Morgunblaðið - 08.09.2018, Side 22

Morgunblaðið - 08.09.2018, Side 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2018 8. september 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 109.38 109.9 109.64 Sterlingspund 141.5 142.18 141.84 Kanadadalur 82.94 83.42 83.18 Dönsk króna 17.035 17.135 17.085 Norsk króna 13.01 13.086 13.048 Sænsk króna 12.011 12.081 12.046 Svissn. franki 112.76 113.4 113.08 Japanskt jen 0.9819 0.9877 0.9848 SDR 152.91 153.83 153.37 Evra 127.04 127.76 127.4 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 151.2483 Hrávöruverð Gull 1204.3 ($/únsa) Ál 2030.0 ($/tonn) LME Hráolía 77.02 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Landsframleiðsla á öðrum ársfjórð- ungi jókst um 7,2% að raungildi frá sama fjórðungi árið í fyrra. Þetta kemur fram í nýrri mælingu Hag- stofu Íslands sem gerð var opinber í gær. Hagvöxtur á fyrri árshelmingi mælist 6,4% en vöxturinn hafði mælst 5,4% yfir sama tímabil í fyrra. Slagkrafturinn í hagkerfinu er tölu- vert meiri nú en greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir. Meiri fjárfesting en spáð var Það er fjárfesting sem helst dreg- ur vagninn um þessar mundir en hún jókst um 7,5% á öðrum fjórðungi. Þá jókst einkaneysla um 5,1% meðan samneyslan jókst um 2,8%. Greiningardeild Arion banka lýsir hinum nýju tölum sem „dúndrandi hagvexti“ og bendir á að atvinnu- vegafjárfesting hafi vaxið um 6% en Seðlabankinn hafi spáð 7,2% sam- drætti fyrir árið í nýútgefnum Pen- ingamálum. Þá hafi bankinn spáð samdrætti upp á 3,5%. Þá bendir bankinn á að vöxtur fjárfestingar í íbúðarhúsnæði sé mikill og nemi 19%. Hagvöxtur mun meiri en spáð var  Mældist 7,2% á öðrum ársfjórðungi BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Tryggingafræðileg staða stærstu líf- eyrissjóða landsins hefur orðið fyrir áhrifum vegna mikillar lækkunar á hlutabréfum Icelandair Group á síð- ustu misserum. Á lista yfir 20 stærstu hluthafa fyrirtækisins eru 11 lífeyrissjóðir. Þeir eiga samanlagt tæp 55% í fyrirtækinu. Frá því að gengi bréfa félagsins reis hæst í apr- ílmánuði 2016 hefur markaðsvirði þess lækkað um nærri 158 milljarða króna. Miðað við núverandi eigna- stöðu sjóðanna 11 hefur eign þeirra í félaginu því rýrnað um 87 milljarða króna. Þannig hefur gengi bréfa fé- lagsins lækkað úr 38,9 í 7,38. Í þessu sambandi er hins vegar nauðsynlegt að minnast þess að margir sjóðanna eignuðust öll eða verulegan hluta bréfa sinna í félag- inu á gengi sem var mun lægra en núverandi gengi þeirra. Þannig keypti Lífeyrissjóður verslunar- manna t.d. stærstan hluta sinna bréfa seint á árinu 2010 á genginu 2,5. Áhrifin mikil hjá þeim stærsta Um langt árabil hefur Lífeyris- sjóður verslunarmanna verið stærsti hluthafi Icelandair Group og nemur eignarhluturinn í dag tæpum 14%. Morgunblaðið leitaði svara við því hvaða áhrif lækkun bréfa Icelandair Group hefur haft á tryggingafræði- lega stöðu sjóðsins. Spurt var hver áhrifin hefðu verið frá árslok 2016, þegar gengi bréfa félagsins í Kaup- höll stóð í 23,55. Svar sjóðsins er að áhrifin nemi 1,1 prósentustigi. Í svarinu er þó einnig ítrekað eins og áður segir að sjóðurinn keypti stærstan hluta bréfa sinna í félaginu á mun lægra gengi og að frá árinu 2010 nemi „[…] árleg raunávöxtun […]14,07%. Til samanburðar má nefna að árleg raunávöxtun sjóðsins frá 2010 er 5,5%. Frá 2010 hefur sjóðurinn feng- ið arðgreiðslur að fjárhæð 1,7 ma.kr.“ Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins er næststærsti hluthafi Ice- landair. Eign sína varðveitir sjóður- inn í tveimur aðskildum deildum, A- og B-deild. Samanlagt stendur hlut- urinn í 9,78%. Þegar mest lét átti LSR 14% í félaginu. Hefur sjóðurinn því dregið úr eignarhlut sínum í sjóðnum um þriðjung á síðastliðnum þremur árum. Frá árslokum 2016 hefur lækkun bréfa Icelandair þrýst trygginga- fræðilegri stöðu A-deildar sjóðsins niður um 0,72 prósentustig. B-deild- in hefur orðið fyrir minni áhrifum og nemur hún 0,3 prósentustigum til lækkunar. Þriðji stærsti eigandi Icelandair Group er Gildi lífeyrissjóður og er eignarhluturinn í dag tæp 8% af út- gefnu hlutafé félagsins. Áætluð áhrif verðlækkunar bréfa Icelandair á tryggingafræðilega stöðu sjóðsins frá ársbyrjun 2017 til loka ágúst- mánaðar eru metin 0,7 prósentustig. Hefur aukið stöðu sína frá 2016 Líkt og í svari Lífeyrissjóðs versl- unarmanna kemur fram í svari Gildis að „góð afkoma Icelandair síðustu ár hefur haft jákvæð áhrif á trygginga- fræðilega stöðu.“ Frá ársbyrjun 2016 hefur Gildi selt 6 milljónir bréfa í Icelandair og er meðalgengi í þeim viðskiptum 32,6 fyrir samtals 195,3 milljónir króna. Yfir sama tímabil hefur Gildi hins vegar bætt við eignarhlut sinn í Icelandair sem nemur 112,2 milljón- um hluta. Meðalgengi þeirra við- skipta var á genginu 17,9 eða fyrir um 2 milljarða króna. Lækkunin víða haft áhrif Morgunblaðið/Ómar Upp og niður Bréf Icelandair hafa risið mjög og hnigið á síðustu árum.  Tryggingafræðileg staða lífeyrissjóðanna versnar vegna lækkunar Icelandair  Lífeyrissjóður verslunarmanna hefur nær ekkert selt í félaginu á síðustu árum Eignastýringarfyrirtækið State Street Global Advisors hefur fjár- fest í íslenska ferðaþjónustufyrir- tækinu Guide to Iceland fyrir 20 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 2,2 milljarða króna. Með viðskipt- unum eignast Street Global Advis- ors 20% hlut í fyrirtækinu. Heildarvirði þess samkvæmt viðskiptunum er því 11,2 millj- arðar króna. Fyrirtækið skilgreinir sig sem markaðstorg íslenskrar ferðaþjón- ustu og þar geta ferðaskipuleggj- endur, gististaðir og fleiri boðið þjónustu sína. Yfir 500 íslensk ferðaþjónustufyrirtæki nýta sér þann vettvang. Þá segir í tilkynn- ingu sem send var út í tengslum við fjárfestinguna að vefsíða Guide to Iceland fái um eina millj- ón heimsókna í mánuði hverjum. Fjárfesta í Guide to Iceland Íslenska ferðaþjónustufyrirtækið Íslenskir fjalla- leiðsögumenn hefur hætt sérferðum sínum til Grænlands í bili og er fyrirtækið í endurskipu- lagningu á þeim rekstri. Kom til uppsagna og var þremur sölumönnum sagt upp ásamt öðrum starfsmönnum sem hafa sinnt þjónustuhlutverk- um í ferðum til Grænlands. Íslenskir fjallaleið- sögumenn þjónusta 70-80 þúsund ferðamenn á ári og starfa um 120 manns við kjarnaþjónustu fyrir- tækisins. Hátt í 250 starfsmenn vinna þar á sumr- in. Ágústmánuður var metmánuður hjá fyrirtæk- inu en þrátt fyrir það stendur yfir endurskipu- lagning á ferðum fyrirtækisins til Grænlands. Íslenskt rekstrarumhverfi, sterkt gengi krónunn- ar og launakostnaður gera það að verkum að erfitt er að reka slíka þjónustu erlendis. „Við erum í endurskipulagningu á þeim rekstri. Við erum ennþá með bækistöðvar á Grænlandi og starfsemi en við höfum hins vegar verið að taka til í þeim söluvörum sem við vorum með,“ segir Arn- ar Bjarnason, framkvæmdastjóri Íslenskra fjalla- leiðsögumanna, en tekur þó fram að Grænlands- starfsemin sé lítill hluti af heildarstarfsemi fyrirtækisins. Íslensku launakostnaður miklu hærri „Gengi krónunnar hefur gert það að verkum að það er erfitt að reka þjónustu á Grænlandi frá Ís- landi á samkeppnisgrundvelli. Það getur verið að við förum með þessa starfsemi til Grænlands og rekum það undir danskri kennitölu. Það er allt op- ið í því,“ segir Arnar við Morgunblaðið. „Við erum í raun að laga fyrirtækið að breyttu rekstrarum- hverfi með því að bjóða upp á dagsferðir og lengri ferðir á Íslandi.“ Spurður hvort þessi endurskipu- lagning hafi átt sér langan aðdraganda segir Arn- ar svo vera. „Síðasta ár var erfitt. Við erum í þess- um breytingafasa og erum að laga okkur að breytingum á markaði,“ segir Arnar. „Launakostnaður íslenskra leiðsögumanna er mun hærri en evrópskra leiðsögumanna. Laun hafa hækkað um 70% frá 2011, eða um 10% á ári að meðaltali ef horft er á launavísitöluna. Það er hægt að fá leiðsögumenn frá Evrópu sem kosta helminginn af því, jafnvel einn þriðja. Það er rosa- lega mikill munur. Við getum ekki rekið þetta út frá íslenskum forsendum,“ segir Arnar, en á Grænlandi hafa Íslenskir fjallaleiðsögumenn verið í samkeppni við fyrirtæki tengd dönsku og græn- lensku atvinnulífi auk ferðaskrifstofa frá Banda- ríkjunum. peturhreins@mbl.is Hætta sérferðum til Grænlands  Íslensk laun gera Íslenskum fjallaleiðsögumönnum erfitt fyrir á Grænlandi – fyrir dýrin þín Ást og umhyggja fyrir dýrin þín Veldu bosch hundafóður fyrir hundinn þinn Þýskt hágæða fóður – fersk innihaldsefni án aukaefna. Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | Akranes | Sími 511-2022 | www.dyrabaer.is 15 kg 8.990 kr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.