Morgunblaðið - 28.09.2018, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 28.09.2018, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2018 Fallegar vörur fyrir falleg heimili Opið virka daga kl. 10-18 Faxafeni 14, 108 Reykjavík | Sími 551 6646 | Laura Ashley á Íslandi 28. september 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 109.39 109.91 109.65 Sterlingspund 143.85 144.55 144.2 Kanadadalur 84.41 84.91 84.66 Dönsk króna 17.234 17.334 17.284 Norsk króna 13.465 13.545 13.505 Sænsk króna 12.387 12.459 12.423 Svissn. franki 112.96 113.6 113.28 Japanskt jen 0.9681 0.9737 0.9709 SDR 153.44 154.36 153.9 Evra 128.54 129.26 128.9 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 156.2953 Hrávöruverð Gull 1198.8 ($/únsa) Ál 2056.0 ($/tonn) LME Hráolía 81.45 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Vísitala neyslu- erðs hækkaði um 0,24% í september og hefur hækkað um 2,7% síðast- liðna 12 mánuði. Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstof- unnar. Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í sept- ember 2018 er 456,8 stig. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 390,5 stig og hækkar um 0,26% á milli mánaða en hún hefur hækkað um 1,8% síðastliðna 12 mánuði. Á meðal þess sem kemur fram er að flugfargjöld til útlanda hafi lækkað um 25,3%. Þá eru sumar- útsölur að mestu gengnar til baka en verð á fötum og skóm hækkaði um 8,7%. Verð á mat hækkaði um 1,3%. Vísitala neysluverðs samkvæmt út- reikningi í september 2018 gildir til verðtryggingar í nóvember 2018. Vísitala neysluverðs hækkar um 0,24% Hækkun Vísitala neysluverðs hækk- ar um 0,24%. STUTT BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is „Það er ekki aðeins æskilegt heldur beinlínis þjóðhagslega mikilvægt að hátt hlutfall eftirlaunasparnaðar okk- ar sé ávaxtað utan landsteinanna.“ Þannig komst Sig- urður B. Stefáns- son hagfræðingur að orði í erindi sem hann flutti á fundi sem Samtök spari- fjáreigenda stóðu fyrir í gær og bar yfirskriftina Óska- lífeyrissjóður Ís- lendinga. Sigurður bendir í erindi sínu á að í framreikningi á eignum lífeyriskerfisins, sem hann hefur gert í samstarfi við Svandísi R. Ríkharðsdóttur, fram til ársins 2050, sjáist að kerfið kunni að vaxa í ríflega tvöfalda verga landsframleiðslu Ís- lands árið 2050. Í þeim útreikningi er gengið út frá 2,4% árlegum hagvexti að jafnaði yfir tímabilið fram að því og að raunávöxtun lífeyrissjóðanna verði 3,5% yfir sama tímabil. „Spáin er viðkvæm fyrir ýmsum breytum sem erfitt er að sjá hvernig munu þróast en þetta varpar ljósi á það hversu stórt kerfið getur orðið.“ Segir hann að í dag sé stærð líf- eyriskerfisins um 150% af VLF. „Af því eru innlendu eignirnar um 111% af VLF. Það hlutfall mætti gjarnan lækka og í okkar útreikning- um sjáum við fyrir okkur að hlutfallið verði mögulega 75% af VLF strax ár- ið 2035.“ Að sögn Sigurðar er hlutfall alþjóð- legra eigna íslenskra lífeyrissjóða í dag um 26% af eignum sjóðanna. Gangi spáin eftir um aukna hlutdeild erlendra eigna í safni þeirra gæti fyrrnefnt hlutfall verið komið í 65%. Hlutfallið gæti jafnvel strax að áratug liðnum verið komið í 50% af eigna- safninu. „Þetta er mikilvægt sjónarmið út frá eignadreifingu og áhættudreif- ingu ekki síst. Á fundinum í dag var spurt út í óskalífeyrissjóðinn og það er erfitt að svara því til hver hann í raun og veru er en það má horfa til Norska lífeyrissjóðsins, sem áður hét Norski olíusjóðurinn. Hann fjárfestir öllum sínum eignum erlendis og það segir sína sögu.“ Sigurður segir að ef leita eigi leiða til að ávaxta eignir sjóðanna sem best verði ekki hjá því komist að beina þeim í hlutabréf. „Mjög umfangsmiklar rannsóknir sýna að hlutabréfamarkaðir hafa til lengri tíma litið skilað mun hærri ávöxtun að meðaltali en t.d. skulda- bréf. Þá hafa fræðimenn m.a. sýnt fram á að yfirburðir hlutabréfa um- fram aðra kosti til uppbyggingar eigna eru algjörir allt frá aldamótun- um 1800 og til dagsins í dag.“ Hann segir forvitnilegt að líta til þess hversu sterkur bandaríski hluta- bréfamarkaðurinn hefur verið allt frá árinu 1900 í samanburði við aðra markaði. „Það er alltaf verið að tala um ný- markaðsríkin en staðreyndin er sú að raunávöxtun hlutabréfa í Bandaríkj- unum, en sá markaður er um helm- ingur heimsmarkaðsins, er 6,5% á ár- unum 1900 til 2017 eða um 2% hærri en í öðrum ríkjum að meðaltali. Raun- ávöxtun hlutabréfa í Evrópuríkjum á þessu tímabili er 4,3%. Með öðrum orðum hefur tekið um 17 ár að tvö- falda eignasöfn í Evrópu meðan það hefur tekið um 11 ár í Bandaríkjun- um.“ Segir Sigurður að fátt bendi til mikilla breytinga hvað þessa þróun varðar á komandi árum. Því sé ekki úr vegi að horfa með ákveðnum hætti til Bandaríkjanna þegar fjárfesting- arstefna sjóðanna er ákvörðuð. Framtíðarvöxtur lífeyris- kerfisins liggur erlendis  Hlutabréfamarkaðir fela í sér mestu vaxtarmöguleikana að sögn sérfræðings Sigurður B. Stefánsson BNA, 15% Þýskaland, 13% Annað, 9,70% Ástralía, 3,50% Suður-Afríka, 3,30% Holland, 2,50% Ítalía, 2,10% Heimsmarkaður með hlutabréf í árslok 1899 og 2017 31. desember 1899 31. desember 2017 Heimildir: DMS database, Dimson, Paul Marsh og Mike Staunton, FTSE Analytics FTSE All-World Index Series 2017. BNA, 51,3% Bretland, 6,1% Frakkland, 3,3% Kína, 3,1% Sviss, 2,7% Ástralía, 2,4% Annað, 16,4% Japan, 8,60% Kanada, 2,90% Þýskaland, 3,2% Bretland, 25% Frakk- land, 11,5% Rússland, 6,10% Austurríki, 5,20% Belgía, 3,50% Sænski tískurisinn H&M seldi varn- ing hér á landi fyrir 60 milljónir sænskra króna, eða um 746,4 millj- ónir íslenskra króna á þriðja árs- fjórðungi, frá 1. júní til 31. ágúst. Þetta kemur fram í níu mánaða upp- gjöri samstæðunnar fyrir tímabilið 1. desember 2017 til 31. ágúst 2018. H&M opnaði tvær verslanir í fyrra, fyrst í Smáralind í ágústmánuði og síðar í Kringlunni í septembermán- uði. Því er samanburður við sama tímabil í fyrra ekki marktækur en þá seldi fyrirtækið varning að andvirði 13 milljónir sænskra króna. 2,2 milljarða sala á Íslandi Salan í búðum H&M hér á landi frá 1. desember 2017 til 31. ágúst 2018 nam 176 milljónum sænskra króna, sem eru tæplega 2,2 milljarð- ar íslenskra króna. Á heimsvísu var sala sænska fata- risans 179 milljarðar sænskra króna frá 1. desember 2017 til 31. ágúst 2018, eða um 2.227 milljarðar ís- lenskra króna. Nemur því hlutdeild sölu varnings á Íslandi um 0,1% af heildarsölu samstæðunnar. Mest var salan í Þýskalandi þar sem hún nam 9.851 milljón sænskra króna og þar næst í Bandaríkjunum þar sem salan nam 4.330 milljónum sænskra króna. Í uppgjörinu kemur einnig fram að netsala fyrirtækisins hafi vaxið um 32% á þriðja ársfjórðungi. Hagnaður H&M samstæðunnar á þriðja ársfjórðungi eftir skatta var 3.099 milljónir sænskra króna. Frá 1. desember 2017 til 31. ágúst 2018 nam hagnaðurinn 9.109 milljónum sænskra króna. peturhreins@mbl.is Morgunblaðið/Ófeigur Tíska Sala H&M á níu mánaða tíma- bili hérlendis nam 2,2 milljörðum. Sala hérlendis 746 milljónir  H&M birti níu mánaða uppgjör samstæðunnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.