Morgunblaðið - 08.09.2018, Síða 42

Morgunblaðið - 08.09.2018, Síða 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2018 Haukur Ingi Guðnason, sem fagnar 40 ára afmæli sínu í dag, ereinn af mörgum fótboltamönnum þar sem meiðsli komu í vegfyrir glæstan feril. Haukur Ingi var aðeins 19 ára gamall þegar hann komst á samning hjá Liverpool, þar sem hann dvaldi í þrjú og hálft ár. Meiðsli bundu enda á atvinnumannsdrauma hans, en þá hafði hann leikið ellefu landsleiki fyrir Íslands hönd. „Í kjölfar meiðslanna fór ég fyrst og fremst að huga að sálfræðinám- inu en spilaði þó fótbolta áfram hér heima með Fylki og Keflavík og síð- ast Grindavík en þá var nokkuð ljóst að líkaminn þoldi í mesta lagi um 60 mínútur í hverjum leik en ég hélt samt áfram að æfa og spila meðan ég hafði gaman af því.“ Eftir að Haukur Ingi hætti að spila hefur hann verið við- riðinn fótboltann og sinnt þjálf- un og fleiru. Núna snýst vinnan hans um íþrótta- og frammi- stöðusálfræði þar sem hann hefur mest verið að vinna bæði með einstaklingum og liðum og þá ekki bara í fótboltanum heldur einnig öðrum íþrótta- greinum. Svo hefur hann verið stundakennari í Háskóla Ís- lands síðastliðin tíu ár en hans aðalvinna er hjá Gallup þar sem hann er viðskiptastjóri. „Núna er ég í mánudags- bolta með gömlum KR-ingum sem er mjög skemmtilegur félagsskapur og svo hef ég almennan áhuga á íþróttum og fylgist sérstaklega vel með íslensku íþróttafólki sem er að spjara sig víðsvegar um heiminn. Ég hef mjög gaman af því að lesa bækur og safna fyrstu útgáfum af alls konar bókum, ljóðabókum og skáldsögum. Ég hef haldið mikið upp á Steingrím Thorsteinsson og Pál Ólafsson, á nokkrar ljóðabækur eftir þá sem og bækur sem Steingrímur hefur þýtt. Svo eru fleiri áhugamál þetta týpíska, ferðast og skoða heiminn.“ Eiginkona Hauks Inga er Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, aðstoðar- dagskrárstjóri á RÚV, og börn þeirra eru Eldey Erla átta ára og Jökull sem varð fimm ára í fyrradag. „Mér er eiginlega boðið í afmælið mitt í dag. Við Ragnhildur Stein- unn giftum okkur á Ítalíu í sumar og það var svo skemmtilegt að vinir okkar úr ýmsum áttum mynduðu vinahóp sem ætlar að hittast í dag og bjóða til veislu. Okkur er boðið og það hittist þannig á að það er á af- mælisdegi mínum, en ég er ekki vanur því að halda upp á afmælið.“ Úr brúðkaupinu Haukur Ingi. Knattspyrnukappi og bókaunnandi Haukur Guðnason er fertugur í dag Ljósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir Ó lína Kjerúlf Þorvarðar- dóttir fæddist í Reykja- vík 8.9. 1958 og ólst þar upp til 14 ára aldurs er hún flutti með for- eldrum sínum til Ísafjarðar: „Ég ólst upp í Hlíðunum, við Miklubrautina, gegnt Klambratúninu, lék mér á túninu og í Öskjuhlíðinni, æfði hand- bolta með Val og var í Hlíðaskóla. Kennari minn var Ármann Kr. Ein- arsson, sá ljúflingur og vinsæli barnabókahöfundur. Ég las bæk- urnar hans upp til agna. Ég fékk heilahimnubólgu sjö ára og lá um skeið þungt haldin á sjúkrahúsi. Þeg- ar ég útskrifaðist þaðan kom Ármann í eigin persónu að sækja mig og fylgdi mér síðan í skólann. Pabbi hafði hesta hjá Fáki inni við Elliðaár og þangað tók maður strætó til að gefa hestunum.“ Á Ísafirði lauk Ólína stúdentsprófi 1979. Sama ár réð hún sig kennara við Gagnfræðaskólann á Húsavík í einn vetur, hóf síðan háskólanám í Reykjavík 1980 og bjó þar til ársins 2001, að undanskilinni eins árs dvöl í Danmörku 1996-97. Hún flutti til Ísafjarðar 2001 og bjó þar til 2017 er hún flutti aftur til Reykjavíkur. Ólína lauk BA-prófi í íslenskum bókmenntum og heimspeki 1985, cand.mag.-prófi í íslenskum bók- menntum og þjóðfræðum 1992 og lauk dr.phil.-prófi í þjóðfræði við heimspekideild HÍ árið 2000. Ólína var blaðamaður við NT 1984-85, fréttamaður við Ríkis- útvarpið-Sjónvarp 1986-89, dag- skrárgerðarmaður við ríkisútvarpið 1989-90, borgarfulltrúi og borgar- ráðsmaður í Reykjavík 1990-94, for- stöðumaður þjóðháttadeildar og upplýsingafulltrúi Þjóðminjasafns Íslands 1999-2001, stundakennari í þjóðfræði við HÍ 1991-2000, fræði- maður í Reykjavíkurakademíunni 1997-2001, skólameistari Mennta- skólans á Ísafirði 2001-2006, alþing- ismaður 2009-2013 og aftur 2015- 2016. Hún hefur jafnframt stundað ritstörf og bókmenntagagnrýni um árabil. Ólína sat í Stúdentaráði HÍ og í Ólína K. Þorvarðardóttir þjóðfræðingur – 60 ára Ömmustrákur Ólína með sonarsyni, Jökli Erni Þorvarðarsyni, við hinn fræga mýrarknattspyrnuvöll á Ísafirði. Ærleg og ákveðin atorku- og fræðikona Hjónin Ólína og Sigurður ganga úr Veiðileysufirði yfir í Flöguvík. Reykjavík Einar Glói Steinþórsson fæddist 28. desember 2017 kl. 02.42. Hann vó 3.350 g og var 50,5 cm lang- ur. Foreldrar hans eru Glódís Guðgeirs- dóttir og Steinþór Helgi Arnsteinsson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.