Morgunblaðið - 13.09.2018, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 13.09.2018, Qupperneq 46
46 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2018 SJÓNMÆLINGAR ERU OKKAR FAG Tímapantanir: Optical Studio í Leifsstöð, 4250500 Optical Studio í Smáralind, 5288500 Optical Studio í Keflavík, 4213811 Vegna umræðu um að HPV-bólusetning kunni að draga úr vægi miðlægrar stýringar leghálskrabbameins- leitar þykir nauðsyn- legt að gefa yfirsýn yf- ir samspil þessara þátta í hinu mikilvæga forvarnarstarfi sem Leitarstöð Krabba- meinsfélagsins hefur staðið fyrir frá 1964. Norræn rannsókn með HPV 16/18-bóluefni Á árunum 2002-2003 tóku 5.492 norrænar konur á aldrinum 16-23 ára þátt í HPV-bólusetningarrann- sókn (Future 2) á vegum lyfjafyr- irtækisins Merck og heilbrigðisyf- irvalda þessara landa. Konurnar voru frá Danmörku, Íslandi, Noregi og Svíþjóð og voru 710 þeirra frá Ís- landi á aldrinum 18-23 ára við fyrstu bólusetningu. Hér á landi var fram- kvæmd rannsóknarinnar á vegum Krabbameinsfélagsins og sótt- varnalæknis. Um helmingur þessara norrænu kvenna (2.650 konur) fékk þrjár sprautur með virku bóluefni gegn HPV-stofnum 6/ 11/16/18 (Gardasil) og um helmingur fékk bóluefnislíki án HPV- mótefnis (viðmið- unarhópur). Rann- sóknin var tvíblind hendingavalsrannsókn sem merkir að hvorki konurnar né heil- brigðisyfirvöld vissu fyrr en eftir að rann- sóknin var opnuð á árinu 2007 hver af þessum konum hafði fengið virkt bóluefni. Langtímaeftirlit með árangri þessarar rannsóknar er á hendi krabbameinsskráa þessara norrænu landa allt þar til konurnar verða 30- 37 ára gamlar. Þetta eftirlit nefnist LTFU (long term follow-up) rann- sókn þar sem fylgst er með þeim konum sem fengu allar þrjár bólu- setningarnar og uppfylla að auki öll frumskilyrði rannsóknarinnar m.a. hvað varðar fjölda rekkjunauta (2.195 konur, nefndar PPE (per- protocol effectiveness) konur)). Árangur bólusetningarinnar er metinn með því að bera saman fjölda alvarlegra forstigsbreytinga og fjölda krabbameina, sem greinast hjá óbólusettum (viðmiðunarhópur) og bólusettum konum, á tilteknum eftirlitstíma, og uppfylla PPE- skilyrði rannsóknarinnar. Við nýlegt 12 ára eftirlit uppfylltu 2.084 konur þessi skilyrði (https:// doi.org/10.1093/cid/cix797). Ekki reyndist þó unnt að nota þann hluta rannsóknarhópsins sem ekki fékk virkt bóluefni sem viðmið- unarhóp þar sem þeim hafði af sið- ferðislegum ástæðum verið boðin bólusetning eftir að árangur fyrsta uppgjörs rannsóknarinnar lá fyrir á árinu 2007. Áætluð tíðni alvarlegra forstigsbreytinga og annarra breyt- inga sem tengjast HPV 16/18-smiti var því miðuð við niðurstöður ann- arra samtíma norrænna rannsókna á óbólusettum konum. Framreiknuð tíðni í viðmiðunar- hópnum reiknast samsvara grein- ingu 72 kvenna með HPV-tengdar breytingar, þar af 40 konur vegna HPV 16/18-smits. Út frá þessum töl- um í viðmiðunarhópnum var reiknað út að við 12 ára eftirlitið myndu í bólusetningarhópnum greinast fjög- ur tilfelli af alvarlegum forstigs- breytingum vegna smits með HPV16/18 en reyndin varð sú að engin bólusett kona greindist í þeim hópi með alvarlegar forstigsbreyt- ingar eða krabbamein vegna HPV 16/18-smits og lofar það góðu hvað þetta bóluefni varðar. Breiðvirkari HPV-bóluefni Íslensk rannsókn á tíðni HPV- stofna í alvarlegum forstigsbreyt- ingum og leghálskrabbameinum á tveimur tímabilum gaf til kynna að bóluefni gegn tólf krabbameinsvald- andi HPV-stofnum (HPV 16/18/31/ 33/35/39/45/51/52/56/58/59) myndi auka forvarnaráhrif HPV-bólusetn- ingar í 95% hvað varðar alvarlegar forstigsbreytingar og 92% hvað leg- hálskrabbamein varðar (Int. J. Can- cer 2007; 121: 2682-2687). Merck hefur sett á markað Gardasil 9 sem virkar gegn sex af þessum stofnum (16/18/31/33/45/52/ 58). Gardasil inniheldur einnig mót- efni gegn HPV-stofnunum 6/11 sem orsaka kynfæravörtur og hafa rann- sóknir staðfest lækkandi tíðni kynfæravarta meðal kvenna sem bólusettar hafa verið með bóluefn- inu. Það er því greinilegt að Garda- sil og Gardasil 9 eru áhrifameiri bóluefni en Cervarix (HPV 16/18) sem notað er hér á landi. Ætluð áhrif bólusetningar á leitarstarfið Hér á landi hófst almenn bólu- setning 12 ára stúlkna með bóluefn- inu Cervarix (Glaxo-Smith-Klein) á árinu 2011 og hefur þátttakan verið með ágætum eða um 90%. Á tíma- bilinu 2010-2012 voru konur á aldr- inum 20-69 ára boðaðar til legháls- krabbameinsleitar hér á landi. Samkvæmt ársskýrslum Leitar- stöðvar greindust á þessu tímabili árlega að meðaltali um 18 legháls- krabbamein auk 334 alvarlegra for- stigsbreytinga (þar af 52% undir 30 ára aldri). Ef gengið er út frá 90% þátttökuhlutfalli og því að bóluefni gegn HPV 16/18 leiði til 55% lækk- unar alvarlegra forstigsbreytinga og 70% lækkunar leghálskrabba- meina þá mun bólusetning með Cervarix að meðaltali ekki koma í veg fyrir um 170 tilfelli alvarlegra forstigsbreytinga og sjö tilfelli leg- hálskrabbameina á ári. Eins mun taka nokkra áratugi áður en áhrif bólusetningar ná til eldri aldurshóp- anna. Niðurstaða Áhrif HPV-bólusetninga á tíðni HPV-tengdra breytinga, greining- arferli HPV-há-áhættu stofna og tækniframfarir, m.a. í formi vökva- sýna, skerpa þörfina á skilvirkri miðlægri stjórnun og eftirliti með leitarstarfinu (Cytopathology 2010 Aug; 21(4):213-22). Þó flestir séu vafalaust sammála um nauðsyn þess að finna leitarstarfinu til framtíðar fastan farveg innan heilbrigðiskerf- isins þá sanna dæmin að stíga þarf varlega til jarðar við slíka endur- skipulagningu. Samspil HPV-bólusetningar og leghálskrabbameinsleitar Eftir Kristján Sigurðsson » Áhrif bólusetningar og ýmsar tækni- framfarir skerpa þörf- ina á miðlægri stjórnun og eftirliti með leitar- starfinu Kristján Sigurðsson Höfundur er fyrrverandi yfirlæknir Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins og fyrrverandi eftirlitsaðili Future 2 á Íslandi. kiddos@simnet.is Atvinna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.