Morgunblaðið - 17.09.2018, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 17.09.2018, Qupperneq 23
við stjórn könnunnarjeppanna Spirit og Opportunity sem lentu á yfirborði Mars 2004; stjórn þróunar hugbún- aðar til að stýra sólarorkusöfnurum Alþjóðlegu geimstöðvarinnar, og stjórn stórra verkefna til að þróa og hagnýta gervigreind í geimferðum. Ari Kristinn gekk til liðs við Há- skólann í Reykjavík árið 2007, gegndi fyrst stöðu forseta tölvunarfræði- deildar en tók síðan við embætti rekt- ors í byrjun árs 2010. Ari Kristinn fékk fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir störf hjá NASA, s.s. NASA Ames Research Center Honor Award, fyrir störf tengd Deep Space One; NASA Ad- ministrator’s Award, fyrir þróun hug- búnaðar fyrir Marsferðir, og tvisvar „Space Act Award“, annars vegar fyrir vinnu við Marsferðir og hins vegar Alþjóðlegu geimstöðina. Þá hefur hann fengið ýmsar við- urkenningar fyrir rannsóknir, s.s. Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs, 2008, og verðlaun fyrir áhrifamestu grein á hans undirsviði gervigreindar, „Planning in Inter- planetary Space: Theory and Prac- tice“, sem birtist árið 2000. Ari Kristinn hefur unnið mikið að nýsköpun og frumkvöðlastarfi. Hann er stjórnarformaður Videntifier Tec- hnologies frá 2008 en fyrirtækið þró- ar hugbúnað til að bera kennsl á myndefni og seldi nýlega afnotaleyfi til Facebook. Hann hefur setið í stjórn Kara Connect frá 2016, í stjórn Icelandic Startups (áður Klak og Inn- ovit) frá 2009, stýrði samstarfsverk- efni með MIT um eflingu umhverfis nýsköpunar á Íslandi 2016-18 og hef- ur setið í vísinda- og tækniráði frá 2009. Ari Kristinn ferðast mikið, innan- lands og utan, og í tengslum við ferðalög hefur þróast hjá honum áhugi á ljósmyndum: „Ég hef einnig alltaf haft brennandi áhuga á flugi, lærði að fljúga á Íslandi og síðan í Bandaríkjunum, er að vísu ekki virk- ur flugmaður í dag en fylgist vel með í tækni og rekstri flugsins.“ Fjölskylda Eiginkona Ara Kristins er Sarah Julia Herrmann, f. 6.10. 1972, heima- vinnandi. Foreldrar hennar eru hjón- in Carl Herrmann og Christine Herr- mann sem búa í Kaliforníu. Synir Ara Kristins og Sarah Juliu eru Jón Eiríkur Arason, f. 22.12. 2003, nemi í Hafnarfirði, og Leifur Finnian Arason, f. 28.8. 2010, nemi í Hafnarfirði Systkini Ara Kristins: Þorsteinn Gunnar Jónsson, f. 7.5. 1971, bóka- safnsfræðingur áAkureyri; Stefán Guðnason, f. 26.5. 1984, verk- efnastjóri símenntunar á Akureyri; Ingibjörg Guðmundsdóttir, f. 15.1. 1971, hjúkrunarfræðingur í Hafn- arfirði; Ragnhildur Guðmundsdóttir, f. 8.5. 1977, kaupmaður í Garðabæ, og Þröstur Þór Guðmundsson, f. 5.5. 1980, lögmaður á Seltjarnarnesi. Foreldrar Ara Kristins eru Jón Kristinn Arason, f. 12.3. 1946, prófessor emeritus, búsettur í Hafnarfirði, og Jóna Lísa Þorsteins- dóttir, f. 21.5. 1946, prestur á Akur- eyri. Þau skildu. Kona Jóns er Sigrún Kristinsdóttir en Jóna Lísa giftist Vigni Friðþjófssyni sem lést 1997. Úr frændgarði Ara Kristins Jónssonar Ari Kristinn Jónsson Elísabet Sigríður Friðriksdóttir húsfreyja og kennari á Siglufirði og Akureyri Þorvaldur Sigurðsson kaupmaður og bókhaldari á Siglufirði og Akureyri Soffía Þorvaldsdóttir húsfr. og verslunarm. á Akureyri Jóna Lísa Þorsteinsdóttir prestur á Akureyri Þorsteinn Gunnar Williamsson húsasmiður á Ólafsfirði og Akureyri Jónína Lísbet Daníelsdóttir húsfr. í Ólafsfirði Jón Kristinsson b. og listamaður í Lambey í Fljótshlíð Gunnar Rafn Jónsson fv. yfirlæknir Þórhildur Jónsdóttir grafískur hönnuður Sveinn Arason fv. ríkisendurskoðandi Þórhallur Arason fv. skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu Anna Björg Aradóttir sviðsstjóri hjá Landlæknisembættinu Rósa Williams- dóttir húsfreyja í Rvík Margrét Gunnarsdóttir hjúkrunarfr. í Rvík Daði Már Kristófersson forseti félagsvísindadeildar Háskóla Íslands Ágústa Kristófersdóttir forstöðumaður Hafnarborgar William Þorsteinsson útgerðarmaður og bátasmiður í Ólafsfirði Kristinn Stefán Þorsteinsson deildarstj.KEA á Akureyri Gunnlaugur Páll Kristinsson fræðslufulltr. , fréttaritari RÚV og ljósmyndari á Akureyri Kristín Gunnlaugsdóttir myndlistarmaður Þorvaldur Þorsteinsson listamaður og rithöfundur Kristbjörg Sveinsdóttir húsfr. á Vopnafirði, Djúpavogi og Húsavík Þórhallur Sigtryggsson kaupfélagsstjóri á Djúpavogi og Húsavík Þorbjörg Þórhallsdóttir íþróttakennari og húsfr. á Djúpavík, Húsavík, Patreksfirði og Rvík Ari Kristinsson lögfr. og sýslum.Barðstrendinga, á Húsavík og Patreksfirði Guðbjörg Óladóttir kaupm. og húsfreyja á Húsavík Kristinn Jónsson kaupmaður á Húsavík Jón Kristinn Arason prófessor Hafnarfirði ÍSLENDINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2018 Íslenskt einangrunargler í nýbygginguna, sumarbústaðinn eða stofugluggann. Fagleg ráðgjöf og öruggur afhendingartími. Smiðjuvegi 2, Kópavogi – sími 4889000– samverk.is 95 ára Björgvin Alexandersson Guðný Ásgeirsdóttir 90 ára Eiríkur Runólfsson Lára Vilhelmsdóttir Theódóra Steffensen 85 ára Ása Guðmundsdóttir Kristín Bjarnadóttir Margrét Magnúsdóttir Ragnhildur Einarsdóttir 80 ára Bára Helgadóttir Karl Reynir Guðfinnsson Sigríður Adda Ingvarsdóttir Þorsteinn Rúnar Sörlason 75 ára Guðjón Pálsson Hubert W. Januszewski Sif Aðalsteinsdóttir Þorvaldur Ágústsson 70 ára Bertha Ragnh. Langedal Björgvin Halldórsson Jóhann Þ. Bjarnason Kristján Páll Þórhallsson Manfreð Jóhannesson Sigrún Sigurjóna Ívarsd. Sigurður Þórarinsson Trausti Gunnarsson 60 ára Elín María Karlsdóttir Kristinn Sigurður Gylfason Linda Elíasdóttir Páll Sigurðsson Rut Friðfinnsdóttir Þór Þorláksson 50 ára Ari Kristinn Jónsson Ásgrímur K. Petersson Brynja Scheving Dagbjört Ósk Steindórsd. Elín Rós Hansdóttir Emma Heiðrún Birgisdóttir Erla Elísabet Sigurðardóttir Guðrún Pálína Haraldsd. Jóhanna I. Grétarsdóttir Kristín Kristófersdóttir Penafrancia Íris Hauksson Rosa M.G. Rodrigues Sigita Volodkiene Sigurbjörg Kristmundsd. Þráinn Maríus Ingólfsson 40 ára Alger Perez Capin Arnþrúður Ingólfsdóttir Elfa María Magnúsdóttir Kristín Berta Guðnadóttir Ólafur Gunnar Jónsson Óli Ragnar Kolbeinsson Reynir Freyr Bragason Reynir Hrafn Stefánsson Sigtryggur V. Herbertsson Stefán Þór Sigurbjörnsson Sylwester Adamczyk 30 ára Andri Óttarsson Angel Mariano Contel Bjarki Garðarsson Gauti Ásgeirsson Hafdís Halldórsdóttir Hjördís Olga Guðbrandsd. Ingibjörg Sigurgeirsdóttir Ingólfur Örn Hallgrímsson Jana Maren Óskarsdóttir Kristín María Kristinsdóttir Kristlaug Elín Gunnlaugsd. Lukasz Kostrzewski Paulina Garcia Romero Raivis Anspoks Sinan Guzel Sólrún Mary Gunnarsdóttir Sveinn Þorleifsson Til hamingju með daginn 30 ára Andri er Reykvík- ingur, býr í Hlíðunum og er læknir á bæklunar- skurðdeildinni á Land- spítalanum. Maki: Ólöf Sigríður Magn- úsdóttir, f. 1986, læknir á röntgendeildinni. Foreldrar: Óttar Víðir Hallsteinsson, f. 1963, vinnur hjá Marel, og Helga Guðmundsdóttir, f. 1963, leikskólakennari. Þau eru búsett í Fossvogi í Reykjavík. Andri Óttarsson 30 ára Jana er frá Hvera- gerði en býr í Reykjavík. Hún er verslunarstjóri hjá Feldi verkstæði. Maki: Davíð Örn Jóhannsson, f. 1981, tölv- unarfræðingur hjá Ice- landair. Stjúpdóttir: Ástrós Thelma, f. 2006. Foreldrar: Óskar Snorra- son, f. 1961, fv. sjómaður, bús. á Spáni, og Olga Bragadóttir, f. 1964, vinn- ur hjá Grænum markaði. Jana Maren Óskarsdóttir 40 ára Reynir fæddist í Íþöku í New York-ríki en ólst upp í Rvík. Hann býr í Kópa- vogi og er verkfr. og deild- arstj. hjá Össuri. Maki: Elva Rakel Jónsdóttir, f. 1979, sviðsstjóri hjá Um- hverfisstofnun. Börn: Freydís Edda, f. 2005, Heimir Snorri, f. 2009, og Hlynur Kári, f. 2016. Foreldrar: Bragi Líndal Ólafssson, f. 1945, og Lilja Eiríksdóttir, f. 1947, bús. í Rvík. Reynir Freyr Bragason Eiríkur Briem hefur varið doktors- ritgerð sína í líf- og læknavísindum við læknadeild Háskóla Íslands. Rit- gerðin ber heitið: Hlutverk mic- roRNA í formgerð brjóstkirtils og bandvefjarumbreytingu þekjuvefjar. (Functional role of microRNAs in breast morphogenesis and epithelial to mesenchymal transition). Umsjónarkennari og leiðbeinandi var Þórarinn Guðjónsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, og meðleiðbeinandi Magnús Karl Magn- ússon, prófessor við sömu deild. Andmælendur voru dr. James B. Lo- rens, prófessor við háskólann í Bergen, og dr. Zophonías Oddur Jónsson, prófessor í sameinda- erfðafræði við líf- og umhverfisvís- indadeild Háskóla Íslands. Brjóstakrabbamein á upptök í þekjufrumum í endum greinóttra kirtilganga. Í æxlisvexti nýta krabba- meinsfrumur sér ferli sem kallast bandvefjarumbreyting þekjuvefjar (e. epithelial to mesenchymal transi- tion, EMT) til að skríða í gegnum bandvef í átt að sogæðum og/eða háræðum sem þær nýta sér til mein- varpamyndunar til annarra líffæra. Aukinn skilningur á ferlum sem stýra greinóttri formgerð og EMT er mikilvægur þar sem sú vitneskja getur varpað ljósi á fyrstu skref í myndun brjósta- krabbameina. Í verkefninu var notast við brjóstastofnfrumulínuna D492 sem myndar kirtilganga og kirtilber í þrívíðri frumurækt. Þegar D492 er ræktuð í þrívíðri samrækt með æðaþelsfrumum eykst geta hennar til greinóttrar formmyndunar og EMT. D492M-frumulínan er komin frá D492 í gegnum EMT. Í dokt- orsverkefninu var genatjáning- armynstur D492 og D492M í mynd- un greinóttrar formgerðar og EMT rannsakað. Sýnt var fram á mikinn mun í tjáningu smásærra RNA-sameinda (miRNA) milli D492 og D492M. Genatjáning sem einkennir þekju- vef er ríkjandi í D492 en genatj- áning bandvefjar er ríkjandi í D492M. Eiríkur Briem  Eiríkur Briem fæddist í Reykjavík 11. apríl 1979. Eiríkur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1999, B.Sc.-prófi í líffræði frá Háskóla Íslands 2002 og MS-prófi í líf- og matvælatækni frá Háskólanum í Lundi 2005. Eiríkur er deildarstjóri erfða- og sameindalæknisfræðideildar á Landspítala. Eig- inkona Eiríks er Hanna Kristín Briem Pétursdóttir og eiga þau fjögur börn, Ei- rík Tuma Briem , Harald Nökkva Briem , Sigurgeir Axel Hönnuson og Álfdísi Maju Hönnudóttur Briem . Doktor

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.