Morgunblaðið - 28.09.2018, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 28.09.2018, Qupperneq 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2018 Áhlaup hófst á bankana, hægt í fyrstu, en þó merkjanlegt. Seðlabankastjórunum varð ljóst, að bankakerfið væri að hrynja. Davíð Oddsson gekk því á fund ríkisstjórnarinnar þriðjudag- inn 30. september til að færa henni ótíðindin. Hann sagði ráðherrum, að aðeins væri til einn kostur, að reisa varnarvegg um Ísland (ring- fencing) með því að skilja að hinn innlenda og erlenda hluta bankakerfisins. Hefði hann kall- að saman neyðarhóp í Seðlabankanum til að leggja á ráðin um slíkan varnarvegg. Ráð- herrar Samfylkingarinnar tóku boðskap Dav- íðs illa og virðast hafa trúað því, að enn mætti bjarga bönkunum. Varnarveggurinn og neyðarlögin Á fundi neyðarhópsins í Seðlabankanum, sem haldinn var sama dag, 30. september, kynnti Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta í Seðlabankanum, hug- myndina um varnarvegg með myndinni, sem hér birtist: innst var hið fullvalda ríki, sem verja varð í lengstu lög, því að gjaldþrot þess hefði haft óskaplegar afleiðingar, þá var greiðslumiðlun, sem halda varð í gangi, væri þess nokkur kostur, næst komu kröfuhafar bankanna, en yst sátu eigendur bankanna. Að- alatriðið var að lágmarka langtímaskuldbind- ingar ríkisins. Í neyðarhópnum fæddist sú hugmynd, og átti hana Ragnar Önundarson, að reyna að færa varnarlínuna út frá greiðslu- miðluninni með því að skipta kröfuhöfum í tvennt, innstæðueigendur, sem fengju for- gangskröfur í bú bankanna, og aðra kröfuhafa, aðallega skuldabréfaeigendur. Á meðan sleitu- laust var unnið að þessari lausn í Seðlabank- anum, tafði ágreiningur í ríkisstjórninni fyrir aðgerðum. Harðneituðu Samfylkingarmenn að samþykkja þá tillögu Geirs H. Haardes for- sætisráðherra, að Davíð hefði forystu um björgunaraðgerðir. Davíð hafði laugardaginn 4. október sam- band við breska seðlabankastjórann, Mervyn King, sem sendi fjármálafræðinginn Marc Do- bler tafarlaust til Íslands. Einnig fékk Seðla- bankinn þrjá sérfræðinga frá fjármálafyrir- tækinu JP Morgan til að koma til landsins, og þegar þeir misstu af flugvél til Íslands, þótti svo mikið liggja við, að leigð var undir þá einkaþota. Þeir funduðu með nokkrum ráð- herrum laust eftir miðnætti aðfaranótt mánu- dagsins 6. október. Þá fyrst virtust fulltrúar Samfylkingarinnar í ríkisstjórn gera sér grein fyrir ástandinu og samþykktu hugmyndina um varnarvegginn, sem Davíð hafði kynnt þeim viku áður, eins og Össur Skarphéðinsson bar vitni um fyrir Rannsóknarnefnd Alþingis. Með fulltingi hinna erlendu sérfræðinga, Seðla- bankans, Fjármálaeftirlitsins og embættis- manna viðskiptaráðuneytisins voru samin neyðarlög um víðtækt vald Fjármálaeftirlits- ins til að taka í sínar hendur banka og skipta þeim upp og um að gera innstæður að for- gangskröfum í bú banka. Voru lögin samþykkt að kvöldi sama dags. Öðrum þjóðum fordæmi Neyðarlögin frá 6. október 2008 náðu strax þeim skammtímatilgangi sínum að róa spari- fjáreigendur og reyndust líka, er á leið, ná þeim langtímatilgangi sínum að lágmarka skuldbindingar ríkisins vegna bankahrunsins. Fjármálaeftirlitið skipti bönkunum í nýja inn- lenda banka í eigu ríkisins og færði til þeirra innlendar eignir og skuldir, en skildi aðrar eignir og skuldir eftir í gömlu bönkunum, sem voru smám saman gerðir upp. Reyndust eignir bankanna vera miklu meira virði en fyrst var talið, og var í því sambandi mikilvægt, að ríkis- stjórnin 2013-2016 náði hagstæðum samn- ingum við kröfuhafa. Með harðri baráttu tókst einnig að afstýra því í tveimur þjóðaratkvæða- greiðslum, að íslenska ríkið tæki að sér stór- kostlegar skuldbindingar og þunga vaxtabyrði í Icesave-málinu, og skar EFTA-dómstóllinn að lokum úr um það, að íslenska þjóðin bæri enga ábyrgð á Icesave-reikningunum. Það er hins vegar kaldhæðni örlaganna, að Bretland og önnur Evrópuríki, sem beittu sér hart gegn ráðstöfunum Íslendinga í banka- hruninu, hafa farið að fordæmi Íslands eftir fjármálakreppuna og gert innstæður að for- gangskröfum í bú banka. Tóku hinar nýju reglur Evrópusambandsins um það gildi í árs- byrjun 2017. Ekki hafa samt allir komið auga á annan lærdóm af viðbrögðum íslenskra stjórn- valda við bankahruninu: Hann er, að ríkis- ábyrgð á bönkum er óþarfi, ef innstæður verða forgangskröfur. Slík ábyrgð var hugsuð til að róa sparifjáreigendur á hættutímum og koma í veg fyrir áhlaup þeirra á banka, enda fær eng- inn banki staðist slíkt áhlaup. En gallinn er sá, að ríkisábyrgð á bönkum veldur freistnivanda (moral hazard): Þegar vel gengur, hirða bankamennirnir gróðann, en þegar illa geng- ur, ber ríkið tapið. Við slík skilyrði freistast bankamenn til að taka of mikla áhættu og þenja kerfið út um of, eins og reynslan sýnir. Á svig við lögmál réttarríkisins? Viðbrögð íslenskra stjórnvalda við banka- hruninu reyndust þannig skynsamleg. Lang- tímaskuldbindingum íslensku þjóðarinnar vegna bankahrunsins var haldið í lágmarki. Víglínan var dregin af raunsæi milli innstæðu- eigenda og annarra kröfuhafa bankanna. Þar var varnarveggurinn hlaðinn, og hann stóðst. Það auðveldaði varnarviðbrögð Íslands, að þeir Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra og forveri hans í starfi, Geir H. Haarde, höfðu greitt upp skuldir ríkisins. Miklu máli skipti í bankahruninu, að ríkissjóður var skuldlaus. En hvers vegna taldi þá Rannsóknarnefnd Al- þingis seðlabankastjórana þrjá, forsætisráð- herra og fjármálaráðherra hafa sýnt af sér vanrækslu? Svo virðist sem ekki hafi allir veitt því athygli, að nefndin taldi þessa aðila hafa sýnt af sér vanrækslu í skilningi laga nr. 142/ 2008, en þau voru lögin um sjálfa nefndina, sett eftir bankahrunið! Menn voru þannig sak- aðir um vanrækslu í embættisfærslum sínum árin fyrir bankahrun með tilvísun í lög, sem samþykkt voru eftir bankahrun! Og ef þeir vildu ekki una ásökunum um vanrækslu í starfi, þá gátu þeir ekki borið þær undir dóm- stóla, því að Rannsóknarnefndin hafði með sérstökum lögum árið 2009 fengið friðhelgi: ekki var hægt að höfða mál gegn nefndar- mönnum. Virðist þetta hvort tveggja stríða gegn þeim lögmálum réttarríkisins, að reglur séu ekki afturvirkar og að allir séu jafnir fyrir lögunum, enginn hafinn yfir þau. Alþingi höfðaði aðeins eitt mál gegn þeim ráðamönnum, sem Rannsóknarnefnd Alþingis taldi hafa sýnt af sér vanrækslu. Það var Landsdómsmálið gegn Geir H. Haarde. Hann var þar sýknaður af öllum þeim efnisatriðum, sem Rannsóknarnefndin hafði tekið til í skýrslu sinni, en sakfelldur fyrir atriði, sem Alþingi hafði bætt inn í ákæruna á hendur honum, að honum hefði láðst að setja yfirvof- andi bankahrun á dagskrá ríkisstjórnarfunda. Breytti þetta smáatriði auðvitað engu um sjálft bankahrunið. Seðlabankastjórarnir voru taldir hafa sýnt af sér vanrækslu með því að afla sér ekki meiri upplýsinga um fjárhag Landsbankans og Glitnis, áður en þeir synjuðu þeim um fyrirgreiðslu, sem beðið var um í ágúst og september 2008, þótt Rannsóknar- nefndin tæki fram, að sjálfar synjanirnar hefðu verið skynsamlegar. En seðlabanka- stjórarnir höfðu ekki eftirlitsvald með bönk- um, heldur Fjármálaeftirlitið, og þeir gátu þess vegna vegna lögmætisreglunnar ekki krafist nákvæmra upplýsinga um fjárhag þeirra. Þetta sést best á því, að hinir nýju stjórnendur Seðlabankans, þar á meðal einn nefndarmaðurinn úr Rannsóknarnefnd Al- þingis, báðu Alþingi árið 2013 um lagaheimild fyrir Seðlabankann til að krefjast upplýsinga af lánastofnunum. Það er umhugsunarefni, að nefnd, sem hafði fjölda sérfræðinga í vinnu, rúm fjárráð og ótakmarkaðan aðgang að upp- lýsingum, skyldi eftir mikla leit í hálft annað ár ekki finna önnur dæmi um vanrækslu seðla- bankastjóranna (í skilningi laga frá 2008, eftir bankahrunið!) en skort á pappírsvinnu að baki tveimur ákvörðunum, sem þó voru báðar tald- ar eðlilegar. Í lokagrein minni um bankahrun- ið ræði ég síðan um framkomu ýmissa granna okkar eftir bankahrunið og leiði rök að því, að hún hafi verið siðferðilega ámælisverð. » Aðeins væri til einn kostur, að reisa varnarvegg um Ís- land (ring-fencing) með því að skilja að hinn innlenda og er- lenda hluta bankakerfisins. Höfundur er prófessor í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og höfundur nýrrar skýrslu á ensku til fjármálaráðuneytisins um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins. bankahruninu voru skynsamleg Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Morgunblaðið/Golli Þessari mynd varpaði Sturla Pálsson á vegg á fundi neyðarhópsins í Seðlabankanum þann 30. september 2008. Hið fullvalda ríki mátti ekki verða gjaldþrota. Geir H. Haarde hafði sem fjármálaráðherra greitt niður skuldir ríkisins og sem forsætisráðherra stuðlað að setningu neyðarlaganna. Fyrir það átti hann skilið lof frekar en ákæru fyrir Landsdómi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.