Morgunblaðið - 13.09.2018, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 13.09.2018, Blaðsíða 66
66 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2018 Forlagið er umsvifamesti útgefandi bóka fyrir þessi jól, líkt og jafnan áð- ur, og hefur að auki gefið út all- margar bækur á árinu til þessa. Ís- lenskur skáldskapur er áberandi á útgáfulista ársins, þegar eru komnar út fimm skáldsögur og tvær ljóða- bækur, aukinheldur sem út hafa komið barnabækur, þýddar skáld- sögur, ýmiskonar bækur almenns eðlis, eins og Þjáningarfrelsi Auðar Jónsdóttur, Báru Huldar Beck, og Steinunnar Stefánsdóttur, og að- skiljanlegar endurútgáfur. Fyrr á árinu kom út bókin Storm- fuglar eftir Einar Kárason sem segir frá því er síðutogarinn Máfurinn lendir í aftakaveðri þar sem hann er á veiðum vestur undir Nýfundna- landi og við tekur barátta upp á líf og dauða. 60 kíló af sólskini heitir væntanleg skáldsaga Hallgríms Helgasonar. Hún segir frá Eilífi bónda, syni hans Gesti og fólkinu í Segulfirði og gerist á þeim tíma þegar síldin kom, nútím- inn sigldi til hafnar á Norðurlandi og Norðmenn námu land hér öðru sinni. Rithöfundurinn Ólafur Gunn- arsson var góðvinur listamannanna Alfreðs Flóka, Dags Sigurðarsonar og Steinars Sigurjónssonar og í bók- inni Listamannalaun fer hann í gúmsí-lúms-túr — eins og Flóki hefði sagt — um Reykjavík og Kaupmannahöfn áttunda og níunda áratugarins og lýsir kynnum sínum af þeim og fjölmörgum öðrum per- sónum af því sögusviði. Heklugjá Ófeigs Sigurðssonar er ferðasaga í tíma og rúmi. Rithöf- undur gengur daglega yfir Skóla- vörðuholtið með hundinn sinn, á leið á Þjóðskjalasafnið þar sem hann les sér til um skáldið og sérvitringinn Karl Dunganon. Á safninu vinnur stúlka sem vekur ekki minni áhuga en gömul skjöl — en hvernig kynnist maður lifandi manneskju? Í skáldsögunni Hans Blær skoðar Eiríkur Örn Norðdahl samtíma okk- ar með augum nettröllsins Hans Blævar, hán sem allt sér og engum hlífir. Í Heiðri rekur Sólveig Jónsdóttir sögu um togstreituna á milli þess að berjast fyrir réttindum heillar þjóð- ar eða hamingju eigin fjölskyldu. Þetta er önnur skáldsaga Sólveigar, sem er stjórnmálafræðingur með meistaragráðu í þjóðernishyggju og þjóðernisátökum með áherslu á átökin á Norður-Írlandi. Í væntanlegri glæpasögu Lilju Sigurðardóttur, Svikum, segir frá Úrsúlu sem er nýlega flutt til Ís- lands eftir áralöng störf á hættu- svæðum heimsins. Hún er talin á að taka sæti í utanþingsstjórn og kemst að því að stjórnmálin eru refskák og fjölmiðlar vaka yfir hverju fótmáli nýja ráðherrans. Í ævisögu Skúla Magnússonar, sem ber heitið Skúli fógeti, segir Þórunn Valdimarsdóttir frá Skúla sem óx upp við þrældóm en náði þeim sess að verða valdamesti mað- ur landsins um tíma og fékk við- urnefnið faðir Reykjavíkur. Hassim – íslenski Indverjinn, sem Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar, segir frá dreng sem var ættleiddur frá Indlandi til Íslands en íslenskt samfélag var þess ekki megnugt að tala við honum, styðja og hjálpa. Forlagið gefur út fimm ljóðabæk- ur á næstu vikum og eitt ljóðasafn. Þar er fyrst að nefna áttundu ljóða- bók Lindu Vilhjálmsdóttur sem ber heitið smáa letrið og geymir ljóð- myndir sem spegla samfélag og samtíma. Yrkisefnið í þriðju ljóða- bók Bubba Morthens, Rof, er æskan og Bubbi yrkir meðal annars yrkir um atburð sem hafði ómæld áhrif á unga sál og lýsir sálrænum afleið- ingum misnotkunar og leit að friði og sátt. Vammfirring heitir vísna- safn Þórarinn Eldjárn og í því er ort um stórt og smátt. Ellefti snertur af yfirsýn heitir ljóðabók Ísaks Harð- arsonar, ellefta bók hans, eins og nafnið ber með sér, en níu ár eru lið- in frá síðustu ljóðabók Ísaks. Sig- urbjörg Þrastardóttir sendir einnig frá sér ljóðabók og nefnir hana Hryggdýr. Í Sálumessu syngur Gerður Kristný messu yfir konu sem féll fyrir eigin hendi svo þjáning hennar og líf fái ekki að gleymast. Ljóðasafnið er svo Ljóð muna ferð sem geymir úrval úr öllum sextán ljóðabókum Sigurðar Pálssonar, sem lést á síðasta ári. Kristján Þórð- ur Hrafnsson valdi ljóðin og ritar jafnframt formála um skáldið og ljóðin. Eftirmála ritar Ragnar Helgi Ólafsson. Forlagið gefur einnig úr heild- arsafn verka Dags Sigurðarsonar sem heitir einfaldlega Ritsafn 1957- 1994. Í safninu eru allar útgefnar ljóðabækur Dags frá Hlutabréfum í sólarlaginu (1958) að Glímuskjálfta (1989) og einnig efni sem aðeins birt- ist í tímaritum, m.a. löng smásaga úr Forspili sem kom út 1958. Einnig er prentaður í fyrsta sinn óperutextinn Reköldin sem Dagur hafði nýlokið við þegar hann lést. Formála ritar Einar Ólafsson skáld. Skiptidagar Guðrúnar Nordal er persónulegt ferðalag um sögu Ís- lands og bókmenntir allt frá land- námi til okkar daga. Þar er spurt hvaða lærdóm við getum dregið af frásögnum aldanna um okkur sjálf og hvernig við getum miðlað þeim á nýrri öld. Forlagið gefur einnig út talsvert af bókum fyrir börn og ungmenni, þýddum og frumsömdum. Af frum- sömdum bókum má nefna Leika eft- ir Lindu Ólafsdóttur, sem teiknar einnig myndir í bókina, En við erum vinir eftir þá Hafstein Hafsteinsson og Bjarka Karlsson, en Hafsteinn var tilnefndur til Barnabókaverð- launa Reykjavíkur og Barna- og unglingabókaverðlauna Norð- urlandaráðs fyrir bókina Enginn sá hundinn, Maxímús Músíkús fer á fjöll eftir þau Hallfríði Ólafsdóttur og Þórarin Má Baldursson, sem seg- ir frá nýjum ævintýrum músarinnar músíkölsku, og nýja bók um Fíusól og Ingólf Gauk, Fíasól gefst aldrei upp, eftir Kristínu Helgu Gunn- arsdóttir, en bókaröðin um Fíusól er margverðlaunuð. Þau systkini Þórarinn Eldjárn og Sigrún Eldjárn semja saman bókina Ljóðpundara og eiga líka bækur hvort í sínu lagi. Áður er getið vísna- safns Þórarins, en bók Sigrúnar heitir Silfurlykillinn og segir frá systkinum sem nýflutt er með pabba sínum í skrítið og skemmtilegt hús sem heitir Strætó númer sjö. Í Nærbuxnaverksmiðjunni segir Arndís Þórarinsdóttir frá Gutta og Ólínu sem lenda í ævintýri í Brók- arenda þar sem lífið snýst um nær- buxur. Sigmundur Breiðfjörð Þor- geirsson myndskreytti. Lukkudýr íslenska landsliðsins, Henri, kemst í hann krappan í bókinni Henri rænt í Rússlandi eftir Þorgrím Þráinsson. Á árinu hafa komið út þrjár bæk- ur Ævars Þórs Benediktssonar og sú fjórða, Þitt eigið tímaferðalag, kemur út á næstu vikum. Þá kemur líka út ný bók Gunnars Helgasonar, fjórða Stellubókin sem heitir Siggi sítróna og fylgir í kjölfar Mömmu klikk, Pabba prófessors og Ömmu best. Einnig eru væntanlegar vís- indabækurnar Tilraunabók Vísinda- Villa eftir Vilhelm Anton Jónsson og Svarthol eftir Sævar Helga Braga- son. Rotturnar heitir bók Ragnheiðar Eyjólfsdóttur sem segir frá ung- mennum sem enda í sumarvinnu úti á landi, sumpart gegn vilja sínum, og fyrir röð tilviljana, að því er virðist, eru nokkur þeirra valin til að sinna verkefni við niðurníddan hálend- isskála sem á sér ískyggilegt leynd- armál. Í Ljóni Hildar Knútsdóttur segir frá Kríu, nýnema í MR. Þar þekkir hún engan en kynnist Elísabetu og þær verða miklar vinkonur. Þegar Elísabet finnur gamalt skrín í föld- um skáp fara þær að rannsaka und- arlegt mál stúlku sem hvarf spor- laust fyrir 79 árum, en fljótlega kemur í ljós að hvarf stúlkunnar gæti haft óvænta tengingu við líf Kríu. Ljónið er fyrsta bók í nýjum þríleik. Einnig gefur Forlagið út tvær matreiðslubækur: Beint í ofninn eft- ir Nönnu Rögnvaldsdóttur birtir uppskriftir af réttum sem stungið er í ofninn og sjá um sig sjálfir. Hvað er í matinn í kvöld? eftir Jóhönnu Vig- dísi Hjaltadóttur svarar þessari spurningu sem allir standa frammi fyrir á hverjum degi og gerir tillögu að kvöldmat fyrir öll kvöld vikunnar. Nokkrar bækur koma út sem flokkaðar eru sem bækur almenns efni, þar einna helst efnis bókin Flóra Íslands, blómplöntur og byrkningar, eftir þau Hörð Krist- insson, Jón Baldur Hlíðberg og Þóru Ellen Þórhallsdóttur. Í bókinni er öllum 466 tegundum flóru Íslands lýst en að auki er almennur hluti um plöntur. Myndir í bókinni eru eftir Jón Baldur Hlíðberg. arnim@mbl.is Frumsamin skáldverk og ljóð í úrvali Arnaldur Indriðason Hallgrímur Helgason Ragnheiður Eyjólfsdóttir Einar Kárason Linda Ólafsdóttir Auður Jónsdóttir Bubbi Morthens Eiríkur Örn Norðdahl Lilja Sigurðardóttir Linda Vilhjálmsdóttir Guðrún Nordal Sigrún Eldjárn Gerður Kristný Ísak Harðarson Sigurbjörg Þrastardóttir Ævar Þór Benediktsson Þorgrímur Þráinsson Þóra Kristín Ásgeirsdóttir Þórunn Valdimarsdóttir Þórarinn Eldjárn Nanna Rögnvaldsdóttir  Forlagið gefur út á þriðja tug nýrra skáldverka á árinu  Á annan tug íslenskra barnabóka vænt- anlegt  Heildarsafn skáldverka Dags Sigurðarsonar gefið út og ljóðasafn Sigurðar Pálssonar Kristín Helga Gunnarsdóttir Dagur Sigurðarson Hildur Knútsdóttir Leitar þú að traustu BÍLAVERKSTÆÐI Smiðjuvegur 30 (GUL GATA) | 200 Kópavogi Sími 587 1400 |www. motorstilling.is SMURÞJÓNUSTA < HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA TÍMAPANTANIR 587 1400 Við erum sérhæfðir í viðgerðum á amerískum bílum. Mótorstilling býður almennar bílaviðgerðir fyrir allar tegundir bíla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.