Morgunblaðið - 13.09.2018, Side 69

Morgunblaðið - 13.09.2018, Side 69
MENNING 69 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2018 VIÐTAL Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Komandi starfsár einkennist af frumsköpun í bæði dansi og tónlist,“ segir Erna Ómarsdóttir, listdans- stjóri Íslenska dansflokksins (Íd), og bendir til samanburðar á að undan- farin tvö ár hafi samtal milli dansins og myndlistar verið í brennidepli. „Heilt yfir legg ég áherslu á frum- sköpun og tilraunamennsku. Ég er oftast með margar hugmyndir að verkefnum í gangi, en tíminn til framkvæmda og útfærslu þarf að vera sá rétti,“ segir Erna og bendir á að ramminn markist af tíma jafnt sem fjárhag. „Ég fylgi ávallt inn- sæinu. Sumar hugmyndir þarf helst að framkvæma strax meðan aðrar þurfa tíma til að þróast og meltast.“ Nýverið bárust fréttir af því að Íd hefði haldið lokaðar áheyrnarprufur fyrir dansara fyrst í París og síðan Reykjavík þar sem alls 400 manns sóttu um fjórar lausar stöður. „Þetta var lærdómsríkt og áhugavert ráðn- ingarferli,“ segir Erna og viður- kennir að erfitt hafi verið að velja úr svo stórum hæfileikahópi danslista- manna en að fjöldi umsókna hafi þó komið sér ánægjulega á óvart. „Ekki síst í ljósi þess að við auglýstum áheyrnarprufurnar ekki mikið. Einn- ig var ánægjulegt hversu margir um- sækjenda höfðu séð bæði Black Mar- row og Sacrifice á hátíðum erlendis,“ segir Erna, en aðeins 5% umsækj- enda voru frá Íslandi. Gefandi að vinna með börnum Starfsárið hefst formlega á sunnu- dag þegar barnadanssýningin Óður og Flexa: Rafmagnað ævintýri snýr aftur á Stóra svið Borgarleikhússins. „Við sýndum fjórar sýningar á Listahátíð í Reykjavík í vor fyrir troðfullu húsi og því gaman að geta tekið sýninguna aftur upp,“ segir Erna og tekur fram að sér finnist já- kvætt að geta boðið ungum áhorf- endum að kynnast dansinum. „Við höfum á síðustu árum reglulega verið með barna- og ungmennaverkefni og langar til að geta gert meira af því, enda er þetta ekki síst ótrúlega gef- andi fyrir okkur,“ segir Erna og nefnir í því samhengi The Great Gathering eftir Ásrúnu Magnús- dóttur og Alexander Roberts í sam- vinnu við dansara Íd sem unnið var með hópi ungmenna á aldrinum átta til 16 ára og sýnt fyrst í Hörpu á Norður & niður og síðan á Eiðistorgi á Listahátíð í Reykjavík. Í hlutverkum Óðs og Flexu eru Hannes Þór Egilsson og Þyri Huld Árnadóttir, en með hlutverk raf- magnaða gestsins fer Ernesto Camilo Aldazabal Valdes. „Þetta er mjög falleg sýning eftir þau Hannes Þór og Þyri Huld í leikstjórn Péturs Ármannssonar með frábærri leik- mynd og búningum Sigríðar Sunnu Reynisdóttur og ljósahönnun Kjart- ans Darra Kristjánssonar,“ segir Erna og tekur fram að gaman sé að geta boðið skólabörnum á sýningar. „Einnig langar okkur að verða sýni- legri á landsbyggðinni með farand- sýningar,“ segir Erna. Undirliggjandi kvenorka Fyrsta frumsýning starfsársins nefnist Dísablót og verður 17. nóv- ember á Nýja sviði Borgarleikhúss- ins, en sýningin er hluti af sviðs- listahátíðinni Spectacular. Þar verða frumsýnd Verk nr. 1 eftir Steinunni Ketilsdóttur við tónlist Áskels Harð- arsonar og Pottþétt myrkur eftir Ernu Ómarsdóttur og Valdimar Jóhannsson við tónlist Sigur Rósar og Valdimars Jóhannssonar. „Verk okkar Valda sem þróaðist yfir í röð verka hefur verið í vinnslu og sýnt í ólíkum, hráum rýmum frá því við unnum fyrst að því fyrir Norð- ur & niður í fyrra,“ segir Erna og bætir kímin við: „Þegar Sigur Rós bauð okkur til samstarfs þá kom ekki annað til greina en að segja já.“ Myrkraverkaserían hófst sem fyrr segir á Norður & niður um áramótin þar sem frumgerðin var sýnd í Hörpu, vídeóverk var svo sýnt á Vetrarhátíð á tveimur risatönkum við hliðina á Marshallhúsinu og í vor var þriðja útfærslan unnin inn í rými Hafnarhússins fyrir Listahátíð í Reykjavík. „Það hefur verið gaman að þróa verkið yfir lengri tíma fyrir ólík rými og á ólíkum árstímum, sem aftur hefur haft bein áhrif á útkom- una,“ segir Erna sem hlakkar til að vinna lokaverkið inn í leikhúsrými í fyrsta skipti með sinni umgjörð í formi lýsingar, hljóðvinnu og sviðs- myndar. Spurð hvernig verk þeirra Stein- unnar kallist á svarar Erna: „Sem höfundar erum við, að ég held, frekar ólíkar en það eru samt einhverjir sameiginlegir snertifletir. Verk okk- ar búa til dæmis yfir ákveðinni undir- liggjandi kvenorku og þaðan kom samheiti sýningarkvöldsins. Steinunn hefur á síðustu árum haldið vinnusmiðjur úti um alla Evr- ópu með dönsurum, danshöfundum og fræðimönnum undir yfirskriftinni „expressions“. Þar hefur hún verið að vinna með virði og vald væntinga í dansi, skoða hvernig dansverk verð- ur til, hvaða væntingar áhorfendur hafa og hvers þeir vænta ekki og svo framvegis,“ segir Erna og bendir á að Verk nr. 1 sé hugsað sem fyrsta verkið í röð verka. „Við Steinunn eigum það sameig- inlegt að halda áfram að vinna með sama efni eða rannsóknarspurningu í röð verka og leyfum hlutunum að þróast úr einu verkefni yfir í annað. Stundum verður maður það ástfang- inn af einhverri hugmynd að mann langar til að halda áfram að þróa hana yfir lengi tíma og fara í marga hringi með hana í nokkrum ólíkum verkum. Ég lít ekki svo á að maður þurfi alltaf að byrja á einhverju glæ- nýju, enda erum við mótuð af fortíð okkar og fyrri sýningum sem geta átt sér framhaldslíf með nýju fólki í nýju samhengi. Mér finnst gaman að nálg- ast vinnuna svona og Steinunn er í svipuðum pælingum þó útfærslan sé önnur. Þetta er í raun endalaus rann- sóknarvinna sem klárast aldrei, þó maður geti hvílt efnið um tíma.“ Allir hafa sína sögu að segja Dagana 12.-16. desember verður danslistahátíðin Ice Hot haldin í Reykjavík. Opnunarsýning hátíð- arinnar verður Fórn á Stóra sviði Borgarleikhússins sem Íd frumsýndi fyrir hálfu öðru ári. „Skipuleggj- endur hátíðarinnar óskuðu eftir því að Fórn yrði opnunarsýningin. Það er frábært að fá þessa hátíð til Ís- lands, þó vissulega sé það ákveðið áhyggjuefni hversu fá danssvið eru í boði hérlendis og danssenan í raun húsnæðislaus,“ segir Erna. Um hvað syngjum við nefnist verk eftir belgíska danshöfundinn Pieter Ampe við tónlist Jacob Ampe sem Íd frumsýnir á Stóra sviði Borgarleik- hússins 8. febrúar 2019. „Pieter er vel þekktur í evrópsku og belgísku dans- senunni fyrir frumlegheit. Ég þekki hann frá fyrri tíð og hef fylgst með honum undanfarin ár. Á sviðslistahá- tíðinni Everybody’s Spectacular fyrir tveimur árum sýndi hann dúett sem mér fannst ótrúlega skemmtilegur,“ segir Erna sem þá þegar spurði Ampe hvort hann vildi vinna með Íd. „Í millitíðinni samdi hann frábært verk fyrir norska danshópinn Carte Blanche. Verk hans eru oft á tíðum mjög brútal líkamlega, húmórísk og mjög mannleg,“ segir Erna og bendir á að verk Ampe minni sig dálítið á einhvern óútskýranlegan hátt á Charlie Chaplin. Spurð í hvað titill verksins vísi rifj- ar Erna upp að þegar Ampe hélt í vor vinnusmiðju með dönsurum Íd hafi hópurinn á einhverjum tímapunkti farið að syngja. „Og þá vaknaði sú spurning um hvað við syngjum í dag. Athyglin hafi beinst inn á við og þá er fallegt að syngja spurningarnir sem við stöndum frammi fyrir. Meðal þeirra spurninga sem hópurinn velti fyrir sér er hvað ef við getum ekki tjáð hug okkar og hjarta með orðum og einnig hvort við þurfum svör við öllu,“ segir Erna og tekur fram að verkið muni fjalla um átta dansara sem verji drjúgum tíma saman og hafi allir sína sögu að segja. „Ég held að þetta verði mjög persónuleg sýn- ing þar sem dansararnir taka mikinn þátt í sköpuninni,“ segir Erna og bendir á að eitt af einkennum frum- sköpunar í dansi sé að hugmyndir að verki séu oft útfærðar og unnar í nánu samstarfi við dansara og geti farið í óvæntar áttir. „Þetta er þó nokkuð ólíkt vinnunni þegar lagt er af stað með fyrirfram skrifað hand- rit.“ Ný dúettadansröð hefst í vor Síðasta stóra frumsýning Íd verð- ur í Gautaborg vorið 2019, en þar er um að ræða nýtt verk sem unnið er í samvinnu við Gautaborgarsinfón- íuna. Aðspurð segir Erna að titill verksins og aðstandendur verði ekki kynntir formlega fyrr en í nóvember. Að lokum má nefna að Íd vinnur að dúettadansröð sem sýnd verður í Listasafni Reykjavíkur. „Það er allt- af mjög hressandi að fara öðru hvoru út úr leikhúsrýminu og sýna annars staðar. Undanfarin ár hefur verið einstaklega gefandi að vinna með Listasafni Reykjavíkur. Hugmyndin með röðinni er að gefa dönsurum tækifæri til að semja og velja sér samstarfsaðila utan við dansflokk- inn,“ segir Erna og tekur fram að nú þegar sé vinna hafin á tveimur dúett- um fyrir röðina sem sýndir verða vor- ið 2019. „Annars vegar er Aðalheiður Halldórsdóttir dansari að vinna með Kristínu Önnu Valtýsdóttur tónlist- arkonu. Hins vegar er Hannes Þór Egilsson dansari að vinna með Sögu Sigurðardóttur danshöfundi.“ „Frumsköpun í dansi og tónlist“  Óður og Flexa snúa aftur hjá Íslenska dansflokknum  Erna Ómarsdóttir listdansstjóri semur nýtt verk til frumsýningar í nóvember  Íd frumsýnir nýtt verk í samvinnu við Gautaborgarsinfóníuna Morgunblaðið/Hari Þróun „Það hefur verið gaman að þróa verkið yfir lengri tíma fyrir ólík rými og á ólíkum árstímum, sem aftur hefur haft bein áhrif á útkomuna,“ segir Erna Ómarsdóttir um Myrkraverkaseríu sína sem hófst á Norður & niður. Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • tengi@tengi.is Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi ALLT Í BAÐHERBERGIÐ FRÁ A TIL IFÖ Tengi hefur mikla og góða reynslu af IFÖ baðinnréttingum. IFÖ eru sænskar hágæðavörur sem framleiddar hafa verið allt frá 1936. ICQC 2018-20

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.