Morgunblaðið - 21.09.2018, Síða 33

Morgunblaðið - 21.09.2018, Síða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2018 Er bíllinn tilbúinn TUDOR TUDOR TUDOR er hannaður til þess að þola það álag sem kaldar nætur skapa. Forðastu óvæntar uppákomur. Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta Veldu öruggt start me ð TUDOR fyrir kuldann í vetur? ICQC 2018-20 The House with a Clock in its Walls Ungur munaðarleysingi kemur til dvalar hjá frænda sínum og kemst fljótlega að því að frændinn er bæði göldróttur og að í veggjunum er falin dularfull klukka sem telur nið- ur að dómsdegi. Leikstjóri er Eli Roth og með aðalhlutverk fara Jack Black, Cate Blanchett og Owen Vaccaro. Metacritic: 57/100 Peppermint Hasarmynd með Jennifer Garner í aðalhlutverki. Garner leikur Riley North sem er í hefndarhug eftir að glæpamenn sem myrtu eiginmann hennar og dóttur sleppa við refs- ingu og eru látnir lausir af ger- spilltum dómara. leikstjóri er Pierre Morel og auk Garner fara með helstu hlutverk Richard Ca- bral, John Gallagher Jr. og Annie Ilonzeh. Metacritic: 29/100 Mæja býfluga Teiknimynd um býfluguna Mæju sem kann að njóta lífsins. Hún vildi þó gjarnan fá að leika sér meira í stað þess að strita við býflugnabúið. Þegar hún flytur úr búinu kynnist hún heiminum fyrir utan og nýjum félögum. Climax Nýjasta kvikmynd leikstjórans Gaspar Noé sem á vef Bíó Para- dísar er lýst sem teknósöngleik, satanísku danspartíi og sýrutrippi. 20 nútímadansarar koma saman í lokapartíi í yfirgefnum skóla og smám saman rennur það upp fyrir þeim að einhver hefur sett sýru í bolluna og ekki vitað hvort það var gert með illt í huga eða bara til þess að hressa partígesti við. Með aðal- hlutverk fara Sofia Boutella, Roma- in Guillermic og Souheila Yacoub. Metacritic: 83/100 Bíófrumsýningar Dómsdagur, hefnd, býfluga og sýrutripp Teknósöngleikur Úr kvikmyndinni Climax eftir Gaspar Noé. Málverkasýningu Tolla og fjöltefli ber hæst á Menningardögum á Eg- ilsstaðaflugvelli um helgina. Í dag kl. 16 opnar Tolli sýningu á 23 nýj- um olíumálverkum í flugstöðinni, en fyrirhugað er að sýna verk hans í fleiri flugstöðvarbyggingum á næstu mánuðum. Sýningin er í boði Isavia, rekstr- araðila flugvallarins, en listamað- urinn kom að máli við forsvarsmenn fyrirtækisins á dögunum og stakk upp á að nota flugstöðvar landsins til sýningarhalds. Vel var tekið í hugmyndina og þegar hafist handa. „Lýsing í flugstöðvum er iðulega góð og mikið rennsli af fólki gegn- um húsið,“ segir Tolli. Málverk hans eru sum hver býsna stór og njóta sín því vel í björtum sölum þar sem hátt er til lofts og vítt til veggja. Kl. 11 á morgun, laugardag, býð- ur Hjörvar Steinn Grétarsson skák- meistari til fjölteflis í flugstöðinni. Þeir sem ná jafntefli eða vinna fá vinninga, auk þess sem þrenn auka- verðlaun verða dregin út. Menningardagar Tolli Morthens ásamt Jörundi Hilmari Ragnarssyni stöðvarstjóra á flugvellinum á Egilsstöðum. Málverkasýning Tolla og fjöltefli Fjölskyldumyndir nefnist sýning sem verður opnuð í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á 6. hæð Grófarhússins við Tryggvagötu á morgun, laugar- dag, kl. 15. Á henni eru ljósmyndir hjónanna Guðbjarts Ásgeirssonar og Herdísar Guðmundsdóttur, sem voru þekkt í Hafnarfirði sem Bjart- ur og Dísa í Kassahúsinu, ásamt verkum nokkurra afkomenda þeirra sem eru á meðal fremstu ljósmynd- ara þjóðarinnar undanfarna áratugi. Það eru bræðurnir Magnús og Elías Hjörleifssynir, Ólafur Elíasson og systkinin Ari Magg. og Silja Magg. Þau kalla sig Kassahússættina. Það reyndist afdrifarík ákvörðun fyrir starfsvettvang þeirra allra þeg- ar Guðbjartur, sem starfaði sem bryti til sjós, skipti árið 1911 á reið- hjólinu sínu og myndavél. Ekki leið á löngu þar til Herdís var líka farin að mynda á þá vél og aðrar, meðal ann- ars við síðustu heimsókn Kristjáns X. Danakonungs til Íslands árið 1936. Eftir hjónin liggja merkilegar myndir af ýmsu tagi – ekki síst ómetanlegar heimildir um sjósókn Íslendinga á þessum tíma. Bræðurnir Magnús og Elías Hjör- leifssynir eru barnabörn þeirra hjóna og nýttu þeir myndavélina hvor á sinn hátt: Elías heitinn fang- aði náttúruna fyrir myndlist sína en Magnús hefur átt langan og farsæl- an feril sem ljósmyndari fyrir aug- lýsingar jafnt sem tímarit. Ólafur sonur Elíasar er einn kunnasti myndlistarmaður samtím- ans og hefur unnið fjölmörg ljós- myndaverk, einkum hér á landi. Magnús föðurbróðir hans gaf Ólafi fyrstu myndavélina sem hann beitti og systkinin Ari og Silja stigu fyrstu skrefin á ljósmyndunarbrautinni undir handleiðslu Magnúsar föður síns. Ari er einn kunnasti auglýs- ingaljósmyndari þjóðarinnar í dag, Silja ekki síður þekkt fyrir tísku- ljósmyndun en verk systkinanna hafa ekki vakið minni eftirtekt er- lendis en hér heima. Silja segir það hafa verið tíma- freka en áhugaverða vinnu undan- farnar vikur að setja sýninguna saman og gaman að sjá til að mynda verk sem hún þekkti ekki eftir lang- afa sinn og langömmu. Og hún er ekki frá því að auk blóðtengslanna séu þau skyld sem ljósmyndarar. „En gestir á sýningunni verða að dæma um það sjálfir,“ segir hún og hlær. „Áhuginn á ljósmyndun er örugg- lega í blóðinu. Við Ari ólumst upp með myrkraherbergi á heimilinu og ég hef haft aðgang að stúdíói alla ævi. Svo er áhuginn mikill fyrir list og listsköpun í fjölskyldunni,“ segir Silja. efi@mbl.is Ljósmynd/Silja Magg Ajak & Nykhor Silja tók myndina fyrir Harpers Bazaar Arabia, 2017. Ljósmynd/Magnús Hjörleifsson Landslag „Þúfur“ kallar Magnús Hjörleifsson þessa ljósmynd sína. Með ljósmyndun í blóðinu  Sýning með verkum sjö úr sömu fjölskyldu Ljósmynd/Guðbjartur Ásgeirsson Á sjó Einar Sigurjónsson um borð í Garðari GK 25. Mynd frá um 1936. Myndröð Verk eftir Ólaf Elíasson, „Leit að heitu vatni, Kambur, 1995“. Ljósmynd/Ari Magg Erna og Hrefna Ljósmynd Ara var tekin fyrir Geysi tímarit, 2016.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.