Morgunblaðið - 08.09.2018, Page 18

Morgunblaðið - 08.09.2018, Page 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2018 vilji hann vekja athygli á sólarorku og hvers hún er megnug. Miklir möguleikar Indlands „Ég hef mikinn áhuga á endurnýj- anlegum orkugjöfum. Indland á mikla möguleika þegar kemur að sólarorku. Þar er mikil sól. En það eru ekki margir á Indlandi sem vita af sólarorku. Sérstaklega í minni bæjum þar sem menntunarstig er lágt. Þess vegna hóf ég þetta verk- efni. Hugmyndin er að nota endur- nýjanlega orku til þess að ferðast á milli staða og upplýsa og mennta fólk í leiðinni,“ segir Sushil. Sushil ferðast á rafhjóli með kerru og sólarsellu sem IKEA útvegar og er fyrirtækið hans aðalstyrktaraðili. Kom hann að þróunarvinnu hjólsins ásamt IKEA en umverfisvænar samgöngur eru fyrirtækinu hug- leiknar. Sést það bersýnilega þegar horft er yfir bílastæðin fyrir utan verslunina en þar eru nú 60 hleðslu- stöðvar fyrir rafbíla. Óttast íslenskan vind Sushil segir að afar mikilvægt sé að vekja athygli á endurnýjanlegum orkugjöfum. „Það er mjög mikilvægt fyrir yngri kynslóðina að skilja hversu mikilvægt það er að stemma stigu við hnattrænni hlýnun og hversu augljós áhrif hennar eru og verða á líf hennar. Þetta er alþjóðleg áskorun. Ekki bara fyrir fólk á Ind- landi eða á Íslandi. Það þurfa allir að skilja og viðurkenna að veðurfar er að breytast mjög hratt og að hrein orka er það sem þarf. Af nógu er að taka. Við höfum sólarorku, vindorku og vatnsorku,“segir Sushil. Spurður hvernig honum lítist á ís- lenskar veðuraðstæður segist hann helst óttast vindinn. „Þetta verða 120 km á dag, sem er nokkuð mikið. En ég er reyndur hjólamaður og æfi á hverjum degi á Indlandi. Það er reyndar aðeins öðruvísi. Það er kannski helst vindurinn sem ég hræðist en ég verð rétt búinn.“ Hrein orka nauðsynleg fyrir alla  Indverjinn Sushil Reddy hyggst hjóla í kringum Ísland á rafhjóli og vekja athygli á hreinni orku  Hann hjólaði 7.400 km leið um Indland og fræddi þá sem á vegi hans urðu um mikilvægi sólarorku 7.400 km löng ferð Sushils um Norðvestur-Indland tók 79 daga. Stoppaði hann ásamt teymi sínu í 78 bæjum í 10 mis- munandi fylkjum á Indlandi. „Við dvöldum hjá heimafólki. Heimafólkið skipulagði svo við- burði í kringum komu okkar þar sem við sátum oft saman í hring og útskýrðum hvernig sólarorka virkar í verki. Vorum með tæki og tól og auðvitað hjólið. Þetta var sameiginlegt verkefni okkar allra. Indland er fjölbreytt land og það voru töluð samanlagt 10 tungumál í bæjunum sem við fórum í gegnum. Við þurftum því að fá aðstoð heimafólks við túlkun. Þetta var mjög lær- dómsrík reynsla,“ segir Sushil. Fengu hjálp heimafólks SAMVINNUVERKEFNI Indland Sushil hjólaði 7.400 km leið um Indland og hér sést hann með Taj Mahal-höllina frægu í baksýn. Þekking Sushil hafði margt fram að færa á ferðum sínum og fræddi þá sem á vegi hans urðu um mikilvægi sólarorku fyrir Indland. Morgunblaðið/Valli Ikea Húsgagnarisinn IKEA er aðalstyrktaraðili Sushil og þróaði með hans að- stoð þetta rafhjól með sólarsellu sem á að koma honum hringinn um Ísland. BAKSVIÐ Pétur Hreinsson peturhreins@mbl.is Indverjinn Sushil Reddy er væntan- legur til landsins hinn 11. september og hyggst takast á við það verðuga verkefni að hjóla hringinn um landið á rafhjóli með kerru og sólarsellu. Sushil vill með þessu framtaki vekja athygli á hreinni orku og er í for- svari fyrir framtakið Sun Pedal Ride. Fyrsta ferð hans var löng og ströng, um 7.400 km, og lá í gegnum 10 fylki á Norðvestur-Indlandi þar sem jafn mörg tungumál eru töluð. Fyrir afrekið komst kappinn í Heimsmetabók Guinness fyrir lengstu ferð á rafhjóli. Sushil kemur til Íslands á vegum Charge- ráðstefnunnar og verður það í þriðja skipti sem þessi alþjóðlega ráðstefna er haldin hér á Íslandi þar sem fulltrúar orkufyrirtækja koma sam- an og ræða um mikilvægi vöru- merkjastjórnunar í geiranum. Sushil leggur af stað 12. septem- ber og hyggst taka sér tvær vikur í ferðina en það er IKEA sem útveg- aði Sushil hjólið, kerruna og sólar- selluna. Þar sem veðurskilyrði geta verið með ýmsu móti á þessum tíma árs mun E-Golf-rafbíll frá Heklu fylgja Sushil hringinn. Hugsar alla daga um lausn „Náttúran hefur mikla orku sem hægt er að beisla,“ sagði Sushil er blaðamaður Morgunblaðsins sló á þráðinn til hans í Mumbai. Sushil ólst upp í þessari 12 milljón manna borg á Indlandi. „Þar er augljóslega mjög mikil mengun. Þegar þú býrð í svona stórborg kemstu í snertingu við mengun alla daga. Á sama tíma hugsar maður um lausn við vand- anum. Hvernig hægt sé að minnka mengun. Það má segja að þetta sé eitt af því sem hvatti mig persónu- lega til þess að fara út í þetta verk- efni,“ segir Sushil sem er orkuverk- fræðingur og útskrifaðist frá háskóla á Indlandi árið 2013. Sushil segir að með ferðum sínum E F L IR / H N O T S K Ó G U R Fleiri frábærir tímar í boði! Fitform 60 ára plús Nánar á jsb.is og í síma 581 3730 Velkomin í okkar hóp! Innritun og nánari upplýsingar í síma 581 3730 og á jsb.is Markviss, fjölbreytileg og öflug líkamsrækt fyrir konur og stelpur sem tekur mið af þörfum ólíkra hópa og skilar auknum krafti, hreysti og vellíðan. Dr. Friðrik Larsen er forvígismaður ráðstefnunnar Charge – Energy Branding sem haldin verður í þriðja skipti dagana 24.-25. sept- ember næstkomandi. Þar verður mikilvægi vörumerkjastjórnunar hjá orkufyrirtækjum til umfjöll- unar. Íslendingar í dauðafæri Friðrik segir að almennt séu orku- fyrirtæki orðin meðvitaðri um markaðssetningu á afurðum sín- um en að sú þróun sé nokkuð hæg og að sum fyrirtæki eigi langt í land með það að skilja út á hvað það gangi að verða að vörumerki. Aðspurður segir Friðrik að það sé mikilvægt fyrir öll íslensk útflutn- ingsfyrirtæki að markaðssetja sín- ar vörur á hreinum orkugrunni. „Íslendingar eru í algjöru dauða- færi að búa til vörumerki fyrir ís- lenska orku sem byggir á sjálf- bærum grunni. Það er ein ástæða fyrir því að ég held ráðstefnuna hér. Ég vil að við sjáum mögu- leikana í því að virkja hugvitið úr háskólunum líka, ekki bara ár og sprænur,“ segir Friðrik. „Þetta á ekki einungis við um orku- fyrirtæki, heldur öll fyrirtæki sem eru að flytja út vörur sem nota ís- lenska orku sem grunn.“ Virkja ekki bara ár og sprænur ORKUMARKAÐURINN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.