Morgunblaðið - 28.09.2018, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.09.2018, Blaðsíða 35
skrifaði um Vatna-Brand í ritröðinni Dynskógum en Brandur var móður- bróðir hans: „Ég las alltaf töluvert, einkum ævisögur, þjóðfræði og ann- að sagnfræðilegt efni, en hef dregið úr lestrinum að undanförnu.“ Fjölskylda Sigþór kvæntist 22.12. 1957 Sól- veigu Guðmundsdóttur húsfreyju, f. 22.6. 1936. Hún er dóttir Guð- mundar Vigfússonar, f. 14.6. 1901, d. 22.12. 1950, bónda í Eystri-Skógum undir Eyjafjöllum, og k.h., Önnu Guðjónsdóttur, f. 6.12. 1910, d. 31.3. 2007, húsfreyju á Eystri-Skógum og síðan á Hellu á Rangárvöllum. Fósturdóttir Sigþórs er Guðrún Agnes Æ. Pétursdóttir, f. 27.12. 1952, húsmóðir á Englandi, en mað- ur hennar er Þórður Theodórsson læknir og er sonur þeirra Vigfús Magnús Qaboos. Börn Sigþórs og Sólveigar eru Guðmundur, f. 20.4. 1957, framkvæmdastjóri í Reykja- vík, en kona hans er Anna Jack og eru börn þeirra Berglind Jack og Erlingur Jack en dóttir hans er Nína Ýr; Ástríður, f. 15.3. 1959, deildarstjóri hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en börn hennar eru Sól- veig Harpa, Skúli, Ástþór og Andri; Magnea, f. 9.8. 1962, d. 13.1. 1966; Aðalheiður, f. 1.7. 1966, fótaað- gerðafræðingur en sambýlismaður hennar er Sirvan F. Majeed; Sig- urður Bjarni, f. 12.1. 1968, flugvirki í Bandaríkjunum, en kona hans er Selena Denis og er dóttir þeirra Rakel, en börn hans eru Silja og Hrafn; Kristrún, f. 26.1. 1971, hús- freyja í Reykjavík en börn hennar eru Aron, Ástrós og Laufey; Stein- gerður Stella, f. 16.1. 1972, starfs- maður við leikskóla en maður henn- ar er Friðrik Höskuldsson, starfs- maður Landhelgisgæslunnar og eru dætur þeirra Emma Ljósbrá og Lóa Kolbrá. Systkini Sigþórs: Gunnar, f. 22.9. 1924, d. 4.10. 1992, smiður í Litla- Hvammi; Helga, f. 3.3. 1926, fyrrv. húsmóðir; búsett í Reykjanesbæ; Stefán Jón, f. 16.6. 1927, d. 5.1. 2016, verkamaður í Litla-Hvammi og Hvannbóli í Mýrdal. Foreldrar Sigþórs voru Sigurður Bjarni Gunnarsson, f. 10.6. 1896, d. 6.11. 1973, smiður og bóndi í Litla- Hvammi, og k.h., Ástríður Stef- ánsdóttir, f. 14.10. 1905, d. 30.3. 1989, húsfreyja og organisti. Í tilefni afmælisins verða Sigþór og fjölskylda hans með opið hús í Litla-Hvammi á morgun, laugar- daginn 29. september, frá kl. 12-16. Sigþór Sigurðsson Ástríður Einarsdóttir vinnuk. í Mýrdal og víðar Árni Jónsson vinnum. og smiður víða, frá Langholti Steinunn Helga Árnadóttir húsfr. í Litla-Hvammi Stefán Hannesson kennari og b. í Litla-Hvammi Ástríður Stefánsdóttir húsfr. og organisti í Litla-Hvammi Þuríður Sig- urðardóttir húsfr. í Efri Ey í Meðal- landi Hannes Hannesson b. í Efri-Ey og Grímsstöðum í Meðallandi Kristín Gunnarsdóttir húsfr. á Ketilsstöðum Björgvin Salómons- son fv. ritstj. Dynjanda „Vatna-Brandur“ Stefánsson vegaverkstj. í Vík í Mýrdal, hótel- stj., og fyrsti bílstjórinn í Mýrdal Jóhannes Brandsson framkv.stj. í Rvík Þorsteinn Gunnarsson b. í Vatnsskarðshólum Gunnar Ágúst Gunnarsson stjórnmálafræðingur Gunnar Stef- ánsson b. í Vatnsskarðs- hólum Haraldur Briem starfsm. hjá Pósti og síma í Rvík Þórólfur Gíslason kaup- félagsstj. á Sauðárkróki Katrín Kristín Briem nudd- fræðingur í Fagrahvammi Þrúður Briem kennari í Kópavogi Helga Kristín Einarsdóttir bóka- safnsfr. í Kópavogi Dr. Valdimar Briem fyrrv. sálfræðiprófessor í Lundi Rannveig Þor- valdsdóttir við umönnun í Rvík Einar T. Finnsson fjallaleiðsm. og pólfari Leifur Örn Svavarsson fjalla- leiðsm. og pólfari Málfríður Arnoddsdóttir húsfr. í Stóra-Dal í Mýrdal Þorsteinn Einarsson b. í Stóra-Dal Guðríður Þorsteinsdóttir húsfr. í Steig Gunnar Bjarnason b. í Steig í Mýrdal Kristín Gunnarsdóttir húsfr. í Engigarði Bjarni Jónsson b. í Engigarði Úr frændgarði Sigþórs Sigurðssonar Sigurður Bjarni Gunnarsson smiður. b. og kennari í Litla-Hvammi í Mýrdal Kristín Hann- esdóttir húsfr. í Eyjum í Breiðdal Þuríður Briem húsfr. í Sjólyst á Reyðarfirði Á yngri árum Sigþór tvítugur. ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2018 103 ára Sigrún Þórey Hjálmarsdóttir 90 ára Sigríður Á. Guðmundsdóttir 85 ára Ingveldur Valdemarsdóttir Vignir Sigurjónsson 80 ára Erna Þ. Guðmundsdóttir Hulda Hjálmarsdóttir Karl Jóhann Már Hirst Katrín Kristín Guðjónsdóttir Kristján Vilhjálmsson Sigursteinn Sveinbjörnsson Örn Ágúst Guðmundsson 75 ára Auður B. Sigurðardóttir Ágústa Olsen Edda M. Hjaltested Guðfinna Sigurðardóttir Hrefna Jónsdóttir Sigrún Anna Bogadóttir Örn Johnson 70 ára Elsa Jónasdóttir Guðrún Einarsdóttir Guðrún G. Kristinsdóttir Hrafnkell G. Hákonarson Ingibjörg E. Kristinsdóttir Unnur Jónsdóttir 60 ára Aldis Ozols Birna Bjarnadóttir Brynhildur Baldursdóttir Dóra Berglind Torfadóttir Guðmundur Guðlaugsson Hafþór Guðmundsson Halldór Guðmundsson Helga Björg Helgadóttir Hilmar Bergmann Höskuldur H. Kjartansson Jóna Bára Jónasdóttir Marek Wieslaw Felstau Ragnar Kornelíus Lövdal Runólfur Birgir Leifsson Sigríður Hreinsdóttir Sólborg Hreiðarsdóttir Sverrir Jóhannesson Valdís S. Valbergsdóttir Þórður Guðni Hansen 50 ára Dagný S. Jónsdóttir Freysteinn Gíslason Guilherme D. V. Da Fonseca Helga Áslaug Þorleifsdóttir Ingvar Kári Árnason Jóhanna María Gylfadóttir Panagiotis Skourlis Páll E. Guðmundsson Pétur Jónatan Kelley Svanlaug Elín Harðardóttir Sveinn Rúnar Eiríksson 40 ára Auðunn S. Auðunsson Ásdís Kristjánsdóttir Ásta Sóley Sturludóttir Berglind Rúnarsdóttir Guðni Páll Sigurðarson Hafþór Örn Þórðarson Hermann Örn Kristjánsson Hreinn Gústavsson Hugrún Birgisdóttir Jaroslaw Malinowski Kristján Bjarni Karlsson Olga Guðlaug Albertsdóttir Óðinn Guðmundsson Pálmi Freyr Sigurgeirsson Sebastian Puisoru Sigrún Mjöll Stefánsdóttir Sigurður Karl Magnússon Stefán Örn Kristjánsson Stephan Fischer Svanhvít Sverrisdóttir Valva Valdimarsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Sæbjörg ólst upp í Keflavík og í Borgarfirði, býr í Hafnarfirði, lauk MEd-prófi frá HÍ og er kennari við Barnaskólann í Hafnarfirði. Maki: Sturla Arnarson, f. 1984, starfsmaður Álheima. Foreldrar: Dröfn Sigur- vinsdóttir, f. 1961, starfar fyrir Fjölskylduhjálpina, og Árni Geir Siggeirsson, f. 1953, fv. starfsmaður Íslenskra aðalverktaka. Sæbjörg Erla Árnadóttir 30 ára Sigurlaug ólst upp í Hafnarfirði, býr þar, lauk BSc-prófi í hjúkrunar- fræði frá HÍ og er hjúkr- unarfræðingur við LSH. Maki: Heimir Þór Árna- son, f. 1984, trygginga- ráðgjafi. Sonur: Gabríel Pálmi Heimisson, f. 2014. Foreldrar: Ása Nord- quist, 1963, framhalds- skólakennari, og Pálmi Gunnarsson, f. 1962, pípulagningarmaður. Sigurlaug Ása Pálmadóttir 30 ára Jón ólst upp í Reykjavík oǵ á Sauðár- króki, býr í Reykjavík, lauk BSc-prófi í stærðfræði frá HÍ og er forritari hjá Annata. Maki: Bergrós Elín Hilm- arsdóttir, f. 1988, nemi. Börn: Bryndís Elfa, f. 2012, og Styrmir Þór, f. 2014. Foreldrar: Björn Blöndal, f. 1949, og Elfa Þorgríms- dóttir, f. 1960. Þau búa í Reykjavík. Jón Blöndal Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is Ekki bara jeppar 2013 - 2017 Kerruöxlar & hlutir ALLT TIL KERRUSMÍÐA  Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir hefur varið doktorsritgerð sína við Norwegian University of Science and Technology (Tækniháskólinn í Þrándheimi). Rit- gerðin ber heitið Life cycle greenhouse gas emission analysis of single-family Norwegian Zero Emission Pilot Build- ings and concepts (Lífsferilskolefnis- spor norskra kolefnishlutlausra ein- býlishúsa). Leiðbeinendur voru dr. Inger Andresen, prófessor í samþættri orku- hönnun, dr. Helge Brattebø, prófessor í iðnaðarvistfræði, og dr. Aoife Houlihan Wiberg, lektor í arkitektúr. Doktorsritgerðin var gerð við rann- sóknarsetrið um kolefnishlutlausar byggingar eða „Zero Emission Build- ings“, www.zeb.no. Markmið verkefnis- ins var að þróa leiðir til þess að hanna og byggja byggingar sem myndu kol- efnisjafna sig yfir líftímann. Rannsóknin sneri að gagnasöfnun, útreikningum og samanburði á kol- efnisspori mismunandi lausna fyrir norsk einbýlishús, sem sett höfðu sér markmið um að vera kolefnishlutlausar og viðmiðunarbyggingar. Húsin voru hönnuð einbýlishús, eða „concept hús“ og einbýlishús sem búið er að byggja sem prófunar-/frumgerðarbyggingar. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að þegar orkunýtnin er orðin há, er það efnis- notkunin sem stendur fyrir hæsta hlutfallslega kolefnissporinu yfir líftímann, allt að 50-70%. Erfitt er að kolefnisjafna alla losun á gróður- húsalofttegundum með sólarorkukerf- um, en útreiknað kolefnisspor á raf- magnsnotkun í byggingunum og á rafmagni frá sólarorkukerfi hefur afger- andi áhrif á hvort kolefnishlutleysi næst. Samanburður á mánaðarlegu kol- efnisspori raforkunotkunar og raforku- framleiðslu fyrir átta mismunandi ein- býlishús sýndi glögglega að kolefnis- sporið fyrir þær byggingar sem voru hannaðar og byggðar sem kolefnis- hlutlausar var mun minna en fyrir við- miðunarbygginguna sem byggð var eft- ir orkukröfum úr norskri byggingar- reglugerð, TEK17. Þar skipti mestu máli orkunýtni kolefnishlutlausu einbýlis- húsanna, þ.e. hversu mikla orku þeim tókst að spara yfir vetrarmánuðina og svo hversu mikla orku þeim tókst að framleiða á vorin og haustin. Þórhildur Kristjánsdóttir Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir er fædd í Reykjavík 10. september 1979. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 1999, prófi í orku- og um- hverfisverkfræði frá Norwegian University of Science and Technology í Þránd- heimi 2004. Þórhildur er framkvæmdastjóri hjá Grænni byggð (Green Building Council Iceland). Eiginmaður Þórhildar er dr. Egil Ferkingstad og börn þeirra eru Elma Egilsdóttir og Óðinn Egilsson. Doktor

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.