Morgunblaðið - 17.09.2018, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.09.2018, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú munt eiga árangursríkar samræður um sameiginlegt eignarhald og peninga. Búðu þig undir að hitta skemmtilegt og óvenjulegt fólk. 20. apríl - 20. maí  Naut Þótt sjálfsgagnrýni sé góður kostur má hún ekki ganga svo langt að drepa allt frum- kvæði í dróma. Sæktu því í einveruna og skoð- aðu vandlega hug þinn. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ert tilbúinn til að ræða vandamál því þú sérð í hendi þér að báðar hliðar hafa nokkuð til síns máls. Mundu að hlutirnir gerast ekki sjálfkrafa og þú þarft að hafa fyrir þeim. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þér er alveg óhætt að taka minniháttar áhættu svona til tilbreytingar. Ekki nota fyrstu lausnina sem kemur upp í hugann við að leysa úr flóknu máli. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þér er gefið að taka eftir hlutum sem fara framhjá öðrum. Endurskoðaðu það sem þú hefur verið að gera og íhugaðu hvort það hafi skilað tilætluðum árangri. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú stendur frammi fyrir erfiðri ákvörð- un og skalt ekki óttast að gera breytingar. Sum mál eru þannig vaxin að ekkert eitt svar er rétt eða rangt. 23. sept. - 22. okt.  Vog Nú er rétti dagurinn til þess að stunda rannsóknir og finna upplýsingarnar sem þig vantar. Vandamál sem hefur íþyngt þér um skeið virðist allt í einu smávægilegt. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Flýttu þér hægt að kveða upp dóm um menn og málefni. Sambönd eiga að þróast af sjálfu sér en ekki fyrir endalausar kröfur. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Láttu neikvæðar tilfinningar ekki hlaðast upp innra með þér heldur léttu á þér við þá sem þú treystir. Hindranir sem hafa staðið í vegi þínum eru að hverfa. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú hefur skilað góðu verki og átt al- veg skilið að njóta góðra stunda af því tilefni. Ef þú vilt koma breytingum í gegn þá er þetta rétti tíminn til að ræða þær. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Taktu þér tak því nauðsynlegt er að þú hafir fulla yfirsýn yfir fjármálin svo þau fari ekki úr böndunum. Þú gætir komið auga á leið- ir til að spara peninga heima fyrir. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það mun koma þér á óvart hversu margir vilja hlýða á mál þitt. Farðu þó varlega í allar skyndiákvarðanir því þér hættir til fljót- færni. Í síðustu viku var greint frá því aðMatvælastofnun hefði gripið í taumana þegar einhver gerði sér að leik að reyna ólöglegan innflutning á páfagauk til landsins. Slíkt er reglum og lögum samkvæmt mikið hættuspil, enda skulu dýr þessi, sem skv. kansellístíl heita búrfuglar, vera í fjögurra vikna einangrun eftir kom- una til landsins og þeim fylgja heil- brigðisvottorð. Efalítið eru þetta nauðsynlegar aðgerðir en Víkverji veltir mjög fyrir sér hvort og þá hvaða vá fylgir farfuglunum sem koma í milljónavís til Íslands á vorin, og eru nú í þann mund að hefja sig til flugs suður á bóginn. Eða eigum við að snúa málinu við; hvaða ástæða er fyrir opinbera stofnun til að grípa til aðgerða út af af einum páfagauk þeg- ar farfuglarnir leika lausum hala! x x x Vestur á Ísafirði hefur verið pirr-ingur í fólki sakir þeirrar ráðstöf- unar bæjarins að setja upp svokall- aðan ærslabelg; loftfyllta dýnu sem krakkar geta hoppað á. Einhverjir íbúanna munu vera ósáttir við ráð- stöfun þessa. Þeir segja leiktækið rétt við svefnherbergisglugga sína sem skapi ónæði og „má öllum vera ljóst að leiktæki sem þetta mun hafa verulegt ónæði í för með sér fyrir íbúa þessara húsa og rýra bæði lífs- gæði þeirra og mögulega verðmæti,“ sagði í bréfi sem birt var á mbl.is. Víkverji veltir því fyrir sér hvort að nokkur ástæða sé til að amast við því að kátir krakkar séu úti að leika sér, þótt í næsta nágrenni sé. Er ekki gott að vita af þeim á ærslabelg í stað tölvuleikja, þó að ónæðið af þeirri iðk- un sé minna? x x x Í fyrri viku kynnti ríkisstjórnin afarróttækar aðgerðir sínar í loftslags- málum, sem eru meðal annars þær að nýskráningu bensínbíla skuli hætt eftir tólf ár. Rökræða má hvort þetta sé raunhæft markmið. Víkverji treystir sér ekki til að dæma um slíkt, en veit sem er að tækniframfarir í bílaiðnaði eru miklar og margt mun gerast á næstu tólf árum. Sé svo litið til jafnlengdar aftur í tímann; hver sá fyrir sér árið 2006 að 2018 væru þró- aðir farsímar bókstaflega farnir að stjórna lífi okkar? vikverji@mbl.is Víkverji Því að hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni þar er ég mitt á meðal þeirra. (Matt: 18.20) Fasteignir ///////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////// Sigurlín Hermannsdóttir sáhvernig „morgungeislarnir lágu næstum láréttir á Tjörninni“ þegar hún kom til vinnu á fimmtu- dagsmorgun, – og orti þessa fallegu braghendu: Glóey sífellt seinna drífur sig á fætur. Geisla sína líða lætur lárétta úr húmi nætur. Ólafur Stefánsson er mjög hrif- inn af þýska skáldinu Heinz Er- hardt og hefur lagt sig eftir að þýða ljóð eftir hann, – nú síðast Karla- kórinn: Kringum borð á kránni safnast, karlahópur, nokkuð stór. Öllum finnst þeim ekkert jafnast, á við það að syngja í kór. Formaðurinn fyllir glasið, fer í púlt og brýnir róm. Óðar þagnar í þeim masið, athyglin er sönn og fróm. Þegar hann hefur þusað lengi, (þannig byrjar sérhvern fund) segir hann við sína drengi: „syngjum vinir nokkra stund.“ Tónkvíslin er týnd hjá „stjóra“ tekur stund að bjarga því. Villuleit í vasa fjóra, víst þeim fimmta leyndist í. Ber hann kvísl að báðum eyrum, besta tóninn þannig fann. Og það lukkast, hérna heyrum, hvernig söngur óma kann. Margt þeir syngja um maí og vorið, meyjaryndi og ástarfró. Í fjórtán versum fram er borið, fær að lokum endi þó. Staf svo lætur „stjóri“ detta, stórar sveiflur þreyttu hann. Raddbandanna flókna flétta, fékk ei lítið á bassa-mann. Tenór segir: „vel það verkar var á „fisi“ ágætt lag.“ Baritóninn bleytir kverkar: „hið besta tókst mér upp í dag.“ Svo að lokum sitja lúnir, saman aftur borð sín við. Sem undnar tuskur, á því búnir, eta og drekka hlið við hlið. Dr. Sturla Friðriksson orti „- Völundarhús“ á Krít 1988: Um Minosarhellur ég hnýt og heilann svo yfir því brýt hvort velsældin öll í Völundar höll hafi öll verið keypt upp á Krít. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Karlakórinn á kránni „ÉG GET ÞETTA EKKI. ÉG HEF LAGT OF MIKIÐ Í ÞENNAN STAÐ TIL ÞESS AÐ GANGA BARA Í BURTU.“ „HÉRNA ER ÚRIÐ ÞITT, STEFÁN. ÞÚ ERT AÐ FARA SNEMMA Á EFTIRLAUN.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar þið sjáið bæði fyndnu hliðina á mistökum! Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÉG HEF ÆTLAÐ AÐ SEGJA ÞÉR SVOLÍTIÐ HVAÐ? GEKK BEINT Í ÞENNAN SUMIR KALLA MIG BRJÁLAÐAN! ÞAÐ KEMUR MÉR Á ÓVART AÐ HEYRA ÞAÐ! MÉR LÍKA! ÉG HÉLT ÉG VÆRI GÓÐUR AÐ FELA ÞAÐ!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.