Morgunblaðið - 04.09.2018, Síða 15

Morgunblaðið - 04.09.2018, Síða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 2018 Gullfiskur Kæliþurrkaður harðfiskur semhámarkar ferskleika, gæði og endingu. Inniheldur 84%prótein. 84%prótein - 100% ánægja Framleiðandi: Tradex ehf, Eyrartröð 11, 220Hafnarfjörður, tradex@tradex.is Harðfiskur // Bitafiskur // Skífur Fullkominn ferðafélagi Sogavegi við Réttarholtsveg og Miklubraut Opið kl. 9-18 virka daga | Sími 568 0990 | gardsapotek.is | appotek.is Lágt lyfjaverð - góð þjónusta Einkarekið apótek Nú einnig netapótek: Appotek.is Grænlenska landstjórnin hefur skip- að Jacob Isbosethsen, deildarstjóra í grænlenska utanríkisráðuneytinu, sendimann sinn á Íslandi. Grænlenska þingið samþykkti einróma í fyrra að opna sendiskrif- stofu í Reykjavík. Landstjórnin lagði síðan til fjárveitingu á fjárlögum næstu þrjú ár til að standa straum af rekstri skrifstof- unnar. Meðal hlutverka sendimannsins verður að efla viðskipti og fjárhags- leg samskipti Grænlands og Íslands auk þess að efla samvinnu í fiskveið- um, heilbrigðismálum, ferðamálum, viðskiptum, flugsamgöngum o.fl. að því er Vivian Motzfeldt utanríkisráð- herra segir á vef grænlenska utan- ríkisráðuneytisins. Ísland opnaði aðalræðisskrifstofu í Nuuk 8. nóvember 2013. Ísland er eina erlenda ríkið sem er með send- iskrifstofu í Grænlandi en í Nuuk starfa einnig kjörræðismenn fyrir nokkur ríki. Grænlendingar eru einnig með sendimenn í Kaup- mannahöfn, Brussel og Washington D.C., að því er fram kemur á vefnum Arctictoday.com. Grænlendingar hafa einnig hug á að opna sendiskrif- stofu í Kína. gudni@mbl.is Grænlenskur sendimaður  Vilja efla samskipti landanna Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Nuuk Ísland er með aðalræðis- skrifstofu í höfuðstað Grænlands.Jacob Isbosethsen Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Verið er að hífa hey um borð í flutn- ingaskip í Sauðárkrókshöfn vegna út- flutnings til Noregs. Skipið tekur heyrúllur og stórbagga sem svarar til um 6.000 rúlla. Sama flutningaskip og annað til sækja um 8.500 rúllur til Ak- ureyrar um miðjan mánuðinn. Út- flutningurinn heldur áfram næstu vikur og mánuði. Það eru fyrirtæki norskra bænda sem kaupa heyið til að létta á ástand- inu í norskum landbúnaði. Upp- skerubrestur varð víða í landinu vegna þurrka í sumar og margir bændur eru fóðurlitlir og hafa jafnvel þurft að fækka gripum. Flutt með dráttarbílum Bændurnir sem standa að útflutn- ingnum eru í stöðugum flutningum á rúllum þessa dagana, bæði til Sauðár- króks og Akureyrar. Benedikt Hjaltason í Eyjafjarðarsveit segir að flutningarnir gangi vel. Heyið er flutt á dráttarbílum með tengivögnum sem taka 38 rúllur í ferð. Eru það því æði margar ferðirnar sem fara þarf til að fylla eitt skip, hvað þá 8-9 skips- farma. Reiknað er með að 32 þúsund rúll- ur fari úr Eyjafirði og Þingeyjar- sýslum og 20 þúsund úr Skagafirði. Benedikt segir að hægt sé að útvega fleiri rúllur, ef þess verður óskað. Megnið af heyinu er af uppskeru þessa árs. Dæmi eru um að bændur hafi borið á tún til að ná þriðja slætti fyrir útflutninginn. Benedikt segir að vel sé hægt að gera gott fóður úr hreinsun túnanna ef menn vandi sig við verkunina. Nokkur dæmi eru um að bændur noti hey úr fyrningum frá fyrri árum fyrir eigin skepnur en selji nýja heyið. Benedikt segir að það skýrist með því að þegar farið er að raska stæðum með gömlu heyi þurfi helst að gefa það strax, svo það skemmist ekki. Verð á rúllu með góðu fóðri er rúm- ar 8.500 krónur. Þeir sem flestar rúll- urnar eiga láta 800 til 1.000 rúllur og fá þá fyrir þær 8-9 milljónir kr. Fáir eru svo stórtækir. Benedikt sagðist hafa verið að taka rúmlega 150 rúllur af umframheyjum frá einum bónda í gær og reikningurinn hljóðaði upp á tæpar 1.300 þúsund krónur. Kaup- endurnir kosta flutninginn. Morgunblaðið/Björn Björnsson Lestun Heyrúllurnar eru hífðar um borð í flutningaskipið Antje í Sauðárkrókshöfn og raðað í lestir þess fyrir flutning til Noregs. Heyrúllur hífðar um borð í skip Miklir flutningar » Til að flytja 32 þúsund hey- rúllur úr Eyjafirði og Þingeyj- arsýslum til hafnar í Krossnesi við Akureyri þarf 840 ferðir með dráttarbíl með tengivagni. » Með sama hætti má reikna að flutningatækin þurfi 530 ferðir með heyið úr Skagafirði til Sauðárkrókshafnar. » Í gær höfðu 224 bændur skráð sig á lista Mast yfir fyrir- tæki sem hyggjast selja hey til útflutnings.  Hey flutt út frá tveimur höfnum Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í nýliðnum ágúst mánuði jókst um 2,4 prósent miðað við sama mánuð fyrir ári samkvæmt frétt Vega- gerðarinnar. Bent er á að þrátt fyrir þennan vöx hafi dregið úr aukningu um- ferðarinnar á höfuðborgarsvæðinu miðað við undanfarin ár. Var aukn- ing umferðarinnar nokkuð undir meðaltalinu í ágústmánuði frá því þessar mælingar hófust árið 2005. „Frá áramótum hefur umferðin aukist um 2,9 prósent sem er miklu minni aukning er í fyrra,“ segir í umfjöllun Vegagerðarinnar. Fram kemur að mest jókst um- ferðin í sniði á Ártúnsbrekku eða um 4,1% en minnst jókst umferðin á Reykjanesbraut við Dalveg eða um 1,1%. Umferðin jókst alla daga vik- unnar á höfuðborgarsvæðinu í ágústmánuði en hlutfallslega mest á laugardögum eða um 3,1%. Mest var ekið á miðvikudögum en minnst á sunnudögum. 2,9% vöxtur frá áramótum „Það sem af er ári hefur umferð- in nú aukist um 2,9%, miðað við sama tímabil á síðasta ári. Þetta er þrefalt minni vöxtur en á sama tíma á síðasta ári.“ Þá kemur fram að áfram sé gert ráð fyrir að umferðaraukningin nú í ár verði öðrum hvorum megin við 3%. Dregur úr aukningu borgarumferðar Morgunblaðið/Hari Bílar Umferð jókst alla vikudaga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.