Morgunblaðið - 17.09.2018, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 17.09.2018, Qupperneq 2
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Deila Orka náttúrunnar er dótturfyrirtæki Orkuveitunnar. Vill kanna lögmæti uppsagnar  Hildur Björnsdóttir óskar eftir frekari gögnum vegna samskiptavanda fyrrv. framkvæmdastjóra ON Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og stjórnarmaður í Orkuveitu Reykja- víkur, hefur óskað eftir frekari upp- lýsingum og gögnum vegna fram- komu fyrrverandi framkvæmdastjóra Orku náttúrunn- ar, Bjarna Más Júlíussonar, gagn- vart öðru starfsfólki. Bjarna Má var sagt upp störfum sem framkvæmda- stjóra á miðvikudag. Orka náttúrunnar er dótturfyrir- tæki Orkuveitunnar og annast fram- leiðslu og sölu rafmagns. Að sögn Hildar vill hún fá úr því skorið hvort til- efni sé til að end- urskoða uppsögn Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi for- stöðumanns ein- staklingsmarkað- ar ON, í ljósi upplýsinga um framkomu framkvæmdastjórans í garð starfsmanna. „Ég vil til dæmis fá úr því skorið hvort uppsögn Ás- laugar Thelmu hafi verið lögmæt og málefnaleg, eða hvort sú staða sem komin er upp og framkoma Bjarna Más gagnvart henni, sem olli upp- sögn hans, varpi nýju ljósi á málið og hvort tilefni sé til að endurskoða uppsögnina,“ segir Hildur. Þá óskar hún eftir að upplýst verði hvort brugðist hafi verið samstundis við kvörtunum undan samskiptavanda Bjarna Más, eða hvort kvartað hafi verið undan vandanum í lengri tíma. „Vonandi mun stjórnin vinna með okkur í því, og ekki ástæða til að ætla annað,“ segir Hildur sem telur fulla ástæðu til að velta við fleiri steinum og sjá hvort ástæða sé til þess að skoða frekar vinnustaðamenningu Orkuveitu Reykjavíkur eða hvort þetta sé bara vandamál sem tengist einum einstaklingi. „Við þurfum að kanna hvort það séu fleiri tilfelli eða fleiri einstaklingar sem hafa lent í einhverju sambærilegu,“ segir Hild- ur en hún segir það hlutverk stjórn- ar Orkuveitunnar að sinna eftirlits- hlutverkinu og spyrja gagnrýninna spurninga. Ekki náðist í Brynhildi Davíðsdóttur, stjórnarformann Orkuveitu Reykjavíkur, eða Bjarna Bjarnason, forstjóra OR, við vinnslu fréttarinnar. Hildur Björnsdóttir 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2018 Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar 595 1000 Ath .a ðv er ðg etu rb re yst án fyr irv ar Pragraa. Clarion Congress Hotel Frá kr. 64.995 27. september í 4 nætur aaaa Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Veðurstofa Íslands hefur sent frá sér gula viðvörun vegna veðurs þar sem búist er við hvassviðri með rign- ingu eða snjókomu á miðvikudag og fimmtudag. „Á miðvikudag gengur í norðan 15-23 m/s, hvassast austast á landinu. Með norðanáttinni fylgir úrkoma norðan- og austanlands, frá Vestfjörðum og austur á Austfirði. Úrkoman verður á formi rigningar á láglendi, en slydda eða snjókoma ofan 200-300 metra yfir sjáv- armáli,“ segir m.a. í tilkynningunni. Þá geta vetr- araðstæður skapast á vegum, sérstaklega á fjallvegum. Á fimmtudag munu mörk rigningar og snjókomu svo lækka vegna langvarandi norðanáttar. „Vetraraðstæður geta því skapast á vegum með til- heyrandi samgöngutruflunum. Hyggilegt gæti verið að huga að skjóli fyrir búfénað,“ segir á vef Veðurstof- unnar. Teitur Arason, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni, segir í samtali við Morgunblaðið það ekki vera stórfrétt að það snjói í september þó að það gerist ekki á hverju ári. Hann segir það þó nokkuð óalgengt að það skelli á með hríð svo snemma hausts. Hann bendir einnig á að þótt hin gula viðvörun nái yfir landið allt þýði það ekki að sama veðrið verði alls staðar á landinu. „Kerfið virkar þannig að langt fram í tímann eru við- varanir ekki svæðaskiptar heldur er sett almenn lýsing á því hvað komi til með að gerast og gulri viðvörun lýst fyrir allt landið. Úrkoman er aðallega bundin við Norðurland en vind- urinn verður alls staðar.“ Snjókoma í kortunum  Gul viðvörun um landið  Varað við samgöngutruflunum Morgunblaðið/Eggert Kápa Gul viðvörun hefur verið gefin út vegna veðurs. Leikmenn Stjörnunnar úr Garðabæ fögnuðu Mjólkurbik- arnum með viðeigandi hætti eftir að þeir unnu nágranna sína í Kópavogsliðinu Breiðabliki í vítaspyrnukeppni eftir marka- lausan framlengdan leik á Laugardalsvelli í fyrradag. Fögn- uðurinn var enn meiri en ella vegna þess að þetta er fyrsti bikarmeistaratitill karlaliðs félagsins. » Íþróttir Morgunblaðið/Árni Sæberg Mjólkurbikarnum fagnað

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.