Morgunblaðið - 13.09.2018, Síða 64

Morgunblaðið - 13.09.2018, Síða 64
64 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2018 VIÐTAL Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Ronja hefur fylgt mér síðan ég var pínulítil. Það er því frekar magnað að fá að túlka hana fyrir öll þessi börn sem eru að fara að koma á sýn- ingar. Mér finnst það líka geggjað af því að Ronja er svo flottur kar- akter sem mér finnst að öll börn eigi að fá að kynnast,“ segir Salka Sól Eyfeld sem túlka mun Ronju ræningja- dóttur eftir Ast- rid Lindgren í leikstjórn Selmu Björnsdóttur, en sýningin verður frumsýnd á Stóra sviði Þjóðleikhússins á laugardag. Samkvæmt upplýsingum frá leik- húsinu er nú þegar orðið uppselt á hátt í 30 sýningar fyrir áramót. „Ronja er á stundum skapvond og stygg, en hún er samtímis með ótrú- lega sterka réttlætiskennd. Hún sýnir okkur að barnsleg einlægni getur brætt hjörtu og slökkt æva- gamla elda haturs. Ronja fæðist, eins og önnur börn, ómenguð af deil- um forfeðranna. Í stað þess að láta kenna sér hverja hún á að hata setur hún spurningarmerki við venjurnar. Mér finnst þetta mjög fallegur og mikilvægur boðskapur á þeim tím- um sem við lifum í dag,“ segir Salka. Þorir að standa með sjálfri sér „Ég hef elskað Ronju frá unga aldri og lesið bókina mörgum sinn- um og séð myndina enn oftar,“ segir Selma og bendir á að ekki sé hægt annað en heillast af Ronju fyrir sjálf- stæði hennar. „Hún býr í hættulegu umhverfi á ófriðartímum þar sem hún þarf að læra á lífið og hætturnar með því að hoppa út í djúpu laugina, eins og við þurfum öll að gera í lífinu. Hún er óhrædd við að bjóða gömlum gildum birginn og standa með sjálfri sér og sinni sannfæringu. Ronja ræningjadóttir og Bróðir minn ljóns- hjarta eru þær bækur Lindgren sem eru mér hvað kærastar og snerta mig mest, þótt mér þyki líka mjög vænt um Börnin í Ólátagarði, Emil í Kattholti og Línu langsokk,“ segir Selma og bendir á að sem þroska- saga búi bókin um Ronju yfir mikil- vægum boðskap. „Fyrir mig sem leikstjóra er líka magnað að fá að búa til þennan æv- intýraheim,“ segir Selma og rifjar upp að hennar fyrsta ósk þegar hún hitti Finn Arnar Arnarson leik- myndahönnuð hafi verið að fá blómstrandi ljósbleikt kirsuberjatré á sviðið. „Tréð gleður augað á hverj- um degi þegar ég mæti til vinnu hér í leikhúsinu. Kirsuberjatréð er bæði mjög sænskt auk þess sem það skap- ar litríkt mótvægi við þennan gráa drungalega heim kletta og kastala miðalda,“ segir Selma og viður- kennir fúslega að áskorun felist í því að skapa á sviðinu Helvítisgjána, fljúgandi nornir og straumharða á. „Við erum búin að leysa allt nema vatnið, en ég hef fulla trú á að við leysum það í dag,“ segir Selma þeg- ar vika er til stefnu í frumsýningu. „Í svona stórum sýningum eru alltaf nokkrar senur sem eru vandleystar og kalla á andvökunætur – en á end- anum finnum við alltaf lausn sem virkar. Það er gaman að finna gald- urinn,“ segir Selma og bendir á að öll meðöl og töfrar leikhússins séu notuð til að takast á við áskoranir verksins. Persónur hafa skipt um kyn Hvar leitið þið fanga í sjónrænni útfærslu þess heims sem birtast mun áhorfendum á sviðinu? „Ég er með listrænt teymi að baki mér í útfærslunni. Við sækjum inn- blástur í söguna og myndir bók- arinnar sem og kvikmyndina og tímabilið sem sagan gerist á. En við förum alveg okkar leiðir að hlut- unum. Þannig fannst mér ekki mik- ilvægt að Ronja væri dökkhærð eða að Matthías yrði að líta eins út og í bókinni,“ segir Selma og bendir á að nokkrar persónur verksins skipti einnig um kyn. Sem dæmi verður Skalla-Pétur að Skalla-Pésu sem Edda Björgvinsdóttir leikur. „Mér finnst fínt að ögra við- teknum gildum og gott að geta fjölg- að kvenhlutverkum. Ég bar þessa ákvörðun undir dramatúrg leikhúss- ins og við vorum sammála um að það breytti engu í framvindu sögunnar að kynbreyta þessum hlutverkum,“ segir Selma og rifjar upp að hún hafi líka fjölgað kvenhlutverkum með sama hætti í söngleiknum Oliver sem hún leikstýrði árið 2009. Í öðrum hlutverkum má nefna að Sigurður Þór Óskarsson leikur Birki. „Hann er sprúðlandi talent, hugmyndaríkur og hefur ótrúlegt vald á líkamanum. Þau Salka eru æðisleg saman,“ segir Selma. Örn Árnason og Vigdís Hrefna Páls- dóttir eru Matthías og Lovísa, Bald- ur Trausti Hreinsson og Edda Arn- ljótsdóttir eru Borki og Valdís. Einn ræningjanna leikur Björn Ingi Hilmarsson. Samkvæmt upplýs- ingum frá Þjóðleikhúsinu hefur hann leikið í öllum þremur upp- færslum Ronju í atvinnuleikhúsi hérlendis, en 1992 fór Sigrún Edda Björnsdóttir með hlutverk Ronju og 2006 var Arnbjörg Hlíf Valsdóttir í titilhlutverkinu. Loksins boðið í veisluna „Ég sá sýninguna með Sigrúnu Eddu örugglega 14 sinnum,“ segir Salka og rifjar upp að pabbi hennar, Hjálmar Hjálmarsson leikari, hafi í eitt skiptið rétt svo stoppað hana í því að vaða upp á svið, þegar hún var fjögurra ára gömul. „Þegar ræningj- arnir sögðust ætla að halda veislu stóð ég bara upp og ætlaði að vaða upp á svið og taka þátt í veislunni. Pabbi rétt náði að grípa í mig og stoppa mig. Núna 26 árum seinna er mér loksins boðið að vera með í veislunni,“ segir Salka. En hvers vegna varð Salka fyrir valinu sem Ronja? „Þegar ég fékk símtal frá Ara [Matthíassyni þjóðleikhússtjóra] vorum við Salka að vinna saman úti í LA að setja upp Í hjarta Hróa hattar þar sem hún var tónlistarstjóri og ég að leikstýra. Það kom eiginlega aldr- ei nein önnur til greina. Salka líkist Ronju á svo margan hátt. Hún býr yfir sömu sterku réttlætiskenndinni, hún er óhrædd við að standa með sjálfri sér og reynir ekki að fylgja einhverri staðalmynd. Svo er hún al- gjört náttúrubarn, hugrökk, með yndislegan hlátur og einstaka rödd,“ segir Selma. „Þegar Selma sagði mér að hún væri að fara að leikstýra Ronju var ég sjúklega spennt fyrir sýningunni. Það leið hins vegar mánuður þar til hún spurði mig hvort ég vildi taka hlutverkið að mér. Ég þurfti ekki að hugsa mig um tvisvar,“ segir Salka. Þú ert þrælvön því að standa á sviði sem söngkona og tókst þátt í Í hjarta Hróa hattar. Þetta er samt stærsta leikhlutverk þitt til þessa. Hvernig leggst það í þig? „Þetta er auðvitað skref út fyrir þægindarammann. Síðustu fjögur ár hef ég unnið sem söngkona og öðlast mikið öryggi þar. Ég finn aldrei fyrir sviðsskrekk þegar ég fer á svið til að syngja, en viðurkenni að ég er með smá fiðrildi í maganum út af þessu. Þetta hefur hins vegar verið ótrú- lega þroskandi ferli,“ segir Salka. „Þótt Salka sé ekki leikkonu- menntuð vissi ég að ég þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur. Salka býr yfir þeim eiginleikum sem Ronja þarf og það er að það er allt satt sem hún segir, það er alltaf einlægt, svo er hún mjög skörp og fljót að tileinka sér hluti. Síðast en ekki síst býr hún yfir reynslu og sviðssjarma sem nýt- ist á margan hátt,“ segir Selma. Ósk sem rættist „Þetta er búið að vera algjör draumur og í raun súrrealískt að sjá sjálfa sig á plakati framan á Þjóð- leikhúsinu,“ segir Salka og rifjar upp að hún hafi sem barn löngum stundum dvalið í Þjóðleikhúsinu þar sem faðir hennar var að vinna sem leikari. „Ég sat uppi á svölum alla sunnudaga og fylgdist með honum á sviðinu. Ég man að ég sagði ein- hvern tíma við mömmu að mig lang- aði einhvern daginn til að leika ann- að hvort Ronju eða Línu langsokk,“ segir Salka og tekur kímin fram að hún þurfi að passa sig á því hvaða óskir hún sendi út í kosmósið þar sem margar óskir hennar hafi ræst. Hvað hefur verið skemmtilegast í þessu uppsetningarferli? „Þetta hefur verið skemmtilegt ferli frá fyrsta samlestri. En að sjá allt smella saman núna er það skemmtilegasta sem ég hef gert,“ segir Salka. „Leikstjórnarferlið í heild er það skemmtilegasta sem ég geri, allt frá því að vinna með listrænum stjórn- endum í því að búa til heiminn og grúska í leikmynd, búningum, ljós- um, hljóði og útsetningum hljóm- sveitarinnar þar sem við erum að leika okkur með að gera okkar eig- in,“ segir Selma, en höfundur tón- listarinnar og söngtexta er Sebast- ian. „Sköpunarferli í heild sinni er það sem ég þrífst á,“ segir Selma og tekur fram að sér finnist líka alltaf gaman að vinna með hæfileikaríkum börnum, en samtals 14 börn túlka rassálfa, grádverga og skógarnornir sögunnar „Þegar ég sá bíómyndina fyrst voru rassálfarnir það krúttlegasta sem ég hafði nokkurn tíma séð. Mig langaði til að börnin í salnum upp- lifðu þessa sömu tilfinningu,“ segir Selma og bendir á að börn elski að horfa á börn á sviði. „Mér finnst mjög gaman og mikilvægt að vera með börn í mínum sýningum þar sem það á við. Það virkar hvetjandi fyrir áhorfendur að sjá jafnaldra sína á sviði og auðveldar þeim að fara inn í ævintýrið með þeim. Ég elska líka að sjá börn á sviði. Þau eru stórkostleg. Þau eru svo flink, öguð og dugleg,“ segir Selma. „Þau eru líka fyrst til að læra textann sinn og kunna einnig texta allra annarra og hika ekki við að hrópa réttan texta ef einhver ruglast,“ segir Salka. Magnað að fá að túlka Ronju  Þjóðleikhúsið frumsýnir Ronju á laugardag  Selma Björnsdóttir leikstjóri heillaðist ung af sjálf- stæði Ronju  „Hún er óhrædd við að bjóða gömlum gildum birginn og standa með sjálfri sér“ Ljósmynd/Olga Helgadóttir Selma Björnsdóttir Vinátta Sigurður Þór Óskarsson og Salka Sól Eyfeld í hlutverkum sín- um sem Birkir og Ronja. 10% afsláttur af öllum trúlofunar- og giftingarhringapörum Hátúni 6a | Sími 577 7740 | carat.is | acredo.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.