Morgunblaðið - 17.09.2018, Side 21

Morgunblaðið - 17.09.2018, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2018 Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Ýmislegt Allir herraskór á 5.990kr Lítið eftir í hverri stærð Stærðir sem eftir eru: 39, 40, 41, 42, 45 og 46 Laugavegi 178, sími 551 2070. Opið mán. - fös. kl. 10–18, Laugardaga kl. 10 - 14 Bátar      Flatahrauni 25 - Hafnarfirði Sími 564 0400 www.bilaraf.is Mikið úrval í bæði 12V og 24V. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Stofnað 1986 • Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 696 0042, Húsviðhald Hreinsa þakrennur, laga ryð á þökum og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi Opin vinnustofa kl.9:00-12:30 - Útskurður og félagsvist kl.13:00-15:30 - Kaffið á sínum stað milli kl.14:30-15:20. Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-16. Leikfimi með Maríu kl. 9. Ganga um nágrennið kl. 11. Handavinna með leiðb. kl. 12:30-16. Félagsvist með vinningum kl. 13. Myndlist með Elsu kl. 16-20. Opið fyrir úti- og innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. s: 535-2700. Boðinn Félagsvist kl. 13.00. Myndlist kl. 13.00. Vatnsleikfimi kl. 14.30. Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Upplestur kl.10.10. Boccia kl.13.30. Kaffiveitingar kl.14.30. Allir velkomnir! Félagsmiðstöðin Vitatorgi Morgunkaffi 9-10. Núvitund í handverk- stofu 2 hæð 10:30-11:30. Hjúkrunarfræðingur með viðveru 10:00- 11:30. Bókabíllinn á svæðinu 13:10-13:30. Handaband skapandi vinnustofa í handverkstofu í umsjón textílhönnuða. Söngstund við píanóið með Sigríði Nordquist kl. 13:30-14:15, frjáls spilamennska 13- 16:30. Línudans í setustofu frá 15-16 - 500 krónur skiptið. Söguhópur frá 16:00-16:30. Verið velkomin. Garðabæ Vatnsleikf. Sjál. kl.7:30 /8:15 /15:15. Kvennaleikf. Sjál. kl. 9:30. Liðstyrkur . Sjál kl. 10:15. Kvennaleikf. Ásg. Kl.11:15. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10:00. Bridge í Jónshúsi kl. 13:00. Saumanámskeið í Jónshúsi kl: 14:10. Smiðja Kirkjuhvoli opin kl. 13:00 – 16:00 allir velkomnir. Zumba í Kirkjuhvoli kl: 16:15 Gerðuberg Opin Handavinnustofan kl 08:30-16:00. Útskurður m/leiðb. kl. 09:00-16:00. Línudans kl. 13:00-14:00. Kóræfing kl. 14:30- 16:30 Leikfimi maríu kl. 10:00-10:45. Leikfimi Helgu Ben 11:00-11:30. Allir velkomnir. Gjábakki kl. 9.00 Handavinna, kl. 9.00 Boccia, kl. 9.30 Postulínsmálun, kl. 10.50 Jóga, kl. 13.15 Canasta. Gullsmári Postulínshópur kl 9.00, Jóga kl 9.30, handavinna / Bridge kl 13.00, Jóga kl 17.00, Félagsvist kl 20.00 Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá 8-16, blöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, jóga með Carynu kl. 9, útvarpsleikfimi kl.9.45, jóga með Carynu kl. 10 og hádegismatur kl. 11.30. Tálgun og frjáls spilamennska kl. 13, liðleiki á stólum og slökun með Önnu kl. 13.15 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Korpúlfar ´Ganga kl. 10 frá Grafarvogskirkju og Borgum. Félagsvist hefst kl. 13 í dag, matarþjónusta og kaffiþjónusta. Minnum á kynning- arhátíðina á miðvikudaginn 19. sept. fróðleikur, gleði og gaman. Vo- numst til að sjá ykkur sem flest með gleði í hjarta. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl.8.30, morgunleikfimi kl.9.45, upplestur kl.11, trésmiðja kl.13-16, ganga m.starfsmanni kl.14, bíó á 2.hæð kl.15.30.Uppl í s.4112760. Seltjarnarnes Gler neðri hæð Félagsheimilisins við Suðurströnd kl. 9. og 13. Leir Skólabraut kl. 9. Billjard SElinu kl. 10. Krossgátur og kaffi í króknum kl. 10.30. Jóga Skólabraut kl. 11. Handavinna Skólabraut kl. 11. Vatnsleikfimi sundlauginni kl. 18.30. Á morgun þriðjudag leggjum við af staði í "óvissuferðina" kl. 9.30. Farið frá Skólabraut með viðkomu í kirkjunni, Nánari uppl. í síma 8939800. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10 – 16. Heitt á könnunni frá kl. 10 – 11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30 – 12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Spiluð er félagsvist sem byrjar kl. 13.15. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30 – 15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er: 568-2586. Stangarhylur 4, ZUMBA Gold kl. 10.30. STERK OG LIÐUG leikfimi kl. 11.30, Tanya leiðir báða hópanna. Rað- og smáauglýsingar     ATVINNA mbl.is ✝ Hulda IngerKlein Krist- jánsson fæddist í Reykjavík 29. ágúst 1923. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Seljahlíð hinn 4. september síðast- liðinn. Foreldrar henn- ar voru Jóhannes Carl Klein, dansk- ur kjötiðnaðarmaður, kaup- maður og bryti, f. 24. febrúar 1887, d. 30. júlí 1982, og Elín Þorláksdóttir frá Ísafirði, f. 20. ágúst 1890, d. 26. nóvember 1925. Systkini Huldu voru Anna Margrethe Klein, f. 14. júní 2017, d. 8. október 1921, Carl Georg Klein, f. 30. apríl 1919, d. 13. apríl 1952, hún á þrjú börn. 4) Brynja, f. 22. janúar 1954, maki Rúnar Gíslason, þau eign- uðust fjögur börn, eitt þeirra er látið. 5) Pálmey f. 15. maí 1959, hún á þrjú börn. 6) Hjördís f. 4. febrúar 1963, hún á tvö börn. Auk þessara 17 barnabarna átti Hulda 22 barnabarnabörn. Hulda missti móður sína að- eins tveggja ára gömul og fór þá í fóstur til móðursystur sinn- ar Margrétar í fáein ár þar til faðir hennar kvæntist Sylvíu Þorláksdóttur, flutti hún þá til þeirra. Hulda giftist Jóhanni ár- ið 1949, en hann var kjötiðn- aðarnemi hjá föður hennar. Þau hófu búskap sinn í Reykjavík, en eftir að þau stofnuðu Borg- arbúðina í Kópavogi fluttu þau þangað og bjuggu þar síðan. Eftir lát Jóhanns flutti Hulda í Sunnuhlíð í Kópavogi, en síð- ustu þrjú árin bjó hún í Selja- hlíð. Útför Huldu fer fram frá Digraneskirkju í dag, 17. sept- ember 2018, og hefst athöfnin klukkan 11. 22. desember 1999, og Jens Christian Klein, f. 13. nóv- ember 1920, d. 31. júlí 2013. Fóstur- og uppeldisbræður Huldu voru Gústaf Kristjánsson, f. 22. febrúar 1918, d. 14. desember 1978, og Kristján Krist- jánsson, f. 15. ágúst 1920, d. 9. nóv- ember 1988. Eiginmaður Huldu var Jó- hann Eyjólfur Kristjánsson, f. 30. júlí 1926, d. 5. janúar 2003. Börn þeirra eru sex: 1) Sophus Valdimar, f. 18. mars 1948, maki Áslaug Ingólfsdóttir, Sophus á tvö börn. 2) Ottó Ragnar, f. 1. ágúst 1950, hann á þrjú börn. 3) Elín Margrét, f. Í dag kveðjum við móður okkar, Huldu Klein, en hún dó 4. september eftir langt og far- sælt líf. Nú þegar komið er að leið- arlokum þyrpast minningarnar að og margs er að minnast. Mamma var fædd árið 1923 og mátti því muna tímana tvenna í þjóðlífinu. Ung fór hún að vinna fyrir sér, og einnig eftir að hún giftist og fór að búa tók hún virkan þátt í at- vinnulífinu. Eftir að fjölskyldan flutti í Kópavoginn, sem þá var að byggjast upp, var oft mikið líf og fjör í Skólagerðinu hjá okkur. Mamma lét þetta allt yf- ir sig ganga og sýndi mikla þolinmæði gagnvart okkur systkinunum og vinum okkar. Minnisstæðar eru ferðirnar upp í gamla sumarbústaðinn í Selsundinu, en þangað fór mamma með okkur krakkana í „frí“. Þar var hvorki rafmagn né heitur pottur. Pabbi ók okk- ur á laugardegi austur og svo fór hann suður á sunnudeginum því þetta var löng dagleið í þá daga. Og svo sótti hann okkur viku eða hálfum mánuði síðar. Mikil spenna var hvort það þyrfti að ýta bílnum upp Stein- krossbrekkuna. Og alltaf var komið við hjá systkinunum í Koti. Núna skreppur maður þetta á örskotsstund. Mamma var hálf dönsk og frekar stolt af því. Hún var mjög félagslynd og var í mörg- um félögum og klúbbum, meðal annars í Dansk kvindeklub og var hún þar um tíma í stjórn. Henni þótti mjög gaman af því að spila og voru þær nokkrar danskar vinkonur sem hittust reglulega alveg fram til hins síðasta og spiluðu saman, hlakkaði hún alltaf mikið til þeirra stunda og var sú spila- mennska tekin mjög alvarlega. Við kveðjum móður okkar með þakklæti fyrir liðnar stundir. Blessuð sé minning hennar. Ottó, Sophus, Hjördís, Pálmey, Elín og Brynja. Tengdamóðir mín, Hulda Klein, er látin eftir langt og farsælt lífshlaup. Leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir fjörutíu og fimm árum. Þá kom hún til Þýskalands að halda upp á fimmtugsafmæli sitt og ég var nýbyrjaður að skjóta mér í dóttur hennar. Hún tók mér strax vel og lagði grunninn að traustri og góðri vináttu okk- ar. Hulda var mikill dugnaðar- forkur, sá um stórt heimili en fann sér jafnframt tíma til að koma að rekstri Borgarbúðar- innar í Kópavogi um áratuga skeið ásamt eiginmanni sínum Jóhanni Kristjánssyni kaup- manni. Faðir hennar var Jó- hannes Carl Klein, danskur maður sem flutti til Íslands í upphafi aldarinnar og var kunnur matvörukaupmaður í Reykjavík. Dönsk áhrif frá uppvaxtarárunum einkenndu Huldu alla tíð. Hulda lagði mikla rækt við fjölskyldu sína og vini. Hún hélt góðu sam- bandi við skólasystur sínar frá Staðarfelli og Urturnar, fé- lagsskapur nokkurra skáta- mæðra úr Kópavogi, var henni einkar kær. Hittust þær vin- konur reglulega um langt ára- bil sér til mikillar ánægju. Á unglingsárum fór Hulda til sumardvalar á Rangárvöllum og átti þar góðar stundir. Faðir hennar eignaðist jörðina Sel- sund við Heklurætur og byggði þar lítinn sumarbústað sem fjölskyldan hafði afnot af. Á áttunda áratugnum reistu Hulda og Jóhann sumarbústað í landi Selsunds og áttu þar margar góðar stundir með börnum sínum og vinum. Þær lifa í minningunni. Það ríkti ekki lognmolla í kringum Huldu. Hún hafði gaman af að ferðast og heim- sótti börn og barnabörn í út- löndum fram undir nírætt. Á seinni árum þegar ellin sótti á og heilsunni hrakaði naut hún þess að fylgjast með helstu við- burðum íþróttanna í sjónvarpi og þá sérstaklega handbolta og fótbolta. Dagsferð til Reykja- víkur fyrir nokkrum árum er mér einkar eftirminnileg. Ferð- inni lauk ég um kvöldið í Sunnuhlíðinni hjá Huldu. Sam- an horfðum við á stórleik Bo- russia Dortmund og Real Ma- drid í Meistaradeildinni, hún ekki minna spennt en ég. En samverustundirnar verða ekki fleiri. Hulda kvaddi sína nán- ustu sátt við lífið og lést 4. september síðastliðinn. Ég kveð Huldu með söknuði og þakklæti. Blessuð sé minn- ing hennar. Rúnar. Elsku duglega amma mín, Mikið er ég glöð að þú ert komin með hvíldina þína, þú ert nú búin að bíða eftir henni svo- lítið lengi. Þú náðir að verða 95 ára og mikið erum við öll glöð með það. Þrátt fyrir ótrúlega mikla vinnu alla ævi með ónýtu hnén þín gleymdir þú aldrei húm- ornum, varst alltaf svo lífsglöð, dugleg og sennilega af því að þú varst auðvitað hálf dönsk og Danir eru svo skemmtilegir. Ég elskaði að koma í Skóla- gerðið á aðfangadag, húsið ilm- aði af rauðkálinu sem hafði mallað allan daginn og svína- steikin í ofninum, og já þú gerðir bestu sósu með svína- kjöti sem ég hef smakkað, takk fyrir það, en ég fékk reyndar aldrei uppskriftina. Þú hafðir ótrúlega mikinn áhuga á að horfa á handbolta og fótbolta í sjónvarpinu og fylgdist alltaf með öllum leikj- um af innlifun og ég hafði gam- an af því að þú fylgdist alltaf með þegar ég var að spila. Svo langar mig bara að þakka fyrir: Yndislegu kruðubollurnuar í Skólagerðinu. Bílferðirnar á Volkswagen- bjöllunni þinni. Besta lafskáss í heimi. Allar sundferðirnar, hvort sem það var þegar þú dröslaðir mér með þér í Sundlaug Kópa- vogs kl. 7 á morgnana í útiklef- ann eða þegar ég fór með þér og afa Laugardalslaugina um helgar. Eins var svo dásamlegt að alla þína tíð mundir þú eftir að hringja í alla þína afkomendur á afmælisdaginn. Ég og strákarnir mínir send- um þér eitt stórt faðmlag og þökkum fyrir allt sem þú varst okkur. Þín Sigfríður. Brosmild, skemmtileg og skarpgreind var hún Hulda Klein. Þakklæti er ofarlega í huga fyrir að fá að vera sam- ferða henni um stundarsakir. Það var alltaf tilhlökkun að fá hana í mat á gamlárskvöld. Hún var hrókur alls fagnaðar sagði sögur og lék á als oddi. Við borðuðum, skáluðum og settum upp hatta og hún talaði um gömlu konuna við borðið sem var henni fimm árum yngri, okkur til mikillar kát- ínu. Ófáar eru heimsóknir okk- ar í bústaðinn við Heklurætur og vorum við ævinlega vel- komnar á þessar æskuslóðir Huldu. Hulda hafði einstakan hæfi- leika, sem var að ala upp börn til sjálfstæðis. Þessi eiginleiki hefur erfst í kvenlegg að minnsta kosti, því þeir afkom- endur sem við þekkjum vel eru sérstaklega sjálfstæðir, sjálfs- öruggir og duglegir. Dugnaðinn erfa þau eflaust frá Huldu og Jóa, en þau voru bæði harð- dugleg og ráku Jóabúð, síðar Borgarbúðina í Kópavogi, af mikilli elju. Hulda var röggsöm og góður stjórnandi og hún var fljót að hemja ærslalæti ung- linga sem stundum héngu í búðinni. Hulda treysti sér ekki til að taka þátt í gamlársgleðskapn- um í miðbænum síðastliðin tvö ár, ekki vegna þess að hana langaði ekki, því kollurinn var í góðu lagi en líkaminn orðinn lú- inn. Við munum minnast Huldu við borðhald á gamlárskvöld næstu ár og drekka hennar skál í dönsku ákavíti. Hvíl í friði, kæra vinkona. Hanna María og Sigurborg (Bogga). Hulda Inger Klein Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.