Morgunblaðið - 04.09.2018, Side 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 2018
Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • tengi@tengi.is
Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is
Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15
Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi
HÁGÆÐA BLÖNDUNARTÆKI
Þýska fyrirtækið Hansa hefur framleitt bað- og eldhústæki í meira en 100 ár.
Tengi hefur mikla og góða reynslu af vörunum frá Hansa.
Sigrún Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur á 50 ára afmæli í dag.Hún er svæfingarhjúkrunarfræðingur að mennt en hefurunnið á augndeild Landspítalans síðastliðin tvö ár. Á augndeild
er göngudeild og bráðamóttaka, einnig eru gerðar augasteina- og
glákuaðgerðir og lyf gefin í augu t.d. vegna hrörnunar í augnbotnum.
„Áhugamálin eru þetta klassíska, fjölskyldan, ferðalög og að
hreyfa mig til heilsubótar. Ég hef lengi verið í Hreyfingu og þar er
alltaf líf og fjör. Við stundum skíði á veturna, Bláfjöll, Hlíðarfjall og af
og til er farið til útlanda á skíði sem er alveg frábært. Á sumrin förum
við í ferðalög innanlands og erlendis. Við vorum í bongóblíðu í Kaup-
mannahöfn í sumar og svo fórum við í skemmtilega ferð á Snæfells-
nesið, þar er alltaf gaman að koma, Svo fylgjum við okkar yngsta í
fótboltaferðir og vorum á Orkumótinu í Eyjum í sumar, þar var mikil
gleði þrátt fyrir ausandi rigningu. Í september ætlum við að heim-
sækja Amsterdam, skoða og njóta borgarinnar.
Tengdaforeldrar mínir byggðu bústað fyrir nokkrum árum sem er í
Efstadal í Bláskógabyggð og þar á fjölskyldan oft góðar stundir
saman.“
Eiginmaður Sigrúnar er Helgi Júlíusson verkfræðingur sem vinnur
hjá Landsbréfum. Börn þeirra eru Orri, f. 1994, Harpa, f. 2000 og
Hrannar, f. 2008.
„Í tilefni dagsins ætla ég að bjóða fjölskyldunni út að borða. Þetta
verður góður þriðjudagur.“
Hjúkrunarfræðingurinn Sigrún vinnur á augndeild Landspítalans.
„Þetta verður
góður þriðjudagur“
Sigrún Gunnarsdóttir er fimmtug í dag
G
uðrún Zoëga fæddist 4.
september 1948 í
Reykjavík og ólst upp
í Laugarásnum. Hún
gekk í Langholtsskóla
og síðar í Vogaskóla. Hún lauk
stúdentsprófi frá MR 1967, fyrri-
hlutaprófi í verkfræði frá HÍ 1970
og prófi í byggingarverkfræði frá
DTH (nú DTU) í Kaupmannahöfn
1974.
Guðrún var verkfræðingur hjá
verkfræðistofunni Fjarhitun hf.
1974-87, aðstoðarmaður Friðriks
Sophussonar iðnaðarráðherra
1987-88, framkvæmdastjóri Félags
ráðgjafarverkfræðinga 1989-95 og
formaður Kjaranefndar og síðar
Kjararáðs frá 1993 til 2011.
„Ég var fyrst bæði í kjaranefnd
og kjaradómi sem þá var og var
formaður frá upphafi. Það skiptust
á skin og skúrir í starfinu, það var
að mörgu leyti erfitt en líka að
mörgu leyti gefandi og ég kynntist
mörgu góðu fólki þar. Við reyndum
að setja okkur inn í störf þeirra
sem við ákváðum laun hjá og það
var mjög fróðlegt, enda stór og
fjölbreyttur hópur. Til að byrja
með var launasetningin mjög flókin
og ógagnsæ. Launin voru eitt og
svo var borgað fyrir allt mögulegt
annað sem var misjafnt hvernig
var ákveðið. Við einfölduðum
launauppbygginguna mjög og það
var tímafrekt fyrstu árin. Svo var
mjög erfiður tími í hruninu þegar
við þurftum að lækka launin.“
Guðrún var formaður Stéttar-
félags verkfræðinga 1981-83, og
um leið í stjórn Verkfræðinga-
félags Íslands, í stjórn Hvatar, fé-
lags sjálfstæðiskvenna, 1985-90 og
formaður 1988-90, var varaborg-
arfulltrúi í Reykjavík 1986-90 og
borgarfulltrúi í Reykjavík 1990-98
og sat þá í ýmsum nefndum og
stjórnum á vegum borgarstjórnar,
m.a. skólamála- og fræðsluráði,
Guðrún Zoëga, fv. formaður Kjararáðs og borgarfulltrúi – 70 ára
Í Alsace-héraði Guðrún og fjölskylda stödd í bænum Colmar og var myndin tekin í gær.
Erfitt en gefandi að
sitja í Kjararáði
Hjónin Guðrún og Ernst í Sapa-
fjöllum í Víetnam 2015.
Hella Baldur Eikar Fjalars-
son fæddist 15. desember
2017 kl. 3.14. Hann vó
4.120 g og var 54 cm lang-
ur. Foreldrar hans eru
Thelma Dögg Róberts og
Jónas Fjalar Kristjánsson.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af
brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einnmánuð.
Hægt er að sendamynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Á opnunni „Íslendingar“ í
Morgunblaðinu er sagt frá
merkum viðburðum í lífi
fólks, svo sem stórafmælum,
hjónavígslum, barnsfæðingum
og öðrum tímamótum.