Morgunblaðið - 13.09.2018, Síða 50

Morgunblaðið - 13.09.2018, Síða 50
Sími 555 2992 og 698 7999 Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra Gott fyrir: • Maga- og þarmastarfsemi • Hjarta og æðar • Ónæmiskerfið • Kolesterol • Liðina Læknar mæla með selaolíunni Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð Óblönduð – meiri virkni Selaolía Ég heyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni bætta líðan og heilsu. Guðfinna Sigurgeirsdóttir. „Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður.“ Hulda Bjarnadóttir hulda@k100.is Frá Óskarsverðlaunaleikstjór- anum Kevin MacDonald (The Last King of Scotland, Touching the Vo- id) kemur hin ósagða saga um Whitney í fyrsta skipti. Heimildamyndin Whitney var heimsfrumsýnd utan keppni á Can- nes-kvikmyndahátíðinni 2018 og hefur hlotið einróma lof gagnrýn- enda, þar að auki hlaut hún verð- launin besta myndin í flokki heim- ildamynda í fullri lengd á nýafstaðinni alþjóðlegri kvik- myndahátíð í Edinborg í Skotlandi. K100 og Bíó Paradís hafa um tíma verið í góðu samstarfi og boðið hlustendum á svokallaðar partísýn- ingar eða „syngdu með“-sýningar. Gjarnan hefur verið uppselt á sýn- ingarnar. Að þessu sinni var ákveð- ið að sýna umtalaða heimildamynd sem varpar nýju ljósi á æsku og ævi Whitney. Beitt kynferðislegu ofbeldi sem barn Myndin er afar persónuleg frá- sögn af lífi hennar þar sem ekkert er dregið undan. Kevin hefur lýst því í viðtölum hvernig fjölskylda hennar virtist tilbúin að deila leynd- armálum fjölskyldunnar, sem aldrei hefðu annars litið dagsins ljós. Þau vildu loks fá allan sannleikann upp á yfirborðið til að fólk sæi heild- armyndina í lífi söngdívunnar. Þannig sögðu nánir ættingjar og vinir frá því hvernig náinn ættingi beitti þau Whitney og bræður henn- ar ofbeldi og hvernig eiturlyfin urðu snemma hluti af lífinu. 200 milljónir hljómplatna og fjöldi kvikmynda Whitney Houston sló fleiri met í músíkbransanum en nokkur önnur söngkona í sögunni, þar á meðal seldi hún yfir 200 milljónir hljóm- platna á heimsvísu og var eini lista- maðurinn til að komast á topp bandarísku vinsældalistanna með 7 lögum í röð í 1. sætinu. Hún fór einnig með aðalhlutverkið í fjölda- mörgum kvikmyndum sem slógu í gegn, t.d. í fyrsta hlutverkinu í bíó- myndinni The Bodyguard á móti Kevin Costner, þar sem hún lék vin- sæla poppstjörnu, áður en ferill hennar fór að fara út af sporinu í ljósi skrýtinnar hegðunar og hneykslismála sem leiddu að lokum til dauða hennar aðeins 48 ára að aldri. Upprunaleg viðtöl Með notkun á myndefni sem aldr- ei áður hefur litið dagsins ljós, hljóðupptökum úr einkasöfnum, hljóðsöfnum og upprunalegum við- tölum við fólkið sem þekkti hana best má segja að Kevin nái á sinn einstaka hátt að fletta ofan af ráð- gátunni um hina einstöku náðargáfu Whitney, eða „Röddina“ líkt og hún var stundum nefnd. Whitney heill- aði milljónir manna út um allan heim, þrátt fyrir að hún hafi sjálf þurft að ná sáttum við eigin fortíð og eiturlyfjavanda í seinni tíð. Eitt er víst. Whitney var stórkostlegur listamaður. Áhugasamir geta enn náð sýn- ingum í Bíó Paradís því nokkrar sýningar eru á dagskrá í sept- ember. Nýir fletir á ævi Whitney Frá Óskarsverðlaunaleikstjóranum Kevin Mac- Donald (The Last King of Scotland, Touching the Void) kemur hin ósagða saga um Whitney í fyrsta skipti. Heimildamyndin Whitney var heimsfrum- sýnd utan keppni á Cannes-kvikmyndahátíðinni 2018 og hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda, þar að auki hlaut hún verðlaunin besta myndin í flokki heimildamynda í fullri lengd á nýafstaðinni al- þjóðlegri kvikmyndahátíð í Edinborg í Skotlandi. Nýjar heimildir Heimildamyndin er persónuleg frásögn og hefur fjöl- skylda Whitney unnið með blaða- mönnum í þessari mynd. Stjarna Fjölmargar heimildamyndir hafa komið út um stjörn- una en þessi er gerð í samvinnu við fjöl- skyldu Whitney. Íslandsmótið í fimmaurabröndurum sneri aftur í morgunþættinum Ís- land vaknar á þriðjudaginn eftir sumarfrí. Margrét Gústavsdóttir er ríkjandi meistari og hefur farið um allan bæ með bikarinn. Reyndar var hún svo sigurviss að hún hafði ekki einu sinni fyrir því að mæta með gripinn. Andstæðingurinn var þó enginn aukvisi, formaður VR, Ragn- ar Þór Ingólfsson, sem þótti mikill brandarakall í Hólabrekkuskóla. Að sögn komu 20 brandarar á dag en sjaldnast nema einn eða tveir góðir. Fimmaurabrandarar eru sérstök listgrein og venjulega frekar stuttir. Þeir voru þó sumir í lengri kant- inum og því skulum við aðeins renna yfir brot af því besta og þá sem fengu stig. Margrét ákvað að byrja Breiðholtsgrínið dugði ekki til sigurs Grínistar Þau Margrét og Ragnar létu fimmaurana fljúga á K100. á óvenjulegri viðskiptahugmynd: „Ég er að spá í að opna staði við hliðina á stöðum sem eru fyrir. Eins og við Grindavík. Þar ætla ég að opna sundlaug sem heitir Bláa ljón- ið. Og Hihi bar við hliðina á Kiki bar. Og þar sem Hjálpræðisherinn er, þar verður Hjálpræðishérinn.“ Ragnar bætti því reyndar við að það væri hugmynd að opna Selfís við hliðina á Valdísi. Af öðrum eft- irminnilegum bröndurum Mar- grétar má nefna Swingerapartíið í Garðabæ þar sem enginn kom, Úlf- arsfell og Helgafell væri nefnt eftir Úlfari og Helga í Fellahverfinu, líka um ljóskurnar sem hanga í trjánum við Háskólann. Þeim var sagt að velja sér grein. Og líka: „Mamma, má ég fá hund á jólunum?“ „Nei, þú færð kalkún eins og venjulega!“ Ragnar talaði nokkuð mikið um systur sína. Hún var rekin úr BDSM-félaginu því henni héldu engin bönd. Svo var hún svo lítil að hún vann sem níunda hola á Korp- úlfsstaðavelli og hún væri svo lokuð að hún hefði fengið hurð í jólagjöf. Svo sagði hann frá Hafnfirðingnum sem læsti lyklana inni í bíl. Hann var þrjá daga að ná fjölskyldunni út. Hann sagði líka frá manninum sem kom til læknis sem sagði honum að hann ætti tólf mínútur eftir ólifaðar. „Hvað á ég að gera?“ spurði mað- urinn. „Þú getur soðið þér egg.“ Þegar hér var komið sögu var keppnin í járnum en Margrét gat tryggt sér sigur og ákvað að fara klassíska leið með bank-brandara. Bank, bank. „Hver er þar?“ „Geimvera.“ „Hvaða geimvera?“ „Þekkirðu margar?“ Þar með var ljóst að hún myndi halda bikarnum í að minnsta kosti tvær vikur en þá snýr hún aftur. Það gæti reyndar orðið erfitt því næsti andstæðingur er líka úr Hólabrekkuskóla: Berg- sveinn Arilíusson, sem er sennilega þekktastur sem söngvari í Sóldögg. Það er sennilega óhætt að segja að keppendur hafi nýtt sér flestar þekktar tegundir fimmaura- brandara: ljósku, Hafnarfjarðar, bankbank og fleiri. Hægt er að horfa á alla keppnina á K100.is og reyndar fleiri brot úr þáttum á K100. islandvaknar@k100.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.