Morgunblaðið - 08.09.2018, Side 39

Morgunblaðið - 08.09.2018, Side 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2018 Gamall fjölskyldu- vinur hefur nú hvatt þessa jarðvist. Er- lingi Garðari og fjöl- skyldu hans kynntumst við sem börn austur á Egilsstöðum. Hann hafði nýlega lokið tæknifræðinámi í Danmörku og getið sér gott orð sem fagmaður á stuttum tíma. Honum hafði verið falið annasamt ábyrgðarstarf rafveitustjóra fyrir austan. Samfélagsleg uppbygging í þorpinu var þá á frumstigi og leið ekki á löngu þar til Garðar fór að láta þau mál til sín taka líka. Eitt af hans fyrstu verkefnum var að vinna að framgangi skíða- íþróttarinnar á svæðinu og ýmis trúnaðarstörf hlóðust á hann í framhaldinu. Garðar hafði margt til að bera sem gerði hann að for- ystumanni. Hann var hugmynda- ríkur og framsækinn og fljótur að sjá kosti samferðamanna, talaði af virðingu um alla og gerði sér ekki mannamun. Þegar vel gekk sam- gladdist hann innilega, var hvetj- andi þegar á móti blés og sýndi skilning þegar eitthvað fór úr- skeiðis. Garðar og Jóhanna voru ein- staklega gestrisin og heimilið því býsna gestkvæmt. Skattstjóra- börnin á Lagarásnum voru tíðir gestir í Rarik og milli fjölskyldn- anna mynduðust sterk tengsl sem aldrei hafa rofnað síðan. Eftir á að hyggja voru þessi miklu samskipti um margt óvenjuleg. Sama hvern- ig á stóð vorum við aldrei látin finna fyrir öðru en að við værum velkomin. Móttökurnar voru ávallt hlýlegar og rausnarlegar því af umhyggju passaði Jóhanna upp á að enginn væri með tóman maga. Föður okkar fannst stundum að við værum of mikið á heimilinu hjá Garðari og Jóhönnu. Hann hafði sjálfur alist upp við mikinn gestagang og taldi að hann gæti verið íþyngjandi fyrir heimilið. Trúlega hefur þetta verið alveg rétt hjá honum, að minnsta kosti á stundum. Erling Garðar Jónasson ✝ Erling GarðarJónasson fædd- ist 24. júní 1935. Hann lést 30. ágúst 2018. Útför Erlings Garðars fór fram 6. september 2018. Þótt Garðar hafi haft í mörg horn að líta er óhætt að fullyrða að ekkert færði Garðari meiri gleði en fjöl- skyldan. Hann læt- ur eftir sig glæsi- legan hóp afkomenda sem hann hefur hvatt til dáða og stutt eftir mætti. Garðar snerti líf margra. Sam- skipti hans við okkur systkinin einkenndust af hvatningu, vænt- umþykju og velvild. Garðar lifði með kærleikann að leiðarljósi. Blessuð sé minning um góðan mann. Við sendum Jóhönnu og fjölskyldunni allri innilegar sam- úðarkveðjur. Sigrún, Halldór, Ragnar, Kristín, Sturla og Ragnheið- ur Pálsbörn og Ragnheiðar. Í dag kveðjum við samstarfs- mann og vin til margra ára, Er- ling Garðar Jónasson, fv. um- dæmisstjóra RARIK á Austur- og síðar Vesturlandi. Með honum er genginn maður sem markaði djúp spor, meðal annars í starf- semi RARIK. Hann tók virkan þátt í uppbyggingu þjóðfélagsins bæði á sviði orkumála sem og í samfélagslegum verkefnum með virkri þátttöku í stjórnmálum og félagsmálum, bæði á sveitar- stjórnarstigi svo og á landsvísu um áratuga skeið. Erling Garðar starfaði í um fjóra áratugi hjá RARIK og tók virkan þátt í því hlutverki fyrir- tækisins að koma raforkunni til hinna strjálli byggða og að raf- væða sveitir landsins. Það var ekki heiglum hent að standa í þeirri baráttu jafnt í hörðustu hríðarbyljum vetrarins sem á sól- ríkum sumardögum. Lengstan hluta starfsferils síns var hann með starfsstöð á Austurlandi en fluttist 1990 til Reykjavíkur, þar sem hann stýrði birgðahaldi RA- RIK. Þremur árum seinna flutt- ist hann í Stykkishólm og tók við starfi umdæmisstjóra á Vestur- landi, sem hann gegndi til starfs- loka hjá RARIK. Auk uppbyggingar flutnings- og dreifikerfisins og reksturs við erfiðar aðstæður, sem lengst af voru helstu verkefni Erlings Garðars, voru ýmis önnur brýn verkefni sem takast þurfti á við. Eitt af þeim var þróun RARIK á eigin fjargæslu- og fjarmæling- arkerfi. Þar var Erling Garðar mikilvægur stuðningsmaður enda framsýnn og drífandi að eðlisfari. Og við upphaf streng- væðingar dreifikerfisins naut fyrirtækið reynslu hans og þekk- ingar, bæði á rekstri og efnismál- um. Það var ekki síst fyrir hans tilstuðlan að leitað var vestur um haf til Kanadamanna við val á nýrri gerð spennistöðva, sem síð- an voru þróaðar áfram og smíð- aðar hér á landi. Þá átti hann stóran þátt í því að heitt vatn fannst fyrir Stykk- ishólm, en leit að heitu vatni fyrir uppbyggingu hitaveitna hefur víða verið á dagskrá hjá RARIK. Einn af þeim stöðum sem gáfu já- kvæða niðurstöðu við svonefndar hitastigulsmælingar var rétt vestan við Stykkishólm. Í sam- vinnu við sveitarfélagið var farið í að bora þar eftir heitu vatni en árangurinn lét á sér standa. Þá kom sér vel að hafa reyndan og þrautseigan mann við stjórn á staðnum. Að áeggjan Erlings Garðars var ákveðið að halda áfram. Í kjölfarið fannst heitt vatn og í framhaldinu var ráðist í uppbyggingu á hitaveitu á staðn- um öllum til hagsbóta. Erling Garðar hafði sterkar skoðanir og var ófeiminn við að tjá þær. Hann hafði gaman af að rökræða um menn og málefni og það var aldrei lognmolla í kring- um hann. En hann átti stóran vinahóp innan fyrirtækisins og var virtur af verkum sínum og eldmóði. Nú þegar við kveðjum Erling Garðar félaga okkar hinstu kveðju viljum við þakka fyrir hönd fyrirtækisins, okkar og ann- arra samstarfsmanna hans fyrir ómetanlegt starf hans í öll þessi ár. Einnig viljum við þakka þá vináttu sem hann sýndi sam- starfsmönnum sínum öllum. Jóhönnu eiginkonu hans og fjölskyldu sendum við innileg- ustu samúðarkveðjur. Tryggvi Þór Haraldsson Steinar Friðgeirsson. Erling Garðar var einstakur málafylgjumaður. Glöggur og vandaður í öllum sínum störfum fyrir Samtök aldraðra, sem hafa lyft grettistaki í byggingu íbúða fyrir eldri borgara í Reykjavík og víðar á undanförnum árum. Ég kynntist Erling vel þegar ég starfaði á vettvangi borgar- stjórnar og hann gegndi trúnað- arstörfum fyrir Samtök aldraðra og var formaður þeirra samtaka í átta ár. Það var bæði lærdómsríkt og áhugavert að fylgjast með því hvað hann og stjórn samtakanna undirbjuggu framkvæmdir sam- takanna vandlega, ekki síst bygg- ingu íbúðanna við Sléttuveg í Fossvogi. Í tengslum við þá uppbygg- ingu átti ég mörg samtöl við hann um einstaka framkvæmdir, mál- efni samtakanna almennt og einnig um lífið og stjórnmálin í landinu. Kom ég hvergi að tóm- um kofanum í þeim efnum. Erling lét sig hagsmunamál eldri borgara miklu varða. Hann ritaði fjölmargar greinar um mál- efni og stöðu eldri borgara í sam- félaginu og gerði það með þeim hætti að eftir var tekið. Hann kom víða við á sinni löngu starfs- ævi. Meðal annars var hann öfl- ugur sveitarstjórnarmaður, odd- viti Egilsstaðahrepps og í bæjar- stjórn Stykkishólmsbæjar. Um sveitarstjórnarmálin gátum við spjallað tímunum saman og vor- um sammála um flest þótt við tengdumst ólíkum stjórnmála- flokkum. Þessi góðu kynni mín og samskipti við þennan einstaka dugnaðar- og forystumann leiddu til mikillar vináttu okkar. Fyrir öll sín mikilvægu störf í þágu húsnæðismála eldri borg- ara og annarra margvíslegra hagsmunamála þeirra á Erling miklar þakkir skildar. Við Guðrún sendum Jóhönnu, eiginkonu hans, börnum og barnabörnum og fjölskyldunni allri innilegar samúðarkveðjur. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Þegar þær aðstæður skapast að einn af samferðamönnunum hverfur af sviðinu og ekki næst í hann lengur með þekktum að- ferðum er rétt að staldra við og hugleiða stöðuna. Vinur og ferðafélagi er horfinn og allt eins gerum við öll í fyllingu tímans. Ég var staddur í Svíþjóð, þar sem yngsta dóttir mín var að verja doktorsritgerð sína, þegar mér barst sú fregn að Erling Garðar Jónasson væri látinn. Mér þóttu það dapurleg tíðindi að þessi atorkumaður og góðmenni, kraftmikill og djarfur drifkraftur í raforkusögu okkar Íslendinga, væri allur. Eftir standa þó mörg stórvirki, vítt um land, sem vitna um öflugan foringja. Mér hefur ætíð þótt gott að vinna með gáfuðum mönnum, það minnkar flækjustigið verulega. Erling Garðar var einn af þeim. Árið var 1979, ég var að vinna við raflagnir á Stöðvarfirði þegar Erling Garðar birtist og vildi eiga við mig orð. Erindið var vinnu- tengt, hann sagðist þurfa að fá mig til starfa hjá RARIK. Í fyrstu fannst mér það alveg frá- leit hugmynd, ég vissi að allt raf- dreifikerfið var afar veikburða og álit fyrirtækisins í lakara lagi. Þetta sagði ég þessum snaggara- lega manni. Hann svaraði: þetta veit ég og vil fá þig með til að breyta þessu. Endurbyggja kerfin og laga ásýnd fyrirtækisins. Niðurstaðan varð að ég réðst til starfa hjá RA- RIK sem rafveitustjóri á Suður- fjörðum þetta haust. Minn næsti yfirmaður varð Erling Garðar Jónasson, rafveitustjóri Austur- landsveitu RARIK, með aðsetur á Egilsstöðum. Með okkur tókst ágætur vinskapur sem hélst alla tíð síðan. Verkefnin voru ærin og vaktin var 24 klst. á sólarhring ár eftir ár svo ekki var furða þó ýmislegt gengi á. Endalausar bilanir á úr sér gengnum línum, bæði á fjöll- um og í bæjarkerfum á þessum árum, auk mjög tímafreks rekstrar á dísilstöðvum. Þær stöðvar voru keyrðar sem grunn- afl allan sólarhringinn þar til hringtenging landsins var komin í gagnið og Lagarfossvirkjun full- gerð. Þessi tími var alveg fárán- legur í raforkusögunni og þessi endalausa barátta við náttúruöfl- in, vitlaus vetrarveður, vegleys- ur, sambandsleysi og ófærð. Merkilegur tími uppbyggingar sem þjappaði mönnum saman í hópa sem ekkert stoppaði, hvað sem á gekk. Þarna var Erling Garðar í essinu sínu og við hinir, allir sem einn til í tuskið. Okkur tókst ætlunarverkið og það er þeirra sem við tóku að viðhalda því. Að lokum þakka ég sam- veruna. Kæra Jóhanna, Kalli, Irma, Rósa, Jonni og aðrir aðstandend- ur, mínar dýpstu samúðarkveðj- ur til ykkar allra. Með ósk um farsæld um ókomna tíð. Grétar Jónsson. Það hefur verið gæfa fyrir Reykvíkinga að borgaryfirvöld hafa að jafnaði átt mjög gott sam- starf við Samtök aldraðra. Miklar breytingar hafa orðið á stöðu eldri borgara á 45 ár ferli sam- takanna og þá sérstaklega í bú- setumálum. Þennan árangur má ekki síst þakka Samtökum aldr- aðra, sem hafa byggt tólf fjöl- býlishús með 484 íbúðum fyrir eldri borgara, þar af 415 í Reykjavík. Að sama skapi hefur það verið happ fyrir Samtök aldraðra og Reykvíkinga alla að þar hafa mikilhæfir menn valist til for- ystu. Erling Garðar Jónasson var slíkur maður. Fyrst tók hann sæti í stjórn samtakanna en gegndi síðan formennsku á árun- um 2007-2015. Erling hafði yfir- gripsmikla þekkingu á málefnum aldraðra, var drífandi og fylginn sér en um leið málefnalegur og ljúfur í framkomu. Kynni okkar Erlings hófust á því tímabili þegar Samtökum aldraðra gekk erfiðlega að fá lóðafyrirgreiðslu hjá Reykjavík- urborg. Erling setti sig þá í sam- band við borgarfulltrúa og kynnti málstað samtakanna með festu og skotheldum rökstuðningi en einnig af fyllstu kurteisi. Var mjög fróðlegt að heyra skoðanir Erlings á húsnæðismálum eldri borgara í Reykjavík enda hafði hann ákveðnar skoðanir á því hvaða lausnir væru ákjósanleg- astar á því sviði. Best væri að bæta úr skorti á þjónustuíbúðum fyrir eldri borgara í Reykjavík í samstarfi við þau byggingarfélög eldri borgara sem nú þegar hefðu látið að sér kveða í málaflokknum og byggt mörg hundruð íbúðir. Niðurstaða þessa samtals var sú að í samráði við Erling flutti undirritaður tillögu í borgar- stjórn um að lóðaframboð skyldi aukið í þágu þjónustuíbúða eldri borgara í Reykjavík. Húsnæðismálin voru þó langt í frá eini málaflokkurinn þar sem Erling lét til sín taka í þágu eldri borgara. Hann veitti ómetanlega hvatningu og stuðning þegar ég lagði til í borgarstjórn árið 2012 að stofnað yrði sérstakt öldunga- ráð í Reykjavík. Vorum við sam- mála um að það vantaði formleg- an vettvang í borgarkerfinu þar sem eldri borgurum gæfist kost- ur á að ræða um sín málefni og koma þeim milliliðalaust á fram- færi við fulltrúa Reykjavíkur- borgar. Öldungaráðið tók til starfa 2015 og hefur frá upphafi verið borgarstjórn til ráðgjafar, haldið opna fundi og tekið upp margvísleg mál að eigin frum- kvæði. Samtök aldraðra hafa frá upp- hafi stutt við starf öldungaráðs- ins með ráðum og dáð og átt þar úrvals fulltrúa. Að leiðarlokum vil ég þakka Erling fyrir hið mikla starf sem hann innti af hendi í þágu eldri borgara í Reykjavík og mun sakna þess að geta ekki framar notið fræðslu hans í þeim mik- ilvæga málaflokki eða bara spjall- að við hann um daginn og veginn. En minningu um góðan dreng mun ég halda í heiðri á meðan mér endast dagar. Aðstandendum Erlings sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Kjartan Magnússon. Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga, sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa, djörfung til að mæla gegn múgsins boðun, manndóm til að hafa eigin skoðun. Það þarf viljastyrk til að lifa eigin ævi, einurð til að forðast heimsins lævi, vizku til að kunna að velja og hafna, velvild, ef andinn á að dafna. Þörf er á varúð víðar en margur skeytir. Víxlspor eitt oft öllu lífi breytir. Þá áhættu samt allir verða að taka Og enginn tekur mistök sín til baka. Því þarf magnað þor til að vera sannur maður, meta sinn vilja fremur en fjöldans daður, fylgja í verki sannfæringu sinni, sigurviss, þó freistingarnar ginni. Magnað ljóð Árna Grétars Finnssonar, Lífsþor, kemur fljótt upp í hugann þegar ég hugsa til Erlings Garðars, föðurbróður míns, sem nú hefur haldið í sína hinstu ferð til móts við höfund til- verunnar. Ljóðið endurspeglar svo margt í fari hans og þær lífs- reglur sem hann lagði sér. Garð- ar, eða Gæi eins og fjölskyldan kallaði hann, var einn þessara stóru persónuleika sem þora að standa með gildum sínum og við- horfum. Hann var góðhjartaður, réttsýnn, hafði skýrar skoðanir á flestum málum og þreyttist aldr- ei á að berjast fyrir réttlætinu. Hann var harður og ötull bar- áttumaður fyrir þá sem minna máttu sín og bera m.a. störf hans fyrir Samtök aldraðra því fagurt vitni. Og klettur var hann sannar- lega þegar börn hans, vinir og ættingjar þurftu liðsinni eða stuðning. Guðjón heitinn, bróðir minn, var meðal þeirra sem fengu að njóta gnótt af brunni góð- mennsku og kærleika Gæja og Jóhönnu. Ég ætla ekki að halda því fram að Gæi hafi verið mjúki maðurinn út í gegn. Hann var herskár ef þurfti og tók slaginn þegar hann bauðst. En hann barðist með heiðarleikann að leiðarljósi og aldrei ef þörfin var ekki brýn eða málefnið mikilvægt. Eflaust hafði Gæi sína galla eins og við hin – en þeim fékk ég aldrei að kynnast. Gæi frændi var penni góður. Enginn skrifaði eins magnaðar og innihaldsríkar minningar- greinar og hann. Gæi ritaði líka fjölmargar greinar um hugðar- efni sín og baráttumál sem marg- ar hverjar rötuðu í fjölmiðla, oft- ast á síður Morgunblaðsins. Hann hafði sérstakan ritstíl og notaði gjarna hugtök sem sjaldan sjást eða horfin eru að mestu úr orðaforða nútímafólks. Mig grun- ar að hann hafi gert það til að les- endur þyrftu að staldra við, melta sérhvert orð og velta fyrir sér hvað hann væri raunverulega að segja. Hann var líka ræðumaður góð- ur, sannfærandi með sinni hljóm- sterku rödd. Þegar hann talaði hlustaði fólk. Erling Garðar var einn af þeim sem ég leit hvað mest upp til á uppvaxtarárum mínum. Hann var föðurímyndin uppmáluð, traustur og þekkti leiðir til lausn- ar á sérhverjum vanda. Hann er sannarlega einn af þeim samferð- armönnum sem maður er ríkari að hafa kynnst. Ég vil að leiðarlokum, fyrir hönd móður minnar, systkina og fjölskyldna okkar, senda Jó- hönnu, Irmu, Kalla, Rósu, Jonna og fjölskyldum þeirra okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Kær- leiksríkar minningar um mikinn, merkan og góðhjartaðan fjöl- skylduhöfðingja munu ylja okkur öllum um ókomna tíð. Leópold Sveinsson. Með nokkrum orðum langar mig að minnast Hafliða Jósteinssonar, mik- ils og góðs kirkjunnar manns á Húsavík, sem nýlega er látinn eftir baráttu við erfiðan sjúk- dóm. Okkar kynni voru fyrst og fremst á þeim vettvangi og þar var Hafliði alla tíð mjög sannur og góður liðsmaður. Hafliði vann ómælt starf fyrir Húsavíkur- kirkju undangengna áratugi sem sóknarnefndarmaður, meðhjálp- ari, kirkjuvörður og síðast en ekki síst starfsmaður í barna- starfi. Hann átti einstakleg gott með að ná til barnanna og hrífa þau með sér í söng. Þá starfaði Hafliði lengi við Dvalaheimilið Hvamm, bæði sem starfsmaður og sjálfboðaliði. Hans starf fólst í Hafliði Jósteinsson ✝ Hafliði Jó-steinsson fædd- ist 19. mars 1941. Hann lést 2. ágúst 2018. Hann var jarð- sunginn 14. ágúst 2018. því að stytta heim- ilisfólki stundir, einkum við upplest- ur og söng. Hafliði naut sín einkar vel í þessu starfi og sinnti því af stakri natni og umhyggju. Veit ég fyrir víst að hans er sárt saknað af heimilisfólki þar, enda naut hann mikilla vinsælda. Hafliði var félagslega sinnað- ur maður, hann skildi öðrum bet- ur að í litlu samfélagi má helst enginn liggja á liði sínu í þeirri viðleitni að stuðla að góðu mann- lífi. Þar hafa sennilega fáir staðið Hafliða jafnfætis undanfarna áratugi á Húsavík og enginn framar. Hann var alltaf boðinn og búinn að leggja góðum mál- efnum lið, leggja hönd á plóg í málefnum samfélagsins hvar sem það var í hans valdi. Þar sparaði hann hvorki spor né krafta. Og aldrei var neitt talið eftir og þaðan af síður að krafist væri launa í formi peninga- greiðslna. Framlag Hafliða til samfélagsins á Húsavík verður trúlega seint fullþakkað. Hafliði var mörgu góðum kostum búinn. Hann bjó yfir eðl- islægri hlýju, léttri lund og góðri kímni og honum fylgdi jafnan hressandi andblær. Hann var sérstaklega eftirminnilegur fundarmaður á héraðsfundum prófastsdæmisins og náði þar oft að lyfta stemningunni upp og koma fólki til að hlæja. Hann var líka maður alvörunnar og hann skildi flestum betur að það skipt- ir raunverulegu máli að boðskap- ur kirkjunnar nái fram að ganga. Þess vegna flutti hann oft góðar hvatningarræður um þau efni, alltaf samt jákvæður og bjart- sýnn. Og sem félagi og sam- starfsmaður var Hafliði gjarn á að veita hvatningu og uppörvun. Síðustu árin var hann einn af fulltrúum prófastsdæmisins á Leikmannastefnu, og veit ég að vel munaði um hann þar. Hann var einnig varafulltrúi leikmanna í héraðsnefnd prófastsdæmisins. Fyrir hans góðu og giftu- drjúgu störf í þágu kirkjunnar langar mig til að þakka af alhug, fyrir hönd prófastsdæmisins. Ástvinum hans votta ég mína innilegustu samúð. Gott þú góði og trúi þjónn, gakk inn til fagnaðar herra þíns. (Mt. 25.23) Guð blessi minningu Hafliða Jósteinssonar. Jón Ármann Gíslason.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.