Morgunblaðið - 13.09.2018, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.09.2018, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2018 minjanna og menningarlegt gildi þeirra og eru fiskibyrgin hluti af því. Aðrar minjar á úttektarsvæðinu eru túngarður Glóru (1894 6), fjár- hús (1894-1) og rétt (1894-15). „Þessar minjar eru hluti af minja- heild á minjasvæði í Glóru sem er einstakt, einkum vegna þess að það myndar óraskaða heild og er góður fulltrúi fyrir hjáleigu frá 20. öld í nágrenni Reykjavíkur. Fáir staðir státa af svo heillegum minjum sem sýna heilt bæjarstæði,“ segir í forn- leifaskráningunni. Fiskbyrgjunum átta er öllum lýst og hér er dæmi um slíka lýsingu: „Staðhættir: Á klettabrún við sjóinn neðan við Glóruholt. Ferköntuð um 7x6,5 metra grjóthlaðin rúst sem svipar til þeirra fiskibyrgja sem eru þarna í nágrenninu. Rústin er greinileg og mikið af smærri stein- um sem mynda umgjörð. Opin í norðvestur við klettabrúnina, hefur líklega hrunið fram vegna sjávar- rofs.“ Niðurstaðan er sú að þessar minj- ar geti verið í mikilli hættu vegna framkvæmda og sjávarrofs. Reykjavíkurborg skoðar nú hvernig hægt er að bregðast við umsögn Minjastofnunar og mun eiga samráð við stofnunina um það á kynningartíma vinnslutillögu vegna Álfsnesvíkur. Skoða þurfi hvort mögulegt sé að grípa til mót- vægisaðgerða sem t.d. gætu falið í sér að skráðum minjum á svæðinu yrði hlíft að hluta eða öllu leyti, fornleifarannsóknir og/eða aðrar leiðir við varðveislu minjanna. „Niðurstaða ítarlegs kostamats er að aðrar staðsetningar fyrir starf- semi Björgunar eru ekki tiltækar þannig að sá kostur að leita annað er illfær,“ segir í umhverfisskýrslu, sem tekin var saman vegna Álfs- nesvíkur. Björgun skoðar einnig hvernig hægt er að bregðast við til- mælum Minjastofnunar. Af þeim svæðum sem skoðuð hafa verið telst Álfsnesvík lang- heppilegasta staðsetningin fyrir starfsemi Björgunar. Þar verði hægt að útbúa gott athafnasvæði með aðgengi að sjó. Svæðið sé sem næst þéttbýli höfuðborgarsvæð- isins, þar sem stuttar aksturs- vegalengdir leiði til minni útblásturs gróðurhúsalofttegunda og minna slits á vegum. Grjótið gæti stöðvað flutninginn  Í Álfsnesvík eru leifar af átta fiskbyrgjum  Eru líklega frá þeim tíma þegar Þerneyjarsund var útflutningshöfn fyrir skreið á tímabilinu 1300-1500  Skoðað hvort hægt er að vernda minjarnar Björgun ehf. var stofnað þann 11. febrúar 1952. Reksturinn snerist í upphafi um björgun strandaðra skipa og er nafn fé- lagsins þannig til komið. Árið 1954 eignaðist Björgun sitt fyrsta dæluskip sem hlaut nafn- ið Leo og var það fyrsti vísir að breyttri starfsemi fyrirtækisins. Félagið hafði lengi aðstöðu við Vatnagarða í Reykjavík. Árið 1976 flutti það starfsemi sína að Sævarhöfða við Elliðaárvog. Þar landa skip Björgunar hrá- efni úr sjó þar sem fram fer frekari úrvinnsla á því. Efnið er notað til mannvirkjagerðar af ýmsu tagi. Frá árinu 2008 hefur Björgun starfrækt námuna í Lambafelli í Þrengslum. Skip í rekstri Björgunar eru dæluskipin Sóley og Dísa, efn- isflutningapramminn Pétur mikli og gröfupamminn Reynir. Björgun er einnig með verk- takastarfsemi á sviði hafnar- dýpkana. Hjá Björgun starfa að jafnaði um 30 manns. Efnistaka á sjó og landi STARFSEMI BJÖRGUNAR Ljósmynd/Borgarsögusafn Álfsnesvík Fiskbyrgi á klettabrún við sjóinn neðan við Glóruholt. Ferköntuð um 7x6,5 metra grjóthlaðin rúst sem svipar til annarra fiskibyrgja sem eru þarna í nágrenninu. Rústin er enn greinileg. Í bakgrunni má sjá Þerney. Fornleifar við Álfsnesvík Kortagrunnur: LUKR Fornleifar, 100 ára eða eldri Herminjar frá 1940 eða yngri Túngarðar Álfsnesvík Nesvík Þerney Víðines Álfsnes Glóra Sundakot Gunnunes Þe rn ey jar su nd BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Þeirri spurningu verður svarað á næstu mánuðum hvort grjót sem menn röðuðu upp á árunum 1300- 1500 verði þess valdandi að hætt verði við framkvæmdir á 21. öldinni. Hér er um að ræða fyrirhugaðan flutning á starfsemi Björgunar ehf. úr Ártúnshöfða í sunnanverða Álfs- nesvík við Þerneyjarsund. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í síðustu viku hefur Minja- stofnun beint þeim tilmælum til Reykjavíkurborgar að fundin verði önnur staðsetning fyrir starfsemi Björgunar. Byggir Minjastofnun til- mæli sín á niðurstöðu fornleifa- skráningar á svæðinu, en þar sé að finna einstaka minjaheild með minj- um um verslun, útveg og landbúnað. Í Álfsnesvík eru áform um land- fyllingu í sjó, minnst 50.000 fer- metrar, og viðlegubryggju þar sem skip, 1.350 tonn og stærri, geti lagst að til losunar og lestunar. Þangað verður flutt efni sem skip Björg- unar dæla úr námum á hafsbotni, það unnið og selt. Fyrirtækið þarf einnig talsvert rými í landi undir starfsemi sína. Borgarsögusafn Reykjavíkur hef- ur birt skýrslu um fornleifaskrán- ingu á efnisvinnslusvæði í Álfs- nesvík við Þerneyjarsund. Anna Lísa Guðmundsdóttir og Margrét Björk Magnúsdóttir unnu að vett- vangsskráningu í október 2017 og maí 2018, og samhliða var unnið að heimildarannsóknum, úrvinnslu gagna og skýrslugerð. Merkar, sögulegar minjar Í skýrslunni er greint frá forn- leifaúttekt á hluta af jörðunum Glóru (Urðarkoti, Hjallneshjáleigu, Sundakoti (Niðurkoti) og Álfsnesi vegna mats á umhverfisáhrifum framkvæmdar auk breytingar á aðalskipulagi og gerð deiliskipulags. Niðurstöður eru helstar: „Á úttektarsvæðinu er að finna merkar sjávarútvegsminjar, leifar af átta fiskbyrgjum, líklega frá þeim tíma þegar Þerneyjarsund var út- flutningshöfn fyrir skreið á tíma- bilinu 1300-1500. Byrgin eru flest hringlaga, grjóthlaðin, og eru í vest- anverðu Glóruholti, eitt þeirra er þó torfhlaðið(1894-7). Í byrgjunum var fiskur þurrkaður og/eða geymdur á meðan hann beið útflutnings.“ Ennfremur segir að minjasvæði Sundakots og búðasvæði versl- unarstaðarins við Þerneyjarsund séu einstakar minjar og engar líkar í Reykjavík, bæði hvað varðar aldur Saga Sundakots er nokkuð sérstök, þar sem í túnfætinum hefur verið verslunarstaður á miðöldum, nefndur Þerneyjarsund. Svo segir í fornleifaskráningunni. Á þjóðveldisöld voru helstu út- flutningsvörur Íslendinga ullar- vörur. Helstu kauphafnirnar, „hin sjálfgerðu skipalægi frá náttúrunn- ar hendi, hafa verið í grennd við að- al landbúnaðarhéruðin .“ Til eru heimildir um siglingu hafskipa í El- liðaár og Leiruvog á þjóðveldistím- anum en líklega hefur Hvítá í Borg- arfirði verið helsti verslunar- staðurinn á svæðinu fram til ársins 1340 en þá fer að bera á breyt- ingum . Á fyrri hluta 14. aldar varð mikil breyting á viðskiptum við Ísland en þá hófst útflutningur á skreið sem átti eftir að vera meginútflutnings- vara Íslendinga fram á 19. öld. Þá urðu nýjar hafnir fyrir valinu, hafn- ir „sem lágu vel við sjósókn, á sunn- an - og vestanverðu landinu“. Þorleifur Óskarsson telur að langmest af fiski hafi verið flutt út frá Vestmannaeyjum, Faxaflóa, Snæfellsnesi og Vestfjörðum. Helstu kauphafnir í grennd við Sel- tirninga voru við Þerneyjarsund, í Hafnarfirði og Hvalfirði. Elsta heimild um höfn við Þern- eyjarsund er Kjalnesinga saga en þar segir: „Eftir það býr Örlygur ferð sína og er frá ferð hans það fyrst að segja að allt gekk eftir því sem biskup sagði. Hann tók í Þern- eyjarsundi höfn. Síðan fór hann að finna Helga bjólu og tók hann vel við honum. Reisti Örlygur þar nú bú og kirkju og bjó þar síðan til elli.“ Saga þessi er talin vera rituð á 14. öld og þykir nokkur ævin- týrablær á henni. Þrátt fyrir það er ekki óvarlegt að ætla að höfundur hafi þekkt til þess að skip tækju höfn við Þerneyjarsund enda styðja aðrar heimildir það. Til dæmis er nokkrum sinnum minnst á Þern- eyjarsund í annálum. En hvenær lauk tímabili kaup- hafnar við Þerneyjarsund og hvers vegna? „Helgi Þorláksson telur að skipakomur og kaupstefnur hafi verið töluverðar við Þerney um 1400 og fram á 15. öld. Siglinga- tækninni hafi svo fleygt fram á 15. öld og um 1500 komust menn næst- um því á þá vík er þeir kusu,“ segir í fornleifaskráningunni. Var meðal helstu kauphafna  Kjalnesinga saga er heimild um höfn við Þerneyjarsund Smart föt, fyrir smart konur Holtasmári 1 201 Kópavogur sími 571 5464 Str. 38-52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.