Morgunblaðið - 28.09.2018, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 28.09.2018, Qupperneq 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2018 þúsundþjalasmiður og það lék allt í höndunum á honum, hvort sem um var að ræða hönnun eða smíðaverkefni. Með sinni ljúfu framkomu færði hann góð rök fyrir sínu máli og fékk okkur fé- lagana til að fara góða leið í mál- unum. Paradísin á Skaga var honum ætíð ofarlega í huga. Hans er sárt saknað og skarðið í hópnum verður vandfyllt. Blessuð sé minning Gunnars Þorsteinssonar. Við sendum Ingu og fjölskyldunni hugheilar samúðarkveðjur á erfiðri stundu við fráfall hans. Fritz, Hólmfríður, Haukur og Magnea. Í dag er til grafar borinn Gunnar Þorsteinsson sem lést laugardaginn 15. september langt fyrir aldur fram eftir erfiða sjúkdómslegu. Við kynntust Gunna og Ingu í lok árs 1979 þegar við fluttumst í nýjar íbúðir í Engihjalla 9 í Kópavogi. Góð vinátta tókst strax með okkur, samskipti urðu mikil og dætur okkar þær Elva Dögg og Kristbjörg urðu miklir mátar. Leiðir lágu áfram saman eftir Engihjalla því báðar byggðu fjöl- skyldurnar sér hús í Ástúns- hverfi í Kópavogi og þar héldu samskiptin áfram milli Brekkut- úns og Daltúns. Þegar um hægð- ist eftir byggingaframkvæmdir stofnuðum við matarklúbb ásamt tvennum öðrum hjónum og héld- um margar skemmtilegar og skrautlegar veislur eins og ungu fólki er eðlilegt. Á þessum árum fórum við Gunni nokkrum sinn- um saman á gæsaveiðar. Gunni hafði meiri reynslu í gæsaveiði en ég og lærði ég margt af hon- um og voru þessar ferðir ótrú- lega skemmtilegar. Árið 1999 gafst tækifæri til að leigja veiðisvæði á Skaga og stofnuðum við fjórir félagar úr Engihjalla 9 ásamt þremur öðr- um veiðifélag, keyptum hús, stækkuðum það og bættum og fluttum á veiðisvæðið. Gunni varð strax mjög öflugur í félag- inu, sat í stjórn frá upphafi, skipulagði viðhald á húsi og fór í nánast allar árlegar vinnuferðir. Gunni naut þess að vera þarna, hvort heldur við vinnu eða veið- ar, og gaf ekkert eftir þótt heils- unni hrakaði. Gunni var ótrúlega fjölhæfur maður, jafnvígur á allt og átti græjur til flestra verka. Hann var góður trésmiður, smíðaði og gerði við veiðistangir, gerði við veiðihjól, hnýtti flugur, var snill- ingur í að splæsa reipi, jafnvígur í skot- og stangveiði og þannig mætti lengi telja. Með Gunna hverfur yfir móð- una miklu náinn vinur sem við söknum sárt, en minningin lifir. Við vottum Ingu, Elvu Dögg og fjölskyldunni allri okkar inni- legustu samúð á þessari erfiðu stundu. Ágúst og Valgerður. Farinn er góður vinur, Gunn- ar Þorsteinsson, langt um aldur fram. Veiðimaðurinn, hand- verksmaðurinn, barnakarlinn, úrræðagóði græjukarlinn okkar. Gunnar hafði einstaklega gaman af útivist og nutum við vinirnir þess með honum. Okkar vin- skapur hófst fyrir rúmum 40 ár- um þegar hann kom inn í líf Ingu vinkonu okkar. Að eiga vin er vandmeðfarið, að eiga vin er dýrmæt gjöf. Vin, sem hlustar, huggar, styður, hughreystir og gefur von. Vin sem biður bænir þínar, brosandi þér gefur ráð. Eflir þig í hversdagsleika til að drýgja nýja dáð. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Þökkum samveruna, Anna, Björk, Gréta, Guðbjörg, Hafdís, Kristín, María Anna og fjölskyldur. ✝ Stefán Kemp,fyrrverandi verkstjóri á Sauð- árkróki, fæddist á Illugastöðum í Lax- árdal, Skefilsstaða- hreppi, Skagafirði, 8. ágúst 1915. Hann lést á Heilbrigðisstofnun- inni á Sauðárkróki 4. september 2018. Foreldrar hans voru Ludvig Rudolf Kemp, f. 1889, d. 1969, og Elísabet Stef- ánsdóttir, f. 1888, d. 1984. Stef- án var þriðji í röðinni af níu systkinum. Þau voru: Júlíus, f. 1913, Ragna, f. 1914, Friðgeir, f. 1917, Aðils, f. 1920, Björg- ólfur, f. 1921, Oddný Elísabet, f. 1922, Helga Lovísa, f. 1925, og Stefanía Sigrún, f. 1927. Þau eru nú öll látin. Stefán giftist Áslaugu Björnsdóttur, f. 22. júni 1922, d. 20. október 1995, frá Fagranesi á Reykjaströnd í Skagafirði þann 4. nóvember 1944 og hófu þau búskap á Sauðárkróki stuttu síðar. Stefán og Áslaug eignuðust fjórar dætur: 1) Elísabet Kemp, f. 17. apríl 1945, hjúkrunar- fræðingur. Maki Jón Friðberg Hjartarson, f. 29. júlí 1947, fyrrverandi skólameistari. Þau eru búsett í Reykjavík. Sonur Elísabetar er Stefán Kemp Christian Strub, f. 2. júní 1973, verkfræðingur, Sviss. Þeirra börn eru: Maximilian Thor, Al- exander Víðar og Lísa Berglind Líf. c) Einar Dagur Einarsson, f. 5. ágúst 1987, viðskiptafræð- ingur, Sviss. 3) Kristbjörg Kemp, f. 17. mars 1964, deild- arstjóri í Árskóla. Maki Guðni Kristjánsson, f. 7. október 1963, sérfræðingur hjá Íbúðalána- sjóði. Þau eru búsett á Sauðár- króki. Þeirra börn eru: a) Rakel Kemp Guðnadóttir, f. 13. janúar 1987, verkefnastjóri í móttöku flóttamanna. Maki María Anna Guðmundsdóttir, f. 19. júní 1983, tollsérfræðingur. Þær eru búsettar á Reyðarfirði. Þeirra synir eru Stefán Þór og Davíð Örn. b) Kristján Rögnvaldur Guðnason, f. 9. nóvember 1991, fiskvinnslumaður, Sauðákróki. c) Matthildur Kemp Guðna- dóttir, f. 1. febrúar 1998, nemi, Reykjavík. Sambýlismaður Bjarni Páll Ingvarsson, f. 7. september 1998. 4) Birna Kemp, f. 27. apríl 1966. Maki Ragnar Guðmundur Þórðarson, f. 15. febrúar 1964, viðskipta- fræðingur. Þau eru búsett í Garðabæ. Þeirra börn eru: a) Ásdís Rún, f. 21. júní 1995, nemi, Danmörku. b) Þórdís Ragna, f. 20. janúar 1999, nemi, Reykjavík. c) Júlía Ruth, f. 15. ágúst 2004, og d) Daníel Darri, f. 11. júni 2007. Útför Stefáns fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag, 28. september 2018, og hefst at- höfnin klukkan 14. Bjarkason, f. 12. nóvember 1963, rafmagnstækni- fræðingur. Maki Gunnlaug Hart- mannsdóttir, f. 4. október 1964, skólastjóri. Búsett í Hróarsholti, Flóa- hreppi. Þeirra dæt- ur eru: a) Elísabet, hagfræðingur. Maki Davíð Ólafs- son, verkfræðingur. Búsett í London. Dóttir þeirra er Her- borg Helga. b) Marín, nemi á Ítalíu og c) Katrín, nemi í Reykjavík. Börn Elísabetar og Jóns eru: A) Hjörtur Friðberg, f. 3. september 1977, stýrimað- ur. Sambýliskona Helga Björk Pálsdóttir, f. 12. maí 1973, verkefnastjóri. Þau eru búsett í Reykjavík. Þeirra börn eru Jón Friðberg og Thelma Kristín. B) Áslaug Birna, f. 5. desember 1978, ljósmóðir og heilsunudd- ari, Reykjavík. 2) Helga Kemp, f. 18. mars 1948, lífeindafræð- ingur. Sambýlismaður Jean Gu- demann, f. 5. september 1949, bankamaður. Þau eru búsett í Sviss. Börn Helgu eru: a) Stefán Kemp Gunnarsson, f. 29. júní 1975, framkvæmdastjóri, Taí- landi. Dóttir hans er Naomi Flor. b) Áslaug Valgerður Gunnarsdóttir Strub, f. 8. júní 1979, löggiltur þýðandi. Maki Stefán Kemp, fyrrum verk- stjóri á Sauðárkróki, lést 4. sept- ember sl. á eitthundraðasta og fjórða aldursári, fæddur á dögum fyrri heimsstyrjaldarinnar á Ill- ugastöðum í Laxárdal í Skefils- staðahreppi. Hann hafði stálminni fram á síðustu stund og fylgdist vel með samtíma sínum, hringdi í dætur sínar til að fylgjast með af- komendum sínum. Hann var hisp- urslaus, hreinn og beinn í tilsvör- um, sjálfstæður í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Duglegur og ósérhlífinn og kunni vel að meta sömu eiginleika í fari annarra. Hann var hjartahlýr og góður fað- ir, eiginmaður, tengdafaðir, afi, langafi, og langalangafi, um- hyggjusamur fyrir velferð ann- arra. Hann hóf búskap með eig- inkonu sinni Áslaugu á Freyjugötu 13 og hafði hús fyrir kýr og sauðfé norðan við Rafsjá en Áslaug og faðir hennar Björn sinntu þeim búskap fyrst og fremst enda hafði Stefán ærinn starfa við verkstjórn í Fiskiðjunni. Heyjaði fjölskyldan þá tún sín þar sem nú er Sjúkrahús Skagfirð- inga. Þau voru samhent hjónin og byggðu sér snemma húsnæði og fagurt heimili á Skagfirðingabraut 23. Þau eignuðust fjórar dætur. Barnabörn þeirra vöndust á að líta Skagfirðingabrautina sem sitt annað heimili sem alltaf stóð þeim opið. Þar var kærleikurinn með sitt rétta lögheimili. Stefán hafði mikið yndi af að spila bridge og var ekki alveg laust við að handa- hreyfingarnar við útspil væru efni í leikrit ef grannt yrði skoðað, þar átti glaðværð og alvara góða sam- búð, einkum þegar trompað var. Mikinn áhuga hafði hann af hestamennsku sem ágerðist með aldrinum og ég minnist þess þegar hann á áttunda áratugnum kom ríðandi suður Kjöl til Þingvalla hve glaður hann var og í essinu sínu. Þá skein sól í heiði. Hesthús hafði hann á Króknum sem kallað var Búgarður af fjölskyldunni, austan við Vegagerðarhúsið. Á efri árum fór Stefán þangað sem næst daglega og dyttaði að ýmsu svo sem pallasmíði, girðingar- vinnu og umhirðu hrossa sinna. Margar atvikssögur eru til um Stefán sem votta um hinn drífandi starfsanda hans og gott skopskyn, sumar útgefnar, aðrar ganga á milli ættingja hans. Einhverju sinni var honum bent á að það væri hættulegt að ganga í hálku á tréklossum. Hann var ekki hras- gjarn en benti athugasemdar- manninum, Betu dóttur sinni, á að hann hefði þjálfað með sér hras- vörn nokkra, sem fólst í því að stökkva upp er hann kenndi að klossarnir ætluðu annan veg en hann sjálfur og við lendinguna yrðu þeir hlýðnir sem vel tamin hross. Ég minnist margra ánægjulegra samverustunda gegnum árin með Stefáni og Ás- laugu. Við fórum í ferðalag með þeim til Austurlands, í gönguferð í landi Jórvíkur og Ásunnarstaða í Breiðdal þar sem Stefán þekkti kennileitin þó hann hefði aldrei komið þar áður, minnugur frá- sagna móður sinnar en báðir for- eldrar hans áttu ættir sínar að rekja þangað. Ég minnist ferða- lags með honum um England og Frakkland til Sviss til að heim- sækja dóttur sína Helgu. Ólíkar þóttu Stefáni heimsálfurnar þrjár Evrópa, Ameríka og Skagafjörð- ur. Sveitir Skagafjarðar voru helgidómi líkastar í huga hans. Þegar Stefán hafði haldið upp á sinn hundraðasta afmælisdag ákvað hann að flytja á Heilbrigð- isstofnunina á Sauðárkróki. Fjöl- skylda Stefáns er þakklát fyrir þá hjartahlýju og virðingu sem hon- um var auðsýnd þar. Blessuð sé minning þeirra hjóna, Stefáns Kemp og Áslaugar Kemp Björns- dóttur. Jón F. Hjartarson. Geng yfir í næsta hús, fer úr skónum og skokka upp stigann. Sé þig sitja við eldhúsborðið, norðan- megin, alltaf í sama sætinu. „Sæll, afi minn,“ segi ég og þú heilsar mér og brosir. „Náðu þér í kex, vina mín, og mjólk með.“ Ég fer í kexskápinn, finn afakex, sem var nánast alltaf til. Ef það var ekki til var það mjólkurkex. Ég opna ís- skápinn og næ í ískalda nýmjólk. Hún var ísköld vegna þess að hún mátti aldrei standa lengi á borðinu og var því alltaf sett beint inn í ís- skáp. Ég fæ mér sæti á móti þér og við tölum um veðrið og lífið. „Eigum við að taka í spil?“ spurðir þú mig oft og við spiluðum kasínu, með þínum reglum, ekki pabba- reglum, því þær voru ekki jafn skemmtilegar. „Hvar er mamma?“ var spurning sem kom nánast alltaf upp. Það sem þér þótti vænt um mömmu enda var hún alltaf til staðar. Þær voru óteljandi stundirnar sem við átt- um þrjú saman inni í stofu, mamma að prjóna, þú í sófanum og ég örugglega hálfsofandi eða að lesa bók í hinum sófanum. Hafðu það gott, afi minn, takk fyrir allt. Þinn „vitleysingur“, Matthildur. Stefán Kemp var heimilisvinur á Skagfirðingabraut 15, leit þar inn sem næst daglega og saup úr kaffibolla og reykti kannski eina sígarettu eða tvær og spjallaði. Oft var líka gripið í spil. Stebbi var djarfur spilamaður hvort sem var í vist eða bridds, sagði ódeigur og hló hressilega þegar illa fór. Þegar vel gekk var orðtak hans: „And- skotans gammur var ég“ og fylgdi því glaðlegur hlátur. Þeir faðir okkar voru perluvinir, pabbi vann mörg ár undir hans stjórn á frysti- húsinu, þeir voru saman í fjárragi og keyptu oft hrossakjöt í samlög- um, söltuðu og reyktu, verkuðu saman hákarl o.fl. Þeir skemmtu sér vel saman. Stebbi ólst upp í stórum syst- kinahópi á Illugastöðum í Laxár- dal, afskekktri sveit, þar sem El- ísabet móðir hans stjórnaði búskapnum því að Lúðvík bóndi hennar var vegaverkstjóri sumrin löng og fannst skemmtilegra að grúska dimma vetrarmánuði en ganga til kinda sem hann þó gerði; var raunar víkingur til verka þeg- ar hann tók á því og reisti það steinhús á Illugastöðum sem nú stendur þar; rétt sem hann hlóð í grennd Skíðastaða stendur enn. Stefán missti sjón á öðru auga í slysi við heyskap, en hann kvaðst hafa slíka arnarsjón á hinu að ekki ylli sér baga. Það var oft glatt á hjalla þarna á dalnum. Stebbi gekk til prests í Hvammi til að undirbúa ferminguna, til sr. Arn- órs, og þar var barnabarn sr. Arn- órs, Gunnar Gíslason, síðar prest- ur; þeir Stebbi á líku reki og urðu miklir mátar. Tvíburarnir frá Ketu, Ragnar og Ármann, létu líka til sín taka. Þetta voru gáska- fullir drengir. Á efri árum eign- aðist hann hesta og fór í langferðir með félögum sínum, Agnari Sveinssyni og Sveini Sigfússyni. Fræg skyrtunna var sögð vera á gömlu kotbýli í Gönguskörðum. Stebbi reið þangað nokkrum sinn- um með félögum sínum, en ekki fundu þeir tunnuna; í henni átti að vera svo gamalt og gott skyr að engu tali tók! Stebba varð sjaldan misdægurt og varð meira en 100 ára, dvaldist síðustu árin á sjúkrahúsinu en tók af lyfjum fátt ef nokkuð. Áslaugu sína missti hann 1995 og bjó eftir það einn. Það var gott að koma til þeirra. Þau eignuðust fjórar dæt- ur sem hlúðu að föður sínum, báru hann á höndum sér. Stebbi var hæglátur maður, nettvaxinn, stál- minnugur og greindur vel. Hann var einstaklega skemmtilegur við- ræðu, vel að sér, hógvær í fram- göngu og prúður, en orðfæri hans var kröftugt og hann tvinnaði stundum hraustlega; drengir á Króknum fengu ávítur fyrir að blóta eins og Stefán Kemp og Gunnar Þórðarson! Gamli Krókur breytist sífellt. Menn koma, en aðrir fara. Með Stebba er genginn síðasti heimilisvinur foreldra okk- ar frá æskudögum okkar, drengur góður og eftirminnilegur. Ást- vinum hans öllum sendum við hugheilar samúðarkveðjur. Sigurlaug, Herdís og Sölvi Sveinsbörn. Stefán Kemp ✝ Jóhanna RósF. Hjaltalín fæddist á Land- spítalanum í Reykjavík 13. desember 1967. Hún lést á heimili sínu 23. september 2018. Foreldrar henn- ar eru Friðgeir V. Hjaltalín, f. 13. október 1943, og Salbjörg Sigríður Nóadóttir, f. 26. janúar 1948. Systur Jó- hönnu eru Eydís F. Hjaltalín, f. 26. febrúar 1969, og Jófríður Friðgeirsdóttir, f. 14. nóv- ember 1974, maki Steinar Þór Margrét Ólafsdóttir, f. 29. maí 1990. 2) Dagur Magnússon, f. 8. október 1993. Jóhanna ólst upp í Grundar- firði. 16 ára gömul fór hún til Reykjavíkur til náms. Árið 1988 stofnaði hún fjölskyldu í Grundarfirði og vorið eftir flutti hún ásamt fjölskyldu til Hríseyjar, þar sem þau bjuggu til ársins 2000. Þá fluttu þau til Akureyrar, þar sem hún starf- aði á tannlæknastofu í nokkur ár þar til hún fór í hjúkrunar- fræðinám við Háskólann á Akureyri. Fljótlega eftir það fór hún í sérnám í svæfingar- hjúkrunarfræði við Háskóla Ís- lands og útskrifaðist þaðan ár- ið 2012. Jóhanna starfaði sem svæfingarhjúkrunarfræðingur við Sjúkrahúsið á Akureyri. Útför Jóhönnu fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 28. september 2018, klukkan 13.30. Alfreðsson og sam- an eiga þau þrjár dætur. Jóhanna hóf sambúð með Magnúsi Snorra Magnússyni 1988. Þau slitu sambúð 2012. Foreldrar hans voru Magnús Jóhann Magnús- son, f. 3. febrúar 1943, d. 15. mars 2010, og Arnheið- ur Fanney Snorradóttir, f. 23. september 1946, d. 4. júlí 1969. Jóhanna og Magnús Snorri eignuðust tvo syni. 1) Fannar Magnússon, f. 30. september 1988, unnusta hans er Helga Að morgni sunnudagsins 23. september fengum við fregnir af því að ástkær vinkona okkar væri látin. Jóhanna Rós gekk í gegn- um erfið veikindi en engin okkar átti von á að hún færi frá okkur svo fljótt. Jóhanna sýndi mikinn styrk í veikindum sínum og átti til að draga úr þeim því ekki vildi hún vera byrði á öðrum. Jóhanna Rós var góð og traust vinkona sem við munum endalaust sakna en erum þakklátar fyrir þær góðu stundir sem við áttum með henni í gegnum árin. Minningin um yndislega vinkonu mun lifa í hjörtum okkar um ókomna tíð. Gulli og perlum að safna sér, sumir endalaust reyna. Vita ekki að vináttan er verðmætust eðalsteina. Gull á ég ekki að gefa þér og gimsteina ekki neina. En viltu muna að vináttan er verðmætust eðalsteina. (Hjálmar Freysteinsson) Takk fyrir allt, elsku Jóhanna Rós. Aðalheiður, Drífa, Elfa Björk, Harpa, Jónína og Katrín. Það er erfitt að kveðja kæra vinkonu allt of snemma eftir lang- an góðan vinskap. Við kynntumst fyrst árið 1983 í Grundarfirði þar sem þú varst búsett og ég kom til að vinna í fiski. Við urðum strax góðar vinkonur, unnum saman í fiski. Svo vorum við báðar búsett- ar í Reykjavík í nokkur ár, sem var skemmtilegur tími. Það varð síðan að þú fannst ástina og flutt- ir norður nokkrum árum síðar, en ég bjó áfram í Grundarfirði. Þrátt fyrir það hélst vinskapur okkar alla tíð. Ég græddi alla fjölskyld- una þína sem vini, og er sú vinátta mér mikils virði. Margar góðar minningar úr frystihúsinu og skelfiskvinnslu Soffa koma upp í hugann. Við ferðuðumst á putt- anum og urðum hálfgerðir strandaglópar, lágum úti í móa í Borgarfirðinum og hlógum og fundum upp á alls konar skemmtilegu. Það komu þó kafla- skil. Við hittumst ekki í u.þ.b. 20 ár, en á þeim tíma bjó ég erlendis. En þegar ég flutti til Akureyrar frá Lúxemborg 2013 tókum við upp þráðinn eins og ekkert hefði í skorist, og hafa þessi undanfarin ár verið mér dýrmæt og sannar- lega ómetanlegt að koma heim eftir allan þennan tíma og end- urnýja vinskapinn. Elsku vin- kona, þú sem nú hefur verið hrifs- uð burt frá okkur öllum, ég segi það satt að heilsteyptari og betri manneskju hef ég varla þekkt allt mitt líf, hjartahlý og góð. Alltaf varstu tilbúin að koma og kíkja á það sem ég var að gera á vinnu- stofunni, og segja mér hvað þér fannst. „Þetta er fallegt, Þóra,“ sagðir þú, og líka, „er ekki viss með þetta Þóra mín“, alltaf heið- arleg, aldrei særandi. Þó svo að við værum ólíkar á margan hátt skildum við hvor aðra og gáfum hvor annarri slaka þegar á þurfti að halda. Þegar þú veiktist voru það mjög erfiðir tímar á allan hátt, en allt leit vel út í byrjun og vonin um endanlegan bata var alltaf til staðar. En það er ekki hægt að lýsa því áfalli þegar ný meinvörp fundust. Þú varst svo ákveðin, svo sterk, þú vissir allan tímann hvað var mikilvægast, strákarnir þínir og tíminn með þeim og tengdadótturinni. En svo þurfti þetta að enda svona núna, allt of snemma. Þú átt alltaf þinn stað í hjarta mínu, elsku vinkona, minningarnar lifa að eilífu. Ég mun halda áfram að opna fyrir þig „Bókina með svörin“, kveikja á kerti og draga spjald fyrir þig og lesa eins og við gerðum alltaf þegar við hittumst og drukkum saman mikið kaffi. Elsku Dagur og Fannar, Sal- björg og Friðgeir, Eydís og Jó- fríður, ég sendi ykkur mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Þóra Karlsdóttir. Jóhanna Rós F. Hjaltalín

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.