Morgunblaðið - 28.09.2018, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2018
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is
amlegt ka
nýmalað,
en in h l i.
ynntu r Jura a v lar í Eirví . i óðum þér í kaffi.
s
k
é V ð jK k ffi
y
Hágæða
umhverfisvænar
hreinsivörur
fyrir bílinn þinn
Glansandi
flottur
Fást í betri byggingavöruverslunum, matvöruverslunum og bensínstöðvum.
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Nýbirtar tölur Hagstofu Íslands
benda til að heimilum þar sem einn
er í heimili hafi fjölgað meira á síð-
ustu árum en heimilum í heild.
Heimili í heild eru áætluð 132.600
árið 2016, af þeim
eru heimili án
barna 82.200 tals-
ins árið 2016 en
heimili með börn
49.800 talsins.
Hefur heimilum
án barna fjölgað
um 13% frá árinu
2008, sem er mun
meira en heimil-
um í heild (9%), á
meðan heimilum
með börn hefur hlutfallslega fækkað.
Þá fjölgaði einmenningsheimilum
úr 35.700 í 40.900 á tímabilinu sem
samsvaraði 14,6% aukningu.
Þóra Kristín Þórsdóttir, sérfræð-
ingur á Hagstofu Íslands, segir
ástand efnahagsmála geta haft hér
áhrif.
„Efnahagsástandið hefur batnað
síðustu ár, og þar með hafa fleiri af
þeim sem það vilja efni á að búa einir.
Árið 2016 var metár hvað varðar lög-
skilnaði samkvæmt Þjóðskrá, sem
gæti skýrt þetta að einhverju leyti.
Að öðru leyti myndi ég ekki lesa mik-
ið í þessar breytingar,“ segir Þóra.
Spurð um hlutfallslega fækkun
heimila með börn bendir Þóra á að
þarna sé sjálfsagt um að ræða sam-
spil þátta, t.d. skilnaðartíðni, en eitt-
hvað gæti minnkandi frjósemi á Ís-
landi haft þarna áhrif. „Við náðum
alltaf að vera með fleiri en tvö börn á
hverja konu. Undanfarin ár höfum
við hins vegar verið undir því marki,“
segir Þóra. Hún vísar hér til þess að
yfirleitt er miðað við að frjósemi
þurfi að vera um 2,1 barn til að við-
halda mannfjöldanum til lengdar.
Ólöf Garðarsdóttir, prófessor í
sagnfræði við Háskóla Íslands, var á
sínum tíma deildarstjóri mannfjölda-
deildar Hagstofu Íslands.
Spurð út í þessar tölur bendir Ólöf
á að heimilum án barna á Íslandi hafi
fjölgað mikið milli áranna 2014 og
2016. Sú aukning sé væntanlega birt-
ingarmynd örrar fjölgunar íbúa á
undanförnum árum. Sama gildi um
einmenningsheimili.
Líklegt verði að telja að tölurnar
endurspegli fjölgun erlendra ríkis-
borgara á síðustu árum. Einstakling-
ar í þeim hópi muni annaðhvort festa
hér rætur, og fjölskyldur þeirra jafn-
vel koma og sameinast þeim, eða í
einhverjum tilvikum flytja síðar af
landi brott.
Þá bendir Ólöf á að fæðingartíðni
á Íslandi hafi aukist um aldamótin, í
kjölfar breytinga á löggjöf um fæð-
ingarorlof. Fæðingartíðnin hafi svo
lækkað hratt frá árinu 2010.
Samt há í evrópsku samhengi
„Fæðingartíðnin eru nú orðin jafn
lág og annars staðar á Norðurlönd-
unum en þar er hún reyndar frekar
há í evrópsku samhengi. Sú þróun
mun á næstu áratugum væntanlega
birtast í tölum um fjölda heimila á Ís-
landi án barna,“ segir Ólöf.
Má í þessu efni rifja upp að Karl
Sigurðsson, sérfræðingur hjá
Vinnumálastofnun, hefur bent á að
fjölskyldur innflytjenda flytji gjarn-
an til landsins í kjölfar þess að fyr-
irvinnan hefur komið sér fyrir.
Bendir það til að innflytjendum
muni halda áfram að fjölga á næstu
árum.
Einstaklingum sem búa
einir hefur fjölgað mikið
Hlutfall einmenningsheimila er að hækka Heimilum með börn fjölgar lítið
Fjöldi og gerð íslenskra heimila 2008-2016
Breyting í % á fjölda
einstakra gerða heimila
2008-2016
Heimild: lífskjarakönnun Hagstofunnar
122.000
2008
132.600
+8,7%
2016
1,6%
0,0%
9,0%
10,2%
11,4%
13,1% 13,5%
16,6%
24,1%
Tvö eða fleiri
fullorðin
og börn
Heimili með
börn
Einstætt
foreldri
Einmennings-
heimili,
undir 65 ára
Tvö eða fleiri
fullorðin,
engin börn
Heimili
án barna
Einmennings-
heimili,
karl
Einmennings-
heimili,
kona
Einmennings-
heimili,
65 ára og eldri
Fjöldi heimila alls
Án barna
62%
Með
börn
38%
Öll heimili 2016Einmenn
ings
heimili
31%
Ein
stætt
foreldri
6%
Tvö eða
fleiri
fullorðin:
Með börn
31%
Engin
börn
31%
Öll
heimili
2016
undir 65 ára
66%
Einmenningsheimili 2016
65 ára
og eldri
34%
100
80
60
40
Öll heimili 2008-2016
Heimili án barna
Heimili með börn
þúsund
2008 2010 2012 2014 2016
Með börn
Engin börn
50
40
30
Tvö eða fleiri fullorðin ’08-’16
þúsund
2008 2010 2012 2014 20162008 2010 2012 2014 2016
12
10
8
6
Einstætt foreldri 2008-2016
þúsund
Ólöf
Garðarsdóttir
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Reykjavík Samsetning heimila á Ís-
landi hefur breyst á síðustu árum.
Mikið virðist hafa brotnað úr borgarísjak-
anum sem hefur strandað við Hrólfssker í
mynni Eyjarfjarðar, samkvæmt þeim upp-
lýsingum sem Landhelgisgæslan hefur
undir höndum. Tveir stórir ísjakar voru
við borgarísinn í gær, sem sjást að öllum
líkindum illa á radar. Það sem brotnar frá jakanum virðist reka til austurs.
Fyllsta ástæða er fyrir sjófarendur að fara varlega á þessum slóðum því
mögulegt er að meira brotni frá jakanum sem þá getur orðið hættulegt fyr-
ir skip og báta, sérstaklega í myrkri.
Brotnað hefur úr ísjakanum við Hrólfssker
Magnús Geir Eyjólfsson hefur verið
ráðinn fréttastjóri fríblaðsins Mann-
lífs. Í fréttatilkynningu segir að
Magnús verði í lykilhlutverki við
áframhaldandi uppbyggingu blaðs-
ins. Magnús hefur starfað á fjöl-
miðlum um nokkurra ára skeið og
var áður upplýsingafulltrúi NATO í
Georgíu á vegum Íslensku friðar-
gæslunnar. Magnús er með MA í al-
þjóðasamskiptum frá Waseda-
háskóla í Tókýó.
Þá hefur Guðný Hrönn Antons-
dóttir tekið við starfi vefstjóra
mannlif.is, sem er sameiginlegur
vefur allra miðla útgáfufélagsins
Birtíngs. Guðný útskrifaðist með
MA í blaða- og fréttamennsku frá
Háskóla Íslands og vann áður á
Morgunblaðinu og Fréttablaðinu.
Guðný mun hafa umsjón með mann-
lif.is, meðal annars skrifum á vefinn
og mun taka þátt í áframhaldandi
stafrænni uppbyggingu hans.
Guðný og
Magnús til
Mannlífs
Guðný Hrönn
Antonsdóttir
Magnús Geir
Eyjólfsson
Íslensku liðin riðu ekki feitum hesti
frá viðureignum sínum í 4. umferð
á ólympíuskákmótinu í Batumi í
gær. Skv. fréttatilkynningu náði
karlaliðið í opnum flokki sér engan
veginn á strik og töpuðu þeir 0-4
gegn Norðmönnum. Norðmenn eru
hærri á meðalstigum en fyrirfram
var talið að búast mætti við jafnri
viðureign. Enginn úr íslenska liðinu
náði sér á strik í gær og því fór sem
fór. Íslenska liðið í kvennaflokki
náði hálfum vinningi gegn sterkri
sveit Kúbu.
Slæmur dagur á ól-
ympíuskákmótinu