Morgunblaðið - 21.09.2018, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 21.09.2018, Qupperneq 1
F Ö S T U D A G U R 2 1. S E P T E M B E R 2 0 1 8 Stofnað 1913  222. tölublað  106. árgangur  DUGLEGUR EN GEYMDUR Í „TOSSA“BEKK HEIÐRAÐUR Á Á́TTRÆÐIS- AFMÆLINU VIÐ ERUM OF KAPPSÖM Í FRÍSTUNDUM ATLI HEIMIR 31 HYGGE-NÁMSKEIÐ 12VINNUVÉLAR 32 SÍÐUR Rétt rúmlega eitt hundrað nemendur og starfs- menn við Háskóla Íslands tóku sér hlé frá aka- demískum störfum í gær og sprettu úr spori í hinu árlega Háskólahlaupi. Samkvæmt upplýs- ingum frá Háskóla Íslands er þetta í ellefta sinn sem hlaupið er haldið og í það fyrsta sem hlaupið er að hausti til. Stóð þátttakendum til boða að hlaupa annaðhvort þrjá eða sjö kílómetra og mun þátttakan hafa verið betri en síðast. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Sprett úr akademísku spori í upphafi skólaárs Háskólahlaupið haldið í ellefta sinn og í fyrsta sinn að hausti til Norðurorka hf. á Akureyri vinnur nú að því í samvinnu við Vaðlaheið- argöng hf. að beisla kalda vatnið sem sprettur fram úr misgengi inni í jarðgöngunum í gegnum Vaðlaheiði. „Við ætlum að nota þetta sem neysluvatn fyrir Akureyringa,“ sagði Stefán H. Steindórsson, svið- stjóri veitu- og tæknisviðs Norður- orku. „Það er miðað við að taka þarna 70 lítra á sekúndu. Þeir verða notaðir fyrir almenning á svæðinu.“ Þetta vatnsmagn fer nærri því að fullnægja allt að helmingi notkunar bæjarbúa á köldu vatni. Norðurorka hefur útbúið safn- kerfi í misgenginu þar sem vatnið sprettur fram. Búið er að steypa safnþró og verður vatnið leitt úr henni 5,4 km leið út úr göngunum og áfram aðra 4-5 km til Akureyrar. Stefnt er að því að tengja uppsprett- una í göngunum við vatnsveituna á Akureyri árið 2020. »2 Vatnið úr göngun- um nýtt  Á að svala þorsta Akureyringa Ljósmynd/ Stefán Steindórsson Vatnstökusvæðið Búið er að setja upp safnkerfi og steypa þró. Margrét Þórhild- ur Danadrottn- ing mun færa Guðna Th. Jó- hannessyni, for- seta Íslands, prentaða útgáfu af dagbókum afa síns, Kristjáns X. Danakonungs, þegar hún heim- sækir landið hinn 1. desember næstkomandi í tilefni af aldarafmæli fullveldisins. Dagbækurnar eru um 500 þétt- skrifaðar blaðsíður og varða sam- skipti Kristjáns við Íslendinga á ár- unum frá 1908, þegar hann var enn krónprins, til ársins 1932, en Krist- ján ríkti í Danmörku frá 1912 til ársins 1947. »10 Færir Guðna dagbækurnar Margrét Danadrottning Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is „Það má segja að þjónustan sé á margan hátt býsna góð, en það eru of margir sem njóta hennar ekki,“ segir Jón G. Snædal, yfirlæknir og sér- fræðingur í öldrunarlækningum, um stöðuna í baráttunni gegn Alzheimer hér á landi, en alþjóðlegi Alzheimer- dagurinn er í dag. Jón nefnir sem dæmi að biðlistar séu fyrir þau úrræði sem læknar telji að henti best. „Á sama tíma er fólk að bíða á röngum stöðum, til dæmis inni á spítalanum, eftir úrræðum sem eru betur veitt annars staðar. Þetta er stóra myndin hér.“ Hann bætir við að framundan séu heilmiklar breytingar, þar sem stóru árgangarnir sem fæddust eftir stríð séu nú að komast á efri ár, sem aftur muni leiða af sér töluverða fjölgun sjúklinga sem bregðast þurfi við. „Enn sem komið er er engin ákveðin stefna í málefnum þessa hóps hér á landi, sem gerir að verkum að stund- um vill verða að þær ákvarðanir sem eru teknar byggjast ekki á neinni heildarsýn, heldur bara á stöðunni eins og hún er í dag á þeim stað sem um ræðir.“ Jón segir hins vegar að hann viti til þess að vilji sé til þess hjá heil- brigðisyfirvöldum að bæta úr því og að hann vonist til þess að farið verði í slíka vinnu í vetur. „Við höfum átt samtal við fulltrúa frá ráðuneytinu og ráðherra, og við skynjum að það er áhugi á að skoða þessi mál heild- stæðara en gert hefur verið hingað til,“ segir Jón og bendir á að þings- ályktunartillaga um þetta hafi verið lögð fram í vor. „Þannig að það er ekki spurning um hvort ráðuneytið vill gera þetta, heldur hvenær.“ Telur að lækning muni finnast Kári Stefánsson, forstjóri Ís- lenskrar erfðagreiningar, er sam- mála Jóni um að heildarsýn skorti í málefnum Alzheimer-sjúklinga. „Þetta er hluti af skorti á almennri heildarstefnu í heilbrigðismálum og af því að Alzheimer-sjúkdómurinn er algengur sjúkdómur hjá eldra fólki og samfélagið er að verða eldra með hverju árinu, þá kreppir skórinn náttúrlega sérstaklega þar.“ Kári segir hins vegar að í stærra samhengi sé hann bjartsýnn á að það muni takast að finna aðferð til að fyr- irbyggja og meðhöndla sjúkdóminn, en Íslensk erfðagreining hefur stundað umtalsverðar rannsóknir á honum frá stofnun fyrirtækisins. »4 Heildarsýn skortir í Alzheimer-málum  Búast má við mikilli fjölgun sjúklinga á næstu árum Jón G. Snædal Kári Stefánsson Sigurður R. Ragnarsson, forstjóri Íslenskra aðalverktaka, segir í sam- tali við Vinnuvélablað Morgun- blaðsins að byggingariðnaðurinn sé að taka við sér eftir að hafa farið illa út úr hruninu og að í dag sé hann svipaður að stærð sem hlutfall af landsframleiðslu og hann var ár- ið 2004. Þar kemur einnig fram að vonast sé til að stjórnvöld ýti úr vör átaki í uppbyggingu innviða nú þegar hillir undir að hægjast muni á framkvæmdum vegna ferða- mannaiðnaðarins. »Vinnuvélar Vilja að stjórnvöld hugi að innviðum „Þetta er frekar dapurt. Vantar 30 til 35% upp á meðaluppskeru,“ seg- ir Óskar Kristinsson, kartöflubóndi í Þykkvabæ. Er þetta versta upp- skeruárið frá 2009 þegar lítið var undir grösunum vegna frosts í júlí. Uppskerustörfin standa sem hæst. Allir sem vettlingi geta valdið taka þátt í uppskerunni þær þrjár vikur sem hún stendur. Þótt betri uppskera sé norðan- lands og austan er Þykkvibær með svo stóran hluta heildaruppskeru í landinu að það mun hafa áhrif í vet- ur. Íslensku kartöflurnar munu klárast fyrr en venjulega. »9 Uppskeran þriðjungi minni en í meðalári

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.