Morgunblaðið - 17.09.2018, Side 10

Morgunblaðið - 17.09.2018, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2018 VANTAR ÞIG STARFSFÓLK? Suðurlandsbraut 6, 108 Rvk. | SÍMI 419 9000 | info@handafl.is | handafl.is Við útvegum hæfa starfskrafta í flestar greinar atvinnulífsins Handafl er traust og fagleg starfsmannaveita með margra ára reynslu á markaði þar sem við þjónustum jafnt stór sem smá fyrirtæki. „Vel var tekið undir. Fólk er alltaf tilbúið í það, einhverjir voru komn- ir í glasið og það virkar hvetjandi,“ segir Skarphéðinn Einarsson, kór- stjóri Karlakórs Bólstaðarhlíð- arhrepps, sem var „ferða- mannafjallkóngur“ við stóðsmölun á Laxárdal og rekstri til Skrapa- tunguréttar. Hann lýsir stemning- unni þegar á þriðja hundrað hesta- menn komu saman við afréttar- girðinguna í Kirkjuskarði, áðu og nestuðu sig í mat og drykk. Mikil breyting hefur orðið á að- stæðum þau ár sem ferðafólki hefur verið boðið að taka þátt í rekstri stóðsins af Laxárdal. Þar voru mörg hundruð hross og fáir ferða- menn fyrstu árin en núna eru að- eins um 100 hross en vel á þriðja hundrað ferðamenn. Þá er stóð- réttadansleikur og fleira gert til að skemmta gestum. Smölunin gekk vel á laugardag sem og réttastörfin í Skrapatungu- rétt í gærmorgun. Skarphéðinn segir ekki annað hægt þegar veðrið sé jafngott og það var. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Halarófa Rekstrarfólkið er margfalt fleira en hrossin sem það er að reka af Laxárdal til réttar í Skrapatungu. Vel tekið undir í söngnum Skál Magnús Jósefsson í Steinnesi er með á glasi og býður félögum með sér. Hestamaður Þormar Kristjánsson, smiður á Blönduósi, lætur sig ekki vanta. BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Risarnir á dagvörumarkaði fara ólíkar leiðir þegar þeir selja versl- anir til að fullnægja skilyrðum sam- keppnisyfirvalda fyrir samruna við söluskála olíufélaganna. Hagar hafa þegar samið um sölu sinna verslana án þess að upplýst hafi verið hver kaupandinn er en N1 er með sínar rekstrareiningar og verslun Festar í opnu söluferli. Til að geta framkvæmt samruna Haga og Olís þurfa Hagar að selja Bónusverslanir við Hallveigarstíg, Smiðjuveg og Faxafen og Olís að selja fimm eldsneytisstöðvar og dagvörusöluna í söluskálanum í Stykkishólmi. Fram kom í frétt Ríkisútvarpsins að þegar hefðu verið undirritaðir samningar um sölu þessara rekstr- areininga og þeir bíða þess að Sam- keppniseftirlitið meti hæfi kaup- enda. Finnur Árnason, forstjóri Haga, vildi í samtali við RÚV ekki tjá sig um kaupendur en sagði að vonir stæðu til þess að söluferli yrði lokið um miðjan nóvember. Fram kemur í sátt Haga/Olís við Samkeppnisstofnun að tilgangurinn með sölu rekstrarins sé að eyða þeirri samkeppnisröskun sem leiðir af samruna fyrirtækjanna. „Skulu eignirnar aðeins seldar til aðila sem er til þess fallinn og líklegur að veita Högum og öðrum keppinaut- um umtalsvert samkeppnislegt að- hald,“ segir þar. Ekki er um marga aðila að ræða sem þetta orðalag gæti átt við, eink- um N1 sem nú er að yfirtaka Festi sem rekur Krónuna og fleiri versl- anir og Samkaup sem reka sam- nefndar verslanir, Nettó og fleiri verslanir. Eggert Þór Kristófersson, for- stjóri N1, segir að fyrirtækið hafi fengið þær skýringar þegar spurst var fyrir um þessar eignir að þær yrðu seldar í einum pakka og N1 gæti ekki keypt vegna bensínstöðv- anna sem fylgja með í sölunni. Skúli Skúlason, formaður stjórn- ar Samkaupa, neitar því að Sam- kaup hafi gert samkomulag um kaupin á verslunum Bónuss og segir að engar viðræður séu um það. Meira afgerandi orðalag Vegna samruna við Festi skuld- batt N1 sig til að selja 5 sjálfs- afgreiðslustöðvar sem það rekur undir vörumerkinu Dælan og Festi að selja rekstur verslunarinnar Kjarvals á Hellu. Sala þessara eigna er í opnu sölu- ferli sem Landsbankinn annast. Niðurstaða er ekki komin. Í sátt N1 og samkeppnisyfirvalda eru strangari skilyrði en í sátt Haga. Þar kemur fram að N1 skuli selja bensínstöðvarnar í einu lagi til nýs og óháðs aðila á eldsneyt- ismarkaði, fyrirtækis sem er til þess fallið og líklegt til að „veita N1 og öðrum keppinautum umtalsvert samkeppnislegt aðhald“. Skilyrðin fyrir sölu á Kjarvals- versluninni eru að kaupandinn skuli vera óháður N1 og til þess fallinn og líklegur til að veita umtalsvert sam- keppnislegt aðhald við sölu dagvara á svæðinu. Ljóst er að Hagar/Olís geta ekki verið meðal kaupenda, vegna skil- yrða samkeppnisyfirvalda. Sam- kaup koma til greina sem kaup- endur ásamt öðrum fyrirtækjum sem ekki eru tengd hinum tveimur stærstu. Þriðja stóra sameiningin á dag- vörumarkaði, kaup Samkaupa á 14 verslunum Basko verslana ehf., það er að segja verslunum 10-11 og Ice- land, er í ferli hjá samkeppnisyfir- völdum. Morgunblaðið/Golli Skilyrði Selja þarf þrjár verslanir Bónuss til aðila sem líklegur er til að veita Högum og öðrum kaupendum umtalsvert samkeppnislegt aðhald. Ólíkar aðferðir við sölu verslana og bensínstöðva  Ekki sagt frá kaupanda Bónusbúða Nokkrar umræður hafa verið um lokun Bónusversl- unarinnar við Hallveigarstíg og hvað kemur í staðinn. Dagur B. Eggertsson segist hafa upplýsingar um að þar verði rekin önnur verslun, „í sambærilegum rekstri“. Eins og fram kemur hér til hliðar hefur verslunin verið seld sem hluti af heildarpakka vegna samruna Haga og Olís. Þar mun ekki vera um að ræða sölu á húsnæðinu við Hallveigarstíg heldur framsal á leigu- samningi. Ekki hefur verið upplýst hver kaupandinn er. Dagur segist í Facebook-færslu hafa verið einn þeirra sem ráku upp stór augu þegar upplýst var að Bónusbúðinni yrði lokað. Hann segist hafa þær uppýsingar að verslunin verði rekin áfram í óbreyttri mynd þar til nýr aðili taki við. Áfram verður opin búð HALLVEIGARSTÍGUR Dagur B. Eggertsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.