Morgunblaðið - 28.09.2018, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2018
ykkar allar helgar sem við
vildum. Þið áttuð virkilega fallegt
heimili og verðlaunagarð, þar
sem ævintýrin gerðust og ekki
var leiðinlegt að fá að fara inn í
gróðurhús til ömmu og fá að þefa
af rósunum hennar.
Þegar ég flutti í nýja húsið
mitt með Snæfellsjökul í stofu-
glugganum sagðir þú að það væri
fátt fallegra en þegar sólin sest á
bak við jökulinn, síðan þá hef ég
verið dugleg að mynda þessa feg-
urð og mun halda því áfram. Þú
hafðir unun af að skoða þessar
ljósmyndir hjá mér og gerðir það
alveg þar til þinn síðasta dag.
Ég á svo margar fallegar
minningar um þig og þakklæti er
efst í huga. Ég er svo þakklát að
þið tókuð pabba að ykkur með
opnum örmum og hlýju í hjarta.
Þakklát að eiga þig sem afa,
skólastjóra, kennara og frábæra
fyrirmynd. Þakklát að þið lögðuð
á ykkur ferðalag til að heimsækja
okkur þegar við bjuggum í
Lúxemborg. Og svo mætti lengi
telja.
Elsku afi minn, þín er sárt
saknað og mun minning þín lifa í
hjörtum okkar að eilífu.
Þín
Herdís Rós.
Á mínum skólaferli við Barna-
og gagnfræðaskólann í Stykkis-
hólmi var Lúðvíg lengstum skóla-
stjóri, virtur af nemendum og
samstarfsfólki. Hann tók við
stjórn skólans árið 1965 á um-
brota- og uppreisnartímum sem
náðu jafnvel til efstu bekkja
grunnskóla. Íslensk ungmenni
ögruðu með síðri hártísku, frjáls-
legum klæðnaði og nánari sam-
skiptum kynjanna á skólaböllum.
Lúðvíg reyndist réttur maður á
réttum tíma. Hann hélt í góðar
reglur og gildi skólastarfsins en
var líka opinn fyrir hugmyndum
og frumkvæði unglinganna í sam-
ræmi við nýja strauma. Hólmar-
ar hafa í gengum árin verið
heppnir með skólastjórnendur og
Lúðvíg sat þeirra allra lengst,
kennari og skólastjóri í Stykkis-
hólmi í 40 ár. Nemendur hans
spönnuðu þrjár til fjórar kyn-
slóðir.
Lúðvíg var ekki síður góður og
skemmtilegur kennari. Meðfram
skólastjórastarfinu kenndi hann
ensku og fleiri námsgreinar á
unglingastigi. Mér eru minnis-
stæðastar kennslustundir í átt-
hagafræði. Engar kennslubækur
en þeim mun áhugaverðari tímar.
Lúðvíg var hafsjór af fróðleik og
víðlesinn í virtum erlendum tíma-
ritum. Með leiftrandi og lifandi
hætti fræddi hann okkur krakk-
ana um nýjustu geimvísindi og
fyrstu gerð tölva, stuttu fyrir
tíma sjónvarpsins, viðfangsefni
sem heimurinn batt miklar vænt-
ingar við í nánustu framtíð.
Í Stykkishólmi var löng hefð
fyrir stuðningi skólans við upp-
byggilegt félagsstarf barnanna.
Öflugt starf Barnastúkunnar
Bjarkar var ekki síst að þakka
þessu góða samstarfi. Allir
krakkar í Hólminum gengu í
stúku og sóttu fundi eins og ekk-
ert væri sjálfsagðara. Það virtist
sem vinirnir Árni Helgason, faðir
minn, og Lúðvíg skólastjóri hefðu
svarist í fóstbræðralag um vel-
ferð stúkunnar og þeirrar
skemmtunar og tilbreytingar
sem starfið reyndist börnunum.
Lúðvíg taldi sér sjálfsagt og skylt
að mæta á alla fundi stúkunnar
og sá til þess að kennarar skólans
æfðu skemmtiatriði með nem-
endum til flutnings á stúku-
fundum. Við systkinin, og
ábyggilega flestir Hólmarar,
verðum Lúðvíg ævinlega þakklát
fyrir þennan stuðning, sem var
langt frá því að vera sjálfgefinn.
Enda þótt liðin sé nær hálf öld
frá því að Lúðvíg útskrifaði mig
með landspróf lifir minningin um
góðan skólastjóra allt til þessa
dags. Að ég skyldi síðar velja mér
sama starfsvettvang og Lúðvíg
var ekki síst vegna þeirrar fyrir-
myndar sem Lúðvíg var mér.
Alltaf þegar fundum okkar bar
saman af tilviljun eða af góðu til-
efni þá mætti mér einlægt bros
og þétt handtak vináttu og vænt-
umþykju. Einlæg hvatning, hrós
og góðar óskir fylgdu mér ávallt í
starfi frá þessum heiðursmanni.
Lúðvíg Halldórsson var skóla-
stjórinn minn og sannur vinur
fjölskyldu minnar. Hann bar ald-
urinn einstaklega vel fram á efri
ár og virtist við góða heilsu. Þótt
hann væri fluttur suður og ætti
rætur í Skagafirði átti Hólmur-
inn alltaf stað í hjarta hans.
Ég sendi fjölskyldu Lúðvígs
mínar innilegustu samúðar-
kveðjur. Minningin um mætan
mann lifir.
Helgi Árnason.
Haustið 1951 komu saman að
Laugarvatni 25 ungmenni víðs
vegar að af landinu til að hefja
nám í menntaskóla sem þá var
verið að koma á legg þar. Í þess-
um hópi var Lúðvíg Alfreð Hall-
dórsson og kom frá Sauðárkróki.
Þessi hópur varð fljótlega mjög
samstilltur og námfús, enda
höfðu skólastjórinn og kennar-
arnir lag á að vekja með okkur
metnað um að standa okkur, svo
að sú hugsjón mætti rætast að
menntaskóli í sveit ætti rétt á sér.
Okkur Lúðvíg varð fljótlega sér-
lega vel til vina, enda létt að
kynnast honum svo opinskár,
glaðvær og skemmtilegur sem
hann var.
Við áttum einnig ýmisleg sam-
eiginleg áhugamál, svo sem útilíf
og íþróttir. Varð iðkun körfubolta
fljótt eitt helsta áhugamál okkar
á því sviði, en á þeim tíma voru
skólarnir að Laugarvatni vagga
þeirrar íþróttar á Íslandi. Vorum
við Lúðvíg að sjálfsögðu í bekkj-
arliðinu okkar, sem alltaf var það
besta á staðnum! Einnig fórum
við saman í gönguferðir og vorum
á skautum á Laugarvatni, sem í
minningunni er oftast ísi lagt.
Eftir Laugarvatnsárin skildu
leiðir, ég var næstu sjö árin að-
allega í Þýskalandi en Lúðvíg hóf
strax um haustið kennslu við
grunnskólann í Stykkishólmi og
kenndi þar stærð-, eðlis- og efna-
fræði. Við þann skóla starfaði
hann æ síðan sem kennari og
lengst af sem skólastjóri, að frá-
töldum þeim tíma sem hann nam
í Kennaraskóla Íslands og dvaldi
í Bandaríkjunum eftir að hafa
hlotið Fulbright-styrk. Lúðvíg
var einstaklega farsæll í starfi og
virtur jafnt af samstarfsmönnum
sem nemendum.
Í Stykkishólmi kynntist Lúð-
víg Guðrúnu Rögnu Kristjáns-
dóttur, sem varð eiginkona hans,
og um svipað leyti hafði ég
kynnst í Berlín Kristínu konu
minni. Síðar eftir að ég sneri al-
kominn heim að námi loknu tók-
um við Lúðvíg aftur upp þráðinn
en nú með eiginkonum. Eftir að
ég tók að vinna að skipulags- og
byggingarmálum fyrir Stykkis-
hólmsbæ fjölgaði mjög ferðum
mínum í Hólminn og stundum
var Kristín þá með mér í för.
Nutum við þá jafnan frábærrar
gestrisni Lúðvígs og Guðrúnar
og gistum oft á heimili þeirra.
Eitt af byggingarverkefnum mín-
um í Stykkishólmi var hönnun
grunnskólahúss og varð Lúðvíg
ráðgjafi minn við ýmsa þætti í
fyrirkomulagi hússins og kom
með margar góðar ábendingar.
Lúðvíg var mjög fær og ná-
kvæmur í því sem hann tók sér
fyrir hendur, hann var t.d. góður
kylfingur og snjall stangveiði-
maður.
Því síðarnefnda kynntist ég vel
þegar hann bauð mér eitt sinn í
veiði í Selvallavatni. Þar dáðist ég
að því hvernig hann sveiflaði fim-
lega stönginni með línuna á lofti
og öngullinn lenti svo nákvæm-
lega þar sem hann átti að lenda. Í
einni heimsókn okkar Kristínar
til Stykkishólms bauð Lúðvíg
okkur Kristínu eitt kvöldið í
veiðiferð í trillu rétt út fyrir höfn-
ina.
Þessi ferð er okkur eftirminni-
leg fyrir einstaka fegurð við
sólarlag á spegilsléttum sjónum –
og Kristín var veiðikóngur með
vænan þyrskling sem hún dró.
Með Lúðvíg er fallinn frá góð-
ur og gegn maður sem þeir sakna
mest er þekktu hann best. Fjöl-
skyldu hans og vinum vottum við
Kristín okkar dýpstu samúð.
Ormar Þór Guðmundsson.
Við Lúðvíg Halldórsson, fyrr-
verandi skólastjóri, áttum gott og
náið samstarf í Stykkishólmi um
langt árabil. Með þessum línum
vil ég minnst þessa mæta mans
sem var áhrifavaldur í samfélag-
inu og metnaðarfullur sem Hólm-
ari, en um leið sannur Skagfirð-
ingur, sem lagði áherslu á
uppruna sinn. Þegar ég fluttist
með fjölskyldu minni til Stykk-
ishólms og tók við starfi bæjar-
stjóra kynntist ég Lúðvíg þegar
hann bauð mig velkominn í
Rotaryklúbb Stykkishólms og
vegna samskipta okkar við rekst-
ur skólans og ekki síður sem faðir
barna sem settust á skólabekk
hjá honum.
Lúðvíg starfaði í tíu ár sem
kennari í Stykkishólmi og síðan í
heil tuttugu og níu ár sem skóla-
stjóri við Grunnskóla Stykkis-
hólms. Áhrif hans á samfélagið
voru mikil. Grunnskóli staðarins
er stærsta og fjölmennasta stofn-
un hvers sveitarfélags og því fer
ekki á milli mála að samstarf
skólastjóra og bæjarstjóra er
mikið. Í okkar tilviki var sam-
starfið náið og á það féll aldrei
skuggi.
Mér er minnisstætt þegar
bæjarstjórn og stjórnendur skól-
ans þurftu árið 1975 að endur-
meta áætlun um byggingu nýs
skólahúss. Skólabyggingu sem
hafði verið undirbúin var frestað
en þess í stað ákveðið að ljúka við
að byggja Félagsheimilið og Hót-
el Stykkishólm. Sú framkvæmd
var satt að segja meira en nægj-
anlegt verkefni fyrir fjárhags-
lega getu bæjarins á þeim tíma.
Auðvitað var þetta erfið ákvörð-
un að fresta framkvæmdum. Eft-
ir að Lúðvíg hafði kynnt sér alla
málavexti og áform bæjaryfir-
valda gekk hann til liðs með
stjórnendum bæjarins. Hann
lagðist á árar við að kynna verk-
efnið sem best fyrir þeim sem
höfðu haft miklar væntingar til
þess að fá nýtt skólahús í stað
gamla skólans sem gat ekki leng-
ur hýst þann fjölda nemenda sem
skólann sátu. Húsnæðismál skól-
ans voru leyst til bráðabirgða
með því að nýta hluta hótelsins
fyrir kennslustofur. En skólahús-
ið reis og var tekið í notkun tíu
árum síðar og það var stoltur
skólastjóri sem setti Grunnskóla
Stykkishólms í nýju glæsilegu
húsi árið 1985. Lúðvíg var metn-
aðarfullur skólamaður og lagði
áherslu á fjölbreytni í skólastarf-
inu og góða menntun kennar-
anna. Hann stóð með iðnaðar-
mönnum staðarins við
starfrækslu Iðnskólans í Stykk-
ishólmi um árabil. Þá vann hann
hörðum höndum með bæjar-
stjórn við að koma á framhalds-
deild við grunnskólann í Stykkis-
hólmi sem var útibú frá
Fjölbrautaskóla Vesturlands og
forveri Fjölbrautaskóla Snæfell-
inga.
Sá skóli hefur gjörbreytt
menntun ungmenna á svæðinu og
styrkt byggðina á Snæfellsnesi
eftir að ungmennin gátu stundað
sitt framhaldsnám í heimabyggð.
Lúðvíg var mikill gæfu maður að
eignast sína góðu konu Guðrúnu
Rögnu Kristjánsdóttur sem er
fædd í Stykkishólmi og ólst þar
upp í skjóli samhentrar fjöl-
skyldu. Fjölskylda Lúðvígs og
Guðrúnar Rögnu hefur haldið
tryggð við bæinn eftir að þau
fluttu til höfuðborgarinnar við
starfslok Lúðvígs sem skóla-
stjóra og hér býr sonurinn Hall-
dór.
Nú þegar Lúðvíg er kvaddur
hinstu kveðju viljum við Hall-
gerður kona mín votta fjölskyld-
unni samúð og óskum þeim alls
hins besta.
Sturla Böðvarsson.
✝ Laufey Dís Ein-arsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 26.
apríl 1958. Hún lést
á heimili sínu í
Vogagerði 1 í Vog-
um á Vatnsleysu-
strönd 17. septem-
ber 2018.
Faðir hennar var
Einar Leó Guð-
mundsson skó-
smiður, f. 4.12.
1928, d. 26.1. 1989, og móðir
hennar er Margrét Erla Ein-
arsdóttir, f. 11.5. 1931. Systkini
hennar eru Ragnheiður Aldís, f.
17.12. 1950, d. 7.8. 2013, Sólveig,
f. 14.5. 1952, d. 17.4. 2001, Einar
Marel, f. 14.5.1952, Arnbjörg, f.
18.10. 1953, og Erla Björk, f. 4.7.
1963.
Maki hennar er Þorsteinn
Frímann Sigurgeirsson flug-
maður. Fyrirverandi eiginmenn
og maki eru 1) Magnús Þór Ein-
arsson, f. 9.4. 1942, þau gengu í
hjónaband 1979 en skildu 1987.
Börn þeirra eru a) Ríkharður
Leó, f. 8.8. 1979. Unnusta hans
er Ingibjörg Árnadóttir, f.
10.11. 1982. Þau eiga synina
Einarssyni, bílstjóra og fram-
reiðslumanni, og eignaðist son
sinn, Ríkharð Leó, árið 1979.
Bjuggu þau á Eggjavegi 3 í
Smálöndunum. 1982 eignaðist
hún dóttur sína, Telmu Dögg.
Þau fluttu í Hraunbæ en keyptu
sér hús á Álftanesi. Skildu þau
1987. Tók hún saman við Gísla
Guðnason og flutti í Breiðholt
1988. Fluttu þau í Neskaupstað
1989. Eignaðist hún svo dóttur
1990, Margréti Erlu. Sleit hún
sambúð við Gísla 1992 og fluttist
til Reykjavíkur. Hún kynntist
Hafþóri Hafsteinssyni sjómanni
og eignaðist Elísu Hafdísi 1993
og flutti í Stykkishólm og Flatey
á Breiðafirði 1994. Þau giftust
1994 en skildu 1998. Laufey bjó í
Reykjavík í nokkur ár en 2004
flutti hún ásamt dætrum sínum,
Margréti og Elísu, á Blönduós.
Laufey kynnist Þorsteini Frí-
manni Sigurgeirssyni og bjuggu
þau saman hennar síðustu ár.
Laufey og Þorsteinn bjuggu í
Hveragerði í nokkur ár. Þau
fluttu svo í Voga á Vatnsleysu-
strönd 2016.
Laufey samdi mörg falleg
ljóð, skrautskrifaði og teiknaði
mikið. Eftir hana liggja mörg
ljóð og var eitt þeirra birt í
Morgunblaðinu og sum voru les-
in upp í útvarpi.
Laufey verður jarðsungin frá
Grafarvogskirkju í dag, 28.
september 2018, klukkan 13.
Ríkharð Leonard, f.
6.7. 2011, og Ragn-
ar Tý, f. 11.1. 2014.
b) Telma Dögg, f.
12.5. 1982. Maki
hennar er Óli Sig-
dór Konráðsson, f.
1.6. 1988. Sonur
Telmu er Mikael
Leó, f. 22.5. 2002. 2)
Gísli Guðnason, f.
8.6. 1943. Þau
bjuggu saman frá
1988 en slitu sambúð 1992. Dótt-
ir þeirra er Margrét Erla, f.
10.5. 1990. Maki hennar er Sig-
urði Lúther Lúthersson, f. 6.2.
1989. 3) Hafþór Hafsteinsson, f.
13.4. 1959. Þau giftust 1994 en
skildu 1998. Dóttir þeirra er El-
ísa Hafdís, f. 2.5. 1993. Maki
hennar er Þráinn Júlíusson, f.
25.5. 1993.
Laufey ólst upp í Reykjavík.
Hún gekk í skóla þar en var einn
vetur á Hólmavík hjá Fjólu
föðursystur sinni. Hún fór í sveit
á Súluvelli á Vatnsnesi í Vestur-
Húnavatnssýslu hjá Jóni og
Guðmundu og var í skóla einn
vetur fyrir norðan.
Hún giftist Magnúsi Þór
Nú hefur þú kvatt þennan
heim, elsku mamma mín. Ég
kveð þig með sorg í hjarta og
miklum söknuði. Sé ég eftir að
hafa ekki eytt meiri tíma með þér
en minnist góðu tímanna sem við
áttum saman. Alltaf stóðstu með
mér og varst stolt af mér. Ég er
þakklátur því hvað þú kenndir
mér og fann ég alltaf hlýju frá
þér. Lífsins grýttan veg fórstu
áður en þú kvaddir okkur í flýti.
Ég gleymi ekki blíðu röddinni
þinni og hlátrinum þínum.
Mér er minnisstætt þegar þú
bjóst fyrir norðan, á Blönduósi,
og hvað það var gaman að gera
sér ferð til þín. Man ég eftir
skemmtilegum jólum þegar við
mættum með önd sem ég hafði
veitt og þegar við gerðum einnig
góða veislu á Þorláksmessu með
skötu, hákarli og öllu tilheyrandi.
Vorum við þá öll saman yfir há-
tíðirnar. Þú varst alltaf svo ljóð-
ræn og samdir mörg ljóð. Barna-
bókina sem þú skrifaðir mun ég
lesa fyrir syni mína, „leiðina inn í
Grimmadal“.
Ég man alltaf eftir því hvernig
þú tókst unnustu minni, henni
Ingu, vel og hvernig þið náðuð
alltaf vel saman og þú leist á hana
sem þína eigin. Alltaf eldaðirðu
góðan mat og bakaðir góðar kök-
ur. Þú varst mér afar kær og líð-
ur mér eins og partur af mér hafi
farið. Ég vildi óska þess að lífið
hefði farið á annan veg en verð að
sætta mig við farinn veg. Ég mun
aldrei gleyma þér og mun ávallt
minnast þín. Ég læt þetta nægja í
bili og kveð þig, elsku mamma
mín.
Þinn sonur,
Ríkharður Leó Magnússon.
Vatnið holar sterkan stein
þó standi hann sterkur.
Strembin leiðin, sjaldan bein
stingur höfuðverkur.
Ég minnist þess með sorg í hjarta
að finna móðurylinn.
Móðir mín með ást svo bjarta
nú horfin er í bylinn.
Mamma ég þín sárt svo sakna
þín minning er mér kraftur
úr löngum svefni mínum vakna
er loks hitti ég þig aftur.
Ég elska þig.
Þín
Elísa Hafdís Hafþórsdóttir.
Elsku hjartans mamma mín,
það tekur mig svo sárt að missa
þig, hvað þá svona fljótt. Mér
finnst rétt eins og hjarta mitt
skorti part af sér, að holrými hafi
myndast þegar þú kvaddir.
Þú varst einstök kona með sýn
á lífið sem fæstir hafa og visku
sem enginn annar.
Ávallt þú málaðir gráan heim-
inn öllum heimsins litskrúðug-
ustu litum með þínu orðavali, þín-
um persónuleika og þessu stóra
hjarta sem kenndi til fyrir öllu og
öllum nærri sem fjarri.
Mamma, þú kenndir mér svo
ótal margt, sem fáir hefðu getað
kennt og gefið af sér. – Virðingu
fyrir náttúrunni, öllum lifandi
verum, þú kenndir mér að horfa á
heiminn lengra en augað sér, ut-
an rörsins og utan kassans.
Þannig sá ég hvað heimurinn
væri svo miklu meiri og stærri, að
hann hefði svo miklu meira að
bjóða en maðurinn telur.
Laufblað var og er ekki bara
laufblað, rigningin var og er ekki
bara rigning, steinarnir voru og
eru ekki bara grjót. Fyrir þetta
ég dái þig ætíð.
Þú varst svo uppátækjasöm,
mikið þykir mér vænt um öll
uppátæki þín, öll svo öðruvísi,
öðruvísi en þekkist til hjá flestum
öðrum börnum. Öllum þeim
„óvenjulegu“ uppátækjum sem
prýddu barnæsku mína mun ég
aldrei gleyma.
Það er svo sárt að hugsa til
þess að ganga áfram veginn, með
söknuð í hjarta og án ferðafélaga
míns, að aldrei aftur fái ég að
njóta návistar þinnar og þess sem
að þú hafðir að gefa með því að
vera til – því sem ég kem ekki í
orð, en verð að varðveita í hug-
anum.
Aldrei nokkurn tímann hefur
nokkuð verið jafn hrikalega vont
og að missa þig, mamma,
Sársaukinn er svo mikill,
skarðið er svo djúpt, mikið sem
það ristir að skilja.
Minningu þína ég geymi við
hjartað, geymi þar til ég sé þig á
ný og minn tími kemur að fara. Á
meðan enn geng ég lífið, þú von-
andi mín gætir. Gætir og vísar
mér réttu sporin. Vísar mér rétt,
frá röngu. Í síðasta skipti ég í
hönd þína held, held til að kveðja.
Góða ferð, góða nótt, gakktu inn í
ljósið. Mikið ég mun sakna þín,
alla daga, alla tíð.
Heyrirðu ei, þig hjartað kallar á?
Heyrirðu ei storm er kveðju mína ber?
Þú fagra minning eftir skildir eina,
sem aldrei gleymist meðan lífs ég er.
(Valdimar Hólm Hallstað)
Takk fyrir allt, elsku besta
mamma mín.
Ég elska þig að eilífu, hvíldu í
friði og megi englar guðs vísa þér
réttan veg.
Þín dóttir,
Margrét Erla.
Fyrir tíu árum í húsi á Blöndu-
ósi hitti ég þig fyrst. Ég og Rík-
harður sonur þinn komum í heim-
sókn. Þú tókst á móti mér með
opnum örmum og þínu fallega
brosi og fannst mér ég alltaf hafa
þekkt þig og það sama fannst þér.
Þú bauðst mér upp á „spakk og
hakketí“, hlógum við mikið að því
af því þú ætlaðir að segja hakk og
spagettí. Þú varst nú alveg viss
um að sonur þinn hefði sko valið
mig, sagðirðu hnyttin á svip, af
því að ég væri svo lík þér. Það
fannst mér fyndið og þér líka. Við
skildum hvor aðra og það þótti
mér vænt um. Þú sparaðir ekki
fallegu orðin þín til mín. Ég er
svo þakklát fyrir að hafa átt þig
sem tengdamóður. Þú varst mjög
skemmtileg með þinn smitandi
hlátur, hjartahlý og ekki má
gleyma listræn. Þú samdir mikið
af flottum ljóðum og elskaðir tón-
list og að syngja. Það var gaman
að koma í heimsókn í sveitina og
gistum við oft hjá þér. Þær minn-
ingar eru mér ómetanlegar. Nú
sit ég hér með hjartað fullt af
sorg yfir því að þú sért farin ein-
ungis sextug að aldri. Góða ferð,
Laufey mín.
Kveðja,
Ingibjörg Árnadóttir.
Laufey Dís
Einarsdóttir
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Minningargreinar