Morgunblaðið - 13.09.2018, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 13.09.2018, Blaðsíða 49
Veitingahúsið Kol við Skólavörðustíg í Reykja- vík bætti sashi-ribeye- steik á matseðilinn fyrir um þremur vikum. Steikin seldist upp um helgina en ný sending er væntanleg á næstunni. Gunnar Rafn Heið- arsson, einn eigenda veitingahússins, segir að viðbrögðin hafi komið skemmtilega á óvart. „Móttökurnar hafa verið mjög fínar og farið sem eldur um sinu,“ segir hann. Sashi þýðir marmari á japönsku og vísar til marmarafitusprenging- arinnar í steikinni. Grip- irnir eru aldir í Finn- landi fyrir danska fyrirtækið JN Meat Int- ernational, en fyrirmyndin er jap- anska kúakynið Wagyu frá Kobe. Verðlaunasteik Afurðir danska fyrirtækisins unnu til margra verðlauna í keppninni World Steak Challenge í London í sumar og meðal annars var sashi ribeyesteikin valin sú besta. „Þarna mæta helstu kjöt- framleiðendur heims með steikur sínar og árangur JN hefur vakið mikla athygli, en fyrirtækið var út- nefnt steikarframleiðandi ársins,“ segir Gunnar Rafn. Blaðamaður fékk að smakka á steikinni og tekur undir með öðrum sælkerum um ágæti hennar. Hún hreinlega bráðnar í munni, en eins og segir á matseðlinum er hún bor- in fram með sveppamauki, rauð- laukssultu, andafitukartöflum og béarnaisesósu. steinthor@mbl.is Verðlaunasteik Hin stórmerkilega Sashi rib- eye steik er nú fáanleg hér á landi. Nýja sashi ribeye- steikin seldist upp Samkvæmt leiðbeiningum frá MAST (Matvælastofnum) er að mörgu að huga þegar nesti er útbúið og má þar nefna:  Hollusta/næringargildi nestisins  Rétt meðhöndlun á matnum  Val á umbúðum Hollt og gott mataræði skiptir miklu máli Börn þurfa hollan og fjölbreyttan mat til að fá orku, vítamín og stein- efni sem líkaminn þarfnast fyrir vöxt og góða heilsu. Með fjölbreyttu mat- aræði er átt við að æskilegt sé að borða eða drekka daglega:  Trefjaríkar kornvörur, svo sem gróft brauð, haframjöl/hafrahringi, kart- öflur, pasta eða hrísgrjón  Ávexti og grænmeti, bæði með mál- tíðum og á milli þeirra  Kjöt, fisk, egg eða baunir/linsur  Mjólkurvörur, veljið frekar fitulitlar vörur  Vatn við þorsta  Lýsi Hvert er markmiðið? Á nestið að duga allan daginn eða bara um morguninn eða eftir hádegi? Misjafnt er hvað skólarnir bjóða upp á og skal hugsa nestið út frá því. Hollusta skal líka höfð í fyrirrúmi og sykur ætti að vera á algjörum bann- lista (reyndar er hann það á flestum stöðum). Reynið að hafa nesti fjölbreytt ef það á að duga allan daginn þannig að það innihaldi bæði kolvetni, prótein, grænmeti og ávexti. Hvað svo sem þið veljið skiptir ekki öllu en fjöl- breytnin skyldi vera í fyrirrúmi. Millimál eru nauðsynleg því ekki ættu að líða meira en 3 til 3,5 klukku- stundir milli máltíða hjá börnum. Eins er mikilvægt að barnið sé með góðan vatnsbrúsa meðferðis. Barnið þarf að hafa aðgang að vökva allan daginn. Ber eru vinsælt millimál, sem og þurrkaðir ávextir, hnetur, möndlur og rúsínur. Ostur er líka vinsæll í nestisbox og snjallt er að skera niður ostbita og hafa í nestisboxinu. Soðin egg eru líka nokkuð snjöll, kirsu- berjatómatar og niðurskorið græn- meti. Skólanesti Þóra Sigurðardóttir thora@mbl.is Ég hef reynt allt og nú síðast fór ég og keypti það alfallegasta nestisbox sem ég hef lengi séð í þeirri veiku von að ég gæti sjarmerað hana til að borða blessað nestið ef ég hefði það nógu fjölbreytt og flipp- að. Í morgun fór hún því í skólann með eftirfarandi nesti í niðurhólfaða nestisboxinu sínu: 4 netta bita af sviðasultu sem afi hennar bjó til, 2 góða gúrkubita, 6 netta ostbita, 1 þurrkaðan ávöxt í gúmmílíki í bleik- um umbúðum, sem er vonandi sæmilega hollt en lítur út eins og nammi. Varanestishugmyndir eru langt á veg komnar því það þarf víst að bjóða upp á fjölbreytni. Ab-mjólk og smá múslí – það finnst henni spennandi og ég keypti lítil box sem hægt er að setja jógúrt, sós- ur og annað þess háttar í. Milligróft brauð og spægipylsu/hangikjöt – barnið er hrifið af söltuðu áleggi þannig að kannski tekst mér að koma ofan í hana nettri samloku. Í versta falli næ ég mér í smákökuform og sker út stjörnu eða ein- hverja álíka vitleysu. … lengra er ég ekki komin með listann góða en bíð spennt eftir því hvernig gekk í dag og vona að það gangi enn betur á morgun. Hvað á að hafa í nesti? Hver kannast ekki við þá kvöl og pínu sem fylgir því að útbúa nesti fyrir börnin? Sérstaklega þau mat- vöndu. Sjálf hef ég reynt allt þegar kemur að dóttur minni. Hún vill helst taka með sér pakkningar sem innihalda einn ávaxtaskammt á dag að sögn framleiðenda en ég er meira á því að hún borði alvöru mat. Vandamálið er að hún borðar ekki hvað sem er. Gróft brauð og græn- meti á til dæmis ekki upp á pall- borðið hjá ungfrúnni en þó fæst hún til að borða gúrku og í þarsíðustu viku borðaði hún spínatblað og upp- skar klapp frá stoltum foreldrunum. Getty Images/iStockphoto Alvöru metnaður Ef allt um þrýtur er hægt að dunda sér við að skera út skemmtileg andlit og dulbúa harðsoðin egg sem krúttlegar mýs. Þetta gæti samt mögulega verið töluvert tímafrekt. Snjallar hugmyndir MS tók saman snjallar hug- myndir fyrir foreldra sem innihalda fjölbreytt nesti. Hér ættu allir að finna eitthvað við hæfi. Hólfuð nestisbox Snjallt er að vera með hólfuð box en hægt er að fá afskaplega fín box í Nettó sem eru laus við BPA.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.