Morgunblaðið - 08.09.2018, Síða 33
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2018
sitja í nokkur skipti með henni
og börnunum hjá honum.
Ég bið góðan Guð að vaka
yfir Guðrúnu, Georg Pétri,
Sillu Þóru og Önnu, tengda-
börnunum og afabörnunum og
veita þeim styrk á þessum erf-
iða tíma.
Vertu sæll elsku vinur, þín
er sárt saknað.
Haukur Ragnar
og Rannveig.
Kristján Aðalsteinsson, eða
Krissi eins og við fjölskyldan
kölluðum hann alltaf, hefur ver-
ið hluti af tilveru okkar systk-
inanna alla tíð. Hann var æsku-
vinur föður okkar og á milli
þeirra var mikil og sönn vin-
átta. Í okkar barnæsku tíðk-
aðist það að droppa inn hjá
fólki í tíma og ótíma. Þau fjöl-
skyldan komu oft á okkar heim-
ili og þau voru líka ófá skiptin
sem við fengum okkur bíltúr út
á Nes. Oft var þetta kvöldkaffi
og stundum áttum við krakk-
arnir hugmyndina um að rúlla
til þeirra.
Alltaf var okkur tekið fagn-
andi eins og höfðingjar væru á
ferð. Hlýjan og gestrisnin var
engu lík hjá þeim hjónum og
börnum þeirra, Georg Pétri,
Sillu Þóru og Önnu. Listakokk-
urinn Guðrún töfraði fram dýr-
indis kökur og kræsingar og
svo var spjallað og hlegið langt
fram á kvöld.
Þrátt fyrir yfirvegun og hóg-
værð hafði Krissi sterka nær-
veru, hljómmikla rödd og ein-
kennandi hlátur. Krissi var
orðvar, víðlesinn og öfgalaus
skynsemismaður.
Hann var fjölskyldumaður,
stoltur af sínu fólki og mátti
líka vera það. Hann sýndi líka
okkur börnum vina sinna áhuga
og hvatningu.
Þau hjónin voru svo samrýnd
að það er varla hægt að nefna
annað þeirra án þess að nefna
hitt, þau voru bara Krissi og
Guðrún. Þau dönsuðu saman,
gengu á fjöll og ferðuðust og
sinntu stækkandi fjölskyldu
sinni og vinum með hlýju og
ástúð eins og þeim einum var
lagið.
Stutt er síðan Krissi leiddi
Önnu yngri dóttur sína inn
kirkjugólfið. Hann var svo
stoltur og glæsilegur að sá sem
ekki vissi betur hefði aldrei
getað ímyndað sér hvaða bar-
áttu hann háði. Reisn, virðing,
traust, rósemd og hlýja allt til
endaloka.
Nú þegar vinur okkar Krissi
kveður þá reikar hugurinn aft-
ur í tímann og við áttum okkur
enn betur á því hvað við erum
ótrúlega lánsöm að hafa átt
Krissa, Guðrúnu og börnin að.
Þau auðguðu líf okkar með
nærveru sinni og vinskapur
þeirra hjóna við foreldra okkar
er okkur góð fyrirmynd um
heilbrigða og sanna vináttu. Þá
vináttu munum við sem eftir
stöndum rækta og varðveita.
Elsku Guðrún, Georg Pétur,
Silla Þóra, Anna og fjölskyldur,
missir ykkar er mikill og sár.
Við biðjum góðan Guð að
vernda ykkur og styrkja. Minn-
ingin um yndislegan mann
kemur til með að lifa með okk-
ur öllum um ókomna tíð.
Hvíl í friði elsku vinur.
Guðný Kristín Hauksdóttir
(Dassa), Haukur Þór
Hauksson og Hafsteinn
Þór Hauksson.
Elsku afi okkar er dáinn.
Okkur langar að skrifa nokkur
kveðjuorð til þín. Þú varst ynd-
islegur og ávallt gott að vera í
kringum þig. Eftir situr fullt af
góðum minningum sem við átt-
um með þér, elsku afi.
Videóleigan ykkar ömmu í
svefnherberginu, þar sem úr-
valið fyrir okkur krakkana var
mikið. Oft vorum við allir
krakkarnir uppi í rúmi, undir
sæng í hjónaherberginu ykkar
að horfa á mynd og nóg að
kalla bara „afi“ ef það átti að
skipta um spólu eða hækka –
þá varstu fljótur að koma.
Svo þegar við áttum að fara
út að leika var um mörg leik-
tæki að velja úti í garði. Ekki
má gleyma krakkamótorhjólinu
sem var keypt sérstaklega fyrir
okkur barnabörnin. Það var sko
ekkert smá gaman að leika sér
á því og oft farinn einn hringur
í viðbót.
Uppi í bústað var fullorðna
fólkið að slá og gera fínt og
vorum við krakkarnir þá að
leika okkur niðri við lækinn og
oft grillaðir þú pylsur handa
okkur öllum og stundum
kveiktir þú í eldstæðinu fyrir
okkur til að horfa á í lautinni
við bústaðinn.
Þú spurðir okkur alltaf hvað
við værum að læra og vildir oft
fá að sjá heimanámið hjá okk-
ur. Sýndir okkur mikinn áhuga
og einnig því hvað við værum
að læra.
Öll áramótin okkar áttum við
með ykkur ömmu. Það var allt-
af mikil tilhlökkun að fara út á
Nes og sjá allar áramóta-
sprengjurnar hans afa. Þú
varst alveg í essinu þínu í
sprengjulátunum. Það var svo
gaman.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Elsku afi, nú ertu hættur að
vera veikur, ekki lengur kval-
inn og kominn á stað þar sem
við trúum að englarnir passi
þig.
Minningu um góðan afa
geymum við alltaf í hjarta okk-
ar.
Guð geymi þig elsku afi.
Þinn nafni,
Kristján Jarl Georgsson og
Agatha Georgsdóttir.
Ég kynntist heiðursmannin-
um Kristjáni Aðalsteinssyni vel
þegar við unnum báðir hjá Máli
og menningu á uppgangstímum
hjá því góða félagi. Hann var í
miklum metum hjá samstarfs-
fólki sínu alla tíð, enda einstakt
prúðmenni og skemmtilegur fé-
lagi, hjálpsamur og greiðvikinn
svo af bar. Leiðir hans sem
fjármálastjóra lágu um alla
kima fyrirtækisins og hvar-
vetna var hann aufúsugestur.
Samstarf okkar Kristjáns var
sérlega náið á árunum 1995-
2000 þegar ég gegndi starfi
framkvæmdastjóra fyrirtækis-
ins, og satt að segja hefði ég
aldrei sloppið skammlaust frá
því starfi ef ég hefði ekki getað
reitt mig á Kristján og kunn-
áttu hans.
Hann var með eindæmum
vinnusamur og hollur fyrirtæk-
inu. Kristján naut trausts hvar-
vetna, innan sem utan fyrir-
tækisins, og það kom sér
ævinlega vel.
Kristján hafði sérlega létta
lund og hlýlegt viðmót. Hann
naut sín á gleðistundum, sem
voru ófáar á þessum árum.
Þegar gáskinn var við völd gat
hann hlegið þannig að tárin
runnu niður kinnarnar. En
hann var jafnframt viðkvæmur
og auðsærður. Hann sætti sig
illa við framkomu sem fól í sér
yfirgang eða hranaskap, enda
svo fjarri honum. Rangindi eða
óheiðarleika leið hann heldur
ekki.
Á árshátíðum og öðrum
stundum þegar stiginn var
dans var segin saga að sam-
starfskonur Kristjáns nánast
stóðu í biðröð eftir að fá að
svífa um gólfið um stund í örm-
um hins þjálfaða dansara. Á
meðan héldum við hinir okkur
til hlés, enda þoldum við illa
samanburðinn.
Hann skilaði þeim svo einni
af annarri, rjóðum og sælum, í
sæti sitt.
Fegursta dansinn steig
Kristján samt við hana Guð-
rúnu sína, jafnt á dansgólfinu
sem í lífinu sjálfu. Þau voru
samstillt og taktviss í lífinu,
samband þeirra sérlega fallegt
eins og það blasti við mér.
Guðrúnu, börnum þeirra
Kristjáns og ástvinum öllum
færi ég innilegar samúðar-
kveðjur. Þau geta treyst því að
minningin um öðlinginn Krist-
ján Aðalsteinsson lifir lengi
meðal okkar sem áttum samleið
með honum í lífinu. Blessuð sé
minning hans.
Sigurður Svavarsson.
Kristján Aðalsteinsson, einn
af mínum traustustu starfs-
mönnum, kom að máli við okk-
ur hjónin 1. desember og vildi
segja starfi sínu lausu með sex
mánaða fyrirvara. Hann hafði
glímt við veikindi, en nú var
stund milli stríða og hugðist
hann nota tíma sinn til að
byggja sig upp, ferðast og njóta
lífsins. Þetta var tilfinninga-
þrungin stund og tár á hvarmi.
Kristján hafði verið mér sem
klettur í hafi í hinum harða
heimi viðskiptanna. Hann var
alltaf til staðar og ég gat alltaf
hringt í hann, hvort sem var á
nóttu eða degi.
Hann tók stöðumat og var
rökfastur. Hann starfaði hjá
Optical Studio sem fjármála-
stjóri í rúm 15 ár. Hann var
okkur öllum stafsmönnum sem
umhyggjusamur faðir, sem bar
hag allra fyrir brjósti. Fyrir
mér var hann snillingur með
tölur og útreikninga. Honum
lét létt að sjá niðurstöður og
spá um afkomu, líkt og hann
hefði einhverjar aðferðir eða
lausnir sem ekki væri til form-
úla fyrir. Kristján var hvers
manns hugljúfi. Alltaf heilsaði
hann með brosi og sýndi áhuga
á því sem var að gerast í lífi og
umhverfi annarra.
Hann var aðlaðandi persóna
sem var gott að eiga spjall við
hvort sem var um viðskipti,
gleraugnatísku eða önnur
praktísk mál. Hann sagði alltaf
sína skoðun á hlutunum á mál-
efnalegan hátt, en lauk svo máli
sínu á þann veg að hans nef
næði nú ekki langt í þessum
efnum og því varhugavert að
fara að hans tilmælum. Þarna
var honum rétt lýst. Lítillátur
en samt svo traustur og klár.
Já, klettur í mínu viðskiptalífi.
Þegar hinir ágætu starfsmenn
frá skattinum komu eitt sinn í
kurteisisheimsókn á skrifstofu
fyrirtækisins og vildu fá að
kíkja í bækurnar, mætti þeim
hinn alúðlegi Kristján Aðal-
steinsson sem af nokkru stolti
sýndi þeim ekki bara í bæk-
urnar, heldur margt annað sem
tengdist rekstrinum. Svo vel
fór á með þeim að dvöl þeirra
varð miklu lengri en til stóð.
Þeir fengu þarna ágæta
kennslustund í því hvernig best
væri að gera hlutina, enda
reyndist Kristján hafa kennt
öðrum þeirra í viðskiptadeild
HÍ á árum áður.
Kristján rækti starf sitt af
mikilli nákvæmni. Hann var
stakur reglumaður, ekki bara í
starfi sínu, heldur í lífinu öllu.
Hann unni náttúru landsins og
naut hennar á góðum dögum í
gönguferðum með Guðrúnu,
konu sinni.
Þau voru miklir félagar sem
ekki aðeins gengu í takt í lífinu,
heldur lögðu einnig stund á
dans sem var eitt af þeirra
sameiginlegu áhugamálum,
enda voru þau virkir meðlimir í
danshópi sem hittist reglulega.
Samskipti starfsmanna minna
við Kristján urðu að vináttu
þeirra á milli. Hann kom fram
við alla af einlægni og virðingu.
Samviskusemi var honum í
blóð borin, en hann hafði aldrei
mörg orð um sjálfan sig, allra
síst um heilsu sína. Við sam-
starfsmenn hans söknum góðs
drengs sem ávallt sýndi af sér
prúðmennsku og alúð. Við biðj-
um Guð að blessa minningu
hans og vottum Guðrúnu, eig-
inkonu hans og fjölskyldu
þeirra okkar dýpstu samúð.
Kjartan Kristjánsson.
Það er skammt stórra högga
á milli, rúmt ár liðið frá því
Guðmundur Þórhallsson móð-
urbróðir hans lést, en þeir voru
saman stjórnendur bókbands-
vinnustofunnar Bókfells í mörg
ár. Mér fannst Kristján alltaf
vera svo ungur enda fæddist
hann ári eftir að ég byrjaði að
læra bókband hjá föður hans,
Aðalsteini Sigurðssyni bók-
bandsmeistara. Ég fylgdist því
með honum allt frá barnæsku.
Það var gaman að fá að taka
þátt í uppbyggingu Bókfells
með föður hans á þessum árum.
Bókfell varð strax með stærstu
og best reknu fyrirtækjunum í
bókbandsgreininni og eitt af
fáum sem ekki byggðu á eigin
prentsmiðju.
Þetta var fjölmennur vinnu-
staður, oft um 30 manns og
meiri hlutinn konur. Bókfell
skar sig úr um marga hluti, t.d.
var hætt fyrr á daginn en ann-
ars staðar í stað þess að mat-
artíminn væri styttur og var
það mjög vinsælt meðal starfs-
fólksins. Eins voru á fyrstu ár-
unum alltaf spiluð falleg lög í
grammófónkerfi fyrirtækisins
eftir hádegið sem heyrðist í öll-
um vinnusölunum. Þetta var al-
ger nýjung og þótti framúr-
stefnulegt.
Svo féll Aðalsteinn frá ekki
nema 59 ára og Kristján, sem
ekki var nema rétt rúmlega tví-
tugur, tók þá við fyrirtækinu
mjög fljótlega, en hann var þá í
skóla og lauk við sitt nám í við-
skiptafræði áður.
Á árunum sem á eftir fóru
var oft hart barist á milli fyr-
irtækja og á vinnumarkaðnum
og það kom í hlut Kristjáns að
stýra skútunni í þeim bardaga.
Á þessum árum flutti Bókfell í
Kópavoginn á Skemmuveg 4 í
1.000 fm húsnæði og var nú
fyrirtækið á hátindi sínum.
Kristján reyndist okkur öll-
um vel. Hann var mjög ljúfur
og góður að dagfari og alltaf
svo kurteis að af bar og þess
vegna gat maður eiginlega
aldrei reiðst við hann þó maður
væri ekki á sama máli. Ég vil
að lokum þakka honum fyrir
þessi góðu samskipti og sér-
staklega í síðasta sinn sem ég
hitti hann í erfidrykkju Guð-
mundar Þórhallssonar fyrir
rúmu ári síðan.
Ég samhryggist öllum vinum
hans og vandamönnum og við
Ragna sendum þeim öllum inni-
legar samúðarkveðjur.
Svanur Jóhannesson.
Minn góði vinur og nemandi
til áratuga, Kristján Aðal-
steinsson, er látinn eftir erfiða
baráttu við hinn illvíga vágest,
krabbameinið.
Það er ein af stóru ráðgátum
lífsins af hverju menn á besta
aldri eru kallaðir burt þegar
framundan ættu að vera ljúf og
notaleg efri ár. Kristján var
sérlega vænn og góður maður
og það var engin ástæða til
þess að hann þyrfti að fara svo
snögglega og með svo sárs-
aukafullum hætti.
Allt við Kristján var rólegt,
ljúft og notalegt. Fyrir mér var
hann fyrirmynd. Brosmildur
maður sem átti það áhugamál
að dansa við Guðrúnu eigin-
konu sína. Þau dönsuðu ekki
bara stundum og einhvern veg-
inn. Nei, þau stunduðu dansinn
af kappi. Alltaf mætt í dans-
tíma öll þriðjudagskvöld, allan
veturinn, árum saman auk þess
að stunda böll, taka þátt í dans-
sýningum og meira að segja
danskeppnum.
Þau sýndu dansinum einlæg-
an áhuga, metnað til að gera
vel, húmor fyrir öllum feilspor-
um og um leið ásetning til að
læra af öllum mistökum og
gera betur.
Kristján var ávallt glæsileg-
ur, snyrtilega til fara og sýndi
öllum á dansgólfinu kurteisi og
nærgætni. Kristján og Guðrún
dönsuðu sérstaklega fallega
saman og Kristján var þessi
ljúfi herramaður sem góður
dansari á einmitt að vera. Þol-
inmóður og brosmildur.
Með því að horfa á Kristján
dansa við Guðrúnu sína og með
því að svara spurningum hans
um dansinn og leiðbeina honum
á dansgólfinu mátti vel sjá
hvaða mann hann hafði að
geyma því dansinn fær fólk til
að sýna sinn innri mann. Til-
finningar fá að flæða fram í vel
útfærðum dansi og dansarinn
gleymir stund og stað þegar
hreyfing líkamans og hljómfall
tónlistarinnar renna saman í
eitt.
Þegar Kristján heyrði falleg-
an vals eða flottan foxtrot stóð
hann teinréttur og tók Guðrúnu
í fangið. Svo lokaði hann aug-
unum, dró djúpt andann, taldi
taktinn og sveif svo af stað með
glæsibrag. Hann hafði gaman
af öllum dönsunum og spor-
unum sem ég kenndi honum í
gegnum árin en mér finnst eins
og enskur vals og slow foxtrot
hafi verið í uppáhaldi. Flestir
sem hafa farið á dansnámskeið
hafa lært valsinn en slow foxtr-
ot er dans sem fæstir læra eða
ná mikilli færni í, sérstaklega
ef allt dansnámið fer fram á
fullorðins árum. Kristján og
Guðrún voru þess vegna í
nokkrum sérflokki og náðu
góðum tökum á þessum fallega
dansi sem endurspeglar vel að
þau voru einmitt hjón í sér-
flokki.
Samstíga og samheldin
bjuggu þau í fallegu húsi á Sel-
tjarnarnesi með verðlaunagarð
allt í kring. Við vorum einmitt
líka nágrannar og oft í gegnum
árin naut ég þess að fá far heim
í hreinum og fallegum bílunum
þeirra. Þá sat Kristján undir
stýri og ók vestur eftir með
sömu ró og yfirvegun og hann
hafði dansað með fyrr um
kvöldið.
Ég mun sakna Kristjáns
mikið í danstímunum sem og
ökuferðanna heim.
Það var mér sönn ánægja að
vera Kristjáni Aðalsteinssyni
samferða og ég sendi Guðrúnu
og fjölskyldunni mínar dýpstu
samúðarkveðjur.
Jóhann Örn Ólafsson.
Mikill vandi
steðjaði að íslensk-
um bændum í byrj-
un 9. áratugar síð-
ustu aldar vegna
offramleiðslu á
mjólk og kindakjöti. Aðgerðir
stjórnvalda til að draga úr
framleiðslu höfðu ekki borið ár-
angur og óeining var meðal
bænda og á hinu pólitíska sviði
um það hvernig á málum skyldi
tekið.
Það var í þessari stöðu sem
Ingi Tryggvason tók við for-
mennsku í Stéttarsambandi
bænda haustið l981. Mikið
reyndi á forustu hans í þeim
ólgusjó sem fram undan var.
Kom sér nú vel reynsla hans úr
áralöngu starfi innan fé-
lagskerfis landbúnaðarins og úr
pólitísku starfi, m.a. sem al-
þingismaður.
Í maí 1983 tók við völdum ný
ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks.
Ljóst var að ekki yrði lengur
slegið á frest að taka af festu á
offramleiðslu á mjólk og kinda-
kjöti. Eitt af fyrstu verkum
Jóns Helgasonar á stóli land-
búnaðarráðherra var að setja á
laggirnar nefnd sem skipuð var
Ingi Tryggvason
✝ Ingi Tryggva-son fæddist 14.
febrúar 1921. Hann
lést 22. ágúst 2018.
Útförin fór fram
1. september 2018.
tveimur þingmönn-
um úr hvorum
stjórnarflokki und-
ir forustu Bjarna
Guðmundssonar,
aðstoðarmanns
ráðherra. Hlutverk
nefndarinnar var
að endurskoða lög-
in um Framleiðslu-
ráð landbúnaðar-
ins með það fyrir
augum að koma
upp stjórntækjum sem dygðu
til að hafa hemil á framleiðslu
mjólkur og kindakjöts. Um var
að ræða pólitíska stefnumörkun
og þótti því ekki ráðlegt að
blanda forustu bænda of mikið í
málið.
Þessi nefndarskipan olli væg-
ast sagt uppnámi í félagskerfi
landbúnaðarins. Aldrei fyrr
hafði svo freklega verið gengið
framhjá forustu bænda í jafn
mikilvægu máli.
Til að lægja öldurnar skipaði
landbúnaðarráðherra aðra
nefnd sem eingöngu var skipuð
bændum undir forystu ráðu-
neytisstjóra landbúnaðarráðu-
neytisins til þess að gera til-
lögur um skipulagningu
landbúnaðarframleiðslunnar.
Þrátt fyrir skipun þessarar síð-
ari nefndar hélt þingmanna-
nefndin áfram störfum án þess
að mikið bæri á.
Það er til marks um hyggindi
Inga Tryggvasonar að hann
kaus að taka ekki beinan þátt í
þessum þreifingum, vissi sem
var að hans biði það erfiða
verkefni að sætta ólík sjónar-
mið meðal bænda þegar kæmi
að umfjöllun um tillögur nefnd-
arinnar á vettvangi Stéttarsam-
bandsins.
Hinn 17. apríl 1985 var boð-
aður aukafulltrúafundur í Stétt-
arsambandi bænda þar sem
kynnt var frumvarp sem þing-
mannanefndin hafði samið um
breytingar á lögunum um
Framleiðsluráð landbúnaðarins.
Ný ákvæði voru sett um skil á
afurðaverði til bænda sem
þýddu að nánast yrði um stað-
greiðslu að ræða, dregið yrði úr
útflutningsbótum í áföngum og
tekin upp ákvæði um samninga
milli ríkisins og bænda um
magn afurða sem ríkið ábyrgð-
ist fullt verð fyrir.
Fullyrða má að með samn-
ingum þessum og ýmsum að-
gerðum þeim tengdum hafi ver-
ið stigið risaskref í átt til
framtíðar í íslenskum landbún-
aði, frá ringulreið til skipulegr-
ar uppbyggingar framleiðslu og
markaða.
Ingi Tryggvason mat það svo
að rétt væri í þessu ferli að við-
hafa hóflega „stjórnarandstöðu“
þó þannig að sjálfræði Stétta-
sambandsins laskaðist ekki.
Fyrir forystu Stéttasam-
bandsins, ekki síst formanninn,
voru þessi mál mjög viðkvæm
og vandasöm og þurfti bæði
kjark og lagni til þess að vinna
þeim framgang. Um það get ég
mjög vel vitnað sem starfsmað-
ur samtakanna á þessum tíma.
Hákon Sigurgrímsson.