Morgunblaðið - 13.09.2018, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 13.09.2018, Qupperneq 52
52 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2018 ✝ Ásta Eben-harðsdóttir, húsmóðir og versl- unarkona, fæddist á Akureyri 26. júlí 1923. Hún lést á Dvalarheimilinu Lögmannshlíð á Akureyri, 26. ágúst 2018. Foreldrar henn- ar voru hjónin Guðrún Kolbeins- dóttir húsmóðir og Ebenharð Jónsson ökukennari og bif- reiðaeftirlitsmaður. Systkini Ástu: Unnur, f. 2. apríl 1925, d. 17. mars 2016, Ebba, f. 10. mars 1927, d. 11. október 2014, og Ingvi Gunnar, f. 11. júní loknu fluttu þau til Haugesund og bjuggu þar til 1948, sneru þá aftur heim til Akureyrar, en litla vinnu var að hafa í Hauge- sund á eftirstríðsárunum. Jó- hann lærði ketil- og plötusmíði á Vélsmiðjunni Odda og starf- aði þar allt þar til hann lét af störfum vegna heilsubrests. Jó- hann lést 26. mars 1991. Ásta hóf störf í Kjörbúð KEA, Brekkugötu 1, árið 1956 og starfaði þar óslitið í tæp 30 ár. Ásta og Jóhann eignuðust tvö börn: Guðrúnu, f. í Hauge- sund 4.4. 1947, og Jóhann, f. á Akureyri 30.7. 1949. Eiginmað- ur Guðrúnar er Guðmundur Búason, þeirra börn eru Ásta, Búi og Arnar. Eiginkona Jó- hanns er Steinunn Eggerts- dóttir, þeirra börn eru Hulda Björk, Eydís Unnur og Eggert Már. Útför Ástu fór fram í kyrr- þey frá Höfðakapellu 3. sept- ember 2018. 1921, d. 10. júní 2003, en hann var samfeðra þeim systrum. Ásta stundaði hefðbundið nám í Barna- og gagn- fræðaskóla Akur- eyrar. Eftir að námi lauk starfaði hún í Kristjáns bakaríi og Prent- smiðju Odds Björnssonar. Ásta giftist Johan Rossebö frá Haugesund í Noregi 19. október 1943. Jóhann var í norska hernum en liðsmenn hans höfðu aðstöðu hér á Ís- landi stríðsárunum. Að stríðinu Nú hefur elsku yndislega, ör- láta, og umhyggjusama amma okkar kvatt og fengið hvíldina sem hún var farin að þrá, 95 ára að aldri. Það veitir okkur sem eft- ir sitjum og elskuðum hana hugg- un að hugsa til þess að nú séu hún og afi sameinuð á ný eftir langa bið. Amma var mikilvæg persóna í lífi okkar og við munum sakna hennar mjög mikið. Við áttum margar góðar stundir með ömmu Ástu þar sem við spiluðum, borðuðum pítsur, fórum í bíltúr, horfðum saman á mikilvæga íþróttaviðburði og annað skemmtilegt sjónvarps- efni, ræddum þjóðmálin og ástar- líf kóngafólksins. Einnig voru ferðir á kaffihús tíðar þar sem amma var mikill sælkeri og hafði gaman af því að fylgjast með mannlífinu í kring- um sig. Ömmu þótti gaman að ferðast og heimsótti hún meðal annars okkur barnabörnin sem bjuggum tímabundið erlendis. Síðasta ut- anlandsferð hennar var til Nor- egs með börnum sínum árið 2012 þá 89 ára gömul, þar sem ætt- ingjar afa Jóhanns voru heim- sóttir. Fjölskyldan var ömmu hjart- fólgin, hún hugsaði vel um fólkið sitt og fylgdist vel með afkom- endum sínum. Amma kenndi okkar svo margt mikilvægt í sam- bandi við lífið, meðal annars það að börnin okkar væru það dýr- mætasta sem við ættum og að við skyldum hlúa vel að þeim og vera til staðar fyrir þau. Amma var réttsýn manneskja og raunsæ, hún talaði alltaf um mikilvægi þess að vera sannsög- ull, heiðarlegur, stundvís, vinnu- samur, áreiðanlegur og nægju- samur. Allt eru þetta gildi sem að við höfum reynt að tileinka okkur. Amma talaði oft um ástina sína, hann afa Jóhann, sem hún kynntist þegar hann var norskur hermaður staðsettur á Íslandi á tímum seinni heimsstyrjaldar- innar. Frásagnir af stríðsárunum og sjóferð hennar til Noregs að loknu stríðinu eru okkur minnis- stæðar en hún hafði ótrúlegt minni. Það er skrítið að hugsa til þess að við eigum ekki eftir að heim- sækja ömmu oftar í Ránargötuna en við erum þakklát fyrir yndis- legar minningar sem munu fylgja okkur og fjölskyldum okkar alla tíð. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Elsku amma, við kveðjum þig með þakklæti fyrir alla þína ást og umhyggju. Þín barnabörn, Hulda, Eydís og Eggert Jóhannsbörn. Það má svo sem vera að vonin ein hálf veikburða sofni í dá. Finnst vera eitthvað sem íþyngir mér en svo erfitt í fjarlægð að sjá. Það gilda má einu hvort ég áleiðis fer eða staldra hér ögn við og bíð. Þótt tómið og treginn mig teymi út á veginn ég veit ég hef alla tíð … verið umvafin englum sem að vaka hjá meðan mannshjörtun hrærast þá er huggun þar að fá. Þó að vitskert sé veröld þá um veginn geng ég bein því ég er umvafin englum aldrei ein – aldrei ein. Svo endalaus ótti við allt sem er og alls staðar óvini að sjá. Veðrin svo válind og víðáttan grimm, ég vil fría mig skelfingu frá. Í tíma og rúmi töfraorðin mín og tilbrigðin hljóma svo blíð. Líst ekki að ljúga mig langar að trúa að ég hafi alla tíð … verið umvafin englum sem að vaka hjá meðan mannshjörtun hrærast þá er huggun þar að fá. Þó að vitskert sé veröld þá um veginn geng ég bein því ég er umvafin englum aldrei ein – aldrei ein. Elsku amma mín og kær vin- kona er fallin frá. Við kveðjum hana með miklum söknuði en jafnframt virðingu og þakklæti. Hinsta kveðja, Ásta og Heiðar. Ásta Ebenharðsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku amma Ásta. Núna er komið að kveðjustund. Yndislega langamma mín, besta kona sem ég þekki. Ég á eftir að sakna þín og allra gullkornanna þinna. Þín, Sandra Heiðarsdóttir. ✝ Jósef Sigurðs-son fæddist á Seljum á Mýrum 4. nóvember 1926. Hann lést á hjarta- deild Landspítal- ans við Hringbraut 7. ágúst 2018. Foreldrar hans voru Sigurður Þórðarson, bóndi á Skálanesi og eigin- kona hans Guð- mundína Þorbjörg Andrés- dóttir, húsfreyja á Seljum og Skálanesi, þau eru bæði látin. Jósef átti átta hálfsystkini frá föður, þau eru öll látin og tvö létust við fæðingu. Alsystkini Jósefs voru Eirík- ur Kúld, f. 1917, Ólafur Þor- valds, f. 1924, Kristín, f. 1928, Ólöf Sigríður, f. 1930. Fóstur- systir Jósefs er Svala Svanfjörð, f. 1942. Systkini Jósefs eru öll látin nema Ólöf Sigríður og Svala Svanfjörð. sonur þeirra er Alex Daníel. Dætur Jónínu frá fyrra sam- bandi eru Sigrún og Harpa Finnbogadætur. 5) Harpa Lind, f. 1992, sambýlismaður hennar er Rúnar Kúld Heimisson. Fóst- urbörn Jósefs eru tvö: 1) Soffía Sigrún Gunnlaugsdóttir, f. 1974, eiginmaður hennar er Sigurður E. Steinsson, börn þeirra eru Fjóla María, Viktor Kolbeinn, Íris Hekla og Lilja Bríet. 2) Grímur Anton Fjólu- son, f. 1978, sambýliskona hans er Sigþrúður Guðnadóttir, börn þeirra eru Viktor Smári Rúnarsson, Rakel Anna Rúnars- dóttir og Óðinn Rúnarsson. Langafabörn Jósefs eru átta. Jósef fór til sjós 14 ára gam- all og vann við sjómennsku meiri hluta ævinnar. Þegar í land kom þá keypti hann fisk- verkun og bát sem hann átti í nokkur ár. Síðustu ár ævinnar keyrði Jósef sendibíl. Á tímabili keyrði Jósef fyrir allar blóma- búðir í Reykjavík, einnig keyrði hann fyrir Mylluna og heild- verslun Ólafs Gíslasonar. Jósef var jarðsunginn í kyrr- þey frá Hjallakirkju í Kópavogi. Eftirlifandi eiginkona Jósefs er Fjóla Grímsdóttir hjúkrunarfræðing- ur, f. 1953, dóttir hjónanna Gríms J. Sigurðssonar út- varpsvirkja og Soffíu Sigurðar- dóttur húsfreyju. Þau eru bæði látin. Börn Jósefs eru fimm: 1) Guðmund- ur Swan, f. 1949, eiginkona hans er Teri Swan, börn þeirra eru Kelli Shoulders, Xanath Spengler og Kæja Rós Dom- inguez. 2) Sigurður Valgeir, f. 1960, sambýliskona hans er María Sveinfríður Halldórs- dóttir, börn þeirra eru Heiðdís Halla og Jósef Fannar. 3) Ev- genia Björk, f. 1961, eigin- maður hennar er Ársæll Óskarsson og barn þeirra er Ástrós Eva. 4) Þorgrímur Dúi, f. 1967, sambýliskona hans er Jónína Helga Kristinsdóttir, Elsku besti afi minn. Það er erfitt að hugsa til þess að ég muni ekki hitta þig aftur, sjá yndislega brosið þitt, né finna langa og góða knúsið þitt. Þú varst alltaf svo brosmildur og góður og gafst af þér svo mikla hlýju. Erfitt er að finna jafn yndislegan, ljúfan og góðhjartað- an mann. Ég mun sakna þín og geyma allar fallegu minningar mínar um þig. Minningar frá hvíta sendiferðabílnum, bakkels- inu sem þú komst með úr vinnunni, fallega söngnum þín- um, skemmtilegu og fróðlegu sögunum þínum og húmornum svo eitthvað sé nefnt. Þú varst gull af manni og ég var heppin að hafa átt svo yndis- legan afa. Hvíldu í friði, elsku afi minn. Ég elska þig. Heiðdís Halla Sigurðardóttir. Það var þétt og traust hand- takið sem ég fékk hjá Jósef þegar ég hitti hann í fyrsta skipti. Það var verið að kynna nýja tengda- soninn fyrir Fjólu og honum í Hrauntungunni fyrir tæpum tutt- ugu árum. Þessi upplifun átti eftir að lýsa samskiptum okkar frá fyrstu tíð og fann ég strax þarna hvaða mann hann hafði að geyma, traustur og hlýr með eindæmum. Það var annar kostur sem hann hafði til að bera líka, það var alltaf gaman að spjalla við Jobba og átt- um við margar góðar stundir saman að ræða hin ýmsu mál. Það sem stendur upp úr núna voru lýsingar hans frá sjó- mennskunni, þar var sannarlega af nógu að taka. Hvort sem það var árabátur og hann kornungur vestur á Mýrum að ná í björg í bú, eða stærstu skip þess tíma. Þetta voru þannig lýsingar að maður lifði sig inn í þær og upp- lifði aðstæður og samferðamenn hans mjög sterkt. Sérstaklega hafði ég gaman af frásögnum hans af smygli ýmiss konar í gegnum tíðina og gríðarlegri útsjónarsemi Jobba við að fela varninginn fyrir yfirvöldum. Eins var hann mjög næmur á sam- ferðafólk sitt og sá oft spaugileg- ar hliðar á því fólki sem hann kynntist á lífsleiðinni. Við höfum notið þess að ferðast mikið með Jobba í gegnum tíðina, bæði hér heima og erlendis, þá var oft sest niður og tekið spjall á þessum nótum og höfðum við báðir gaman að. Þegar kom að samskiptum hans við barnabörn- in komu þessi kostir líka í ljós og höfðu þau öll gaman af samvist- um við afa sinn, hlusta á sögur og ekki síður spila. Þegar þau voru búin að vera hjá afa og ömmu kom oft í ljós að það var búið að spila lengi og borða kex með, sem var aldrei langt undan. Mig lang- ar að minnast hér á samband hans við Viktor Kolbein son minn, þeir náðu vel saman og deildu miklum áhuga á ýmsu, til dæmis veiðum, dýralífi og landafræði. Þetta eru stundir þar sem þeir báðir náðu sér á flug og var margt spáð og spekúlerað. Oft hef ég upplifað það að ég er spurður um eitthvað sem ég hafði ekki svör við, en Viktor Kolbeinn sagði þá „ég spyr bara afa“. En allt hefur sinn tíma, nú í sumar fór heilsa hans ört hrak- andi og var það virkilega erfitt að horfa upp á hann þurfa að láta undan. En þessu var tekið af miklu æðruleysi og minnist ég þess þegar ég hitti hann nú í sum- ar og spurði hvernig hann hefði það, „ekki gott, ætli þetta sé ekki bara leti“ og svo fylgdi sama þétta handtakið, brosið og hlýjan sem ég upplifði við okkar fyrstu kynni. En ég er sannfærður að hans bíður nýtt hlutverk á nýjum stað, að segja sögur, spjalla, spila og jafnvel taka lagið með gömlum kunningjum er bíða hans. Sigurður Steinsson. Jósef Sigurðsson ✝ Stefán Ein-arsson fæddist á Sjúkrahúsi Siglu- fjarðar 14. janúar 1948. Hann lést af slysförum 7. september 2018. Foreldrar hans voru Einar Ás- grímsson bóndi á Reyðará, f. 29.5. 1904, d. 3.3. 1980, og Unnur Stefáns- dóttir frá Hvammi í Hjaltadal, f. 17.8. 1912, d. 16.10. 2004. Systk- ini Stefáns eru: 1) Hjalti, f. 11.4. 1938, maki Kristjana Guðmund- ína Jóhannesdóttir, f. 20.7. 1941, þau eiga þrjú börn, 2) Guðrún Ásdís, f. 6.6. 1943, og 3) Ásgrím- ur, f. 18.2. 1948, d. 9.3. 2008. Stefán ólst upp í foreldra- húsum á Reyðará á Siglunesi. Árið 1975 kvæntist Stefán Emmu Fanneyju Baldvinsdóttur, f. 22.4. 1954, þau skildu 2010. Saman áttu þau fimm börn: 1) Fríða Maríanna, f. 24.4. 1976, maki Kristján Salmanns- son, f. 30.10. 1967, þau eiga einn son. 2) Unnur Ásdís, f. 4.11. 1980, maki Kristján Karl Kristjánsson, f. 18.1. 1978, þau eiga tvær dætur og einn son. 3) Stefán Sævar, f. 3.6. 1984, hann á tvær dætur. 4) Særún Emma, f. 26.10. 1986, maki Sigvaldi Páll Þorleifsson, f. 15.12. 1978. Þau eiga tvo syni. 5) Lilja Karen, f. 30.1. 1993, maki Aðalsteinn Árni Hreiðarsson, f. 26.9. 1982, þau eiga eina dóttur. Útför Stefáns fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 13. september 2018, og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku pabbi minn, þegar ég fékk símtalið frá mömmu að elskulegur pabbi okkar væri lát- inn kom margt í huga mér, allar þær góðu minningar sem við eig- um saman. Fyrsta sem ég hugs- aði að voðalega var ég ánægð að þú vildir endilega koma til Nor- egs og slá saman tvær flugur í einu höggi, 70 ára afmælið þitt, 40 ára afmæli Kristjáns og skírnar- veislu Ásgríms Stefáns. Þú varst svo ánægður með kökuna sem við létum gera handa þér með mynd af þér og Kristjáni úr einni af snjósleðaferðunum og bannaðir öllum að éta hausinn á þér. Berg- þóra og Veronika hafa alltaf talað um Stebba afa sem snilling, var stríðnispúki og elskuðu að fá að sitja í með afa í stóru bílunum hans. Þú hefur alltaf verið kletturinn okkar, alltaf fyrstur að koma ef einhvern vantaði hjálp, ef ein- hverju þurfti að redda var alltaf hringt í þig, þú gast flutt fjöll með einu símtali. Hvíldu í friði, elsku pabbi, Bergþóra og Veronika vilja endi- lega að þú passir hamstrana þeirra, Þyrnirós og Supermann. Unnur, Kristján og börn. Mikið vorum við slegin að heyra um ótímabært andlát þitt. Fólk segir að það taki tíma að ná áttum. Ég mun sakna kaffi- morgnanna okkar saman þegar þú varst í bænum, þar sem ekk- ert var látið ósagt. Enduðu yfir- leitt ekki fyrr en á planinu þar sem við gátum hvorugt stoppað spjallið. En enduðu alltaf eins: „Heyri í þér seinna.“ Símhring- ingunum um ekkert og allt þegar þú varst á ferðinni. Þú lést okkur aldrei finna fjarlægðina, sama hvar þú varst staddur í heimin- um. Því eins og við þá elskaðir þú að ferðast. Ég mun sakna frásagna þinna um ferðalög þín og fólkið í kring- um þig. Við munum sakna stunda okkar sem fjölskyldu. En það eru svo margar góðar stundir sem ég man og mun geyma í hjarta mér. Ég man að öll skiptin sem strákarnir fengu afapössun þá fengu þeir að vaka aðeins lengur. Bara aðeins. Nóg til að finnast afi alltaf bestur í heimi. Ég man öll skiptin sem þið Sigvaldi voruð að dunda ykkur í verkefnum. Þið tveir skilduð hvor annan án orða. Ég man að þú skrældir alltaf kartöflurnar þeg- ar þú komst í mat því þú hafðir enn skilning frá minni barnæsku hvað mér fannst það leiðinlegt. Ég man síðustu stund okkar sam- an. Síðustu orð okkar. Það var falleg stund sem ég mun sakna. Ég sé þig pabbi og gleymi þér aldrei. Takk fyrir yndislegt uppeldi og alla þá ást sem þú sýndir okkur. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson) Særún, Sigvaldi, Rún- ar og Maron. Kæri mágur, mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Nú kemur enginn inn og hrópar: „Er einhver heima?“ Hann var 15 ára þegar ég fyrst kom norður á Siglunes. Hress og töffaralegur og fylgdist hann mjög vel með þegar við Hjalti vorum að draga okkur saman og hafði gam- an af. Hann var heima á Reyðará þennan vetur, þeir Bragi á Sauða- nesi voru miklir vinir og fóru þeir saman á Héraðsskólann á Núpi í Dýrafirði. Seinna fóru þeir saman á vertíð suður í Garði. Stebbi var þar á netabát en Bragi vann í landi. Þeir voru mikl- ir mátar og fóru hitt og þetta sam- an og var Stebbi oft á Sauðanesi þegar hann var á Siglufirði að út- rétta. Á þessum árum vorum við Hjalti á Brimnesi tíma úr sumri og hélt Stebbi þá til hjá okkur og þeg- ar hann var að vinna hér í bænum fyrir sunnan var hann líka hjá okk- ur. Hann var að vinna á veturna hérna sunnanlands en var á sumr- in fyrir norðan. Svo kynntist hann konu sinni Emmu Baldvinsdóttur og þá fóru þau í útgerð og að verka saltfisk. Þau létu smíða tvo báta fyrir sig, þann seinni töluvert stærri. Þau byggðu sér hús og fiskverkunarhús niðri á bakkanum við sjóinn á Siglunesi. Já, Stebbi gerði ótrúlega margt, þau voru samhent og bæði dugleg. Þau eignuðust fimm börn, öll myndarbörn og dugleg. Svo lá leið þeirra til Siglufjarðar og þar bjuggu þau, hann var í snjó- mokstri og skipti yfir í að vera verktaki í jarðvinnu. Eitt af hans stærstu verkum var að grafa frá jarðgangamunnanum í Héðins- firði. Ég ætla nú ekki að telja allt upp sem hann Stebbi afrekaði, það var nú svo margt. Þau Emma fluttu húsið sitt sem þau áttu á Siglunesi suður til Kópavogs. Svo skildi leið- ir þeirra. Stebbi var alltaf jafn hress og glaðlegur. Eitt af því sem mér þótti mjög vænt um var þegar hann kom vestur að Bæ þar sem ég er alin upp og við dveljum oft á sumrin. Hann kom þangað 2012 ásamt vinkonu sinni. Þau stopp- uðu þar hjá okkur í rólegheitum í mjög góðu veðri. Vinkona hans er mikil útivistarkona og fór upp á fjall og víðar, en hann fór nú ekki allt með henni, en var þá heima að tala við okkur. Það er svo margs að minnast, en ég held ég láti þetta duga. Ég votta öllum börnum hans og fjölskyldum innilega samúð, þetta er rosalegt áfall. Vertu sæll, elsku mágur. Megi Guð geyma þig. Kristjana G. Jóhannesdóttir. Stefán Einarsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.