Morgunblaðið - 17.09.2018, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.09.2018, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2018 GÓÐ HEYRN GLÆÐIR SAMSKIPTI! Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is Með þeim heyrist talmál sérstaklega vel vegna þess að þau þekkja tal betur en önnur tæki. Tæknin sem þekkir tal Nýju ReSound LiNX 3D eru framúrskarandi heyrnartæki ReSound LiNX3 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Í skýrslu sem Björn Már Svein- björnsson vann fyrir Orkustofnun um árangur borunar lághitaborhola á jarðhitasvæðum sem nýtt eru af hita- veitum á Íslandi voru tekin saman gögn um 446 borholur, boraðar á 65 jarðhitasvæðum á árunum 1928-2017. Af þessum holum heppnuðust 419, en 164 eru núna virkar vinnsluholur. Gögnin eru sótt í borholuskrá Orku- stofnunar og borskýrslur. Björn Már lést fyrr á þessu ári, en hann hafði meðal annars unnið skýrslur um háhitaborholur og sjóð- andi lághitaholur. Nýju skýrslunni er skipt niður eftir vinnslusvæðum þar sem fjallað er um borholur og vinnslu á hverju þeirra og aflgeta svæðisins er metin. Meðalaldur borholanna er 46,6 ár, en sú elsta var boruð í Laug- arnesi 1928 eða fyrir 90 árum. Jarðhiti til húshitunar Á heimasíðu Orkuveitunnar kemur fram að fyrsta holan var boruð við Þvottalaugarnar í Reykjavík, sem höfðu verið notaðar í áratugi til þvotta. Við borunina jókst vatns- streymið til yfirborðsins og náði 14 lítrum á sekúndu af 87°C heitu vatni. Í grein eftir Svein Þórðarson og Þorgils Jónasson um hitaveitur á Ís- landi segir að almenn skilgreining á jarðhitasvæðum sé að lághitasvæði séu þar sem hiti er minni en 150°C á um þúsund metra dýpi, en háhita- svæði þar sem hitinn er meira en 200°C á þúsund metrum. Jarðhita- svæðin í Reykjavík og Mosfellssveit eru lághitasvæði. Í greininni segir: „Fljótlega eftir að tekið var til við að kynda hús með kolum komu upp hugmyndir um að hagnýta jarðhitann til húshitunar. Tilraunir, sem gerðar voru, sýndu að slíkt var tæknilega framkvæman- legt og gat verið hagkvæmt. Stefán Jónsson, bóndi á Suðurreykjum í Mosfellssveit, leiddi vatn úr hver í bæ sinn 1908 og 1911 beislaði Erlendur Gunnarsson, bóndi á Sturlureykjum í Borgarfirði, gufuhver til húshitunar. Ekki síst var ýmsum ofarlega í huga hversu mikið fé Reykvíkingar gætu sparað ef bærinn yrði hitaður með hveravatni auk þess sem slík upphit- un væri „hollari“ en með kolum. Fyrstu þrjá áratugi tuttugustu ald- ar var allmikið rætt um að beisla jarð- hitann og nýta hann í þessu skyni en einnig til að framleiða rafmagn. Haustið 1930 tók svokölluð Lauga- veita til starfa í Reykjavík. Úr henni varð til Hitaveita Reykjavíkur, nú Orkuveita Reykjavíkur, en uppvaxt- arár hennar voru ekki án erfiðleika. Þau einkenndust lengi af vatnsskorti svo að hitaveitan stóð ekki öllum íbú- um bæjarins til boða. Hún náði ekki að dafna sem skyldi af þeim sökum og ekki bætti úr skák að bæjarbúum fjölgaði ört. Íbúafjöldinn hafði tvö- faldast um miðja öldina og ríflega það. Þá gerðu ýmis tæknileg vanda- mál mönnum lífið leitt …“ segir í greininni. Samkvæmt skýrslu Björns Más var meðalaldur virkra vinnsluhola 32,9 ár. Meðaldýpt holanna var 752,3 m, en sú dýpsta var 3.085 metrar. Reykir í Mosfellsdal var metinn vera öflugasta vinnslusvæðið, eða um 367 MWth (megavött í varma) þegar mið- að er við nýtingu vatns niður að 35°C, en heildaraflgeta svæðanna sem skoðuð voru í skýrslunni var 1.770 MWth. Dýpsta borholan er hins veg- ar á háhitasvæði á Reykjanesi og er hún 4.600 metrar. Sú hola er hluti af svokölluðu djúpborunarverkefni, IDDP. Upplýsingar um borholur hafa ver- ið skráðar í sérstaka borholuskrá á Orkustofnun, áður Raforkumála- skrifstofunni, um áratuga skeið. Fyrst var um að ræða verkefni Sig- urðar Steinþórssonar (1899-1966), en frá 1973-2014 var verkefnið á borði Þorgils Jónassonar. Upplýsingar um borverk og þar með borholur hafa verið skráðar í gagnagrunn stofnun- arinnar frá júlí 1989. 3,4 metra borhola 1755 Þann 16. október 2015 voru skráð- ar í borholuskrá OS upplýsingar um alls 13.518 borholur á Íslandi. Árlega eru boraðar nokkrar holur og gæti fjöldinn nú verið nálægt 14 þúsund. Elsta skráða borholan í skránni er frá leit að köldu vatni í Vatnsmýrinni vet- urinn 1904 til 1905. Jarðbor mun hins vegar hafa verið notaður í fyrsta sinn hér á landi í Laugarnesi við Reykjavík, 12. ágúst 1755. Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson stóðu að þessum borunum og voru að rannsaka jarðhita. Borinn var frá danska vísindafélaginu. Fyrsta borholan var 3,4 metra djúp, sam- kvæmt því sem fram kemur í sam- antekt Jónasar Ragnarssonar um Daga Íslands. Fyrsta hitaveitu- holan við Þvotta- laugarnar 90 ára  Skýrsla um lághitaborholur  Reyk- ir í Mosfellsdal öflugasta vinnslusvæðið Borholur eru ýmist í eigu orkufyrirtækja, sveitarfélaga, ríkisins eða einkaaðila. Nýting þeirra er með ýmsum hætti og tengist hún meðal ann- ars hitaveitum, vatnsveitum, jarðgangagerð, stíflustæðum og und- irstöðum mannvirkja svo eitthvað sé nefnt, að því er fram kemur í inn- gangi að borholuskrá á heimasíðu Orkustofnunar. Þar flokkast borholur á eftirfarandi hátt: gufuöflun, heitavatnsöflun, hitastigulshola, rannsóknahola, sjótaka, virkjanarannsóknir, kaldavatns- hola, niðurdælingarhola, písahola, jarðskautshola, gullleit, mann- virkjagerð, skolvatnshola og leitarhola. Nýting með ýmsum hætti BORHOLUR FLOKKAÐAR Þvottalaugarnar Laugaveitan var undanfari Hitaveitu Reykjavíkur og síðan Orkuveitunnar. Morgunblaðið/Kristinn Grafarholt Heitavatnstankar efst á hæðinni. Myndin er tekin um aldamót þegar hverfið var í byggingu. 1971 voru 98% Reykvíkinga tengd hitaveitu. Ljósmynd/OR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.