Morgunblaðið - 08.09.2018, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 08.09.2018, Qupperneq 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2018 Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Viðtökurnar voru mjög fínar en það eru eins og svo oft skiptar skoð- anir um uppfærslu óperunnar. Leikstjórinn fékk mörg bravó en það var líka púað. Það er góðs viti því að það er leiðinlegt ef aðstand- endur sýningar fá einungis kurt- eislegt klapp í lok sýningar,“ segir Bjarni Thor Kristinsson bassi eftir frumsýningu á óperunni Rínargullið sem er fyrsti hluti af fjórum í Nifl- ungahringnum eftir Richard Wag- ner. Rínargullið var frumsýnt í Kassel í Þýskalandi 1. september og er Bjarni fyrsti Íslendingurinn til að syngja hlutverk Wotan eða Óðins eins og hann heitir í íslensku goða- fræðinni. Rínargullið er fyrsta óper- an af fjórum í Niflungahringnum. Bjarni mun syngja hlutverk Óðins í Valkyrjunni í mars 2019 og í Sigurði Fáfnisbana í september sama ár. „Það er ekki hlutverk fyrir Óðin í fjórðu óperunni Ragnarök sem frumsýnd verður vorið 2020 en ég syng aftur vorið 2021 þegar Nifl- ungahringurinn verður fluttur tvisvar sinnum í heild sinni á tveim- ur vikum og ég mun þá í fyrsta sinn fylgjast með þeim örlögum sem samsöngvarar mínir í Ragnarökum fá,“ segir Bjarni Thor. Hann segir að tónlistaráhugamenn hafi miklar og oft stífar skoðanir á ópernum Wagners. Uppfærslan afgoðavædd „Sagan er sögð í nútímaraunveru- leika í uppfærslunni í Kassell. Það er hins vegar engu í sögunni breytt né sögupersónum hennar en það er búið að afgoðavæða uppfærsluna,“ segir Bjarni Thor sem ekki var bú- inn að kynna sér dóma um óperuna. „Rínargullið er eins og forrétt- urinn og það er erfitt að gagnrýna verkið í heild sinni fyrr en allur matseðillinn hefur verið smakk- aður,“ segir Bjarni Thor sem syng- ur hlutverk Óðins. „Rínargullið er þægilegasti hlut- inn og sá stysti ekki nema tveir og hálfur tími. Það eru engir virkilega erfiðir partar í því. Það reynir meira á að syngja þetta hlutverk í aðalmáltíðinni, Valkyrjunni og Sig- urði Fáfnisbana sem eru miklu erf- iðari og taka hvor um sig meira en 4 klukkustundir í flutningi. Þeim sem hafa gaman af óperum Wagners finnst sumum hverjum óperurnar allt of stuttar,“ segir Bjarni Thor sem lærir og undirbýr sig fyrir næstu hlutverk auk þess að syngja í Rínargullinu en hann syngur ekki í vel útilátna eftirréttinum, Ragna- rökum. „Niflungahringurinn á hug minn allan og er kjarninn í verkefnunum næstu árin. Það er mjög góð tilfinn- ing fyrir okkur sem erum í lausa- mennsku að hafa föst verkefni og sjá dagatalið fyllast,“ segir Bjarni Thor sem er með nokkur önnur verkefni í gangi. „Ég er mjög ánægður með það sem komið er í Niflungahringnum og prísa mig sælan að fá að vinna undir frábærri leikstjórn Markus Dietz og hljóm- sveitarstjórn Francesco Angelico því þetta er langtímasamstarf og gott þegar allir aðilar eru sam- stiga.“ Sumir fögnuðu, aðrir púuðu  Bjarni Thor syngur hlutverk Óðins í Niflungahringnum  Rínargullið for- rétturinn og auðveldasti parturinn  Aðalrétturinn rúmir fjórir tímar hvor hluti Ljósmyndir/N. Klinger Niflungahringurinn Bjarni Thor Kristinsson, klæddur jakkafötum, syngur í nútímauppfærslu á Rínargullinu í óperunni í Kassel. Ekki voru allir sáttir við afgoðavæddu uppfærsluna og var bæði púað og fagnað í lokin. Átök Bjarni Thor í hlutverki Óðins sem tekst á við Frigg sem leikin er og sungin af Ulrike Schneider í fyrsta hluta Niflungahrings Richards Wagners. Ragnheiður Káradóttir opnar einkasýninguna Utan svæðis í gall- eríinu Harbinger, Freyjugötu 1 í Reykjavík, í dag kl. 17. Ragnheiður býr og starfar í Brooklyn í New York og útskrifaðist með BA-gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2010 og lauk meistaranámi í myndlist frá School of Visual Arts í New York sex árum síðar. Hún hef- ur tekið þátt í fjölda sýninga, bæði á Íslandi og erlendis, og er helm- ingur listatvíeykisins Lounge Corp. sem miðar að því að sýna myndlist í óhefðbundnum rýmum, samkvæmt tilkynningu. Ragnheiður sýnir innsetningu í Harbinger sem er framhald af því sem hún hefur verið að gera og þróa síðustu ár, „samtal milli óræðra og skrýtilegra skúlptúra sem bjóða áhorfandanum að mynda sínar eigin tengingar og skilning“, eins og segir í tilkynningu. Sýningarstjórar eru Halla Krist- ín Hannesdóttir og Steinunn Önnu- dóttir. Samtal óræðra og skrýtilegra skúlptúra Samtal Listakonan Ragnheiður Kára- dóttir með forvitnilegan hlut á höfði. Hallveig Rúnarsdóttir, Jón Svavar Jósefsson og Hrönn Þráinsdóttir koma saman á söngtónleikum fyrir börn á öllum aldri í Salnum í Kópavogi í dag kl. 13. Hallveig og Jón munu syngja um skrímsli, heilbrigð hjón, Harald kjúkling, tengdamæður, karl og kerlingu, sauði og kisur, eins og segir á vef Salarins og að svo sé aldrei að vita nema Papageno og Papagena úr Töfra- flautu Mozarts mæti á staðinn og heilli tónleikagesti eins og þeim sé einum lagið. Hrönn leikur á píanó og saman mynda þau Hallveig og Jón TríóPa. Kjúklingur og annað fiðurfé með TríóPa Hrönn Þráinsdóttir ICQC 2018-20 Ljósmyndakeppni Bílablaðs Morgunblaðsins Kosning og nánari upplýsingar á Facebook.com/bilafrettir Leiðbeiningar fyrir ljósmyndara: • Ljósmyndir skal senda í tölvupósti á bill@mbl.is • Frestur til að skila inn myndum í keppni september er til kl. 23:59 þriðjudaginn 11. sept. • Myndina skal senda sem viðhengi, á jpg-sniði og skal myndin vera í hámarksupplausn • Fullt nafn rétthafa myndarinnar og símanúmer skal fylgja með auk lýsingar á myndefninu • Keppt verður í fjórum lotum, næstu þrjá mánuði og fyrir þrjár bestu myndir hvers mánaðar eru veittar gjafakörfur með Meguiar bón- og bílaþvottavörum frá Málningarvörum • Hver þátttakandi getur aðeins sent inn eina mynd í hverjum mánuði • Sérstök dómnefnd velur síðan bestu ljósmyndina í desember Fyrsti vinningur er ferð fyrir tvo á bílasýning- una í Genf í mars. Í boði Toyota á Íslandi www.mbl.is/bill Leifar nefnist ljósmyndasýning Katrinu Jane Perry sem opnuð verður í Ramskram, Njálsgötu 49, í dag kl. 17. „Þau vistfræðilegu ör sem sýna áhrif manns og iðnaðar á Langjökli samhliða Þórisjökli setja spurningarmerki við upplifun ein- staklingsins í náttúrunni og sjón- hverfingar æsifréttamiðla. Hver er munurinn á því virði sem metið er út frá athöfnum mannsins í nátt- úrunni og þeim sannleika sem finna má í leifum þeirra?“ segir m.a. um verk Perry sem er bandarísk og er í MA-námi í myndlist við Listahá- skóla Íslands. Leifar í Ramskram Á jökli Ein ljósmynda Perry. Kristinn G. Jó- hannsson opnar myndlistarsýn- inguna Að lokum í sýningarsal fé- lagsins Íslensk grafík í Hafn- arhúsi, hafnar- megin, í dag kl. 14. „Sýningarfer- illinn hófst 1954 og lýkur nú 64 árum síðar,“ skrifar Kristinn á Fa- cebook um sýninguna en á henni sýnir hann bæði grafíkverk og mál- verk. Kristinn stundaði nám í myndlist á Akureyri, í Reykjavík og í Edinburgh College of Art og hélt fyrstu einkasýningu sína á Akur- eyri árið 1954. Síðan þá hefur hann verið virkur í sýningahaldi. Að lokum í sal Ís- lenskrar grafíkur Kristinn G. Jóhannsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.