Morgunblaðið - 21.09.2018, Side 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2018
✝ Gísli Magnús-son fæddist
17. maí 1946.
Hann andaðist á
líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 11.
september 2018.
Foreldrar hans
voru Jóhanna
Guðný Þórarins-
dóttir frá Ríp í
Hegranesi, f. 27.
ágúst 1921, d. 20. júní 2018, og
Magnús Halldór Gíslason frá
Eyhildarholti í Hegranesi, f.
23. mars 1918, d. 3. febrúar
2013. Þau giftust 1946 og
bjuggu á Frostastöðum í
Blönduhlíð, Skagafirði. Þar
ólst Gísli upp ásamt yngri
systkinum sínum þremur, Þór-
arni, f. 1949, Ólafi, f. 1951, og
Guðrúnu Kristínu, f. 1953.
Fyrri kona Gísla var Helga
María Carlsdóttir, f. 14. desem-
ber 1953. Þau skildu.
Eftirlifandi eiginkona hans
náms á Akureyri og lauk stúd-
entsprófi frá MA 1966. Hann
starfaði við brúarsmíði öll sum-
ur samhliða námi. Hann lauk
BA-prófi í íslensku og sögu
1971, cand. mag.-prófi í sögu
1975 og prófi í uppeldis- og
kennslufræðum 1981.
Gísli kenndi íslensku og sögu
við Fjölbrautaskólann í Breið-
holti frá stofnun skólans 1975
til desember 2013. Hann vann
jafnframt alla tíð við prófarka-
lestur margra verka af sagn-
fræðilegum toga auk ýmissa
tímarita, bóka, ritgerða o.fl.
Í yfir 40 ár var Gísli í rit-
stjórn Skagfirðingabókar, rits
Sögufélags Skagfirðinga, og
hefur komið að vinnu við
fjöldann allan af fræðiritum.
Gísli sinnti ýmsum trúnaðar-
störfum eins og deildarstjórn,
gerð námskráa o.fl. í FB og
einnig fyrir Kennarasamtökin,
var hann m.a. formaður upp-
stillingarnefndar Kennara-
sambandsins til fjölda ára.
Útför Gísla fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 21. sept-
ember 2018, og hefst athöfnin
klukkan 13.
er Ólöf Sigríður
Arngrímsdóttir, f.
7. febrúar 1953.
Foreldrar hennar
voru Úlfhildur
Ólafsdóttir, f. 12.
janúar 1910, d. 13.
júlí 1979, og Arn-
grímur Vídalín
Guðmundsson, f.
29. september
1901, d. 7. desem-
ber 1985. Sonur
Gísla og Ólafar er Magnús
Halldór Gíslason, f. 15. júlí
1988, kona hans er Solveig
Þrándardóttir, f. 9. janúar
1988. Sonur þeirra er Þórgnýr
Gísli, f. 4. nóvember 2015.
Fósturdóttir Gísla og guðdóttir
Ólafar er Elín Valgerður Mar-
grétardóttir, f. 9. október 1972.
Börn hennar eru Sverrir Páll
Einarsson, f. 27. maí 1998,
Auður Ísold Atladóttir, f. 15.
ágúst 2008, og Katrín Rán
Atladóttir, f. 19. mars 2010.
Gísli fór 14 ára gamall til
Látinn er vinur og fyrrverandi
samstarfsmaður minn, Gísli
Magnússon sagnfræðingur og
kennari, eftir hetjulega baráttu
við krabbamein.
Leiðir okkar Gísla lágu fyrst
saman 1975 er við vorum ráðnir
sem kennarar við nýstofnaðan
framhaldsskóla efst í Breiðholt-
inu. Skólinn fékk nafnið Fjöl-
brautaskólinn í Breiðholti, eða
FB.
Aðeins voru fastráðnir 12
kennarar í fyrstu við skólann og
var Gísli einn af þeim. Þessir tólf
kennarar gengu síðan undir
nafninu postularnir. Þessir 12
kennarar voru svo allt í öllu á
fyrstu árum skólans. Það má
segja um Gísla að hann hafi átt
drjúgan þátt í því að gera FB að
þeim skóla sem hann er í dag, en
hann starfaði óslitið við skólann
sem kennari í 40 ár.
Eflaust munu aðrir rifja upp
ættir og uppruna Gísla, en eitt
skal þó tekið fram að hann var
Skagfirðingur í húð og hár og var
stoltur af uppruna sínum.
Gísli var hár og spengilegur
maður með mikinn hárlubba og
skegg. Ég er ekki frá því að hann
hafi verið svolítið líkur þeim
fornmönnum sem hann fræddi
nemendur sína um í sögutímum.
Gísli var eitt mesta ljúfmenni
sem ég hef kynnst um ævina og
þegar ég hitti hann síðast gerði
hann sér alveg grein fyrir því
hvert stefndi.
Sumum fannst hann taka
sagnfræðina allt of alvarlega
þegar hann var að lýsa köppun-
um úr Njálu og lék þá jafnvel
með því að tala forníslensku, sem
nemendur áttu erfitt með að
skilja. Gísli þótti afbragðs kenn-
ari og var vel liðinn bæði af nem-
endum og samstarfsfólki.
Gísli átti gott bókasafn sem
innihélt mikið af bókum og ritum
sem tengdust Skagafirði, enda
voru heimaslóðirnar honum kær-
ar. Hann var líka fastheldinn á
gamla hluti og var ekkert að
spandera í nýja meðan þeir
gömlu dugðu. Hann átt t.d. alla
nemendakladda frá 1975-2015.
Ég tók eftir því að hann var
alltaf með sama gamla seðla-
veskið sem var svo slitið að mað-
ur hefði haldið að það dytti í
sundur í hvert skipt sem hann
tók það upp.
Gísli sagði mér að hann hefði
keypt þetta veski í Kaupfélagi
Skagfirðinga 1958 og það hefði
reynst sér vel. Til hvers að kaupa
nýtt ef hægt er að nota það
gamla, sagði hann. Þar kom
sagnfræðingurinn einu sinn enn
upp í honum.
Það var oft glatt á hjalla hjá
kennurum í FB í gamla daga og
þegar Gísli var búinn að kveikja
sér í vindli tók hann flugið með
ótrúlegar sögur frá gamalli tíð
og var engum líkur.
Ég veit að bæði fyrrverandi
og núverandi starfsmenn FB
munu sakna Gísla, sem ætlaði að
njóta ævikvöldsins. En margt fer
öðruvísi en ætlað er. Minningin
um góðan dreng mun lifa og ég
veit að sá sem öllu ræður mun
taka vel á móti honum.
Ég votta fjölskyldu og vinum
Gísla samúð mína.
Stefán Benediktsson.
Gísla man ég fyrst uppi á Bað-
stofu á Norðurvistum í MA. Þá
var haustkvöld 1961, þrír lampar
og jafnmargir strákar við borð
sín að glósa og grúska og mér,
nýkomnum vestan úr Blöndudal,
þótti álitlegt að leita mér þar
staðar og félagsskapar. Við Gísli
bundum með okkur vináttu sem
hefur enst til þessa hausts.
Frostastaðamaðurinn, sem átti
skjól æskunnar undir brúna-
miklum Blönduhlíðarfjöllum,
fann sér vettvang í Reykjavík,
undi andspænis Esjunni og átti
lengst vinnustað í Fjölbrauta-
skólanum í Breiðholti.
Við Gísli fréttum af Stúdenta-
kórnum og sóttum þangað fagn-
andi eftir að við komum suður í
Háskólann haustið ’66. Þar var
sungið af hjartans lyst: Sál mín
viltu svalla meir og Integer
vitae. Misrosknir félagar í þess-
um unga kór tóku okkur opnum
örmum, Sigtryggur, klæðskeri í
Gefjun, saumaði á okkur kjólföt
úr öðrum eldri og við, nýstúdent-
arnir, vorum þannig dubbaðir
upp í dýrindissöngferð til Stokk-
hólms og Turku. Þar drógum við
lengsta stráið af norrænu stúd-
entakórunum ef ég man rétt úr-
klippur frá Finnlandi.
Jú, söngurinn hefur lengi
sameinað okkur sveitamenn og
þorpa á Norðurlandi og Her-
mann Stefánsson var óþreytandi
að stjórna kórum okkar á MA-
árunum, en harðleikin veikindi
þjörmuðu svo að vini mínum
Gísla að ég dró ekki upp stúd-
entakórsplötuna okkar góðu sem
ég hafði í farteskinu þegar ég
hitti Gísla viku fyrir andlátið. En
lögin okkar hljóma stundum á
fyrstu rás: Ó, blessuð vertu
sumarsól eftir Sveinbjörn Svein-
björnsson, Úr útsæ rísa Íslands
fjöll eða gamli skólapiltasöngur-
inn „Kviknar hljómur, heyrist
rómur í hverri krá, vöknar góm-
ur og varastrá“. Ýmsar hending-
ar sitja eftir í minni þó að hálf öld
sé liðin síðan við sungum þessa
texta – og lög – í hópi glaðra fé-
laga og Fálkinn hljómplötuút-
gáfa gaf út. Dagarnir flögra óð-
fluga, tæpast er það fréttnæmt
og ævitíminn eyðist. Góðan vin
kveð ég, en Kristján Eiríksson
yrkir um vor og fagnandi ung-
linga á Akureyri:
Við drukkum forðum dýrar veigar
dægrin löng.
Og albjört nóttin ómaði
þá öll af söng.
En síðan hafa sólir margar
sest í haf
og tregafullur tíminn sveiflað
töfrastaf.
(K.E.)
Ingi Heiðmar Jónsson.
Gísli vinur minn er dáinn.
Hann ólst upp á Frostastöðum í
Blönduhlíð en um þá sveit orti
Friðrik Hansen:
Hver gleymir bjarta Blönduhlíð
blámanum þinna fjalla?
Hver man ekki og þráir á sumrin síð
sólskinsblettina alla?
Hver vill ekki eiga vorin fríð
þar sem vötn þín að bökkum falla?
Einhvern veginn finnst mér
eins og þessi bjarta mynd átt-
haganna hafi búið í skaplyndi og
geðslagi Gísla sem var maður
vors og gróanda og lét sig
dreyma um sólbjarta veröld öll-
um til handa.
Kunningsskapur okkar hófst í
Menntaskólanum á Akureyri.
Bekkjarfélagar mínir, þeir Heið-
mar Jónsson og Gísli, leigðu
saman hjá séra Birgi á Eyrar-
landsvegi 16 þrjá síðustu vet-
urna í skólanum en ég hafði her-
bergi neðar í bænum og var tíður
gestur hjá þeim á leið minni
þangað úr skólanum. Þarna bar
æði margt á góma hjá okkur
sveitadrengjunum í höfuðstað
Norðurlands: Heimsmálin, jafnt
sem íslensk stjórnmál og
hreppapólitík sem endaði gjarn-
an í skoplegum metingi um hvor-
ir væru merkilegri Húnvetning-
ar eða Skagfirðingar. Og þarna
tókst með okkur félögunum
ævarandi vinátta.
Leiðir okkar Gísla lágu áfram
saman í háskóla þar sem við lás-
um báðir íslensk fræði og sögu.
Saga heimahaganna í Skagafirði
var Gísla alltaf hugleikin og
ræddum við þau hugðarefni
gjarnan þegar við hittumst í svo-
nefndu Skagfirðingakaffi í Nor-
ræna húsinu á laugardögum. Sú
venja er nú orðin fimmtíu ára
gömul en strax eftir opnun húss-
ins tóku nokkrir Skagfirðingar
ásamt kunningjum úr Húnaþingi
og Eyjafirði upp á því að koma
þar saman til að ræða spakleg
mál. Síðasta Skagfirðingakaffið
sem Gísli mætti í var einmitt á
fimmtugsafmæli hússins og var
þá mjög af honum dregið. Er
hans sárt saknað úr kaffispjalli
okkar félaganna.
Gísli kenndi við Fjölbrauta-
skólann í Breiðholti frá stofnun
hans til starfsloka sinna auk þess
sem hann sinnti skagfirskum
fræðum eftir því sem tími gafst
til.
Ólöfu og fólkinu hans öllu
votta ég innilega samúð.
Þegar ég hugsa til Gísla að
leiðarlokum koma mér fyrst í
hug orðin: drenglyndi og heiðar-
leiki. Hann var maður sem mátti
ekki vamm sitt vita og
gott er að minnast
hans að hausti
er válynd gerast
veðrahvörfin.
Lifna þá gamlar
ljósar stundir
sem bláminn fjalla
Blönduhlíðar.
Kristján Eiríksson.
Ég kynntist Gísla árið 1999
þegar Ólöf byrjaði að vera stuðn-
ingsfjölskyldan mín. Gísli var
alltaf góður við mig og það var
alltaf gott og gaman að heim-
sækja þau hjónin. Ég á margar
skemmtilegar minningar af
Freyjugötunni. Gísli var
skemmtilegur. Einu sinni þegar
við vorum á leið norður í Frosta-
staði las hann Bláa hnöttinn fyrir
okkur Sverri og einu sinni þegar
Ólöf var upptekin fór Gísli með
mér á kaffihús. Gísli var alltaf já-
kvæður. Ég á eftir að sakna
Gísla en ég veit að núna er hann
kominn til foreldra sinna og farið
að líða betur.
Elsku Ólöf, Magnús, Þórgnýr,
Sólveig, Jóda, Sverrir, Auður og
Katrín, ég sendi ykkur mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
María Dröfn.
Dýpsta sæla og sorgin þunga,
svífa hljóðlaust yfir storð.
Þeirra mál ei talar tunga,
tárin eru beggja orð.
(Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum)
Það fylgir því einkennileg til-
finning að ganga um íbúðina
austur í gamla húsinu sjötuga á
Frostastöðum. Nú hafa þau öll
kvatt okkur á fáum árum, hjónin
Magnús og Jóhanna sem bjuggu
fyrst í íbúðinni og elsti sonur
þeirra, Gísli, sem ólst þar upp og
sem við kveðjum í dag. Ekkert
verður sem áður. Þetta eru
ákveðin tímamót og þeim fylgir
sár söknuður en einnig fallegar
og góðar minningar.
Saga gamla hússins á Frosta-
stöðum og þess góða fólks sem
það byggði stendur okkur, sem
þar búum, nærri. Þar bjuggu
fjórir bræður ásamt fjölskyldum
sínum og þar ólst upp barna-
skari. Líf og fjör og lítið mál að
efna í tvö fótboltalið eða svo. Þar
var Gísli, elstur barnanna á bæn-
um og elsta barnabarn föðurfor-
eldra sinna í Eyhildarholti.
Líkur foreldrum sínum í mörgu,
glettinn á svip og hafði gaman af
að spjalla eins og pabbi hans;
geðprúður og klettur traustur
eins og mamma hans. Fór ungur
að heiman til náms og fann sér
sína leið í lífinu sem var að fást
við fræðistörf og kennslu í höfuð-
borginni. En átti alltaf þessar
rætur og kom oft að vitja um
heimahagana, þekkti enda vel
sinn frændgarð.
Tíminn leið, aðstæður breytt-
ust á Frostastöðum og Gísli fékk
foreldra sína til samfylgdar í
höfuðborginni um nær 20 ára
skeið. Það var þeim til gleði og
ánægju því þau áttu vel saman. Á
því skeiði kom Ólöf inn í líf Gísla
og þeim fæddist sonurinn Magn-
ús Halldór, alnafni afa síns.
Vegna búsetu voru samvistir
okkar við litlu fjölskylduna ekki
eins tíðar og við hefðum kosið en
þó brást ekki að fyrir jól kom
jólapakki af Freyjugötunni. Æv-
inlega voru þar góðar bækur til
barnanna á bænum, valdar af
smekkvísi og góðum hug. Þar
voru einnig, að Gísla hætti, jóla-
kort til alls frændgarðsins frá
honum sem við dunduðum okkur
við að útbýta fram að jólum. Eft-
ir að Jóhanna og Magnús fluttu
aftur í Frostastaði kom Gísli
ævinlega í jólaheimsóknina sína
til þeirra milli jóla og nýárs.
Hann var þeim einstaklega um-
hyggjusamur og góður sonur.
Það sáum við vel núna síðustu
árin eftir að heilsufar Jóhönnu
og Magnúsar versnaði. Gísli var
að hætta að vinna og var í að-
stöðu til að dvelja nokkrar vikur í
senn hjá þeim foreldrum sínum
og seinna móður sinni einni.
Hann var einstaklega natinn við
hana og það var létt yfir henni
meðan Gísli dvaldi. Það var nota-
legt að hafa hann í næsta húsi,
spjallandi við mömmu sína, að
elda fyrir hana góðan mat, að
laumast til að fá sér einn og einn
vindil í kjallaranum og svo var
hann farinn að hella á rauðu
könnuna og spyrja frétta um leið
og maður birtist í dyrunum. Í
mörg ár komu þau fjölskyldan og
aðstoðuðu okkur við smala-
mennsku á haustin. Það var kær-
komið og eftir hlaupin áttum við
glaða samveru yfir ljúffengum
mat og spjalli.
Já, ekkert verður sem áður og
við minnumst og söknum þessa
góða fólks. Gísla Magnússyni
fylgja þakkarkveðjur frá fjöl-
skyldunni okkar og hann mun
lifa í minningunni sem sá góði
drengur sem hann var.
Sara Regína og fjölskylda.
Árið er 1984. Síðasti vetrar-
dagur. Leikhúskjallarinn er
staðurinn. Og viti menn, situr
ekki Ólöf þar björt yfirlitum og
sæl á svip. Við hlið hennar blá-
ókunnugur maður, hávaxinn,
grannholda og alskeggjaður. Fór
vel á með þeim. Mættur var til
leiks Gísli Magnússon sagnfræð-
ingur og kennari sem í rúma þrjá
áratugi átti eftir að verða vinur
okkar og félagi. Hlýlega heimilið
þeirra Gísla og Ólafar stóð okkur
alltaf opið, mjúkir stólar og
veggbetrekk úr bókum. Gísli var
hafsjór af fróðleik og ósjaldan
var að hann fengi upphringingu
þegar eitthvað var óljóst eða
þurfti nánari staðfestingar við.
Það var víst ekki að ástæðulausu
hvað við lærðum allar seint að
gúgla. Bestar voru þó stundirnar
heima á Freyjó, jafnt um bjartar
sumarnætur sem vetrarkvöldin
löng við kertaljós og kannski
smá kaptein. Var þá lítið mál að
teygja sig í næstu bók ef frekar
þurfti vitnanna við í miðjum
skoðanaskiptum til nánari sam-
félagsrýni. Ekki lá Gísla hátt
rómur og átti jafnvel til að tala í
skeggið. Allt gekk nú vel með
það svona framan af. En eftir að
aldur fór að færast yfir vinkonur
hans hváðu þær orðið í tíma og
ótíma og því gat orðið allseinlegt
að koma yfir til þeirra einföld-
ustu upplýsingum. Af árlegri
Þorláksmessuveislu máttum við
ekki missa.
Þar stóð Gísli vaktina í eldhús-
inu og færði okkur hvert skötu-
fatið á fætur öðru á ýmsum stig-
um kæsingar. Viðbitið var heldur
ekki af verri endanum; sellýsi af
Sléttu, hamsar, hangiflot og
hnoðmör. Um áratug vörðum við
auðvitað Menningarnótt í
„vöpplukaffinu“ góða, í nýsnyrt-
um garðinum og glergalleríí
Ólafar.
Gísli bar virðingu fyrir öllum
verkum sem hann tók að sér,
stórum og smáum og sinnti þeim
af alúð og natni. Þar naut hann
sín í prófarkalestrinum, iðinn og
nákvæmur.
Og enn var smuga í sólar-
hringnum til að ná sér í nýtt starf
því létta skyldi undir með syn-
inum. Magnús, sem reif sig upp
fyrir allar aldir til að bera út
blöð, fékk nú kærkominn liðs-
auka, en fyrr en varði hafði pabbi
hans tekið verkið yfir og skálm-
aði nú um Þingholtin ótalda kíló-
metra, árum saman, á þeim tím-
um þegar sumar okkar töltu
heim af djamminu en aðrar sváfu
á sitt græna.
Gönguþjálfunin kom sér vel
með hópnum á Hornströndum.
Þar naut Gísli sín sannarlega,
hinn þindarlausi smaladrengur.
Hann sá gjarnan um að kaffið
væri tilbúið þegar í skála var
komið og það síðasta sem vaskað
var upp var kaffikrúsin hans. Í
frjálsum fjallasal birtist söng-
maðurinn og Skagfirðingurinn
Gísli. Þótt ekki yrði af byggingu
kátínuhússins fyrir okkur om-
gangskredsen áttum við þó alltaf
saman áskriftarmiða í leikhús og
völdum sýningar með umræðum
og greiningu á eftir. Innlegg
Gísla gáfu dýpt og nýja sýn.
Mikið eigum við eftir að sakna
hans Gísla sem ljósið sótti án
þess að spyrja kóng né prest. Nú
þegar styttist í langan vetur
vottum við öllum ástvinum hans
einlæga hluttekningu okkar og
kveðjum kæran félaga og vin
með orðunum sem hann jafnan
kvaddi með sjálfur:
„Blessi þig.“
Borghildur Sigurðardóttir,
Guðríður Adda
Ragnarsdóttir,
Ólöf Sigurðardóttir.
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti
tók til starfa haustið 1975. Meðal
þeirra sem þá hófu störf við skól-
ann var Gísli Magnússon frá
Frostastöðum í Skagafirði sem
helgaði þessari stofnun starfs-
krafta sína allt til starfsloka í
desember árið 2013. Ég kom til
starfa við skólann sem sögu-
kennari árið 1980 og vorum við
nánir samstarfsmenn og vinir
upp frá því.
Gísli var mikið ljúfmenni,
vinnusamur og fróður ásamt því
að vera afburða þægilegur í sam-
starfi. Hann tók öllum breyting-
um og nýjungum með íhugun og
hægð og var einstaklega natinn
við nemendur, nákvæmur og
áhugasamur um þeirra hag.
Hann fór ítarlega í alla hluti,
kenndi sögu og íslensku oft jöfn-
um höndum og lagði mikla vinnu
í að leiðbeina og leiðrétta ritað
mál nemenda. Á prófsýningar-
dögum var það fastur liður hjá
honum að útskýra vel það sem
miður hafði farið og oftast fékk
nemandinn kennslustund í því
sem ekki hafði gengið upp hjá
honum, allt útskýrt rólega og af
nákvæmni. Markmiðið var að
þetta kæmi ekki fyrir aftur þeg-
ar áfanginn yrði endurtekinn.
Gísli var mjög vandvirkur.
Hann var virtur yfirlesari hand-
rita og frábær prófarkalesari.
Þess naut ég við ritun sögu
Húsavíkur. Hann las yfir fyrir
mig síðustu próförk að bókunum
og eftir það gat ég rólegur farið í
prentsmiðjuna, þetta yrði ekki
betur gert.
Þegar grúskað er í sögu FB
kemur fljótt í ljós það gífurlega
starf sem Gísli vann fyrir utan
kennsluna. Hann var ritstjóri
námsvísa í upphafi, einnig rit-
stýrði hann fréttablöðum og var
virkur í að móta starf skólans á
árdögum hans.
Hann var margsinnis deildar-
stjóri í faggreinum sínum og tók
alla tíð að sér alls konar tilfall-
andi störf fyrir skólann og sam-
starfsfólk sitt. Það voru nokkrir
kennarar úr ýmsum greinum
sem töldu próf sín ekki tilbúin
fyrr en Gísli hefði lesið þau yfir
og leiðbeint um mál, stafsetn-
ingu, samræmi og uppsetningu.
Það var einstök reynsla fyrir
mig að eiga náið samstarf við öðl-
ing eins og Gísla Magnússon. Á
þessum ríflega þrjátíu árum
urðu miklar breytingar á náms-
efni og skipulagi námsins. Fjöldi
áfanga breyttist, einnig áherslur
á efnisþætti sögunnar. Við höfð-
um sömu sýn á kröfur og mikil-
vægi og okkur tókst alltaf að að-
lagast nýjum aðstæðum átaka-
laust ásamt öðrum sam-
starfsmönnum okkar. Skipti þar
miklu máli ljúfmennska og sann-
girni Gísla og líka sú staðreynd
að við áttum auðvelt með að
skipta með okkur verkum og
nota efni frá okkur sjálfum og
öðrum samstarfsmönnum til að
mynda heild sem við unnum
síðan með.
Við leiðarlok er mér þakklæti
efst í huga. Náin samvinna,
traust og þægileg samskipti
gerðu mér ævistarfið ánægju-
legt. Ég votta Ólöfu, Magnúsi,
Jódu og öðrum ættingjum og
vinum samúð mína.
Sæmundur Rögnvaldsson.
Gísli Magnússon