Morgunblaðið - 08.09.2018, Side 30
30 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2018
Forseti Íslands
hleypti inn dyravörðum
í Bessastaði í síðustu
viku. Tilefnið var að
einn úr þeirra röðum
var barinn fólskulega
fyrir skemmstu á
skemmtistaðnum Suck-
ers í Austurstræti.
Nafni þess staðar hlýtur
fljótlega að verða breytt
í Barinn.
Dyraverðirnir voru slegnir eftir
árásina, þó ekki jafn rækilega og
starfsfélagi þeirra, en þeir voru
skiljanlega miður sín og þáðu því
þetta boð forsetans þó erfitt sé að
sjá hvað Guðni kallinn hafi að gera
með einhver dyravörslumál önnur
en kannski þau sem snúa að vín-
kjallaranum á Bessastöðum. En
þetta fundarboð hans undirstrikaði
náttúrulega hvað hann er nú obbos-
lega góð manneskja og svo gasa-
lega mikið svona „maður fólksins“
og allt það, og þá er nú tilganginum
náð.
Grín er ekkert gamanmál
Áður en lengra er haldið vil ég
láta þess getið að ég er alfarið á
móti því að gantast sé með alvar-
lega og viðurstyggilega hluti, svo-
sem atburð sem þennan sem hér
um ræðir, pyntingar, morð, hung-
ursneyð, stórslys, femínisma, styrj-
aldir, vinstrifasisma, drepsóttir,
kynjafræði, náttúruhamfarir, póli-
tískan rétttrúnað,
engisprettufaraldur,
gróðurhúsa- og góða-
fólksáhrifin, RÚV,
hryðjuverk, íslensku
lífeyrissjóðina,
íslamsvæðingu Evr-
ópu, umhverfis-
mengun o.s.fr.
Grín getur nefni-
lega verið dýrt spaug
og spaug er ekkert
grín.
Unnið baki brotnu
Ekki veit ég hvert var tilefni
þessarar skelfilegu árásar á
skemmtistaðnum Slaughters í Aust-
urstræti en maður hlýtur að mega
koma með tilgátur án þess að fólk
snappi og fari að skalla veggi.
Kannski að dyravörðurinn hafi
sagt við dólgana:
„Give me a hug.“
Þessir útlendingar sem að árás-
inni stóðu hafa kannski bara kunn-
að eitthvað hrafl í ensku og ís-
lensku og haldið að hann væri að
meina:
„Give me a högg.“
Þeir hafa ekki látið segja sér það
tvisvar og hafið buffun þegar í stað.
Og þetta hefur komið í bakið á
dyraverðinum.
En hvað veit ég? Ég var ekki á
staðnum.
Leiðir til úrbóta
Hvað um það. Forsetinn setti ef-
laust upp buff í tilefni dagsins og
saman skeggræddu þeir félagar
ógnir og öryggi í borg óttans og
leiðir til úrbóta í þessum mikilvægu
málum sem forsetinn ræður ná-
kvæmlega engu um.
En mér er spurn: Eru einhverjar
raunhæfar leiðir til úrbóta? Er eitt-
hvað sem getur komið í veg fyrir að
dyraverðir séu rotaðir? Er til ein-
hverskonar „rotvarnarefni“? Það
held ég ekki.
Rugbyhjálmur kannski? Nebb.
Þá fá þeir bara spark í punginn og
það er ekkert mikið þægilegra þó
þeir rotist hugsanlega ekki við það.
(Það er reyndar sagt að öll hugsun
karlmanna fari fram þarna á neðri
hæðinni). Rugbyhjálmur og pung-
hlíf? Nebb. Þá fá þeir bara base-
ballkylfu í vömbina. Rugbyhjálmur,
punghlíf og bumbupúði eða jafnvel
skothelt vesti? Nebb. Þá fá þeir
bara hníf eða kjötsax í lærið. Stál-
brynja einsog riddarar notuðu í
gamladaga? Nebb. Óþægilegur
vinnuklæðnaður innanhúss og ekki
beint traustvekjandi fyrir ímynd
friðsæls skemmtistaðar.
Fleiri slæmar leiðir til úrbóta
Rimlabúr? Nebb. Dyraverðir
verða að geta athafnað sig innanum
fólk og gengið að leiðindapakki og
barið það í gólfið og hent því í fal-
legum boga útá stétt.
Vopnvæða þá? Gefa þeim leyfi til
að bera rafbyssu? Piparúða? Hnúa-
járn? Klaufhamar? Rambóhníf?
Öxi? Skógarsveðju? Keðjusög?
Skammbyssu? Afsagaða hagla-
byssu? Hríðskotariffil? Hand-
sprengju? Basúku? Eldvörpu?
Dínamítstúpu? Sjálfsmorðs-
sprengjubelti?
Er vopnvæðing
dyravarða svarið?
Það er spurning. Held ekki.
Hætta á misnotkun og ofnotkun.
Reyndar nota menn bara sjálfs-
morðsbelti einu sinni eftir því sem
næst verður komist, en það er
sama. Held að þetta væri ekki vel
séð. Sjálfsmorðssprengjubelti gæti
samt bjargað mannslífum, eða haft
fráfælingaráhrif skulum við segja,
tildæmis ef einhver útþaninn
óárennilegur steraköggull væri að
fiska eftir fæting eða ef einhver
óviðráðanleg óviðræðuhæf slímug
ósnertanleg rauðþrútin froðufell-
andi öfgavinstritröllskessa væri að
pynta gesti með háværu kynja-
fræðinonsensi, og ég tala ekki um
ef það þyrfti að rýma staðinn í
snarhasti, svosem útaf aldurs-
takmarkanalögreglu sem væri að
fara að mæta á svæðið með dóp-
hund og alle græjer. Dyravörðurinn
gæti þá flassað með sprengjubelti
um sig miðjan og hrópað hástöfum
með fjarstýringu í hendinni: Allah
akbar! Allah ölbar! Allah prumpb-
ar!
Liðið myndi svoleiðis gleypa jón-
urnar og kókaínpokana í einum
svelg og hverfa útí buskann einsog
fingrum væri smellt.
Kannski að sjálfsmorðs-
sprengjubelti sé lífsbjörgin?
Tilhvers að funda með forset-
anum af öllum mönnum?
Vegna þess að forsetinn bauð
þeim í heimsókn. Ekki flóknara en
það. Afhverju bauð hann þeim í
heimsókn? Af sömu ástæðu og hann
fer í smábarnaafmæli útí bæ til
fólks sem hann þekkir ekki neitt –
af sömu ástæðu og hann hangir í
biðröðum á pizzustöðum – og synd-
ir í vinnuna – og horfir á fótbolta-
stórleiki í 12 tommu svarthvítu
túpusjónvarpi í einhverju mígleku
illa þefjandi afdalafjósi útá landi,
norpandi í sundurtættri hettuúlpu
einsog fuglahræða, bryðjandi gadd-
freðnar pulsur og útmíginn hákarl
með sveitavargnum og þorpsfíflinu.
Semsé: Vegna þess að hann vill
verða alþýðlegasti forseti ever og til
þess að svo geti orðið þá þarf hann
að grípa hvert einasta tækifæri sem
gefst til að skerpa þá imynd sína,
meiraðsegja að boða til fundar með
útkösturum um mál sem eru víðs-
fjarri því að vera á hans könnu.
Yfirdrifinn alþýðleiki
Um jólin má búast við að forset-
inn fari að sjálfboðaliðast á póst-
húsum við að sleikja frímerki fyrir
fólk sem er að senda jólakort, nú
eða að safna saman kerrum í Bónus
eða að þrífa framrúðuna fyrir öku-
menn á rauðu ljósi eða að leysa af í
dyravörslunni á skemmtistöðum
borgarinnar eða að hnýta bamb-
uskörfur á Kleppi eða eitthvað svo-
leiðis.
Það er svosem alveg gott og
blessað en fyrr má nú rota en dauð-
rota, svo maður noti nú viðeigandi
orðfæri. Ef fram fer sem horfir
mun hann vinna gullið á Alþýðleik-
unum og slá landsmet Pírata í po-
púlisma.
Forseti þjóðarinnar
eða forseti stjórnvalda?
Guðni er hlýðinn og góður og vill
gera öllum til hæfis, bæði alþýð-
unni, sem hann er í vinnu fyrir, og
stjórnvöldum, sem skipa honum
fyrir, jafnvel þó þau hafi ekki boð-
vald yfir forsetanum. Hann vill vera
vakinn og sofinn yfir velferð allra
landsmanna – ekki bara elítunnar
og utanríkisráðherra sem hann
hlýðir í einu og öllu og lætur meir-
aðsegja skipa sér að mæta ekki á
HM í Rússlandi – heldur líka okkar
starfsmanna á plani.
En málið er að menn í hans stöðu
geta ekki haft tvo herra. Ólafur
Ragnar Grímsson gerði sér grein
fyrir því. Guðni þyrfti að fara að
gera það upp við sig hvort hann
ætli að vera forseti þjóðarinnar eða
forseti stjórnvalda. Það ætti nú
ekki að vera erfitt val fyrir svo al-
þýðlegan mann.
Það mun koma í ljós þegar á
reynir hvoru megin hryggjar hann
raunverulega liggur, til að mynda
ef hann fær til undirritunar land-
ráðalög sem skerða fullveldi lands-
ins og má í því sambandi nefna
orkumálastefnu ESB sem um þess-
ar mundir er verið að reyna að
lauma í gegnum þingið.
Með hverjum mun alþýðlegi for-
setinn standa þegar til kastanna
kemur, stjórnvöldum eða þjóðinni?
Eru aðrir og fýsilegri ókostir í
stöðunni?
Hefðu dyraverðirnir ekki alveg
eins getað rætt þessi ofbeldismál
við biskupinn? Hann ætti að vera
orðinn ansi sjóaður í þessum mála-
flokki með alla þessa harðduglegu
kófsveittu presta innan vébanda
kirkjunnar. Og sjálfur þekkir hann
málin á eigin skinni ef eitthvað er
að marka málsháttinn: Enginn
verður óbarinn biskup.
En hefði ekki legið beinast við að
funda með lögregluyfirvöldum eða
borgarstjóranum og hans undir-
sátum? Borgarstjórinn hefði reynd-
ar ekki svarað beiðni um viðtal þar
sem hann er á fullri ferð við að
hægja á umferð, þétta byggð,
þrengja götur, þrengja að fólki,
auka mengun, auka skuldir, auka
leiðindin, stytta líf borgarbúa með
auknum umferðartöfum, ulla á
minnihlutann og gefa skynsemi
langt nef í öllum málum.
Lögreglan alveg
uppfyrir haus í stóru málunum
Og lögreglan er að sjálfsögðu
upptekin með upptökutæki og
headphone við að reyna að finna
„hatursorðræðu“ (rangar skoðanir)
á Útvarpi Sögu þar sem orðið á að
vera frjálst, og finna leiðir til að
draga hinn stórhættulega raðspjall-
þáttastjórnanda og fjölda-orðingja
Pétur Gunnlaugsson aftur fyrir
dómstóla fyrir að hlusta á fólk tjá
sig í opnum innhringitíma stöðv-
arinnar.
Þannig að kannski var ekkert
annað í boði en að þiggja ímyndar-
boð forsetans.
Svona að endingu vil ég láta í ljós
þá einlægu von mína að dyra-
vörðurinn nái fullum bata og að of-
beldishrottarnir náist og hljóti
makleg málagjöld. Kannski verða
þeir ekki jafn borubrattir þegar
þeir þurfa að fara að beygja sig eft-
ir sápunni í sturtuklefa dýfliss-
unnar.
Dyraverðir slegnir
Eftir Sverri
Stormsker »Eru einhverjar raun-
hæfar leiðir til úr-
bóta? Er eitthvað sem
getur komið í veg fyrir
að dyraverðir séu rot-
aðir? Er til einhvers-
konar „rotvarnarefni“?
Sverrir Stormsker
Höfundur er tónlistarmaður
og rithöfundur.
Móttaka
aðsendra
greina
Morgunblaðið er vettvangur lif-
andi umræðu í landinu og birtir
aðsendar greinar alla útgáfu-
daga.
Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Kerfið er
auðvelt í notkun og tryggir ör-
yggi í samskiptum milli starfs-
fólks Morgunblaðsins og höf-
unda. Morgunblaðið birtir ekki
greinar sem einnig eru sendar
á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir
Morgunblaðslógóinu efst í
hægra horni forsíðu mbl.is.
Þegar smellt er á lógóið birtist
felligluggi þar sem liðurinn
„Senda inn grein“ er valinn.
Verð frá 102.508
Nýjr meistarar
eru mættir
Vitamix blandarar eiga
sér engan jafningja.
Mylja nánast hvað sem er.
Búa til heita súpu og ís.
Hraðastillir, prógrömm og
pulserofi sjá til þess að
blandan verði ávallt
fullkomin og fersk!
Rauðagerði 25 108 Rvk Sími 440-1800 www.kaelitaekni.is
Ascent serían frá Vitamix
Menning
ogmatur
Fjölbreytt viðburðadagskrá
Opið alla daga vikunnar.
Viðburðardagatal á norraenahusid.is
AALTOBistro