Morgunblaðið - 17.09.2018, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 17.09.2018, Qupperneq 1
Útgerðarfyrirtæki í Vestmannaeyj- um greiddu á síðasta fiskveiðiári, sem lauk 1. september síðastliðinn, vel yfir einn milljarð króna í veiði- gjöld sem var nærri tvöföldun frá árinu á undan. Það er íþyngjandi og treysta verður að ríkisstjórn og Al- þingi standi við gefin fyrirheit um lækkun þessara gjalda, segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Eyjum. Bent er á að viðsjár hafi verið á síðustu misserum í sjávarútveginum vegna sterks gengis íslensku krón- unnar. Lægra verð en oft áður hafi fengist fyrir af- urðirnar. Svo bætist veiðigjöld- in við og þau séu íþyngjandi. „Þessir pening- ar væru betur komnir hér í Eyj- um, þar sem þeir urðu til, en í ríkis- hítinni. Þennan landsbyggðarskatt verður að lækka,“ segir Íris sem telur mikil- vægt að heimamenn séu jafnan í ráð- andi stöðu þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um þeirra mál. Því sé til verulegra bóta að þegar nýr Herj- ólfur kemur á næstu misserum muni Eyjamenn sjálfir geta haft hönd í bagga með til dæmis tíðni ferða og gjaldskrá ferjunnar. Það sé mikil- vægt hagsmunamál fyrir byggðina, rétt eins og heilbrigðisþjónustan. Starfsemi á sjúkrahúsinu í Eyjum hafi verið skert mikið á síðustu árum og margvísleg starfsemi þar lögð af. Því vill bæjarstjórinn að verði snúið til baka. »6 Veiðigjöldin verða að lækka  Einn milljarður kr. í Eyjum  Fyrirheit um lækkun standi Íris Róbertsdóttir M Á N U D A G U R 1 7. S E P T E M B E R 2 0 1 8 Stofnað 1913  218. tölublað  106. árgangur  ÞRÓUN HUGMYNDA UM JESÚM KRIST Í NÝRRI BÓK FRUMSÝN- INGAR Í REYKJAVÍK TÍU DAGA FERÐ SMALA ÚR FLÓA OG AF SKEIÐUM LEIKHÚS 26, 27, 29 REYKJARÉTTIR 12SVERRIR JAKOBSSON 26 Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Forsvarsmenn vinnuveitenda og launþegahreyfingar hafa hist á óformlegum fundum að undanförnu og rætt kjarasamningana sem verða lausir í lok þessa árs. Þetta staðfestir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins, í samtali við Morgun- blaðið. Könnun VR á vilja fé- lagsmanna um áherslur í kjaraviðræðunum framundan leiðir í ljós að þeir vilja áherslu á styttingu vinnuvikunnar og launahækkanir sem gagnast lágtekju- og millitekju- hópum best. „Ég hygg að yfirvinnu- og álags- greiðslur séu eitt af þeim málum sem við þurfum að greiða úr í komandi kjaraviðræðum því þessar kjaravið- ræður munu snúast um hvernig við bætum lífskjör allra á Íslandi,“ segir Halldór. Hann leggur áherslu á að lífskjör séu samsett úr mörgum öðrum þátt- um en launahækkunum. Ísland sé nú þegar með næststystu vinnuvikuna í Evrópu. „Við þurfum að byrja á þeim enda að draga úr yfirvinnu og álags- greiðslum og yfirvinnutímum þar með. Þegar því er náð erum við kom- in á góðan stað til þess að geta stytt vinnuvikuna frekar. Millibilsástandið og það sem við getum náð saman um að mínu viti er að auka sveigjanleika á vinnumarkaðnum. Við höfum séð að sveigjanleiki hefur aukist á ís- lenskum vinnumarkaði, t.d. í skrif- stofuvinnu,“ segir Halldór og bætir við að sveigjanleiki á vinnumarkaði þyrfti að ná yfir allan vinnumarkað- inn ef slíkt ætti að bæta lífskjör allra landsmanna. Halldór segir að það veki eftirtekt sína að 9 af hverjum 10 félagsmönnum VR hafi ekki tekið þátt í könnun VR til undirbúnings kjarakröfum í komandi samningum. Undirbúa samninga  Forystumenn Samtaka atvinnulífsins og launþegahreyfingar eru byrjaðir að ræða óformlega saman um kjarasamningana sem verða lausir um næstu áramót MSamtalið hafið »4 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Eftir stöðugan uppgang á tónleika- markaðnum hér á landi í mörg ár virðist nú vera farið að kreppa að og erfiðara er að selja upp á tónleika er- lendra listamanna. Tvær ástæður virðast vera fyrir þróuninni. Annars vegar að tónleika- markaðurinn sé fullmettaður því hingað komi of margir erlendir lista- menn sem ekki nái að trekkja nægi- lega að. Hinsvegar að innlent tón- leikahald hefur vaxið mjög að umfangi og eru jólatónleikar dæmi um það. „Þetta offramboð er farið að hafa raunveruleg áhrif. Markaðurinn hef- ur breyst frá því að vera seljenda- markaður í kaupendamarkað. Það sést vel á því að það er alltaf enda- laust framboð á tónleikum og yfirleitt er ekki uppselt. Og ef það er uppselt þá er bætt við aukatónleikum,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson, fram- kvæmdastjóri Senu Live. Erfitt er að sjá annað en eitthvað láti undan og færri erlendir listamenn sæki Ísland heim á næsta ári. »16 Búist við færri sveitum Morgunblaðið/Hari Tónleikar Tveir liðsmenn Arcade Fire í Laugardalshöll.  Offramboð á tón- leikamarkaðnum Haustið er byrjað að setja lit sinn á Þingvelli. Eftir einstaka frostnætur er laufið á trjánum orðið skrautlegra, gult og rautt. Trén draga efni úr lauf- þekjunni niður í rætur til að undirbúa vöxt næsta árs, áður en laufið fellur. Ferðafólk sækir þjóðgarðinn heim allan ársins hring. Þeir sem eru með ljósmyndavélar og síma á lofti eiga von á góðu á þessum árstíma, litirnir skapa eftirminnilega stemningu. Haustið byrjað að setja lit á Þingvelli Morgunblaðið/Árni Sæberg  Bjarni Bene- diktsson, fjár- mála- og efna- hagsráðherra, blandaði sér í um- ræðu um lending- argjöld íslenskra flugfélaga með stuttri færslu á Twitter síðdegis á laugardaginn. „Fróðlegur gam- all leiðari í samhengi málefna dags- ins,“ skrifaði hann og lét fylgja með tengil á leiðarasíðu Morgunblaðsins frá 4. september 1980. Þar er að finna hvatningu til stjórnvalda hér á landi um að taka með sama hætti á lendingargjöldum Flugleiða og stjórnvöld í Lúxemborg höfðu þá þegar gert er þau felldu þau niður. Sama dag kom fram hér í blaðinu að WOW air skuldaði Isavia um tvo milljarða í lendingargjöld á Kefla- víkurflugvelli. Skúli Mogensen, for- stjóri WOW air, segir hins vegar að félagið hafi aldrei skuldað Isavia „yfir tvo milljarða“. Morgunblaðið reyndi að ná sambandi við fjár- málaráðherra til að fá skýringar á orðum hans en án árangurs. Ráð- herrann fer með eina hlutabréfið í Isavia ohf. og tilnefnir alla stjórnar- menn þess, fimm að tölu. »14 Fjármálaráðherra blandar sér í umræður um lendingargjöld flugfélaga Bjarni Benediktsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.