Morgunblaðið - 08.09.2018, Síða 2

Morgunblaðið - 08.09.2018, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2018 VERÐ FRÁ 319.900 KR. Íslensk fararstjórn, vandaðar gistingar og mikið innifalið. NÁNAR Á UU.IS 4.–13. APRÍL EGYPTALAND KAÍRÓ OG SIGLING UM NÍL Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Villi bauð vinum sínum í „folf“ eða fótboltagolf í skemmtigarði í tilefni þess að hann náði 12 árum ekki aftra sér, en fyrstu haustdagarnir eru ekki mikið frábrugðnir sumri að þessu sinni. í gær. Eins og sjá má fer mikil einbeiting í spyrn- una hjá drengnum. Strákarnir létu hvassviðri Mikil einbeiting í fótboltagolfi á 12 ára afmæli Villa í hlýrri sunnanátt í Skemmtigarðinum í Grafarvogi Íslenska sumarið heldur áfram að mestu óbreytt Morgunblaðið/Hari Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Útgerðarrisinn HB Grandi hefur undirritað samning við Brim hf. um kaup á öllu hlutafé útgerðarfélagsins Ögurvíkur. Kaupverðið nemur 12,1 milljarði króna. Það mun hins vegar geta tekið leiðréttingum þegar niður- staða fjárhagsuppgjörs félagsins miðað við 31. ágúst 2018 liggur fyrir. Kaupverðið er greitt í peningum og verður fjármagnað með eigin fé og lánsfé. Athygli vekur að seljandi Ögurvík- ur er jafnframt langstærsti hluthaf- inn í HB Granda með 37% hlut. Með kaupunum skýrist betur með hvaða hætti Brim mun fjármagna til lengri tíma kaupin á fyrrnefndum hlut í HB Granda. Þau viðskipti gengu í gegn fyrr á þessu ári og nam kaupverðið 23,6 milljörðum króna. Guðmundur Kristjánsson, for- stjóri HB Granda og eigandi Brims, segir að með viðskiptunum styrki HB Grandi stöðu sína og byggi upp afla- heimildir í tegundum sem fyrirtækið hafi ekki verið mjög stórt í. „Það á ekki síst við í þorski. Það er gríðarlegur styrkur fyrir HB Granda að eignast með þessu 2.500 tonn af þorskkvóta,“ segir hann. Hann ítrek- ar þó að Ögurvík verði áfram rekin með sama hætti og fyrr, en nú sem dótturfélag HB Granda. „Það fylgja því miklir kostir að kaupa fyrirtæki innan sama sveitar- félags. Það þarf ekki að flytja neinar aflaheimildir á milli. Vissulega munu HB Grandi og Ögurvík skiptast á aflaheimildum innbyrðis en það er fyrst og síðast gert til þess að auka hagkvæmni og styrkja stöðu beggja fyrirtækja.“ Segir Guðmundur að HB Grandi sé nýbúinn að láta smíða þrjá ísfisk- togara og að með aukinni hagkvæmni fyrirtækjanna verði landvinnsla efld. Ögurvík gerir út einn frystitogara, Vigra, sem smíðaður var í Noregi ár- ið 1992. Skipið verður áfram gert út en Guðmundur segist sjá fyrir sér að því verði í auknum mæli beint í átt að karfaveiðum til að tryggja hag- kvæmni. Hlutdeild Ögurvíkur í útgefnu aflamarki er 1,76% en hlutdeild HB Granda fram til þessa hefur verið 9,43%. Heildaraflamark félagsins eft- ir kaupin fer þá í 11,19% en skv. lög- um má hlutdeild hvers félags ekki fara yfir 12% af aflamarki í landinu. Frystitogari á sex milljarða Samhliða kaupunum hefur HB Grandi lýst því yfir að félagið skoði sölu á frystitogara sem það er með í smíðum á Spáni. „Smíðaverðið á þessu skipi er sex milljarðar. Við höfum áhuga á að selja skipið í tengslum við fjárfest- inguna í Ögurvík. Það dregur ekki úr vilja okkar að veiðigjöldin á þær teg- undir sem frystitogarar veiða eru fá- ránlega há. Þetta eru því að mörgu leyti hagkvæmnissjónarmið sem liggja þarna að baki,“ segir Guð- mundur. HB Grandi kaupir Ögurvík af Brimi Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Umsvif Guðmundur Kristjánsson leiðir nú enn ein stórviðskiptin á árinu.  Kaupverðið 12,1 milljarður sem greitt er með reiðufé  Skoða sölu á frystitogara sem er í smíðum  Seljandinn er forstjóri HB Granda  Heildaraflamark HB Granda verður 11,19% í kjölfarið Stór viðskipti » Brim hf. keypti 37% hlut í HB Granda fyrr á þessu ári fyr- ir 23,6 milljarða króna. » Nú kaupir HB Grandi Ög- urvík af Brimi fyrir 12,3 millj- arða. » Brim keypti Ögurvík af fyrri eigendum í júní 2016 en kaup- verðið var trúnaðarmál. Vaðlaheiðargöng verða tilbúin föstu- daginn 30. nóvember og opnuð fyrir almennri umferð næsta dag, 1. des- ember. Kveðið er á um þetta í sam- komulagi sem Vaðlaheiðargöng hf. og Ósafl sf. staðfestu í gær. Einnig var gert samkomulag um uppgjör og greiðslu bóta upp á tæplega 1.400 milljónir króna til verktakans sam- kvæmt úrskurði sáttanefndar. Bæturnar koma einkum vegna þess að í göngunum var meiri jarð- hiti en nokkru sinni var reiknað með og tafði vatnselgurinn verkið um marga mánuði. Í tilkynningu sem gefin var út í gær segir að verkkaupi geri ágreining um bótafjárhæðina og áskilji sér rétt til að fara með málið fyrir dóm. „Við munum nú einhenda okkur í lokavinnuna, kalla til fleiri starfs- menn og setja fleiri á vaktir til þess að ná því markmiði að skila göng- unum tilbúnum til umferðar 30. nóv- ember næstkomandi,“ segir Einar Hrafn Hjálmarsson, verkefnisstjóri Ósafls, í tilkynningu. Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra upplýsti ríkisstjórnina í gær um stöðu málsins, það er samning um hvernig ljúka megi framkvæmd- um á tilsettum tíma. Allt byggist það á samningi um lán frá ríkissjóði, sem er hluthafi í Vaðlaheiðargöngunum. Skilyrðin sem sett eru fyrir láninu snúa að því hvernig verkkaupi geti þegar þarf dregið á lán til að borga verktakanum. Mikill léttir „Það er okkur léttir að geta tryggt opnun ganganna áður en vetur sest að fyrir alvöru. Við höfum fundið mikinn áhuga hér norðanlands og raunar allra sem þurfa að treysta á öruggar samgöngur um þetta svæði,“ segir Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðar- ganga. sbs@mbl.is Göngin opnuð 1. desember  Samið um verklok í Vaðlaheiði  Ríkið setur skilyrði Morgunblaðið/Sigurður Bogi Vaðlaheiðargöng Valgeir Berg- mann hefur stýrt verkefninu. Sjötugur karlmaður lést í vinnuslysi sem varð í botni Skutulsfjarðar rétt fyrir klukkan 14 í gær. Maðurinn lést þegar hann varð undir hlera dráttarvagns. Slysið varð þegar ver- ið var að undirbúa affermingu. Lög- reglan á Vestfjörðum og Vinnu- eftirlitið rannsaka tildrög slyssins. Lést í vinnuslysi Dómkvaddir matsmenn hafa kom- ist að þeirri niðurstöðu að Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum hafi orðið af allt að þremur milljörðum króna þegar einkaleyfi til fólks- flutninga var afturkallað af hálfu Vegagerðarinnar. Þetta staðfestir Berglind Kristinsdóttir, fram- kvæmdastjóri sambandsins. Málið snýr að leið strætós númer 55 sem ekur milli höfuðborgar- svæðisins og Keflavíkurflugvallar. Strætó fékk upphaflega einkaleyfi á umræddri leið árið 2012, en það var síðan afturkallað með ólögmæt- um hætti að mati SSS. Berglind segir málið nú hjá ríkis- lögmanni og vonar hún að takist að afgreiða málið í sátt. Gætu átt milljarða hjá Vegagerðinni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.