Morgunblaðið - 28.09.2018, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Endurskoð-unarfyr-irtækið
Deloitte hefur tek-
ið saman upplýs-
ingar um afkomu
sjávarútvegsins á liðnum árum
og kynnti niðurstöðuna í fyrra-
dag. Samantekt Deloitte stað-
festir það sem þeir sem fylgj-
ast með umræðum um
sjávarútveg máttu vita, að þar
hefur verið samdráttur í
tekjum og afkomu á síðustu ár-
um. Afkoma fyrir skatta, fjár-
magnsliði og afskriftir, svoköll-
uð EBITDA, er lág í sögulegu
samhengi, aðeins 18% en hefur
gjarnan verið vel yfir 20% og
jafnvel nær 30% í eðlilegu ár-
ferði í seinni tíð.
Það er meðal annars í þessu
samhengi sem nú er rætt um
veiðigjöldin og nýtt frumvarp
sjávarútvegsráðherra. Þar er
fjallað um að færa útreikning
gjaldanna nær í tíma til að
fyrirtækin séu ekki að greiða
þessa skatta miðað við afkomu
sem var með allt öðrum hætti.
Þetta er skynsamleg breyt-
ing og sjálfsögð tæknileg lag-
færing á gjöldunum, en tekur
ekki á því að gjöldin eru allt of
há, eða þeirri staðreynd að ein-
ungis þessi eina atvinnugrein
er látin greiða slík gjöld af nýt-
ingu náttúruauðlindar. Það er
sérkennilegt, ekki síst þegar
um svo mikilvæga grundvallar-
atvinnugrein er að ræða, en
upphæð gjaldanna er líka veru-
legt umhugsunarefni. Og upp-
hæðin er ekki aðeins umhugs-
unarefni, heldur beinlínis
áhyggjuefni, eink-
um fyrir dreifðar
byggðir landsins
sem greiða lung-
ann af þessum
skatti, sem rétti-
lega hefur verið nefndur lands-
byggðarskattur.
Í samantekt Deloitte kemur
fram að bein opinber gjöld af
sjávarútveginum hafi verið á
bilinu 12,6 til 24,5 milljarðar
króna á ári á árunum 2011 til
2017. Í fyrra voru þau 15,8
milljarðar króna og skiptust
þannig að tryggingagjald nam
4,8 milljörðum, tekjuskattur
4,2 milljörðum og veiðigjald 6,8
milljörðum. Veiðigjaldið er
þannig mun hærra en tekju-
skatturinn, sem hefur lækkað
með versnandi afkomu þó að
veiðigjaldið hafi ekki gert það
heldur hækkað á milli ára.
Umræðan um veiðigjöldin
verður að komast upp úr þeim
hjólförum fordóma í garð sjáv-
arútvegsins sem hafa orðið til
þess að þau hafa um árabil ver-
ið óeðlilega há og hafa sligað
fjölda útgerða og valdið mikl-
um erfiðleikum. Það verður að
vera eitthvert samhengi á milli
afkomu fyrirtækja og skatt-
heimtu og það á jafnt við um
útgerð og annan rekstur. Að
öðrum kosti er ríkið einfald-
lega að hrekja fyrirtæki og
fjármagn frá útgerð, draga úr
fjárfestingum og uppbyggingu
og valda byggðunum um landið
tjóni. Það getur ekki verið eðli-
legt að fordómar fái að hafa
slík áhrif á atvinnulíf hér á
landi.
Hagur útgerðarinnar
versnar en veiði-
gjaldið hækkar}
Óeðlileg skattheimta
Þungu fargi léttaf þjóðinni“
sagði ráðherrann á
tímamótum í Geir-
finns- og Guð-
mundarmálum
forðum. Ummælin
voru skiljanleg í
því andrúmslofti sem ríkti og
sennilega rétt á því augna-
bliki. En það var ekki fyrr en
alllöngu síðar sem menn tóku
að gera sér grein fyrir því
hvernig niðurstaðan var feng-
in. Smám saman varð sú vitn-
eskja að þungu fargi. Í gær
létti Hæstiréttur því fargi af,
þótt eftir sitji ör, með þeirri
einu leið sem fær var. Það er
þakkar- og fagnaðarefni. Í
frétt mbl.is örfáum mínútum
eftir dómsuppkvaðningu sagði:
Allir dómteknu í Guð-
mundar- og Geirfinnsmálinu
sem fengu mál sín endur-
upptekin fyrir Hæstarétti fyrr
í mánuðinum voru í dag sýkn-
aðir, 38 árum eftir að þeir
voru sakfelldir af sama dóm-
stóli. 44 árum eftir að meintir
glæpir voru
framdir.
Guðmundur og
Geirfinnur Ein-
arssynir hurfu
báðir sporlaust ár-
ið 1974, annar í
janúar og hinn í
nóvember. Ekkert hefur
spurst til þeirra síðan. Sex
ungmenni; Sævar Ciesielski,
Kristján Viðar Viðarsson,
Tryggvi Rúnar Leifsson, Guð-
jón Skarphéðinsson, Albert
Klahn Skaftason og Erla
Bolladóttir, voru öll sakfelld í
Hæstarétti árið 1980, fyrir að-
ild að hvarfi þeirra en hún var
þó talin mismikil. Erla fékk
ekki mál sitt endurupptekið en
allir hinir dómteknu hafa nú
verið sýknaðir af því að hafa
banað Guðmundi og Geirfinni.
Það var spennuþrungið and-
rúmsloftið í dómssalnum og
(hefði mátt) heyra saumnál
detta þegar salnum hafði verið
lokað, enda margir búnir að
bíða lengi eftir þessum degi.“
Nú er fargið farið.
Hæstiréttur valdi
réttu leiðina við
að ljúka Geirfinns-
málum fyrir
sitt leyti}
Loksins
S
amkvæmt upplýsingum frá land-
lækni frá því í september 2017
hefur geðheilsu ungs fólks hrak-
að á undanförnum árum. Geð-
heilbrigðisþjónustu þarf að efla
og styrkja sérstaklega, til að stemma stigu
við þeirri þróun, samhliða auknum for-
vörnum. Ég hef lagt ríka áherslu á eflingu
geðheilbrigðisþjónustu í embætti mínu sem
heilbrigðisráðherra, með það meginmark-
mið að leiðarljósi að tryggja skuli öllum
jafnan aðgang að geðheilbrigðisþjónustu,
óháð efnahag og búsetu. Geðheilbrigðis-
þjónusta er mikilvægur þáttur heilbrigðis-
þjónustu og ætti að vera aðgengileg í nær-
umhverfi.
Í fjárlögum fyrir árið 2019 er gert ráð
fyrir umtalsverðri aukningu fjárframlaga
til geðheilbrigðisþjónustu innan heilsugæslunnar.
Geðheilbrigðisþjónusta á landsvísu innan heilsugæsl-
unnar verður efld með 650 milljóna króna framlagi,
bæði til að fjölga geðheilsuteymum og fjölga stöðu-
gildum sálfræðinga. Á höfuðborgarsvæðinu er gert
ráð fyrir þremur geðheilsuteymum og gert er ráð
fyrir geðheilsuteymum á landsbyggðinni allri.
Með þessu aukna framlagi til geðheilbrigðisþjón-
ustu á heilsugæslustöðvum ætti til að mynda að tak-
ast að fullmanna stöður sálfræðinga sem sinna full-
orðnum á heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu.
Staðan er sú nú í september 2018 að sálfræðingar
sem sinna fullorðnum hafa verið ráðnir á
sex af fimmtán heilsugæslustöðvum á höf-
uðborgarsvæðinu en nú þegar er boðið
upp á gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu fyrir
börn á öllum heilsugæslustöðvum á
höfuðborgarsvæðinu. Fjárframlög sam-
kvæmt fjárlögum ársins 2019 munu einn-
ig gera það að verkum að á næsta ári
ætti að nást markmið gildandi geðheil-
brigðisáætlunar alþingis um aðgengi fyrir
alla að sálfræðiþjónustu á 90% heilsu-
gæslustöðva landsins.
Þjónusta sálfræðinga á heilsugæslu-
stöðvum er ókeypis fyrir börn, og bæði er
boðið upp á einstaklings- og hópmeðferðir
fyrir börn, eftir því sem við á í hverju til-
viki. Heilsugæslan vinnur einnig í nánu
samstarfi við sjúkrahúsin.
Efling heilsugæslunnar er eitt af forgangsmálum
mínum. Einn liður í þeirri eflingu er aukið aðgengi
að geðheilbrigðisþjónustu á heilsugæslustöðvum.
Sálfræðiþjónusta er hluti af grunnheilbrigðisþjón-
ustu og að mínu mati er þessi styrking þeirrar þjón-
ustu í heilsugæslunni því mikið framfaraskref. Með
auknum fjárframlögum í þennan málaflokk tekst
okkur að bæta aðgengi að þjónustunni, stytta bið-
lista og þar með jafna aðgengi allra að heilbrigðis-
þjónustu.
Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Geðheilbrigðisþjónusta í nærumhverfi
Pistill
Svandís
Svavarsdóttir
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
B
aráttan gegn riðuveiki
gengur vel. Síðustu tvo
áratugina hefur riða
verið staðfest á tveimur
bæjum á ári, að meðal-
tali, og þar af eru nokkur ár þar sem
riða hefur hvergi greinst. Er þetta
mikill viðsnúningur frá árunum áður,
sérstaklega á áttunda áratugnum
þegar riðuveiki flæddi stjórnlítið um
landið.
Fyrsta riðutilfellið í ár var stað-
fest á bæ í Skagafirði á dögunum.
Eitt tilfelli kom upp í fyrra, tvö árið
þar á undan og þrjú árið 2015. Hins
vegar greindist riða hvergi í fjögur ár
þar á undan.
Sigrún Bjarnadóttir, dýralæknir
sauðfjár- og nautgripasjúkdóma hjá
Matvælastofnun, tekur undir þau orð
að verulegur árangur hafi náðst í bar-
áttunni við riðuna á undanförnum ár-
um. „Það hefur sýnt sig í því að á ní-
unda áratugnum greindist riða á
tugum bæja á hverju ári en nú eru
þetta 1-2 tilfelli á ári. Augljóst er að
aðgerðirnar hafa þar haft áhrif,“ seg-
ir Sigrún. Hún tekur fram að það taki
langan tíma að útrýma riðuveiki úr
landinu vegna þess hversu þolið smit-
efnið er og erfitt að sótthreinsa og því
muni starfið taka lengri tíma.
Gripið til aðgerða
Riðuveiki er langvinnur og
ólæknandi sjúkdómur í sauðfé. Erfitt
er við hann að eiga af ýmsum ástæð-
um, meðal annars vegna þess hversu
smitefnið er lífseigt og hversu lengi
kindin getur borið það án þess að
sýna einkenni og þannig smitað aðrar
kindur.
Fyrir fjörutíu árum voru líkur á
því að riðuveikin myndi dreifast um
allt land á fáum árum, að því er fram
kemur á vef Mast. Hún var þekkt á
104 bæjum og fannst árlega í næstum
700 kindum. Gripið var til aðgerða til
að stöðva útbreiðslu veikinnar það ár
og hert var á þeim árið 1986. Síðan
hafa sömu aðferðir verið notaðar. Þær
felast meðal annars í því að samið er
við viðkomandi bónda um að farga
öllu sauðfé strax og hafa ekki fé næstu
tvö árin. Hugsanlegt er að skera þurfi
niður á nágrannabæjum. Skipta þarf
um jarðveg við fjárhús og sótthreinsa
þau ásamt tækjum og tólum.
Þegar aðgerðir hófust var land-
inu skipt í 38 varnarhólf og voru 25
þeirra sýkt. Nú er búið að taka niður
margar girðingar sauðfjárveikivarna
og sameina varnarhólf. Eru þau nú
25 og eru aðeins 8 þeirra sýkt, eins og
sést á landakortinu hér að ofan.
Svæði telst ósýkt ef þar hefur ekki
verið staðfest riða í 20 ár.
Ef ekki kemur upp riða í Skjálf-
andahólfi á þessu og næsta ári telst
það hólf ósýkt í lok næsta árs. 3-5 ár
eru í að þrjú önnur hólf falli út af list-
anum en 20 ár eru í svæðin þar sem
riða hefur verið að koma upp síðustu
árin, sérstaklega á Norðurlandi
vestra.
Erfitt að útrýma riðu
Spurð um möguleika á útrým-
ingu veikinnar segir Sigrún að tölur
um riðusmit síðustu árin sýni að
hægt sé að hafa tök á útbreiðslunni.
Erfitt geti verið að útrýma veikinni.
Nefnir hún að íslenska fjárkynið sé
annarrar gerðar en flest önnur kyn
sem hafi í sér arfgerð sem verndar
þau gegn riðu. Hér sé áhættuarfgerð
eða hlutlaus gagnvart riðu. Því sé erf-
itt að rækta upp þolinn stofn. „Við
verðum að treysta á það að vera
snögg að greina einkennin og stað-
festa tilvik og vera vandvirk við
hreinsunarstarfið. Með hverju smit-
inu sem kemur upp skapast alltaf
hætta á að ekki takist að útiloka end-
ursmit,“ segir hún og bætir því við að
árangurinn byggist á sameiginlegu
átaki marga aðila sem hafi gengið vel
síðustu árin.
Aðgerðir gegn riðu
hafa skilað árangri
Sauðfjárveikivarnarlínur og riðutilfelli
Riðuhólf merkt með ártali síðasta riðutilfellis sem upp hefur komið
2003 Landnáms-
hólf (að hluta)
2015 Vatnsneshólf
2018 Húna- og Skagahólf 1999 Skjálfandahólf (að hluta)
2017 Tröllaskaga-
hólf (að hluta)
2010 Hreppa-,
Skeiða- og Flóahólf
2004 Biskupstungnahólf
2005 Suðurfjarðahólf
Heimild: MAST
Riðuveikin hefur ekki valdið telj-
andi erfiðleikum við útflutning á
kindakjöti, ekki fyrr en nú að
Kínverjar setja mun stífari kröf-
ur en aðrar þjóðir.
Norðmenn og Indverjar gera
þær kröfur að kindakjöt sem
þangað er flutt frá Íslandi komi
úr varnarhólfum þar sem ekki
hefur komið upp riða í tiltekinn
tíma. Jafnframt þarf að tryggja
rekjanleika kjötsins og að-
skilnað í vinnslu og geymslum.
Kínverjar ganga lengra því þeir
krefjast þess að sláturhús, kjöt-
vinnsla og geymsla séu ekki í
varnarhólfi þar sem riða hefur
komið upp. Aðeins eitt slátur-
hús, Fjallalamb á Kópaskeri,
mun geta uppfyllt núverandi
skilyrði. Ekki er vitað hvort Kín-
verjar gera sömu skilyrði til inn-
flutnings kjöts frá öðrum lönd-
um.
Þjóðir Evrópusambandsins og
Bandaríkin gera engar sérstakar
kröfur um hvaðan féð kemur eða
hvar því er slátrað, ef almennum
heilbrigðiskröfum er fullnægt.
Vandræði á
Kínamarkaði
MISMUNANDI KRÖFUR