Morgunblaðið - 28.09.2018, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2018
✝ ÞórhildurSigurjónsdóttir
fæddist í Reykjavík
30. maí 1955. Hún
lést á Landspítal-
anum við Hring-
braut 14. septem-
ber 2018.
Faðir hennar var
Sigurjón Marteinn
Jónsson, f. á Litla-
Sandi, Borg. 4.12.
1922, d. 18.11.
1956, móðir Kristín Björg Borg-
þórsdóttir, f. í Hafnarfirði 18.9.
1926, d. 15.1. 1987. Fósturfaðir
Guðmann Guðbrandsson, f. á
Stokkseyri 17.5. 1926, d. 19.5.
1999. Systkini Þórhildar eru:
Borgþór, f., 31.10. 1943, Birgir,
f. 10.6. 1946, Herdís, f. 10.2.
1949, og hálfsystir sammæðra
Bára, f. 23.4. 1964.
Hinn 21. september 1974 gift-
ist Þórhildur Jóni Ólafssyni
meistara í veggfóðrun og dúk-
lögn, f. í Reykjavík 27.2. 1954,
sonur hjónanna Ólafs Þ. Jóns-
sonar frá Hafnarfirði, f. 3.10.
1927, d. 14.3. 1992, og Sesselju
fyrsta heimili á Hverfisgötu 50
og bjuggu þar árin 1973-1978 og
Berglind Mjöll fæðist þar 1976.
Þá fluttust þau í Háukinn 5 og
bjuggu þar frá 1980-1985, þá
fæddist Ólafur Már og þau
fluttu á Smyrlahraun 14. Þaðan
fluttu þau aftur í Háukinn 5 árið
1985 og hófu að byggja í Lyng-
bergi 35 og hafa búið þar frá
árinu 1991.
Þórhildur var fyrst og fremst
húsmóðir en vann þó við ýmis
störf í gegnum árin, þar af
verslunarstörf, í fiskvinnslu í
Sjólastöðinni, sem leiðbeinandi
á leikskólanum Kató, við skúr-
ingar á Sýsluskrifstofum
Hafnarfjarðar, sem leiðbeinandi
á leikskólanum Hlíðarbergi og
við lagerstörf í Pharmaco, síðar
Vistor. Hin síðari ár vann hún
við bókhald og dúklagningar
hjá J. Ólafsson ehf.
Þórhildur tók þátt í að stofna
Samtök barna með sérþarfir.
Hún hafði sérstakan áhuga á
málefnum fatlaðra og baráttu
þeirra. Þórhildur var einn af
stofnendum Íþróttafélagsins
Fjarðar í Hafnarfirði vorið 1992
og fékk hún gullmerki Fjarðar
árið 2012 og ÍBH árið 2015 fyrir
óeigingjörn störf.
Útför hennar fer fram frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag,
28. september 2018, klukkan 13.
Zophoníasdóttur, f.
á Merkisteini við
Eyrarbakka 3.12.
1930, d. 31.5. 2007.
Börn Þórhildar
og Jóns eru: 1)
Sigurjón Marteinn,
f. í Hafnarfirði
26.8. 1970. 2) Berg-
lind Mjöll, f. í
Hafnarfirði 1.2.
1976, gift Óskari
Sigurðssyni, f. 4.11.
1972, börn þeirra eru Eyþór
Orri, f. 21.7. 1997, og Hjördís
Anna, f. 14.12. 2003. 3) Ólafur
Már, f. í Reykjavík 19.3. 1985,
kvæntur Sólrúnu Hafþórs-
dóttur, f. 26.6. 1985, börn þeirra
eru Jón Þór, f. 18.5. 2008, Súsan
Klara, f. 7.12. 2011, og Sonja
Lillý, f. 14.6. 2013.
Þórhildur, eða Dódó eins og
hún var alltaf kölluð, fæddist í
Reykjavík og bjó í Efstasundi
58. Hún flutti í Hafnarfjörð 1964
og bjó þá í Bröttukinn 8. Ung
kynntist hún Jóni og eignaðist
Sigurjón 1970. Eftir gagnfræða-
skólapróf eignuðust þau sitt
Elsku mamma mín svo ljúf og
góð kvaddi okkur allt of ung. Ég
átti margar góðar stundir með
mömmu þar sem við vorum allt-
af svo góðar vinkonur. Mamma
var alltaf ung í anda og skildi
svo vel börn og ungt fólk. Hún
var einstök amma og sóttu
barnabörnin hennar fimm öll í
að umgangast hana og hún elsk-
aði þau öll svo heitt og innilega.
Við mamma vorum bundnar
sterkum böndum og hafði hún
alltaf trú á mér í öllu sem ég tók
mér fyrir hendur. Hún lagði
hart að mér að mennta mig og
verða sjálfstæð og ábyrg. Ég á
henni mömmu svo margt að
þakka. Ég þakka henni þó mest
fyrir samverustundirnar. Ég
naut þess innilega þegar ég var
fimm ára að labba í bakarí með
henni og kaupa snúð og appels-
ín, bara einn snúð og skipta á
milli. Við áttum margar góðar
stundir yfir saumavélinni þegar
ég var unglingur og þolinmæðin
sem hún hafði þegar efnisbútar
og tvinni voru út um allt. Sam-
verustundir í garðinum í Lyng-
bergi að reyta arfa og tína rifs-
ber. Spánarferðin okkar síðasta
sumar toppar þó allar góðar
stundir sem við höfum átt, við
nutum þess að sóla okkur og
ferðast. Ég á eftir að sakna þess
að samverustundirnar urðu ekki
fleiri en þakka fyrir allar sem
við áttum. Takk, elsku mamma,
ég er sú sem ég er í dag því ég
átti svo góða mömmu.
Góður guð geymi þig.
Kveðja,
Berglind Mjöll (Bella).
Árið er 1970. Brekkugatan
þar sem við bræður bjuggum er
ómalbikuð og við yngstu bræð-
urnir fimm og sex ára að leika
okkur, væntanlega í drullupoll-
um þegar við tökum eftir því að
ung kona kemur gangandi með
barnavagn í áttina að okkur.
Þetta var Dódó en hún var kær-
astan hans Nonna, næstelsta
bróður okkar, sem var 16 ára. Í
okkar augum var hún fullorðin
kona. Hún átti barn, en í raun
var hún bara 15 ára unglingur.
Við spurðum hana „hvað á barn-
ið að heita“ hún brosti blíðlega
og sagði „það er leyndarmál“.
Þetta er okkar fyrsta minning
um Dódó. Fyrstu jólin á
Brekkugötunni með okkur
bræðrum reyndust Dódó erfið,
við rifum upp pakkana í tempói
sem hún hafði aldrei upplifað áð-
ur og hátíðarstemningin líktist
helst kappleik þar sem við bræð-
ur héldum fullum dampi allt
kvöldið. Dódó ákvað eftir þetta
að þau myndu halda sín eigin jól.
Nonni og Dódó fengu snemma
það ábyrgðarmikla hlutverk að
vera foreldrar drengs með
downs-heilkenni, mikils gleði-
gjafa og grallara sem okkur
Brekkugötubræðrum þótti sér-
staklega gaman að vera með,
passa og kenna ýmis brögð og
takta sem þóttu ekki alltaf við
hæfi. Þó Dódó yrði snemma
mamma þá spáðum við aldrei í
hversu ung hún var og hversu
mikla ábyrgð hún hafði. Hún var
frábær manneskja, glæsileg,
gáfuð og með fallega og blíða
nærveru. Það var alltaf gott að
koma til Dódó og við bræður
vorum tíðir gestir á Hverfisgöt-
unni, það var einfaldlega gott að
að koma í litlu fallegu íbúðina til
Dódó. Okkur fannst einhvern-
veginn Jón og Dódó búa á
Hverfisgötunni tíu ár en þau
voru nú bara fjögur.
Við eigum þér mikið að
þakka, Dódó, því þú tókst þátt í
uppeldi okkar það var ljúft að
getað leitað til þín. Þú varst okk-
ur stundum sem skilningsrík
mamma á þeim árum sem við
þurftum kannski mest á því að
halda. Takk, Dódó, fyrir allar
góðar stundirnar á Hverfisgöt-
unni, Háukinn og Lyngbergi
„þrír og fimm“.
Það er ákaflega sárt að kveðja
þig, kæra mágkona, við eigum
eftir að sakna þín mikið en hug-
ur okkar er hjá fjölskyldu þinni
sem þú elskaðir og varst tilbúin
að fórna öllu fyrir. Nonni, Siggi,
Bella, Óli Már, Óskar, Sólrún og
barnabörn, þið eigið okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Örn og Theodór.
Við Þórhildur Sigurjónsdóttir
urðum samferða í lífinu fyrir 10
árum, þegar við urðum „sam-
ömmur“ þriggja barna.
Í sjö ár bjuggum við innan
göngufjarlægðar, smárölt með-
fram læknum í Hafnarfirði, og
fengum því að rifja upp móð-
urgleði saman og friðsæld nýs
lífs. Fögnuðum lífskrafti nýrrar
kynslóðar, sem blómstraði eins
og bláklukkur í nýju sumri.
Iðin, lagin, hláturmild, gest-
risin, hlý, og næm, Þórhildur
axlaði ábyrgð ung, lærði fljótt
dýpstu gildin, og lifði samkvæmt
þeim.
Hún bretti upp ermarnar,
klæddi, mataði, þreif, bjó til, bjó
að, lagaði, sinnti, kenndi, hugg-
aði, hugsaði fyrir öllu. Hún
klæddi sitt fólk snjallhönnuðum
lopaflíkum. Hún ræktaði garð
sinn og hlúði að fólki, lét allt og
alla „blómgast sem grængresi“
(Jesaja 66).
Jón, Siggi, Bella, Óskar, Ey-
þór, Hjördís Anna, elsku Óli
Már og Sóla, Jón Þór, Súsan
Klara, og Sonja Lillý, við Hafþór
sendum innilegustu samúðar-
kveðjur að vestan.
Sarah M. Brownsberger.
Gulli og perlum að safna sér
sumir endalaust reyna,
vita ekki að vináttan er
verðmætust eðalsteina.
(Hjálmar Freysteinsson)
Í dag kveðjum við kæra vin-
konu, Þórhildi Sigurjónsdóttur,
eða Dódó eins og hún var alltaf
kölluð. Vinátta okkar varð til í
Flensborg veturinn 1970. Á
þessum langa tíma hefur margt
verið brallað, ógleymanlegt var
það þegar okkur datt í hug að
fara í dansskóla og læra að
tjútta, þar höldum við að Jón og
Dódó hafi fundið taktinn sem
entist þeim í gegnum lífið.
Dódó varð fyrst okkar til að
gera marga hluti, eignast barn,
giftast og kaupa íbúð á Hverf-
isgötunni. Verkefnið var stórt
þegar hún unglingurinn eignað-
ist hann Sigga, þá komu mann-
kostir hennar vel í ljós því hún
barðist alla tíð ötullega fyrir
réttindum fatlaðra, á henni
sannaðist máltækið margur er
knár þó hann sé smár.
Dódó var smávaxin og grönn,
hún var meira að segja svo
stelpuleg 21 árs tveggja barna
móðirin að eitt sinn þegar hún
var stödd í verslun með börnin
bað afgreiðslumaðurinn hana að
vera úti með krakkana því hann
hélt að hún væri í vist að passa
þau.
Minningarnar eru margar og
ljúfar. Saumaklúbburinn okkar
fór margar ferðir innanlands og
utan og við náðum að heimsækja
allar eyjar landsins nema Flatey
á Skjálfanda. Í öllum þessum
ferðum komu skipulagshæfileik-
ar Dódóar vel í ljós, hún sá um
að allir fengju nóg að borða og
hagsýn var hún með afbrigðum.
Á góðri stund hló enginn eins
og Dódó; tárin runnu niður eftir
kinnunum á henni. Hún hafði
einstaklega góða nærveru og var
mikil handavinnukona. Það lék
bókstaflega allt í höndunum á
henni, hvort heldur það var í
eldhúsinu eða í dúklagningu með
Jóni. Hún hugsaði vel um fólkið
sitt og naut þess að hafa barna-
börnin hjá sér og gerði mikið af
því.
Dódó greindist með krabba-
mein vorið 2016 og gekk í gegn-
um erfiðar meðferðir, vissi að
hverju stefndi og tók því með
æðruleysi. Við vinkonurnar náð-
um að eiga góða stund saman á
spítalanum viku áður en hún
lést.
Dódó kvaddi hljóðlega eins og
hún hafði lifað.
Við þökkum yndislegri vin-
konu samfylgdina og sendum
fjölskyldunni innilegar samúðar-
kveðjur.
Oddný, Ragnheiður, Rósa
og Sigríður (Sísí).
Kveðja frá Fjallafreyjum
Það er með sorg og söknuði í
hjarta sem við kveðjum hana
Þórhildi, eða Dódó sem hún var
alltaf kölluð. Við eigum eingöngu
góðar og fallegar minningar um
hana. Létt og lipur á fæti, bros-
mild, hjartahlý og hjálpsöm eru
orðin sem okkur finnst lýsa
henni best. Dódó var samferða
þessum hópi okkar í nærri 30 ár,
aðallega í leikfimi og jóga en
einnig í nokkrum gönguferðum
með Fjallafreyjunum. Hún var
alltaf Fjallafreyja í hjarta sínu
og fylgdist vel með þeim ferðum
sem farnar voru þótt hún tæki
ekki alltaf þátt í þeim.
Þegar hún veiktist fyrir rúm-
um tveimur árum grunaði okkur
ekki að hún myndi lúta í lægra
haldi fyrir þessum skæða sjúk-
dómi sem krabbameinið er, allt
virtist vera á uppleið, en það fór
á annan veg. Dódó tók örlögum
sínum af æðruleysi og við erum
fullvissar um að nú líði henni vel
í ljósinu eilífa á nýju tilverusviði.
Við þökkum henni samfylgdina í
gegnum árin.
Fjölskyldu hennar sendum
við okkar innilegustu samúðar-
kveðjur. Minningin um elsku
Dódó lifir með okkur björt og
falleg.
F.h. Fjallafreyja,
Sigríður Skúladóttir.
Skilyrðislaus vinátta er dýr-
mætust þeirra gjafa sem lífið
færir okkur. Ég var svo lánsöm
að kynnast Dódó þegar ég hóf
störf á Blikaási, heimili Sigga
okkar, fyrir 15 árum og með
okkur þróaðist fljótt einstök og
traust vinátta.
Það var svo auðvelt að láta
sér þykja svo undurvænt um
hana Dódó, hún var með fallegt
og hreint hjarta, hlýtt faðmlag
og kærleiksríka nærveru og allt
í kringum hana svo bjart og
fagurt.
Lyngbergið hefur alltaf verið
fastur viðkomustaður og hafa
ófáar dýrmætar samverustundir
orðið til þar, Dódó passaði upp á
að ekki liði of langt á milli heim-
sókna og minnti mig á með fal-
legum skilaboðum ef hana var
farið að lengja eftir heimsókn-
inni. Við áttum ekki erfitt með
að gleyma okkur við eldhúsborð-
ið tímunum saman og ræða hug-
leikin málefni og deila gleði okk-
ar og sorgum.
Dódó hugsaði einstaklega vel
um fólkið sitt, setti þarfir ann-
arra ávallt ofar sínum og barna-
börnin voru hennar dýrmætasti
fjársjóður.
Dódó tókst á við verkefni lífs-
ins með jákvæðni og æðruleysi
og sýndi óþrjótandi styrk í erf-
iðum veikindum. Hún kenndi
mér svo ótal margt sem ég mun
alltaf búa að, fyrst og fremst
kenndi hún mér að læra að meta
lífið betur og njóta hvers nýs
dags.
Ég kveð ástkæra vinkonu
með hjartað yfirfullt af þakklæti
fyrir allt, megi hún hvíla í Guðs
friði.
Ég þakka allt frá okkar fyrstu
kynnum,
það yrði margt, ef telja skyldi það.
Í lífsins bók það lifir samt í minnum
er letrað skýrt á eitthvert hennar
blað.
Ég fann í þínu heita stóra hjarta
þá helstu tryggð og vináttunnar ljós.
Er gerir jafnvel dimma vetur bjarta,
úr dufti lætur spretta lífsins rós.
(Margrét Jónsdóttir)
Heiða Björk Ingvarsdóttir.
Þórhildur
Sigurjónsdóttir
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi
og langalangafi,
SIGURÐUR H. JÓHANNSSON,
Ljósvallagötu 28,
Reykjavík,
lést á Vífilsstaðaspítala laugardaginn
15. september.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn
5. október klukkan 15.
Margrét Þ. Sigurðardóttir Jónas Eydal Ármannsson
Jóhann Haukur Sigurðsson Guðrún Leósdóttir
barnabörn og aðrir afkomendur
Ástkær eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og bróðir,
BERGVIN ODDSSON
útgerðarmaður
frá Vestmannaeyjum,
lést á Landspítalanum laugardaginn
22. september.
Útförin fer fram í Landakirkju laugardaginn 6. október
klukkan 14. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeir
sem vilja minnast hans er bent á Slysavarnarfélagið Eykyndil.
María Friðriksdóttir
Lúðvík Bergvinsson Þóra Gunnarsdóttir
Magnea Bergvinsdóttir Þorvaður Ægir Hjálmarsson
Haraldur Bergvinsson Sólveig Birna Magnúsdóttir
barnabörn og systkini hins látna
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
JÓHANNES GUÐMANNSSON,
Berjarima 1, Grafarvogi,
lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild LSH
í Kópavogi sunnudaginn 23. september.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn
1. október klukkan 13.
María Jakobsdóttir
Laufey M. Jóhannesdóttir
Guðmann S. Jóhannesson Rósa F. Friðriksdóttir
Birgir S. Jóhannesson Anna M. Bragadóttir
Rósa Jóhannesdóttir
Hulda B. Jóhannesdóttir
barnabörn og langafabörn
Elskulegur sonur minn,
KENNETH PÁLL PRICE,
andaðist þriðjudaginn 11. september.
Jarðarför hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna.
Arnheiður Þórhallsdóttir
Systir mín,
BETTY A. LILLIE,
lést á Englandi 27. september.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigríður Kristín Lister