Morgunblaðið - 13.09.2018, Page 48
fyrir heimilið
Sendum
um
land allt
Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is
Fallegar vörur
Stóll á snúningsfæti
í ítölsku nautsleðri
75 cm á breidd
Verð frá 120.000 kr.
Marta María
mm@mbl.is
Sú sem hér skrifar hefur alltaf verið
á því að föt séu hin besta leið til að
gera meira úr lífinu og bæta við ör-
lítið meira fjöri. Gott dress getur
bætt andlega líðan um mörg pró-
sentustig. En það er með föt eins og
annað í lífinu, annaðhvort hefur fólk
áhuga á þessum efnum eða ekki.
Þegar ég var yngri þá þótti viskós
ógurlega gott efni, það var í flestum
tilfellum krumpufrítt og fór vel í
ferðatösku. Upparnir voru kannski
ekki í viskós en þeir voru í tví-
hnepptum fötum allan daginn.
Vandamálið á þeim tíma var að það
var erfitt fyrir konur að komast að
kjötkötlunum. Það voru karlarnir
sem bjuggu til peningana, konur
voru meira til skrauts. Allir gamlir
sjónvarpsþættir sýna þetta í frekar
skýru ljósi. Ewing-bræðurnir
Bobby og J.R. Ewing voru til dæm-
is ekkert að taka kvenpeninginn
með á fundi ef það átti að landa risa-
díl. Konur voru bara til að leika með
í frítímanum. Hjá eldri bróðurnum
var það mikið stöðutákn að geta
heimsótt nýja vinkonu eftir erfiðan
dag á skrifstofunni og drukkið
hraustlega. Það þótti líka fínt.
Sem betur fer er þetta breytt.
Nútímakonur standa í lappirnar og
vinna sjálfar fyrir eigin peningum
og kaupa það sem þær þurfa. Þess
vegna er svolítið spaugilegt að skoða
nýjustu tísku með þessar
gömlu hugmyndir um
stöðu kynjanna. Hausttísk-
an 2018 er svolítið eins og
hjá næntís-hjákonum. Við
erum að tala um svarta
jakka úr viskosi, tvíhneppta
með gulltölum, við erum að
tala um töskur með gull-
böndum, rú-
skinnsstígvél og
uppháar gallabuxur.
En það þýðir ekki
að vera fastur með
gamlar hugmyndir
um lífið og til-
veruna. Svartir
jakkar úr viskósi
eru klæðilegir og
yfirleitt er hægt að
smeygja sér í þá
yfir gömlu fötin og
fá þannig nýjan
blæ fyrir vet-
urinn. Það er svo-
lítið málið núna.
Þegar konur voru skrautmunir
Föt eru merkileg fyrir
margar sakir, ekki bara
vegna þess að þau hylja
nekt, heldur líka vegna
þess að föt setja okkur í
flokka. Sumir leggja
mikið upp úr því að
komast upp um flokk
með klæðaburði sínum
en aðrir klæða sig niður.
Tvíhneppt Í hausttísk-unni er mikið um tví-hneppta jakka með gull-tölum. Þessi fæst í H&M.
Díana Prinsessa Var þekkt fyrir
sinn vandaða og heillandi fatastíl.
Mjög næntís Versace haust 2018.
Svipað Vorlína Versace árið 1991 og haustlínan 2018.
Versace sækir innblástur í gamla tíma. Guli jakkinn er úr haust-
línunni 1991 en svarti jakkinn er úr haustlínunni í ár.
Hausttíska Versace
minnir á gamla tíma.