Morgunblaðið - 13.09.2018, Side 30

Morgunblaðið - 13.09.2018, Side 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2018 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Í pósti til gæsaveiðimanna þakkar Arnór Þ. Sigfússon, fuglafræðingur á Verkís, fyrir samstarf í aldarfjórðung við að safna gæsa- og andavængjum til aldursgreininga á veið- inni. Hann segir að annað árið í röð hafi ekki fengist styrkur úr Veiðikortasjóði til að halda þessari vöktun áfram og því verði henni hætt. Hann segist hafa notið aðstoðar sumra gæsaveiðimanna í öll þessi 25 ár. „Því hefði það óneitanlega verið skemmtilegra að halda uppá afmælið með góðu gæsakvöldi en að standa fyrir útför verkefnisins, sem mun þó að líkindum fara fram í kyrrþey,“ skrifar Arnór. Hann segir að svo virðist sem ekki verði staðið við fyrirheit um framhald þessa verk- efnis um gæsavöktun. Þannig verði ekkert greitt fyrir þá vinnu sem fór í að safna og greina um sex þúsund vængi 2017 og ekki hafi neitt fengist til greininga árið 2018. Var á válista um aldamót Í samtali við Morgunblaðið segir Arnór að það sé með eftirsjá sem hann hætti þessari greiningu, en verkefnið hafi tvímælalaust skilað árangri. Mikilvægi mælinga á aldurs- hlutfalli í veiði hafi aukist og því sé synd að þeim skuli nú vera hætt. „Þetta á sérstaklega við um grágæsina, þar sem veiðiálagið er nokkuð mikið,“ segir Arnór. „Þegar ég byrjaði á verkefninu 1993 var grágæsastofninn á niðurleið og lenti á válista um aldamótin. Viðsnúningur varð í ungaframleiðslu upp úr aldamótum og unga- hlutfallið í veiðinni fór úr um 40% og í að meðaltali um 47% það sem af er þessari öld. Ungaframleiðslan stendur undir veiðinni að stórum hluta og gegnir lykilhlutverki í því að stofninn standi undir veiðiálaginu. Þegar hvorki verða breytingar á ungahlutfallinu né veiðinni ályktar maður sem svo að þetta sé í lagi. Ef við sæjum aftur tímabil þar sem ungahlutfallið færi niður mætti búast við að stofninn færi að gefa eftir og þá væri hægt að mæla með að dregið yrði úr veiði. Fjöldi grágæsa sem taldar voru haustið 2017 var sá minnsti í langan tíma en þar sem ég veit að varpárangur 2017 var góður þá eru líkur á að um skekkju sé að ræða og því ekki ástæða til að hafa áhyggjur að sinni.“ Arnór segir að aldurshlutföll í íslenska grágæsastofninum hafi líka verið mæld á Bretlandseyjum með vöktun í túnum og ökr- um undanfarna áratugi. Núna hafi breski grágæsastofninn vaxið mjög mikið, sér- staklega á Orkneyjum, og ekki sé hægt að greina á milli þessara tveggja stofna á vetr- arstöðvum. Þessi staða auki vægi þess að ald- ursgreina vængi úr veiði á Íslandi. Í sögulegu samhengi séu gæsastofnar stórir að bles- gæsastofninum undanskildum. Í bréfinu til gæsaveiðimanna rekur Arnór sögu vöktunarinnar frá 1993. Um tíma fékk verkefnið styrk úr Veiðikortasjóði en breyt- ing varð á úthlutunarreglum sjóðsins árið 2016 þannig að í stað þess að sækja árlega í sjóðinn skyldi samið um vöktun forgangsteg- unda til þriggja ára í senn. Gæsavöktun yrði í forgangi „Ég skildi starfsmenn umhverfisráðuneytis og Umhverfisstofnunar þannig að gæsavökt- un yrði í forgangi og þess yrði óskað að ég ynni hana áfram og sendi inn áætlun til UST árið 2016. Þá var mér tjáð að áætlun yrði að leggjast fram af Náttúrufræðistofnun Íslands til að vera tekin til greina en það var ekki gert. Árið 2016 var mér því úthlutað úr sjóðnum af sérlið, rúmum þriðjungi af því sem áætlunin gerði ráð fyrir. Það var svo fyrir um ári að Náttúrufræði- stofnun óskaði eftir áætlun til þriggja ára með fyrirheitum um 3 ára samning frá 2017 sem ég sendi til þeirra. Ekkert formlegt svar hefur borist mér enn um afdrif hennar en mér var tjáð munnlega að hún hefði legið of lengi hjá NÍ til að vera tekin til greina fyrir 2018 og að ekkert fengist fyrir 2017. Af þess- um sökum sé ég mér ekki fært að stunda þessa vöktun áfram,“ skrifar Arnór í kveðju- bréfinu, sem m.a. var birt á Facebook-síðu skotveiðimanna, Skotveiðispjallinu. Samningagerð undarleg Hann segir að kerfið við gerð samninga um einstök verkefni sé mjög undarlegt. Nátt- úrufræðistofnun virðist hafa það í hendi sér hverjir fái samning við Veiðikortasjóð þar sem áætlun sé ekki tekin til greina nema Náttúrufræðistofnun leggi hana fram. Hann hafi hins vegar ákveðið að nú sé nóg komið og ætli ekki að láta hafa sig út í að safna vængjum og greina með fyrirheitum um samning sem svo standast ekki. Afmæli skemmtilegra en útför  Ekki hefur fengist styrkur til að sinna aldursgreiningum á gæsavængjum  Ekki staðið við fyrirheit um framhald vöktunarinnar sem hófst fyrir 25 árum  Segir verkefnið tvímælalaust hafa skilað árangri Ljósmynd/Halldór W. Stefánsson Vöktun Arnór Þ. Sigfússon með grágæsina Jónas sem merkt var í Friðlandi Svarfdæla 2016. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Um 3.400 nýnemar hófu nám við Há- skóla Íslands í haust, en það er um 15% fjölgun frá því í fyrra. Sam- kvæmt upplýsingum frá háskólanum fjölgar nýnemum í flestum deildum fræðasviða skólans. Á meðal þess sem vekur athygli er að aðsókn í bæði leikskólakennara- og grunn- skólakennaranám hefur aukist nokk- uð á síðustu árum, auk þess sem auk- in aðsókn er í verkfræðinám. Í svari Háskólans við fyrirspurn Morgunblaðsins kemur m.a. fram að heildarfjöldi nemenda við skólann sé svipaður og í fyrra, eða á bilinu 12.400-12.500 manns. Endanlegur fjöldi mun hins vegar ekki liggja fyr- ir fyrr en í lok október, þegar frestur nemenda til þess að skrá sig úr nám- skeiðum og prófum er runninn út. Þá er gert ráð fyrir að nokkur hundruð manns muni bætast við á komandi vormisseri. Viðskiptafræðin vinsælust Á síðustu árum hafa fjölmennustu námsleiðirnar í grunnnámi verið við- skiptafræði og sálfræði. Samkvæmt svari Háskólans er engin breyting á því nú, en um 240 manns hófu nám í viðskiptafræði í haust og svipaður fjöldi í sálfræðinni. Þess má geta að viðskiptafræðideildin er jafnframt fjölmennasta deild skólans, en í heildina stunda þar um 1.100 manns nám. Til samanburðar eru rétt rúm- lega sex hundruð manns að nema við sálfræðideild skólans. Þeim sem nema íslensku sem ann- að mál hefur fjölgað um 50 frá síð- asta ári, en rúmlega 250 manns eru skráðir í það nám. Bæði er boðið upp á grunndiplómu og BA-nám í þeirri grein. Þá kemur einnig fram að tvöfalt fleiri hafi hafið nám í ár við matvæla- og næringarfræðideild en í fyrra, eða 40 manns. aðsókn í bæði leikskólakennara- nám og grunnskólakennaranám hef- ur stóraukist á síðustu tveimur ár- um. Þannig hafa 86% fleiri hafið nám í kennslufræðum leikskóla í haust en haustið 2016, og 61% fleiri hófu nám í kennslufræðum grunnskóla í haust en árið 2016. Einnig er áframhald- andi góð aðsókn í íþrótta- og heilsu- fræðinám skv. svari HÍ. Segir í svari háskólans að flestir nýnemanna í íþrótta- og heilsufræðináminu séu á kennaralínu, og má því greina auk- inn áhuga á starfi kennara frá því sem verið hefur. Nýnemum fjölgar við Háskóla Íslands  Aukin aðsókn er í kennaranámið SÉRBLAÐ –– Meira fyrir lesendur Vinnuvélar & verkfæri Ekki missa af frábæru tækifæri að kynna þitt fyrirtæki í glæsilega sérblaðinu Vinnuvélar og verkfæri sem fylgir Morgunblaðinu þriðjudaginn 21. september. Blaðið verður stútfullt af spennandi efni. NÁNARI UPPLÝSINGAR gefur Bylgja Björk í síma 569 1148 eða á netfangið bylgja@mbl.is fylgir Morgunblaðinu þriðjudaginn 21. september

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.