Morgunblaðið - 08.09.2018, Side 24

Morgunblaðið - 08.09.2018, Side 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2018 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Stjórnvöld í Kína hafa lofað að auka lánveitingar sínar og fjárfest- ingar í Afríku um 60 milljarða Bandaríkjadala á næstu þremur ár- um. Xi Jinping, forseti Kína, sagði á tveggja daga fundi með leiðtogum Afríkuríkja í Peking í vikunni að stjórn sín setti ekki nein skilyrði fyrir aðstoðinni en varaði stjórn- völd í samstarfslöndunum við því að eyða fénu í óarðbær „gæluverk- efni“. Kínverska stjórnin lofaði lönd- unum 15 milljörðum dala í styrki og lán án vaxta eða með ívilnunum. Hún hét enn fremur 20 milljarða dala lánalínu, stofnun 10 milljarða sjóðs sem á að fjármagna þróunar- aðstoð og fimm milljarða sjóðs sem á að greiða fyrir innflutning frá Kína. Stjórnin hyggst einnig hvetja kínversk fyrirtæki til að fjárfesta að andvirði 10 milljarða dala í Afríkulöndunum. Þetta bætist við 60 milljarða dala lán, styrki og fjárfestingar sem kín- versk stjórnvöld lofuðu Afríku- löndunum á leiðtogafundi sem hald- inn var fyrir þremur árum. Skuldavandinn eykst Xi Jinping skýrði einnig frá því að Kínverjar myndu afskrifa vaxta- laus lán sem þeir hafa veitt fátæk- ustu og skuldugustu Afríkulönd- unum og falla í gjalddaga fyrir lok ársins. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varaði við því í maí að 15 af 35 fá- tækum Afríkulöndum sunnan Sa- hara stæðu frammi fyrir alvar- legum greiðsluvanda vegna mikilla skulda. Stjórnvöld í nokkrum vest- rænum löndum hafa sakað Kínverja um að hafa aukið skuldabyrði ríkjanna með því að veita þeim lán til að fjármagna verkefni í tengslum við stefnu Xi sem nefnd hefur verið Belti og braut og miðar að gerð mannvirkja sem auka að- gang Kínverja að mörkuðum og náttúruauðlindum í Asíu, Afríku og Evrópu, auk þess að styrkja stöðu Kína sem heimsveldis. Nokkrir vestrænir embættismenn hafa jafn- vel sakað Kínverja um að hegða sér eins og nýlenduveldi í Afríku til að efla efnahag Kína. Kínversk stjórnvöld neita þessu. „Kínverjar hafa ekki aukið skulda- byrði Afríku. Ástæður skuldavanda álfunnar eru flóknar. Skuldirnar hafa hlaðist upp á löngum tíma,“ hefur fréttaveitan AFP eftir Xu Jinghu, sérlegum sendimanni kín- versku stjórnarinnar í afrískum málefnum. „Jafnvel þegar litið er á ríki sem eru mjög skuldug kemur í ljós að Kína er ekki helsti lánar- drottinn þeirra. Þannig að það er út í hött að kenna Kína um skuldir Afríku.“ Stofnun Johns Hopkins-háskóla, sem rannsakar tengsl Kína og Afr- íku (CARI), segir að kínverskir bankar hafi veitt Afríkulöndum og ríkisfyrirtækjum þeirra lán að and- virði 136 milljarða dala á árunum 2000 til 2017. Kína sé helsti lánar- drottinn aðeins þriggja af 17 Afríkulöndum sem eru í mestum skuldavanda, þ.e. Djíbútí, Vestur- Kongó og Sambíu. Gert er ráð fyrir því að skuldabyrði þeirra minnki vegna afskriftanna sem Xi boðaði. Greiðsluvandi Afríkuríkja er einnig rakinn til þess að hrávöru- verð hefur lækkað í heiminum og útflutningstekjur þeirra hafa því minnkað. Útflutningur Afríku- ríkjanna til Kína var talsvert meiri en innflutningur þeirra frá landinu á árunum 2010-2014 en verðlækk- unin varð til þess að þetta hefur snúist við. Innflutningur þeirra frá Kína umfram útflutninginn þangað nam 50 milljörðum dala á síðasta ári. Leiðtogar Afríkuríkjanna hafa fagnað lánveitingum Kínverja vegna verkefna sem tengjast Belti og braut, en nokkrir þeirra hafa látið í ljós áhyggjur af skuldabyrð- inni sem fylgir þeim. Vaxandi óánægja er t.a.m. í Kenía vegna járnbrautar, sem kostaði 3,2 millj- arða dollara, eftir að í ljós kom að hún skilar ekki jafnmiklum tekjum og gert var ráð fyrir. Áhersla lögð á Belti og braut Miklar breytingar hafa orðið á lánveitingum Kínverja til Afríku á síðustu árum. Mikil lækkun hrá- vöruverðsins og minni hagvöxtur í Kína urðu til þess að Kínverjar leggja nú minni áherslu á fjárfest- ingar í námum og náttúru- auðlindum í Afríku en veita nú fleiri lán til mannvirkjaverkefna sem tengjast Belti og braut. Fyrirkomulagið er oft þannig að kínverskur banki veitir Afríkuríki lán til að fjármagna verkefnið og landið gerir síðan samning við kín- verska verktaka um framkvæmdina og rekstur mannvirkisins. Afríku- ríkið þarf síðan að greiða afborg- anir af láninu í áratugi og sumum tilvikum þarf það einnig að greiða kínverska fyrirtækinu þóknun fyrir rekstur mannvirkisins, að sögn The Wall Street Journal. Íbúar Afríku- ríkjanna hafa kvartað yfir því að verktakarnir noti marga kínverska verkamenn við framkvæmdirnar í stað þess að ráða heimamenn. Djíbútí er eitt ríkjanna sem eru mest háð lánveitingum frá Kína og segir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn að skuldir landsins hafi aukist úr 50% af vergri landsframleiðslu árið 2014 í 85% árið 2016. Kínverjar hafa komið upp herstöð í landinu, eins og Bandaríkin, vegna nálægðar þess við mikilvæga siglingaleið um Rauðahaf og við Mið-Austurlönd. Kínverska einræðisstjórnin hefur ekki sett nein pólitísk skilyrði á borð við lýðræði eða mannréttindi fyrir lánveitingunum til Afríkuríkj- anna. Á sama tíma og kínversk stjórn- völd auka áhrif sín í álfunni hefur stjórn Donalds Trumps Banda- ríkjaforseta dregið úr þróunar- aðstoð sinni við Afríkuríki, auk þess sem hún íhugar að fækka hermönn- um sínum í löndum á borð við Níger. Auka áhrif sín í Afríku  Kínversk stjórnvöld auka lánveit- ingar og fjárfestingar í Afríkulöndum Í skýrslu frá nóvember sl. er fjallað um hversu háð löndin eru útflutningi til Kína Skýrslan byggist á rannsókn franska fjármála- þjónustufyrirtækisins Coface Metið var hversu viðkvæm Afríku- lönd eru fyrir breytingum á eftirspurn í Kína Elds- neyti Málmar Eðal- steinar, jarðefni Útflutningur frá Afríkulöndum sunnan Sahara til Kína Útflutningur frá Kína til Afríkulanda sunnan Sahara 3,7 1,2 8,1 11,3 21,2Eldsneyti Jarðefni, unnir málmar Hrámálmar, málmgrýti Önnur hráefni Landbúnaðar- afurðir 1,8 4,6 10,3 22,8 27,8 Landbúnaðar- afurðir Efni Unnin jarðefni, málmar Vélbúnaður, flutningatæki Iðnaðarvörur 2006 2008 2010 2012 2014 2016 0 20 40 60 80 100 120 Útflutningur Kína til Afríkulandanna Útflutningur Afríkulandanna til Kína Helsti útflutningurHversu viðkvæm eru löndin? Helsti útflutningur, 2016 Viðskipti Kína og Afríkulanda sunnan Sahara í milljörðum bandaríkjadala í milljörðum bandaríkjadala Heimildir: UNComtrade, skýrsla Coface: Kína-Afríka – endist hagkvæmnishjónabandið? Viðskipti Afríkulanda sunnan Sahara við Kína Mjög lítið Lítið Miðlungs Mikið Mjög mikið Gríðarlega GAMBÍA MÁRITANÍA ANGÓLA VESTUR-KONGÓ SUÐUR- SÚDAN ERÍTREA GÍNEA Fjárfestingar Kínverja í álfunni jukust um tæp 150% frá 2011 til 2016 $ milljarðar Beinar erlendar fjárfestingar í Afríku Bandaríkin Bretland Frakkland Kína Suður-Afríka Ítalía Singapúr Indland Hong Kong Sviss 2016 2011 57 57 55 54 49 52 40 16 24 23 23 13 17 16 14 16 13 7 13 11 Byggist á nýrri skýrlu UNCTAD um fjárfestingar í heiminum AFP Samstarf Xi Jinping, forseti Kína (t.h.), með leiðtogum Afríkuríkja.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.