Morgunblaðið - 08.09.2018, Side 11

Morgunblaðið - 08.09.2018, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2018 Stjórnendur N-lax ehf. (áður Norð- urlax) tilkynntu ekki Fiskistofu um slysasleppingu sem varð úr landeldi fyrirtækisins á regnbogasilungi á Auðbrekku við Húsavík eins og þó er skylt samkvæmt lögum. Viðbrögð fyrirtækisins voru heldur ekki sam- kvæmt skráðu verklagi þess. Málið er til áframhaldandi skoðunar hjá Fiskistofu, að því er fram kemur í tilkynningu Matvælastofnunar. Slysasleppingin varð í síðasta mánuði. Athugun Matvælastofnunar bendir til þess að við slátrun úr einu keri hafi losnað rist af niðurfallsröri og fiskar komist í frárennsli stöðv- arinnar sem rennur í fráveitukerfi Húsavíkur. Vitað er að eldisfiskar bárust í fráveitu bæjarins. Fram kemur í tilkynningu Mast að engin hreinsun er í fráveitukerfinu og því ekki hægt að útiloka að lifandi fisk- ur hafi borist til sjávar. Tekið er fram að eldisfiskurinn er ófrjór og getur ekki fjölgað sér í íslenskri náttúru. Umfang slysasleppingarinnar er óljóst en þó ekki talið verulegt. Talið er að 300 regnbogasilungar hafi verið í kerinu og sláturtölur gefa til kynna að hátt hlutfall þeirra hafi skilað sér í slátrun. N-lax ehf. starfar samkvæmt starfsleyfi sem það tók við af Norðurlaxi. Leyfið nær til eldis í kerjum á landi, fyrir allt að 20 tonn- um af laxi, regnbogasilungi og bleikju. Er þetta önnur slysasleppingin sem vitað er um á þessu ári. Lax slapp úr sjókvíum Arnarlax í Tálknafirði í byrjun júlí í sumar. Silungur slapp um fráveitu  N-lax ehf. við Húsavík tilkynnti ekki um slysasleppingu Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. s: 781-5100 Opið: Mán-fim: 12-18 fös: 12-16 Nýjar vörur! Kringlunni 4c – Sími 568 4900 Nýjar haust vörur KJÓLL 12.990.- Til í gulu, gráu, vínrauðu ST: 38-44 Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Glæsilegt peysuúrval gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn Túnikur Kr. 8.990 Str. 44-56 Opið í dag kl. 11-15 Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Skoðið LAXDAL.is Skipholti 29b • S. 551 4422 Buxna-, peysu- og blússuúrval Fasteignir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.