum skyldfólki hennar innilegar samúðarkveðjur. Fyrir hönd bekkjarsystkina, Kári Arnórsson. Fjölmargir nemendur áttu því láni að fagna að njóta menntunar í Melaskóla undir leiðsögn Dagnýjar G. Alberts- son á ofanverðri síðustu öld. Dagný kenndi við Melaskóla í 43 ár og á þeim tíma sinnti hún átján hópum. Ég minnist Dagnýjar sem góðs kennara, sem hafði aga, reglusemi og kristileg gildi að leiðarljósi. Hún var stjórnsöm og kom sá eiginleiki að góðum notum í krefjandi starfi kennara fjölmennrar bekkjardeildar. Var með ólíkindum hversu vel hún gat haldið blönduðum hópnum að verki þar sem nemendur voru misjafnlega á vegi staddir. „Öllum mönnum kom hann til nokkurs þroska,“ segir í Heims- kringlu um Erling Skjálgsson á Sóla. Finnst mér þessi setning lýsa Dagnýju vel. Það sjónarmið var í öndvegi hjá Dagnýju að ekki væri nóg að læra námsefnið, við yrðum einnig að skilja það og að á þessu tvennu væri mikill munur. Þá lagði hún mikla áherslu á gildi æfingarinnar. Hún vissi að æfingin skapaði meistarann, hvort sem um var að ræða nám í lestri, stærðfræði eða öðrum greinum. Dagný fékk m.a. það erfiða hlutverk að kenna okkur stærð- fræði samkvæmt nýju tilraunap- rógrammi frá Svíþjóð. Töluverð óánægja ríkti meðal nemenda og foreldra með kennsluefnið. Löngu síðar heyrði ég opinbera kennsluspekúlanta ræða um að það hefði verið ein versta send- ing sem íslenskt skólakerfi hefði fengið frá Skandinavíu og væri þó af ýmsu að taka. Dagný var þó ekki af baki dottin og þegar stefndi í óefni fór hún niður í kjallara, sótti gamlar reiknings- bækur eftir Elías Bjarnason og kenndi okkur eftir þeim. Gekk þá reikningskennslan mun bet- ur en áður. Dagný gat verið ströng og var oft ekki vanþörf á. Við strákarnir í A-inu 1976-1980 vorum uppátækjasamir og sum- um prakkarastrikunum er raun- ar ekki enn hægt að segja frá. Dagný þurfti oft að taka á þess- ari óþekkt en gerði það á upp- byggilegan hátt; á forsendum væntumþykju og þess að hún hefði trú á okkur. Eftir brautskráningu úr Melaskóla gátu mörg ár liðið á milli þess að maður hitti Dag- nýju en þegar fundum okkar bar saman var greinilegt að hún fylgdist af áhuga með fram- gangi fyrrverandi nemenda sinna í lífsins ólgusjó. Árið 2015 heimsóttum við nokkur bekkjarsystkin Dagnýju og áttum skemmtilegt og gef- andi spjall við hana. Dagný var þá orðin níræð, nýhætt að halda eigið heimili og komin á Vífils- staði þar sem hún beið eftir rými á hjúkrunarheimili. Reisn var yfir Dagnýju og var hún vel ern þótt líkaminn væri byrjaður að gefa sig. Mundi hún ótrúlega vel ýmsa hluti úr lífi og starfi gamla, góða A-bekkjarins, sem við bekkjarsystkinin höfðum gleymt. Með brosi rifjaði hún upp gömul prakkarastrik okkar. Við það tækifæri bað Dagný kærlega að heilsa öllum gömlu nemendunum sínum. Því var komið til skila á Facebook á sín- um tíma en fer vel á því að end- urtaka kveðjuna hér. Langri og farsælli ævi er nú lokið og ekkert er í sjálfu sér eðlilegra en að kona yfir nírætt kveðji þennan heim. Þó er sem þráður slitni til veraldar sem var og því fylgir óneitanlega söknuður. En minningu um Dagnýju G. Albertsson mun ég halda í heiðri meðan mér endast dagar. Kjartan Magnússon. MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 2018 ✝ Grímur MikaelBjörnsson fæddist 7. mars 1924 í Aðalstræti 17, Akureyri. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 17. ágúst 2018. Foreldrar hans voru hjónin Vil- borg Soffía Lillien- dahl, húsfreyja á Akureyri, f. 15. janúar 1888, d. 1974, og Björn Grímsson, verkamaður, kenn- ari, forstjóri Pöntunarfélags verkalýðsins á Akureyri og á Húsavík, verslunarmaður á Ak- ureyri og í Reykjavík, f. 15. maí 1891, d. 1986. Grímur var sjötti í röð átta barna þeirra hjóna. Systkinin eru talin í aldursröð: 1) Ásta, 2) Þóra, 3) Gerður, 4) Matthías 5) Harpa, 6) Grímur, 7) Jakobína Elísabet (Lilla), 8) Karl. Lilla (Jakobína Elísabet) lifir bróður sinn. Grímur lauk stúdentsprófi júní 1949. Þau bjuggu á Akra- nesi 1952-1967 en þá fluttu þau að Hrauntungu 7 í Kópavogi og hafa búið þar síðan. Grímur átti langt og gott lífshlaup, farsæla starfsævi sem tannlæknir á Akranesi, Borgarnesi, Raufar- höfn og í Reykjavík. Elstu sjúk- lingum sínum, vinum og fjöl- skyldu sinnti hann fram yfir áttrætt. Þá var hann virkur í félagsstarfi Tannlæknafélags Íslands á sínum yngri árum. Börn Gríms og Dedu eru: 1) Ragnheiður Þóra, f. 1948, hún á þrjár dætur, maki Jens Bene- dikt Baldursson, f. 1952. 2) Björn, f. 1950, hann á fjögur börn, maki Ólöf Jóna Jens- dóttir, f. 1952. 3) Lísbet, f. 1951, hún á einn son. 4) Vilborg Soffía, f. 1954, hún á einn son. 5) Margrét Rósa, f. 1960, hún á þrjár dætur, maki Óskar Ey- vindur Arason, f. 1957. 6) Magnús Orri, f. 1964, hann á fjögur börn, maki Margrét Guð- mundsdóttir, f. 1970. 7) Guð- rún, f. 1964, lést 1.1. 1965. Barnabarnabörnin eru sextán talsins. Útför Gríms fer fram frá Digraneskirkju í dag, 4. sept- ember 2018, og hefst athöfnin klukkan 13. frá MA 1947. Loft- skeytaprófi frá Loftskeytaskól- anum í Reykjavík 1948. Cand. odont. frá Háskóla Íslands 1952. Hann var starfandi tann- læknir á Akranesi 1952-1967 og í Reykjavík frá 1967-2008. Þá ann- aðist hann tann- lækningar skólabarna við Barnaskóla Borgarness 1955- 1958. Á menntaskólaárunum kynnist Grímur lífsförunaut sín- um, Margréti Oddgeirsdóttur, Dedu, söngkonu og húsfreyju, f. 11. janúar 1923 á Hlöðum, Grenivík, d. 26. júlí 2016. Fyrstu ár sambands þeirra bjuggu þau ýmist á Akureyri, Grenivík eða Reykjavík en þar stundaði Grímur nám bæði í tannlækningum og í Loft- skeytaskólanum í Reykjavík. Grímur og Deda giftu sig 6. ferð er farin á framandi slóðir fjarlægra vídda ásjóna friðar á fölum vanga veitir vissu þess að í nýrri vist ríkir kærleikur og gleði (LG) Kveðjustundir eru oftast erf- iðar, en þó má sjá fegurðina í því að fá að kveðja þetta jarðlíf eftir farsæla dvöl þar marga áratugi. Sérstaklega ef vissa er fyrir því að menn hafa lagt sitt af mörkum til að gera lífið gott og láta gott af sér leiða. Þannig var kveðjustund pabba míns. Það sem helst einkenndi pabba var réttsýni, sterk rétt- lætiskennd, allir eru jafnir fyrir Guði og mönnum. Hann þoldi illa að sjá lakan hag þeirra sem minna mega sín og honum þótti þjóðfélag okkar ekki hlúa vel að öryrkjum og öldruðum. Hann benti réttilega á að þeir háu herrar sem þessu réðu ættu eftir að eldast og verða gamlir og sætu þá sjálfir í súpunni. Pabbi barst aldrei á, var hlé- drægur, jafnvel feiminn fram á síðasta dag. Þó lét hann í sér heyra ef honum mislíkaði. Hann var góður faðir, vildi okkur öll- um vel, gætti þess að veita okk- ur hvorki of lítið né of mikið. Mér sýnist það hafa skilað góðu. Í huga mér koma nú upp nokkur minningabrot sem ég læt fylgja hér með. Í kringum 1956: Pabbi kemur heim úr vinnu brosandi á hjólinu sínu. Við systkinin fögnum komu hans. Hann reiðir hvert okkar einn hring á hjólinu áður en við förum inn þar sem mamma bíð- ur með matinn. Í kringum 1958: Það er laug- ardagur og pabbi heima. Hann opnar stofuna, kveikir á seg- ulbandinu, mamma kemur inn í rósóttum kjól með breitt belti um mittið og þau dansa, þau tjútta. Þetta er kennslustund. Eftir nokkra dansa við mömmu dansar hann við okkur systkinin sem hafa aldur til og kennir okkur. Á árunum 1965-1975: Próf- lestur, það er sama hvaða spurning vaknar og í hvaða fagi, alltaf má fletta upp í pabba. Hvort heldur er tungumál, stærðfræði, náttúrufræði og svo síðar meir efnafræði og anat- ómía. Allt veit pabbi, svarar þá þeg- ar og það sem meira er hann spyr síðan út úr um sama málið næsta morgun. Alloft öll uppeldisár okkar systkinanna: Allir saman komnir við söng, ljóðaflutning og gleði. Pabbi er með myndavélina sína og segulbandið. Festir fólk á filmu og tekur allt upp á spólur. M.a. er upptaka þar sem amma Soffía syngur frumsamið lag og ljóð. Þessar dýrmætu perlur, bæði upptökur og ljósmyndir, eru vel varðveittar. Pabbi orðinn 93 ára og vill endurnýja ökuskírteini sitt. Læknir á DAS gerir honum til- boð og sá gamli kemur með gagntilboð, boð í bíltúr. Dokt- orinn þiggur boðið. Að bílferð lokinni segir hann pabba betri bílstjóra en hann sjálfan og lætur hann hafa vott- orð og pabbi er alsæll með nið- urstöðuna. Nú er búið að endurnýja skír- teinið á öðrum stað, bíllinn er nýr og pabbi býður mömmu, sem er í fallega rósótta kjólnum með breiða beltið um mittið, út að keyra. Þau brosa hönd í hönd nú hljóðlega húmar að og kyrra tekur með höndum sínum mjúkum rökkrið vefur. þú þagnar, nýtur nægtar æðra valds og nóttin yfir þér vakir (LG) Pabba minn kveð ég með virðingu, einlægri elsku og þakklæti. Lísbet. Núna er elsku afi minn kom- inn með vængina sína. Ég sé hann og ömmu fyrir mér saman á ný og án efa er amma syngj- andi á meðan hann tyllir sér á tábergið mjúklega en taktfast og gæðir sér á rúgbrauði með hnausþykku lagi af majónesi smurðu ofan á brauðið. Afi gaf mér svo óendanlega margt. Af öllu sem hann kenndi mér stendur þó alltaf upp úr eitt augnablik. Ég var ungur heimspekinemi og kom seint um kvöld, eins og svo oft, til ömmu og afa og sat framundir miðnætti og spjallaði við þau. Herakleitos var nýja hugðar- efnið og ég að fara í próf morg- uninn eftir. „Þú stígur ekki tvisvar í sömu ána því áin eins og veruleikinn er síbreytileg“ var það sem ég sagði við afa. Þetta varð eins konar þrætuepli okkar afa og hvorugur gaf sig, enda afi minn ekki frægur fyrir að gefa sig. Loks þegar klukkan var að ganga fjögur um morguninn og ungi heimspekineminn orðinn ansi pirraður og æstur yfir því að afinn skyldi ekki hoppa um borð með Herakleitos stefndi í mjög svo leiðinlegan skilnað. Afi bað mig þá um að staldra við sem kryddaði enn meira á pirr- inginn en sagði svo: „Eini sann- leikurinn er kærleikurinn“ og opnaði faðminn. Þetta var eitt besta faðmlag sem ég hef fengið og ég hef alla tíð fundið þetta faðmlag og mun ávallt. Takk, elsku afi minn, Ýmir Björgvin Arthúrsson. Nú við andlát Gríms bróður míns rifjast upp ótal minningar og atvik á æskuheimili okkar í Aðalstræti 17 á Akureyri, mann- margt og nóg að gerast. Grímur var góður bróðir, hann borgaði mér fyrir að strauja skyrtur fyr- ir sig, sem ég kunni varla þá, svo vonaðist ég til að fá að bursta skóna hans, en það gekk ekki eftir. Smá vonbrigði, eng- inn aur. Það kom nú fyrir að okkur sinnaðist en ekkert alvarlegt. Oft tókum við sporið í eldhúsinu heima, æfðum „tjúttið“ sem þá var í algleymingi. Vorið 1947 þegar hann út- skrifaðist stúdent frá MA bauð hann mér á útskriftarballið, hann hefði getað boðið annarri dömu en hann bauð mér, því gleymi ég aldrei. Stórfjölskyldan: Hans elsku- lega kona Deda lést fyrir rétt tveim árum. Börnum þeirra sex, sem öll eru sem best úr garði gerð, votta ég samúð mína og aðdáun fyrir einstaka umhyggju og ræktarsemi við foreldra sína, þegar aldurinn færðist yfir. Ég kveð elsku bróður minn með miklum söknuði. Jakobína Elísabet Björnsdóttir (Lilla). Vorið 1947 brautskráðust frá Menntaskólanum á Akureyri 49 stúdentar. Af þeim hópi lifa nú 14, 35 eru fallnir frá. Ef grannt er skoðað var þetta nokkuð sund- urleitur hópur einkum að því leyti að aldursmunur í bekknum var allmikill og nemendur víða að komnir. Auk þess má greina á milli þeirra sem kalla mætti óreglu- lega nemendur og hinna sem fylgdu meginstraumi bekkja- kerfisins. En að lokum voru allir jafnir og fundu samstöðu sem vinahóp- ur. Grímur Björnsson, sem við kveðjum í dag, tilheyrði meg- inlínunni. Hann tafðist að vísu tvö ár áður en hann gat hafið nám, en eftir það sat hann sex vetur óslitið í gagnfræðadeild og menntadeild. Því er ekki að undra að Grímur fyndi til þakk- lætis við skólann og byndist samstúdentum tryggðaböndum. Grímur var alla tíð ein meg- instoð samheldni okkar. Segja má að vinátta okkar Gríms hæfist við nokkuð sér- stakar aðstæður. Þannig var að þegar ég settist í MA 1942 utan- bæjarmaður úr öðrum lands- hluta, þá leigði ég með Steinari Björnssyni herbergi í innbæn- um. Ég hóf því 37 ára veru mína á Akureyri sem innbæingur. Grímur átti heima í Aðalstræti, sjálfum meginkjarnanum, Fjör- unni. Þetta þýddi að við vorum „bæjarnemendur“, ekki búandi í heimavistinni. Þó að við yrðum vitaskuld að lúta almennum reglum um aga og framferði var frjálsræði okkar meira en gegndi ströngustu kröfum. Þetta notfærðum við okkur innbæingarnir margir hverjir. Grímur Björnsson var vissu- lega hæglátur í dagfari, hæv- erskur og mikið prúðmenni. En ekki er allt sagt um skapgerð hans með þeim orðum einum. Hann átti á sér allt aðra hlið. Í eðli sínu var hann framtaksmað- ur, kappsamur og fyrirhyggju- samur eins og hann sýndi í at- vinnurekstri sínum, studdur af dugmikilli eiginkonu sinni, Mar- gréti Oddgeirsdóttur frá Greni- vík. Þessi eiginleiki Gríms kom fram á skólaárum hans. Hann var íþróttamaður af guðs náð og þó hvað helst sem skíðamaður. Hann bar líka af flestum sem dansari með takt og tón í blóð- inu og taugaboðin óskeikul. Nú kveð ég Grím eftir 76 ára vináttu. Þeirri kveðju fylgja saknaðarkveðjur samstúdenta hans, öll berum við til hans sama hug. Guð blessi minningu Gríms Björnssonar. Ingvar Gíslason. Skarð er fyrir skildi. Tveir mætir tannlæknar kveðja nú með stuttu millibili eftir langa og farsæla ævi. Grímur Mikael Björnsson er fallinn frá. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 17. ágúst síðastliðinn 94 ára að aldri. Grímur ólst upp á Akureyri og var stúdent frá MA 1947. Áð- ur en Grímur innritaðist í Tann- læknadeild Háskóla Íslands brá hann sér í nám við Loftskeyta- skólann í Reykjavík og lauk loft- skeytaprófi ári síðar. Kandídats- prófi í tannlækningum lauk hann 1952 eftir sex ára nám. Grímur var um fimmtán ára skeið tannlæknir á Akranesi jafnframt því að annast tann- lækningar skólabarna við Barnaskólann í Borgarnesi um árabil. Lengst af starfaði hann á stofu sinni í Reykjavík. Grímur var virkur í félagsstarfi í Tann- læknafélagi Íslands, starfaði í ýmsum nefndum og var í stjórn félagsins um árabil. Áhugi Gríms á tannlæknafaginu hefur haft áhrif, en auk annarra af- komenda Gríms er dóttir hans Margrét Rósa Grímsdóttir tann- læknir, sérmenntuð í tannrétt- ingum og barnatannlækningum, og dótturdóttirin Margrét Huld Hallsdóttir tannlæknir, í meist- aranámi við Tannlæknadeild HÍ. Hún er gift Gesti Má Fanndal tannlækni. Sonur Gríms er Björn, tannsmíðameistari og kennari við Tannsmíðaskóla Ís- lands. Á þessum tímamótum kveðj- um við þennan ágæta kollega og þökkum honum samfylgdina. Blessuð sé minning Gríms Mika- el Björnssonar. Kveðja frá Tannlæknafélagi Íslands, Svend Richter. Grímur M. Björnsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.