Morgunblaðið - 28.09.2018, Page 7

Morgunblaðið - 28.09.2018, Page 7
Hvalfjarðargöngin eru nú eign þjóðarinnar Íslenska ríkið mun nú taka yfir rekstur Hvalfjarðarganga og um leið verður gjaldtöku hætt. Þessi mikla samgöngubót var tekin í notkun 11. júli 1998 og frá fyrsta degi fór notkun gangnanna fram úr bæði áætlunum og björtustu vonum. Farnar hafa verið meira en 32 milljón ferðir um göngin á þessum árum og um 2.100 milljón kílómetrar í akstri hafa sparast, nokkuð sem ber að fagna sérstaklega á tímum baráttunnar gegn losun gróður- húsalofttegunda. Umferðaröryggi hefur einnig aukist og slysum fækkað. Hvalfjarðargöngin eru dæmi um verkefni sem snýr að öllum markmiðum samgönguáætlunar; greiðar, öruggar og hagkvæmar samgöngur sem stuðla að umhverfislegri sjálfbærni og jákvæðri byggðaþróun. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið þakkar Speli ehf. fyrir ánægjulegt og árangursríkt samstarf og óskar landsmönnum öllum til hamingju með göngin sín.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.