Morgunblaðið - 13.09.2018, Síða 44

Morgunblaðið - 13.09.2018, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Fréttamennvita að þaðer þeirra að segja fréttir. En mat á því hvað sé frétt er ekki höggv- ið í stein. Sumir standast ekki þá freistingu að flytja helst fréttir sem falla að þeirra heimsmynd og tilfinn- ingalífi. Það gæti dregið úr óhollum áhrifum þessa að fjöl- miðlar eru margir og misjafnir. Þegar netið er talið með er fjöldinn og fjölbreytnin óend- anleg. En vandinn eykst á hinn bóginn ef sams konar freisting leggst á marga öfluga fjölmiðla samtímis. Þá fylla afbakaðar fréttir færiböndin. Tvær fréttir eru lýsandi dæmi. Fyrir nokkrum mánuð- um varð ekki þverfótað fyrir fréttum um að „hægriöfga- menn“ og þjóðernissinnar hefðu boðað til fundar í Banda- ríkjunum. Var fullyrt að fund- armenn væru litaðir af tengslum við nasista og aðdá- endur Suðurríkjanna sem sögðu sig úr lögum við sam- bandsríkið fyrir 160 árum. Blaðamenn með Trump á sál- inni klíndu fundarhöldunum óspart utan í hann. Þótt sá karl kalli ekki allt ömmu sína þá var trumbuslátturinn slíkur að hann lagði lykkju á sín tíst og fordæmdi fundarhöldin. Sam- tök góðviljaðri en önnur ákváðu að boða til mót- mælafunda gegn fundarhöldunum. Sjónvarpsstöðvar mættu með ofurefli liðs. Það gerði þeim erfitt fyrir og fréttamönnum sem komnir voru víðs vegar að úr heiminum að ekki var auðvelt að koma auga á hægriöfgamenn og áhangendur Suðurríkjanna í mannhafi annarra hreyfinga, fjölmiðlmanna og yfirvalda. Þegar að samkundan fannst loks þótti lögreglu fara best á því að koma henni burt í lítilli rútu. Slegið var á að fast að 30 manns hefðu mætt á fund óboð- legra sjónarmiða. Horft til fólksfjölda svarar það til þess að stóratá einhvers hefði mætt á Austurvöll til að andmæla því að kaupmáttur lægstu launa hefði ekki vaxið nema um 35% síðustu ár á Íslandi. En síðastliðinn þriðjudag var boðað til mótmæla í Barselóna og krafist sjálfstæðis og þess að leiðtogar héraðsins yrðu látnir lausir úr fangelsum í Madrid. Þeir fáu miðlar sem sáu ástæðu til að gera sér frétt úr þessu segja að rúmlega ein milljón manna hafi mætt til mótmæla og loftmyndir sýna ótrúlegt mannhaf. Ekki er vitað hvers vegna þessi milljón fékk miklu minni athygli fjölmiðla en þrjá- tíu manna mótmælin vestra. Virðulegir miðlar farnir af líming- unum og aðrir gera það þá líka} Smökkun á fréttamat Lilja Alfreðs-dóttir menntamálaráð- herra kynnti í gær hugmyndir um stuðning við einka- rekna fjölmiðla. Þessar hugmyndir eiga sér langan aðdraganda enda hefur lengi verið ljóst að rekstrar- umhverfi einkarekinna fjöl- miðla er óviðunandi, ekki síst vegna samkeppni við ríkið sjálft en einnig vegna vaxandi samkeppni að utan frá sam- félagsmiðlum og leitarvélum. Hugmyndir menntamála- ráðherra snúa meðal annars að hinni erlendu samkeppni. Þar lýsir ráðherra áhuga á að íslenskir miðlar njóti jafn- ræðis við þá erlendu þegar kemur að skattlagningu aug- lýsinga. Samkeppnisstaðan að þessu leyti hefur verið afar skökk, erlendu keppinautarnir hafa búið við forskot og með kaupum á auglýsingum í er- lendum miðlum hafa innlendir aðilar sloppið við skatt- greiðslur sem fylgja auglýs- ingakaupum innanlands. Áform menntamálaráðherra lúta að því að skattleggja kaup á erlendum netauglýsingum og í tilkynningu ráðuneytisins segir að horft sé til nágrannalanda og Evrópuríkja sem hafi sambæri- leg mál til skoð- unar. En það er ekki aðeins þegar kemur að net- auglýsingum sem horft er til annarra landa. Menntamála- ráðherra vekur athygli á því að á Norðurlöndunum hafi verið veittir ríkisstyrkir til einkamiðla, einkum dagblaða, um áratuga skeið. Sama ábending kom fram í pistli Helgu Völu Helgadóttur, al- þingismanns Samfylking- arinnar, hér á opnunni í gær. Þar ræddi hún mikilvægi fjöl- miðla, stuðning við þá erlend- is, og benti meðal annars á að dönsku dagblöðin Politiken, Extra bladet og Berlingske fengju hvert um sig yfir 300 milljónir íslenskra króna í styrk á ári og Information fengi 450 milljónir íslenskra króna. Sá stuðningur til íslensku fjölmiðlanna sem nú hefur ver- ið kynntur, samtals um 400 milljónir króna, er ekki hár í þessum samanburði, en þessar hugmyndir eru engu að síður skref í rétta átt. Stjórnvöld hyggjast bregðast við erfiðu rekstrarumhverfi frjálsra fjölmiðla} Jákvætt skref F járlagafrumvarp ríkisstjórn- arinnar verður lagt fram á Al- þingi í dag. Þingmenn hafa haft stuttan tíma til þess að kynna sér frumvarpið en tvennt vakti sérstaka athygli mína í upphafi. Hinn mikli áhugi Sjálfstæðisflokksins á því að þenja út ríkisbáknið og það aðhaldsleysi sem ríkir hjá ríkisstofnunum og ríkisstjórninni. Einmitt hjá þeim sem eiga nú að sýna gott fordæmi. Agi er forsenda velferðar. Það á við um ríkissjóð eins og annað í lífinu. Í störfum mínum í fjárlaganefnd Alþingis hef ég orðið þess berlega var að það ríkir agaleysi á mörgum sviðum í ríkisrekstrinum. Áætlanir standast ekki, framúrkeyrslur eru regla fremur en undantekning o.s.frv. Ríkisstofn- anir og ráðuneyti koma fyrir fjárlaganefnd og erindið er alltaf það sama, það vantar meiri peninga. Svo er það ríkisstjórnin sjálf, sem hefur slegið met í eyðslunni, með alla sína aðstoðarmenn og 636 milljónir í launakostnað á ári. Hækkun um 175 milljónir milli ára. Af þessu má sjá að ríkisbáknið heldur áfram að þenjast út á vakt Sjálfstæðisflokksins. Fjármálaráðherra varðar veginn og hefur hækkað fjárveitingar til aðalskrifstofu fjármálaráðuneytisins um 120 milljónir frá 2017. Sósíalismi smitandi innan ríkisstjórnarinnar Ekkert er minnst á það í frumvarpinu að leggja niður eða sameina ríkisstofnanir í sparnaðarskyni. Greinilegt er að sósíalisminn er smitandi innan ríkisstjórnarinnar og nýjar kynslóðir innan Sjálfstæðisflokks- ins hafa gleymt uppruna sínum. Gleymt grundvallarþáttunum í starfi og stefnu flokksins. Hækkun til utanríkisráðuneytisins milli ára nemur rúmum 1,7 milljörðum. Rík- isstjórnin hefur hækkað framlög til þessa málaflokks um rúma 3,6 milljarða frá því að hún tók við. Hækkun til sendiráða nemur tæpum hálf- um milljarði milli áranna 2018 og 2019. Þessu standa sjálfstæðismenn fyrir þrátt fyrir að það sé almenn skoðun innan gras- rótar flokksins að fjölgun sendiráða og aukin starfsemi þeirra sé óþörf. Fleiri dæmi má taka um sinnaskipti sjálf- stæðismanna þegar kemur að auknum rík- isrekstri. Guðlaugur Þór Þórðarson, núver- andi utanríkisráðherra, sagði árið 2010 að það væri þjóðþrifamál að leggja niður Bankasýslu ríkisins, sem hann taldi óþarfa stofnun. Nú 8 árum síðar heldur Sjálf- stæðisflokkurinn enn lífi í Bankasýslunni og færir henni 60 milljónir í fjárlagafrumvarpinu fyrir 2019. Óbyggðanefnd er fastur liður eins og venjulega á fjárlögum. 114 milljónir fær þetta ríkisapparat á næsta ári og er þá búið að lifa í 20 ár. Á þessum 20 árum hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið í ríkisstjórn í 16 ár. Hið fræga slagorð Sjálfstæðismanna, báknið burt, eru hrein öfugmæli. Birgir Þórarinsson Pistill Ríkisbáknið og Sjálfstæðisflokkurinn Höfundur er þingmaður Miðflokksins STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Ríki Evrópu standa vel aðvígi í heilbrigðismálum,samkvæmt nýrri skýrsluAlþjóðaheilbrigð- ismálastofnunarinnar, WHO, þar sem fjallað er um markmið heil- brigðisstefnu stofnunarinnar, sem nær til ársins 2020. Engu að síður eru nokkur viðvörunarmerki á lofti, einkum hvað varðar tóbaksreyk- ingar og áfengisneyslu en Evr- ópubúar neyta langmest af hvoru tveggja, auk þess sem þróunin er sú að offita og yfirþyngd séu að verða algengari meðal Evrópubúa, ekki síst ungmenna. Á meðal markmiða WHO er að það dragi úr fjölda þeirra sem deyi fyrir aldur fram vegna fjögurra helstu sjúkdómanna sem ekki eru smitandi, en það eru hjarta- og æða- sjúkdómar, krabbamein, sykursýki og krónískir öndunarfærasjúk- dómar. Meðal þeirra áhættuþátta sem stofnunin kannaði í tengslum við það markmið var tóbaksneysla ung- menna á aldrinum 11, 13 og 15 ára, en mjög mismunandi var eftir ríkj- um álfunnar hversu hátt hlutfall ungmenna reykti á þessum aldri. Ís- land var þó eitt af sjö ríkjum Evrópu þar sem tóbaksneysla 11 ára barna mældist engin, en í Grikklandi og Ísrael voru allt að 9% drengja á þessum aldri sem neyttu tóbaks vikulega. Yfirþyngd verður algengari Annar áhættuþáttur var offita og yfirþyngd meðal ungmenna, en tölur stofnunarinnar benda til þess að það sé að verða algengara að börn og ungmenni séu yfir kjörþyngd samkvæmt BMI-stuðli. Þannig kom í ljós að nærri því 17,5% stúlkna og 26,8% ellefu ára drengja voru yfir kjörþyngd árið 2014. Íslensk ungmenni voru þar undir meðaltali, en samkvæmt tölum stofnunarinnar voru um 14% stúlkna og rúmlega 23% drengja á þessum aldri yfir kjörþyngd. Þegar Ísland er borið saman við hin Norðurlöndin í þessum aldurs- flokki voru einungis finnsk ung- menni með hærra hlutfall en Íslend- ingar. Þó má nefna að á Grænlandi voru um 28% stúlkna og 39% drengja á 11 ára aldri yfir kjör- þyngd, og var það hæsta hlutfallið í Evrópu. Dönsk ungmenni voru hins vegar með lægsta hlutfallið í öllum aldursflokkum. Meðal 13 ára ungmenna í Evr- ópu voru 15% stúlkna og 23,4% drengja yfir kjörþyngd. Íslenskir drengir á þessum aldri voru þar svipaðir og meðaltalið, en um 16% ís- lenskra stúlkna á þessum aldri reyndust yfir kjörþyngd. Þá var að lokum athugað hvern- ig staðan væri meðal 15 ára ung- menna, en að meðaltali voru 12,4% stúlkna í Evrópu og 21,6% drengja á þessum aldri yfir kjörþyngd. Íslensk ungmenni voru hins vegar nokkuð yfir þessu meðaltali hjá báðum kynj- um, en 18% íslenskra stúlkna og 23% íslenskra drengja á 15 ára aldri voru sögð yfir kjörþyngd í mæl- ingum WHO. Þróunin á Íslandi er því jákvæð að því leyti til, að færri ungmenni reynast yfir kjörþyngd í yngri ald- ursflokkunum sem kannaðir voru en í þeim eldri, öfugt við þróunina víðs- vegar annars staðar í Evrópu. Algengara að vera yfir kjörþyngd Eitt af því sem fjallað er um í skýrslu Alþjóðaheilbrigðisstofn- unarinnar eru bólusetningar, en fram kemur að hlutfall þeirra barna sem bólusett eru í Evrópu sé almennt hátt, en þó sé ástæða til þess að halda vöku sinni, sér í lagi þar sem mikið af röngum upplýsingum um skaðsemi bólu- setninga sé nú í umferð. Í skýrslunni er sérstaklega nefnt að til þess að hjarðónæmi haldist gagnvart mislingum og rauðum hundum þurfi minnst 95% af hverjum árgangi að vera bólusett gegn þessum sjúkdóm- um. Í því samhengi er athyglis- vert er að samkvæmt skýrslunni er 91% íslenskra barna sagt bólusett gegn mislingum, en meðaltalið í ríkjum Evrópu er 94,3% 91% bólusett á Íslandi MISLINGAR Morgunblaðið/Ómar Líkamsrækt Ný skýrsla Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar bendir til þess að ríki Evrópu standi vel að vígi í heilbrigðismálum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.