Morgunblaðið - 13.09.2018, Side 37

Morgunblaðið - 13.09.2018, Side 37
þeim í sjúkradagpeningunum, en fékk synjun. Það að vera hérna úti kostar mikil útgjöld; ég þarf að sjá fyrir okkur þremur, borga alla reikninga heima, kaupa föt og mat og síðan er ýmis kostnaður sem fylgir veikindum Hjartar.“ Íris nefnir sem dæmi að áður en þau fóru út hafi hún keypt sjúkra- rúm handa Hirti. Þá hafi þurft að skipta um gólfefni á heimilinu og hluta húsgagnanna vegna þess hversu bælt ónæmiskerfi hans var orðið. Annað dæmi er að hún leigði nýverið bíl til þess að Hjörtur gæti farið af sjúkrahúsinu. Vegna sýk- ingarhættu má hann eingöngu fara út af sjúkrahúsinu eftir kl. 18 á virkum dögum, um helgar er úti- vistartími hans rýmri og eru þessar reglur settar vegna þess að á þess- um tímum eru færri á ferli á sjúkrahúsinu. Hann má fara í stutt- ar gönguferðir í nágrenni spítalans, en hvorki inn í önnur hús né í versl- anir, og er að sögn móður sinnar orðinn harla leiður á þessu tilbreyt- ingarleysi. Hann má fara í bílferðir og því brá hún á það ráð að leigja bíl í tvær vikur til að geta ekið með hann um Stokkhólm og nágrenni og þannig stytt honum stundir. Það kostaði hátt í 100 þúsund krónur, en fjölskyldan ræður illa við slík út- gjöld og Íris segir óvíst að hún geti endurtekið leikinn. „En mér finnst það skipta öllu máli að geta látið honum líða vel og ég geri allt sem ég get til að það verði.“ Heima tekur við nýtt verkefni Spurð hvað taki við hjá Hirti eft- ir að eftirliti með honum í Svíþjóð lýkur og þau mega fara heim til Ís- lands segir Íris að hann verði í miklu eftirliti á Barnaspítala Hringsins og í lyfjameðferð í óákveðinn tíma. Að hennar sögn tekur það heilt ár fyrir beinmerginn að koma sér á þá staði í líkamanum þar sem hann á að vera eftir beinmergsskiptin. Að auki þarf að byggja ónæm- iskerfi hans upp og hann þarf m.a. að fá aftur allar þær bólusetningar við barnasjúkdómum sem hann hef- ur fengið hingað til. „Því miður er þetta það sem kallað er fimm ára reglan. Ef hann greinist ekki aftur innan fimm ára er hann líklega laus við sjúkdóminn. En það má segja að það taki við nýtt verkefni þegar við fáum að fara heim,“ segir Íris. „Ég gæti líka hugsanlega þurft að fara aftur til Svíþjóðar í nokkra daga með barnið.“ „Af hverju er ég veikur?“ Íris segir að Hjörtur hafi sýnt aðdáunarverðan styrk allt frá því að hann veiktist. „Mig hefði aldrei grunað að hægt væri að fást við svona mikil veikindi með svona miklu æðruleysi. Hann er að öllu jöfnu ljúfur og jákvæður og sættir sig við allar aðstæður. Hann hefur samt stundum orðið reiður og spurt: Af hverju er ég veikur? Mig langar í skólann, ég vil fara heim. En svo kemur í næstu setningu: Klárum þetta af.“ Hefur þér aldrei fundist þú vera að gefast upp? „Ef ég á að vera al- veg heiðarleg þá er svarið já. Það er erfitt að viðurkenna það, en stundum er ég algerlega úrvinda, andlega og líkamlega. Ég held að enginn, sem hefur ekki upplifað það, geti ímyndað sér hvernig er að hafa stanslausar áhyggjur af barninu sínu alla daga. Stundum finnst mér ég ekki geta tekið nema einn dag í einu. Og þegar gríð- arlegar fjárhagsáhyggjur og áhyggjur af hinum börnunum tveimur bætast við verður þetta stundum nánast of mikið.“ Hvernig sérðu framtíðina fyrir þér? „Ég er bjartsýn og er viss um að hún verður góð fyrir okkur öll. Við hljótum að koma sterkari út úr þessu, það getur ekki annað verið.“ Faðmlag Sigurrós Amalía faðmar bróður sinn á sjúkrahúsinu. FRÉTTIR 37Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2018 Úti Hjörtur og systkini hans. Vegna sýkingarhættu ber hann grímu. Hjörtur Elías Hann greindist með eitilfrumukrabbamein í febrúar. Stofnaður hefur verið styrkt- arreikningur fyrir Hjört Elías. Númer hans er: 0115-05-010106, kennitala: 221009-2660. LAND ROVER Discovery 4 SE Nýskr. 9/2015, ekinn 64 þ.km, dísil, sjálfskiptur. Verð 7.980.000 kr. Rnr.450009. RANGE ROVER Evoque HSE Dynamic Nýskr. 11/2016, ekinn 30 þ.km, dísil, sjálfskiptur. Verð 7.990.000 kr. Rnr. 103714. BMWX6 xDrive M50d Nýskr. 10/2015, ekinn 18 þ.km, dísil, sjálfskiptur. Verð 11.900.000 kr. Rnr. 390797. RANGE ROVER Evoque HSE Nýskr. 11/2016, ekinn 17 þ.km, dísil, sjálfskiptur. Verð 7.490.000 kr. Rnr. 370701. JAGUAR - LAND ROVER Hesthálsi 6-8 / 110 Reykjavík 525 6500 / jaguarlandrover.is Allir bílar semmerktir eru APPROVED hafa farið í gegnum gæðaferli notaðra Jaguar og Land Rover bíla. Sjón er sögu ríkari - Komdu í reynsluakstur strax í dag. NOTAÐIR LÚXUSBÍLAR SÝNINGARSALUR - HESTHÁLSI 6 E N N E M M / S ÍA / N M 8 9 7 6 7 RANGE ROVER Sport TDV6 HSE Nýskr. 4/2011, ekinn 120 þ.km, dísil, sjálfskiptur. Verð 4.990.000 kr. Rnr. 103750. RANGE ROVER Sport HSE Dynamic Nýskr. 8/2016, ekinn 29 þ.km, dísil, sjálfskiptur. Verð 12.390.000 kr. Rnr. 103749. LAND ROVER Discovery Sport HSE Nýskr. 7/2015, ekinn 46 þ.km, dísil, sjálfskiptur. Verð 6.490.000 kr. Rnr. 145166. LAND ROVER Discovery Sport SE Dynamic Nýskr. 6/2017, ekinn 14 þ.km, dísil, sjálfskiptur. Verð 7.190.000 kr. Rnr. 430121.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.