Morgunblaðið - 08.09.2018, Qupperneq 47
MENNING 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2018
Sýning Theresu Himmer, Levania,
verður opnuð í Hverfisgalleríi að
Hverfisgötu 4 í dag, laugardag,
klukkan 16. Þetta
er fyrsta einka-
sýning hennar í
galleríinu en hún
hefur komið að
ýmsum sýningum
hér á landi á und-
anförnum árum
auk þess að setja
upp áberandi úti-
listaverk.
Theresa fædd-
ist í Árósum árið
1976. Hún lauk MFA-gráðu við
myndlistarskóla í New York og var
þá í eitt ár á sérstakri námsbraut við
Whitney-listasafnið. Áður hafði
Theresa tekið meistaragráðu í arki-
tektúr við Arkitektaskólann í Árós-
um. Himmer bjó á Íslandi um langt
skeið, á árunum 2005 til 2017.
Loftkenndar ímyndir
Sýningin Theresu, Levania, er
fyrsta birtingarmynd lengra verk-
efnis sem á rætur í skáldsögunni
Somnium (Draumnum) eftir Jo-
hannes Kepler frá árinu 1608.
Í Somnium birtir Kepler ná-
kvæma lýsingu á því hvernig alheim-
urinn (og jörðin) gætu litið út séð frá
tunglinu og því er sagan talin grund-
vallarverk í tunglfræðum. Um leið
er hún ein fyrsta vísindaskáldsagan.
Aðalpersóna sögunnar er Dura-
cotus, íslenskur drengur. Röð ým-
issa atvika lýkur með því að Duraco-
tus kemur til Danmerkur og nemur
þar himinfræði undir handleiðslu
hins fræga stjörnufræðings Tycho
Brahe. Við heimkomuna til Íslands
dýpkar hann svo þekkingu sína á
stjörnunum enn frekar undir leið-
sögn móður sinnar, fjölkunnugrar
konu sem særir fram blíðlyndan
anda utan úr geimnum sem lýsir í
smáatriðum fyrir þeim alheimseyj-
unni Levaniu. Sú frásögn er í raun
lýsing Keplers á tunglinu og geimn-
um, eins og séð frá tunglinu sjálfu.
Á sýningu Theresu Himmer sam-
einar verkið „Speglað ljós“ hin tvö
aðskildu listaverk „Dormant Echo-
es“ og „Infinite Transmission“. Hið
fyrrnefnda er röð óljósra og loft-
kenndra ímynda úr sjálflýsandi lit-
arkornum sem festar eru milli gagn-
særra akrýlplatna og minna á það
sem sést í gegnum linsu smásjár.
Hitt er innrömmuð samsetning,
mynduð úr þríhyrningum sem spegl-
ast og snúast vélrænt. Þríhyrning-
arnir varpa í eilífri hringrás mjúkri
birtu á helming myndanna í „Dorm-
ant Echoes“ og vekja litina þannig
til lífs. Umhverfisbirtan í galleríinu
virkjar hinn helming verksins.
Tunglverk Eitt verkið á sýningu Theresu Himmer, Galilean Moons 3, 2018.
Vinnur sýninguna út
frá skáldsögu Keplers
Theresa
Himmer
annarra og samið tónlist fyrir
kvikmyndir. Fyrstu skrefin við
gerð hljómplötunnar voru tekin
árið 2012 þegar Fanney setti sam-
an hljómsveitina Kjass. Í hljóm-
sveitinni voru Anna Gréta Sigurð-
ardóttir (píanó), Mikael Máni
Ásmundsson (gítar), Birgir Steinn
Theodorsson (kontrabassi) og Ósk-
ar Kjartansson (trommur). Verk-
efnið hefur svo þróast og er orðið
listamannsnafn Fanneyjar. Upp-
tökur fyrir hljómplötuna fóru
fram í tveimur hlutum, fyrst árið
2012 með hljómsveitinni og síðan
2017, en í það skipti eingöngu
með Önnu Grétu og sjálfum Tóm-
asi R. Einarssyni.
Platan verður gefin út raf-
rænt en einnig sem vínylplata.
Þess má geta að útgáfutónleikar
munu fara fram í Fríkirkjunni
hinn 13. september.
» Þagnir eru t.a.m.notaðar á áhrifarík-
an hátt, gítarstrokurnar
koma eftir tveggja sek-
úndna bið, píanósláttur
varlegur og mjúkur
Söngkona Kjass
er listamannsnafn
Fanneyjar Kristjáns
Snjólaugardóttur.
ir hans Hrafnhildur Marta sem átti
sitt tónlistarlega uppeldi í tónlistar-
skóla Akureyrar og með Sinfón-
íuhljómsveit Norðurlands mun leika
Sellókonsert nr. 2 eftir Dovrák. Auk
þess verða Scheherazade eftir
Korsakov og nýtt verk eftir Atla
Örvarsson flutt.
Tónlistarstarf Eista heiðrað
Í október verður tónlistarstarf
Eistlendinga heiðrað með hátíð-
artónleikum í tilefni af 100 ára lýð-
veldi Eistlands.
„Stór hópur Eistlendinga hefur
búið á Norðurlandi og starfað með
okkur um árabil. Við flytjum verk
fyrir kammerkór og strengjasveit
eftir Arvo Pärt, Tõnu Kõrvits og
Risto Laur, tónskáld, rithöfund og
píanista sem búið hefur á Íslandi um
árabil,“ segir Þorvaldur og bætir við
að Menningarfélag Akureyrar leggi
nú mikla áherslu á samvinnu allra
sviða sem heyra undir Menningar-
félag Akureyrar en það eru Sinfón-
íuhljómsveit Norðurlands, Leik-
félag Akureyrar og Menningarhúsið
Hof.
„Þetta samstarf skilar sér nú sem
aldrei fyrr. Þar má nefna samstarfs-
verkefni með Leikfélagi Akureyrar
og Hofs í fjölskylduskemmtuninni
Krunk, krunk & dirrindí sem er
fuglakabarett þar sem helstu far-
fuglar, spéfuglar og spáfuglar segja
frá ferðalögum sínum á gam-
ansaman hátt,“ segir Þorvaldur.
„Aðalviðburður Menningarfélags
Akureyrar verður án efa Kabarett
sem skartar ekki minni stjörnum en
Andreu Gylfadóttur, Karli Ágústi
Úlfssyni og Ólöfu Jöru Skagfjörð
undir leikstjórn Mörtu Nordal og
dansstjórn hins heimsþekkta Lee
Proud,“ segir Þorvaldur og bætir
við að 1. desember verði fullveldis-
kantatan, Út úr kofanum eftir Mich-
ael Jón Clarke við texta Sigurðar
Ingólfssonar, flutt.
„Michael Jón er stjórnandi tón-
leikanna og við, Hymnodia og nem-
endur tónlistarskólanna á Norður-
landi styðjum við flutninginn. Eftir
áramót frumflytjum við barna- og
fjölskyldusöngleikinn Gallsteinar
afa Gissa eftir Kristínu Helgu
Gunnarsdóttur í leikstjórn Ágústu
Skúladóttur,“ segir Þorvaldur en
söngleiknum er lýst sem yfirnátt-
úrulegum með fáránlegri atburða-
rás sem geti gerst í öðru hverju húsi
á Akureyri.
Markaðsetning á SinfoniaNord
„Með því að taka þátt í ýmiskonar
þjónustuverkefnum sem skapa SN
tekjur getum við sett þær tekjur
aftur inn í starfsemina til að halda
fleiri klassíska og alls konar tón-
leika. Þá er ákveðnu markmiði náð
og þó? Menningarstofnun eins og
Menningarfélag Akureyrar og Sin-
fóníuhljómsveit Norðurlands ættu
ekki að þurfa að sækja sér verkefni
til að lifa af að mínu mati. Ég vinn
nú að því að markaðssetja Sinfon-
iaNord-verkefnið til þess að Sinfón-
íuhljómsveit Norðurlands geti skap-
að ný tækifæri fyrir alla atvinnu-
tónlistarmenn á Íslandi,“ segir
Þorvaldur og bætir við að baráttan
þessa dagana sé að fá aukið fé til
menningarstarfseminnar.
„Með sanngjörnum fjárveitingum
væri hægt að fastráða fastan kjarna
tónlistarmanna sem sérhæfðu sig í
þessum nýstárlega og nútímalega
atvinnuvegi. Fleiri tónlistarmenn
gætu þá haft atvinnu af tónlist og
búið í Eyjafirði. Unga fólkið gæti
komið til baka að loknu tónlist-
arnámi og haft atvinnu af listfengi
sínu,“ segir Þorvaldur og bætir við
að mikill velvilji og gróska sé í
kringum tónlistarstarf á Akureyri.
Metnaður Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og SinfoniaNord eru dugleg að finna ný verkefni til þess að geta haldið
úti kröftugu starfi atvinnutónlistarmanna allt árið í Eyjafirði. Hér nýtur hljómsveitin Dimma góðs af.
Ljósmynd/Auðunn Níelsson
Sókn Upptökuver SinfoniaNord í Hofi á Akureyri er vel útbúið. Þar fara
fram upptökur á tónlist fyrir íslenskar og erlendar kvikmyndir og þætti.
Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til
að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is
Rocky Horror (Stóra sviðið)
Lau 8/9 kl. 20:00 54. s Lau 15/9 kl. 20:00 56. s Fös 21/9 kl. 20:00 58. s
Fös 14/9 kl. 20:00 55. s Fim 20/9 kl. 20:00 57. s Lau 29/9 kl. 20:00 59. s
Besta partýið hættir aldrei!
Elly (Stóra sviðið)
Sun 9/9 kl. 20:00 142. s Sun 23/9 kl. 20:00 147. s Fim 4/10 kl. 20:00 152. s
Mið 12/9 kl. 20:00 143. s Mið 26/9 kl. 20:00 148. s Lau 6/10 kl. 20:00 153. s
Fim 13/9 kl. 20:00 144. s Fim 27/9 kl. 20:00 149. s Sun 7/10 kl. 20:00 154. s
Sun 16/9 kl. 20:00 145. s Fös 28/9 kl. 20:00 150. s Lau 13/10 kl. 20:00 155. s
Lau 22/9 kl. 20:00 146. s Sun 30/9 kl. 20:00 151. s
Síðasta uppklappið.
Allt sem er frábært (Litla sviðið)
Fös 14/9 kl. 20:00 Frums. Fös 21/9 kl. 20:00 3. s Sun 23/9 kl. 20:00 5. s
Sun 16/9 kl. 20:00 2. s Lau 22/9 kl. 20:00 4. s Fim 27/9 kl. 20:00 6. s
Gleðileikur um depurð.
Dúkkuheimili, annar hluti (Nýja sviðið)
Fös 21/9 kl. 20:00 Frums. Fim 27/9 kl. 20:00 4. s Fös 5/10 kl. 20:00 7. s
Lau 22/9 kl. 20:00 2. s Fös 28/9 kl. 20:00 5. s Lau 6/10 kl. 20:00 8. s
Sun 23/9 kl. 20:00 3. s Lau 29/9 kl. 20:00 6. s Sun 7/10 kl. 20:00 9. s
Velkomin heim, Nóra!
Þarftu að láta
gera við?
FINNA.is